Morgunblaðið - 10.05.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 17
VIÐSKIPTI
ÚRVERINU
Unilever selur ICI
deildir fyrir 8
milljarða dollara
London. Reuter.
ENSK-hollenzka matvæla- og
neytendavörufyrirtækið Unilever
Plc/NV hefur skýrt frá því að það
muni selja alþjóðleg sérefnavöru-
fyrirtæki sín risafyrirtækinu Im-
perial Chemical Industries Plc fyr-
ir 8 milljarða dollara.
Aðalframkvæmdastjóri ICI,
Charles Miller Smith, sagði að
með þessum samningi mundi fyr-
irtækið gerbreytast og verða
óháðara sveiflukenndum sam-
drætti þungra efna.
Stjórnarformaður ICI, sir Ron-
ald Hampel, sagði að með samn-
ingnum yrði komið á fót „nýju ICI
fyrir næstu öld“. Verð hlutabréfa
í ICI komst í tæplega 760 pens,
en þau seldust að lokum á 747 72
pens, sem er 33 pensa hækkun.
Unilever sagði að hagnaður
fyrirtækisins af sölunni fyrir
skatta og kostnað yrði rúmlega 5
milljarðar dollara og mundi af-
nema skuldir þess. Fyrirtækin,
sem verða seld, eru National
Starch & Chemical Co í Bandaríkj-
unum, Quest International, Unic-
hema International og Crosfield.
Málið kannað í 12 mánuði
Miller Smith, fyrrum fjármála-
stjóri stjórnarformanns Unilever,
Niall Fitzgerald, sagði að ICI hefði
ekki kynnt sér sérefnavörugeirann
fyrr en fyrir réttum 12 mánuðum.
Kaupin væru „kjörið tækifæri til
að breyta ICI og skapa mikil verð-
mæti“.
„Jafnvel þegar samdrátturinn
stóð sem hæst skiluðu þessi fyrir-
tæki hagnaði,“ sagði Miller Smith.
Hann benti á að fyrirtækin væru
mjög sérhæfð og einbeittu sér að
svæðum í heiminum, sem væru í
örum vexti, svo sem Asíu og Róm-
önsku-Ameríku, og hefðu mikið
úrval söluvöru á boðstólum.
BERGUR G. Gíslason, sölustjóri hjá Ljósmyndavörum, Gísli Gests-
son, framkvæmdastjóri, Júlíus S. Olafsson, forstjóri Rikiskaupa og
Jón H. Asbjörnsson, verkefnastjóri hjá Rikiskaupum.
Ríkið semur við
Ljósmyndavörur
NÝLEGA undirrituðu Ríkiskaup
og Ljósmyndavörur ehf. ramma-
samning um sölu á ljósmyndavél-
um, ljósmyndavörum, myndbands-
spólum og framköllunarþjónustu
til nærri þrjú hundruð fyrirtækja
og stofnana ríkisins, sem eru
áskrifendur að rammasamningsút-
boðum Ríkiskaupa.
I frétt frá Ljósmyndavörum ehf.
kemur fram að fyrirtækið telur að
rammasamstarf við Rikiskaup geti
leitt til lægra vöruverðs bæði fyrir
áskrifendur að rammasamningun-
um og aðra viðskiptavini, þar sem
svo umfangsmikill samningur auð-
veldi stærri innkaup og öflun
magnafslátta hjá erlendum birgj-
um fýrirtækisins.
Ljósmyndavörur ehf. voru stofn-
aðar árið 1974 og er m.a. umboðs-
fyrirtæki Fuji Photo Film á ís-
landi. Fyrirtækið er næst stæsti
innflutningsaðili á íslandi á sviði
ljósmyndatækni og hefur ennfrem-
ur sérhæft sig í þjónustu við fram-
köllunarfyrirtæki, segir ennfremur
í frétt fyrirtækisins.
Námskeið um markaði
í Tævan og Kína
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskólans efnir til námskeiðs'um
markaði fyrir sjávarafurðir tæki
og tækni í Tæwan og Kína þann
12. maí nk. kl. 13-18. Námskeiðið
verður haldið í samstarfi við
Sjávarútvegsstofnun HÍ., matvæla-
fræðiskor HÍ, Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins og Útflutningsráðs
íslands.
Aðalfyrirlesari verður prófessor
Bonnie Sun Pan sem er einn fremsti
sérfræðingur Tæwan í matvæla-
fræði sjávarafurða. Hún hefur um
árabil stjórnað matvælafræðideild
National Taiwan Ocean Unversity.
Á námskeiðinu verður meðal
annars fjallað um: Sjávarafurðir í
matarmenningu Kína og Tæwan.
Veiðar og vinnslu sjávarfangs.
Þróun markaða fyrir sjávarafurðir.
Innflutningsreglur, hömlur og
leyfí. Gæðakröfur og eftirlit.
Markaðsstarf og reynslu íslend-
inga. Nýja möguleika á vöruþróun
íslensks sjávarfangs fyrir Kína og
Tæwan.
Skráning og nánari upplýsingar
veitir Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands 525-4923.
Síldveiðar ganga enn erfiðlega
Morgunblaðið/HMÁ
SÚLAN EA var einna fyrst íslensku skipanna til að fá síld á þessari vertíð og er hér með nótina á
síðunni á miðunum um siðustu helgi.
Miklu landað af slöttum
ÍSLENSKI nótaflotinn er nú að síld-
veiðum í Síldarsmugunni en veiðar
hafa aðailega verið innan færeysku
lögsögunnar frá því þær hófust um
síðustu helgi. Veður truflaði veiðarn-
ar nokkuð nú í vikunni og þurftu
mörg skip að fara í Iand með slatta.
Síldin er enn nokkuð stygg og erfið
viðureignar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins höfðu um sex skip landað
fullfermi í annað sinn í gærmorgun.
Slæmt veður gerði á miðunum eftir
helgina og fóru þá flest skipin í land
með slatta og því mörg skip sem enn
hafa ekki fengið góðan afla.
Arney KE var á leið inn á Djúpa-
vog í gær með fullfermi, um 550
tonn, þegar Morgunblaðið hafði
samband um borð. Karl Óskarsson,
skipstjóri, sagði aflann hafa fengist
í þremur köstum. „Við fengum þetta
nær allt í einu kasti en búmmuðum
tvisvar. Síldin er ennþá mjög stygg,
stingur sér við minnsta rask og skip-
in eru að beija í fullfermið með
mörgum köstum. Hún er auk þess
grindhoruð, er nær alveg átulaus en
það má búast við að hún fari að fitna
verulega á næstu dögum. Síldin sem
fékkst um mánaðamótin maí-júní í
fyrra var til dæmis mjög stór og
falleg. Þetta er okkar önnur löndun,
við lönduðum um 500 tonnum á
mánudag og því má segja að við
höfum verið nokkuð heppnir," sagði
Karl.
Mestu landað á Seyðisfirði
Samkvæmt yfirliti Samtaka fisk-
vinnslustöðva var í gær búið að
landa samtals 14.400 tonnum úr
norsk-íslenska síldarstofninum á
vertíðinni. Gera má þó ráð fyrir að
enn hafi ekki borist tilkynningar
um einhveijar landanir. Langmest
hefur verið landað hjá verksmiðju
SR Mjöls á Seyðisfirði, 5.443 tonn-
um, en um 2.100 tonnum hefur
verið landað hjá Síldarvinnslunni
hf. í Neskaupstað.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan
„ Sj ómannaafslátturinn
hluti af kjörum sjómanna“
AÐALFUNDUR Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Öldunnar, sem
haldinn var í Reykjavík fyrir
skömmu, mótmælir harðlega öllum
áformum um niðurfellingu sjó-
mannaafsláttar og varar við afleið-
ingum þess.
„Sjómannaafslátturinn er ótvL
rætt hluti af kjörum sjómanna. í
mörgum tilvikum hafa sjómenn í
kjarasamningum sætt sig við lakari
niðurstöður annarra mála vegna
hans. Sjómenn hafa ennfremur,
m.a. vegna sjómannaafsláttarins,
verið undanskildir við afgreiðslu
svokallaðra almennra félagsmáia-
pakka sem allt annað launafólk í
landinu hefur notið. Flest af því
sem einstakir stjórnmálamenn hafa
notað til réttlætingar þess að fella
sjómannaafsláttinn niður er rök-
leysa og lýsir oftast vanþekkingu
viðkomandi," segir í ályktun um
þetta efni.
Fundurinn fagnar skýrslu Sigl-
ingastofnunar Islands um stöðug-
leika íslenskra fiskiskipa og því
átaksverkefni sem samgönguráðu-
neytið hefur sett af stað í kjölfar
skýrslunnar og væntir þess að verk-
efninu verði hraðað svo sem kostur
er.
Fótum troðnar skoðanir
Skorað er á stjórnvöld að taka
tillit til skoðana og reynslu þeirra
manna, sem með áratuga vinnu
sinni á fiskimiðum við ísland hafa
meiri og betri þekkingu á ástandi
fiskistofna og hafsvæða en nokkrir
aðrir, m.a. með tilliti til samanburð-
ar frá ári til árs. „Stjórnvöld hafa
árum saman fótum troðið skoðanir
þessara aðila hvort sem þeir hafa
látið í ljós álit sitt um ástæðu til
að auka við veiðiheimildir einstakra
tegunda eða sett fram varnaðarorð
um að draga beri úr veiðum ann-
arra tegunda," segir m.a. í ályktun.
Skorað er á stjórnvöld að heimila
hvalveiðar að nýju þegar á þessu
ári og skorað er sömuleiðis á sjávar-
útvegsráðherra að auka þorskveiði-
heimildir á yfirstandandi fiskveiði-
ári, m.a. með tilliti til brottkasts á
þorski.
Hæsta mögulega verð
Fundurinn skorar á alþingismenn
að styðja framkomið frumvarp um
afnám frjáls og óhefts framsals á
veiðiheimildum ef ekki er um svoköll-
uð jöfn skipti að ræða og virða þar
með vilja mikils meirihluta þjóðarinn-
ar sem fram kom í skoðanakönnun
nýverið. Fundurinn skorar ennfrem-
ur á þingmenn að beita sér fyrir því
með öllum tiltækum ráðum að verð-
myndunarkerfi á ferskum físki verði
með þeim hætti að tryggt verði að
ávallt fáist hæsta mögulegt verð
fyrir fiskinn. Þá er skorað á mennta-
málaráðherra að hraða sem mest
má verða endurskipulagningu á skip-
stjómamámi til samræmis við nú-
tímakröfur. Jafnframt verði tryggt
fjármagn til viðhalds og endurbóta
á húsnæði Sjómannaskólans í
Reykjavík í samræmi við úttekt sem
gerð var á húsinu nýverið. „Við nú-
verandi aðstæður á skipulagi náms-
ins og ástandi skólahúsnæðisins er
næsta víst að ungt fólk sýnir náminu
ekki áhuga,“ segir í ályktun.
Engey RE hætt veiðum við Falklandseyjar
„Ekki verið ferð til fjár“
BRYNJÓLFUR Bjarnason, stjórnar-
formaður Island Fisheries Holdings
Ltd., sem gerði út skipin Tjald og
Engey við Falklandseyjar, segir að
líklega verði nokkurt tap á útgerð
skipanna. Bæði skipin hafa hætt
veiðum vegna aflabrests, að sögn
Brynjólfs.
Tjaldur er nú á leið til íslands en
Engey RE á leið til Vigo á Spáni
þar sem afli skipsins verður seldur
en verðmæti hans er á bilinu 15-20
milijónir króna, að sögn Brynjólfs.
„Heildardæmið verður síðan gert
upp þegar skipið kemur heim og
fyrr verður ekki ljóst hver heildar-
kostnaður við þetta verkefni verður.
En það er ljóst að eitthvert tap er
á þessari útgerð, þetta hefur ekki
segir stjórnar-
formaður IFH
verið ferð til fjár,“ segir Brynjólfur.
Óviðunandi afli
Tjaldur fór fjóra línuróðra við
Falklandseyjar og Engey tvo róðra
á smokkfisk. Smokkfiskvertíðin við
Falklandseyjar hefst að fullum krafti
í mars og stendur fram í lok maí.
Brynjólfur segir að nú hafi heldur
dregið úr veiðinni. „Aflinn var ekki
nægur að okkar mati til að halda
veiðunum áfram. Upphaflega var
hugmyndin að Engey kláraði smokk-
fiskveiðarnar en kannaði síðan
möguleika á hvítfiskveiðum í júní.
Við sáum hinsvegar enga ástæðu til
að leggja út í slíkar tilraunaveiðar
að svo stöddu og köllum skipið
heim.“
Brynjólfur segir að veiðin hafi
verið mun minni en gert var ráð
fyrir og það sé meginástæða þess
að nú hafi þeim verið hætt. „Við
byggðum að miklu leyti á upplýsing-
um, sem við höfðum frá spænskum
togurum og línuskipum. Við náðum
hinsvegar ekki sama árangri og það
þýðir einfaldlega að tekjurnar verða
ekki miklar. Því tókum við ákvörðun
um að hætta veiðunum, meta stöð-
una upp á nýtt og skoða vandlega
hvert framhaldið verður," segir
Brynjólfur.