Morgunblaðið - 10.05.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 13
FRETTIR
Netmennt þróar fj ar kennsluhugbúnað
Sækir um 95 milljónir
til Evrópusambandsins
FYRIRTÆKIÐ Netmennt hefur sótt um 95
milljóna króna styrk til Evrópusambandsins
til þess að þróa og koma á markað fjar-
kennsluhugbúnaði með áherslu á tungumála-
kennslu. Upphaflega bárust yfir 800 umsókn-
ir um styrk til sex áætlana á sviði kennslu-
og menntamála á vegum ESB sem að þessu
sinni var slegið saman í eitt útboð. Um miðj-
an apríl voru valdar úr rúmlega 100 umsókn-
ir sem kemur til greina að hljóti styrk og þar
á meðal er umsókn Netmenntar. Eigandi fyrir-
tækisins er Pétur Þorsteinsson sem setti á
stofn íslenska menntanetið norður á Kópa-
skeri sem síðar komst í eigu ríkisins. Hann
segir að um 50% líkur séu á því að verkefnið
hljóti styrk.
Pétur segir að hugbúnaðurinn geti gagnast
jafnt á alnetinu sem á staðarneti. Netmennt
er í samstarfi við Verkmenntaskólann á Akur-
eyri, Íslenska menntanetið, Kennaraháskóla
íslands auk danskra og spænskra aðila. Einn-
ig er væntanlegur samstarfsaðili frá Grikk-
landi sem er fyrirtækið Esteam sem Guðrún
Magnúsdóttir tungumálaverkfræðingur stýrir.
Að minnsta þrjú Evrópulönd þurfa að standa
saman að verkefnum á vegum ESB til þess
að þau teljist styrkhæf í þessu útboði.
Innblástur í Malaga
Verkefnið snýst um það að auðvelda mönn-
um að búa til námsgögn á eigin tungumáli
til dreifingar yfir alnetið eða staðarnet og
færa það yfir á önnur tungumál.
„Námskeið sem er samið á íslensku á að
vera hægt að snara yfir á önnur mál með til-
tölulega auðveldum og ódýrum hætti. Þannig
er námsefnið gert að markaðsvöru utan þessa
260 þúsund manna markaðar sem á íslandi
er,“ sagði Pétur.
Útfærslan og hugmyndin er komin frá
Pétri. Pétur segir að innblásturinn að þessari
umsókn komi annars vegar frá því starfi sem
Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur unnið á
þessu sviði og hins vegar frá reynslu sinni í
miðborg Malaga á Spáni. Þar var hann við
spænskunám síðastliðið sumar og kynntist þar
aröbum og sígaunum sem ekki eiga nokkurn
kost á því að sækja hefðbundna menntun.
Pétur segir að meginmarkmiðið sé að finna
leið til þess að lækka verð á menntun. Það
verði gert með því að búa til tölvuumhverfi
fyrir fjarkennslu sem yrði tæki til þess að
miðla efni námshöfunda yfir alnetið eða stað-
arnet. Þáttur kennara yrði meiri en fyrr en
hlutverk þeirra breyttist í þá veru að þeir
yrðu námsefnishöfundar.
Umsókn Netmenntar er fyrir 50% fjár-
mögnun verkefnisins. Alls er kostnaður við
það talinn vera um 190 milljónir kr.
INTIS
lækkar
gjaldskrá
fyrir Alnet-
sambönd
INTIS hefur ákveðið að lækka
bandvíddargjöld um 18-21%
eftir bandvídd. Fastagjald fyrir
fýrstu 15 kílóbita á sekúndu í
smásölu og önnur gjöld haldast
óbreytt. Lækkunin gildir frá 1.
apríl 1997.
„Þrátt fyrir þessa lækkun
gjaldskrár er stefnt að tvöföldun
sambandsins til Norður-Amer-
íku á næstunni, úr tveimur
megabitum á sekúndu í fjóra.
Jafnframt rekur INTIS tveggja
megabita samband til Evrópu
sem fyrr,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá INTIS.
Gjaldskrá INTIS er að fínna
á alnetinu undir: http://www.is-
net.is/is/gj aldskra. html
INTIS rekur alnets-samband
til útlanda og selur fyrirtækjum
og stofnunum á íslandi sam-
band við alnetið.
ERU ÞEIR AÐ FA’ANN?
ÞAÐ gengur mikið á er
Ragnar Hólm dregnr stóran
sjóbirting inn til löndunar
og merkingar við Filjaflóð
á dögunum. Guðbrandur
Jóhannesson fylgist með.
Mikilvægir
seltunemar í sjó-
birtingsmerkin
FISKIFRÆÐINGARNIR Jóhann-
es Sturlaugsson og Magnús Jó-
hannsson merktu 135 sjóbirtinga
sem veiddir voru í Fitjarflóði í
Grenlæk á dögunum. 26 þessara
fiska voru merktir með utaná-
liggjandi mælimerkjum frá
Stjörnu-Odda, en 109 fiskar voru
merktir slöngumerkjum. Þeir Jó-
hannes og Magnús stjórna atferl-
isrannsóknum á sunnlenska sjó-
birtingnum, Jóhannes sér um
mælimerkjahlutann, en Magnús
slöngumerkjahlutann.
„Nú voru notuð í fyrsta sinn
við merkingar á sjóbirtingi mæli-
merki sem hafa seltunema, en auk
þess voru í þeim hita- og dýpis-
nemar eins og í merkjunum sem
notuð voru 1995 og 1996. Ferðir
sjóbirtingsins úr ferskvatni í sjó
og öfugt verður með þessum
merkjum hægt að skoða á ná-
kvæmari hátt heldur en hægt er
ef einvörðungu er byggt á hita-
og dýptarskráningum líkt og gert
var tvö fyrrgreindu árin. Hita-
gögn fyrri ára hafa varðandi
þennan þátt m.a. leitt í ljós að
á meðan sjávardvöl sjóbirtings-
ins stendur kemur fyrir að hann
skreppi inn á ósasvæði þar sem
hitastigs ferskvatnsins gætir
verulega. Seltuneminn staðfest-
ir þetta svo ekki verður um
villst," sagði Jóhannes Stur-
laugsson á bökkum Fitjarflóðs.
Af fiskunum 152 voru 142
sjóbirtingar, afgangurinn var
staðbundinn urriði og fáeinar
bleikjur sem vógu allt að 5 pund.
Stærsti sjóbirtingurinn var rúm-
lega 8 pund og 77 sentímetrar.
Alls báru sex birtingar merki
frá fyrri merkingum síðustu
tveggja ára, þar af voru tveir
með mælimerki. „Annar mæli-
merktu fiskanna sem endur-
veiddist hafði vaxið mikið frá
því hann var merktur fyrir ári.
Þannig hafði hann lengst um 9
sentímetra og þyngst um tvö
5 PUNDA mælimerktum
sjóbirtingi sleppt í Fitjaflóð.
pund, eða úr 3 pundum í 5 pund,“
sagði Jóhannes.
Einnig merkt í Ytri-Rangá
Slöngumerki hafa einnig verið
fest á sjóbirtinga sem veiðst hafa
í vísindaveiðum fyrir neðan Ægis-
síðufoss í Ytri-Rangá undir stjórn
Magnúsar Jóhannssonar að
undanförnu. Verkefninu er nú
lokið, en alls veiddust um 40 fisk-
ar, mest sjóbirtingar, en einnig
reytingur af bleikju. Bleikjurnar
voru allt að 4 punda, en sjóbirting-
arnir allt að 7 pund. Sá stærsti
reyndist vera með gamalt merki
og sagði Þröstur Elliðason, leigu-
taki árinnar, að menn biðu
spenntir eftir að heyra lífssögu
birtingsins, en hann fór til rann-
sóknar á Suðurlandsdeild Veiði-
málastofnunar á Selfossi.
Samningur ríkis og kirkju
Ríkið verði skuld-
bindingalaust við
samningslok
LÖGÐ hefur verið fram breyt-
ingartillaga við frumvarp til laga
um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar þess efnis að ríkið
verði laust allra skuldbindinga við
kirkjuna að fimmtán árum liðnum
og fari þá fram endurskoðun á
öllum liðum samkomulags ríkisins
og þjóðkirkjunnar frá 10. janúar
síðastliðnum. Nú er í frumvarpinu
aðeins tiltekið að fjöldi presta á
launaskrá verði endurskoðaður að
fimmtán árum liðnum. Flutnings-
menn tillögunnar eru þingmenn-
irnir Jóhanna Sigurðardóttir,
Guðný Guðbjörnsdóttir og Ög-
mundur Jónasson.
Breytingartillagan gengur á
skjön við túlkun Prestafélagsins á
samningnum, en það telur að höfuð-
stóll sá sem myndast við yfírtöku
ríkisins á kirkjujörðum haldist
óskertur á samningstímabilinu.
Jóhanna Sigurðardóttir bendir á
að launagreiðslur ríkisins til presta
nemi á fímmtán árum um sjö og
hálfum milljarði króna. Söluverð
kirkjujarða á undanfömum árum
hafí að meðaltali verið um þrjár og
hálf milljón króna og megi því gera
ráð fýrir að heildarverðmæti þeirra
sé um ein og hálf milljón króna.
Af þessum sökum sé ekki eðlilegt
að höfuðstóllinn haldist óskertur.
París
sértilboð í júlí og ágúst
frá kr. 21 a272
Vi U' g*fl r Heimsferðir bjóða sín vikulegu flug
júh og (igy-s tjj Parísar í júlí og ágúst fimmta árið
—1 í röð og nú á einstöku tilboði í apríl.
þú getur valið um eingöngu flugsæti, flug og bíl eða
valið um eitt af okkar vinsælu hótelum í miðbæ Parísar,
hvort sem þú vilt búa í hjarta Latínuhverfisins eða á slóðum
listamanna í Montparnasse.
21.272
Verð kr.
Verð pr. mann, m.v. hjón með 2 börn, flugsæti
til Parísar fram og til baka í júlí.
Æí
E 3T
Verð kr. 35i900
Vikuferð, flug og hótel, Hotel Appollinaire,
2., 9., 16. og 23. júlí. Skattar innifaldir.
Austurstræti 17,2. hæð
• Sími 562 4600