Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 18

Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 18
18 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Niðurstöður rannsókna á geislavirkninni í Norður-íshafi Meiri geislun sögð frá Sellafield en Tsjemobyl GEISLAVIRKNI frá Sellafield- kjamorkuverinu hefur borist um Norður-íshafið og alla leið til Kanada. Hefur geislavirknin meiri áhrif í Norður-Ishafí en geislun sem barst þangað í kjölfar Tsjerno- byl-slyssins, að því er segir í nýj- asta hefti New Scientist, en upp- lýsingamar em fengnar úr kana- dískum, rússneskum og norskum rannsóknum. Gögnin verða birt á ráðstefnu um geislavirkni á Norð- ur-íshafssvæðinu, sem haldin verð- ur í Tromso í næsta mánuði. Meiri geislavirkni en vegna kj arnor ku tilrauna Kanadíska rannsóknin byggist á mælingum sem gerðar vom árið 1995 og sýna m.a. að joð-129, sem er geislavirk samsæta, hefur borist frá Sellafíeld, norður og austur fyrir Síberíu og upp að norðvestur- strönd Kanada, á 200 metra dýpi. Um meira magn geislavirkra efna er að ræða en vegna tilrauna með kjarnorkuvopn, að sögn þeirra sem að rannsókninni unnu, en það vom vísindamenn á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar í Halifax. Geislavirku efnin sesíum-137 og joð-129 berast frá Sellafield út í írlandshaf og þaðan hlykkjótta leið um Norður-Ishaf, að sögn sérfræð- inga við norsku geislavarnastofn- una. Geislunin berst m.a. með Noregsströnd og í Barentshaf. Þaðan berst hluti geislavirks sjávar með norðurpólnum, fer suður með austurströnd Grænlands áður en hann fer norður með vesturströnd- inni og inn á Baffínssund. Annar hluti fer austur með norðurströnd Síberíu og það var sú geislavirkni sem kanadíski hópurinn mældi. Meiri geislun frá Sellafield en úr geislavirkum úrgangi Mest geislavirkni barst frá Sell- afíeld á síðari hluta áttunda ára- tugarins og í upphafí þess níunda, en þá vom hreinsibúnaður og mengunarvarnir bætt. Mest var geislavirknin árin 1975, 1977 og 1980 og segja vísindamenn við Norsku geislavarnastofnunina að þess hafí mátt sjá merki í Barents- hafi fjórum áram eftir hvern „topp“; árin 1979, 1981 og 1985. Per Strand, einn yfírmanna stofnunarinnar, segir að talið sé að um 40.000 milljarðar becqurel geislavirkni hafí borist frá Sellafíeld og að nú þegar hafí 15.000 milljarð- ar becqurel borist í Barentshaf. Það er tvisvar til þrisvar sinnum meiri geislamengun en frá Tsjemobyl, sem berst í Eystrasalt, Norðursjó og þaðan í Barentshaf. Mun minni geislavirkni berst frá næststærsta kjamorkuveri Evrópu sem er á Cap de la Hague í Frakklandi. Þá er að síðustu getið mælinga sem Kanadamenn og Rússar hafa gert á geislavirkum ísótópum í Karahafi, sem er austur af Novaja Semlja, þar sem Sovétmenn sökktu miklu magni af geislavirkum úr- gangi á níunda áratugnum. í ljós kom að geislamengun í Karahafí er aðallega frá Sellafíeld og geisla- virku ofanfalli vegna tilrauna með kjarnorkuvopn, sem gerðar vora fyrir árið 1963. Flugslys í illviðri í Kína AÐ minnsta kosti 35 manns fór- ust í flugslysi í kínversku borg- inni Shenzhen í gær, þar af 16 tælenskir ferðamenn. Vélin, sem var af gerðinni Boeing 737-300 brotlenti á flugbrautarendanum en illviðri var þegar slysið varð; þrumur og eldingar, úrhelli og hvassviðri. Þetta er mesta flug- slys sem orðið hefur í Kína í á fjórða ár, en Kínveijar hafa lagt mikla áherslu á að bæta flugör- yggi. Var vélin aðeins þriggja ára gömul en hún brotnaði í þrennt þegar hún lenti á flug- brautinni og varð þegar alelda. Farþegar voru 65 og níu manna áhöfn og eru níu manns alvarlega slasaðir. Ekki er vitað hvað olli slysinu en sjónarvottar sögðu flugsljórann hafa gert tvær lendingartilraunir og að honum hefði ekki tekist að hækka flugið á ný eftir þá þriðju. Haft var eftir einum þeirra sem lifðu slysið af, að skömmu áður en vélin brotlenti, hafi flugstjór- inn beðið farþegana að færa sig inn að miðju í farþegarýminu. Reuter Niðurstöðumar koma ekki á óvart NIÐURSTÖÐURNAR um magn geislavirkra efna í Norður-íshafmu og við Kanada, sem sagt er frá í New Scientist koma íslenzkum sér- fræðingum ekki á óvart. Sigurður M. Magnússon, for- stöðumaður Geislavarna ríkisins, segir að upplýsingarnar í greininni sýni hvorki fram á meiri né minni geislavirkni í norðurhöfum en talið hafi verið til þessa. „Geislavirk efni berast með hafstraumum og nú em menn búnir að sjá að þau hringsóla um heimskautssvæðið, sem kemur ekki á óvart,“ segir Sigurður. Hann segir að það sé að sjálf- sögðu andstætt hagsmunum íslands að geislavirkum efnum sé sleppt í hafið en það magn, sem þarna sé um að ræða, sé mjög lítið. „Dreifing- in og þynningin er feikilega mikil. Við höfum mælingar af hafsvæðun- um fyrir norðan ísland og úr íslenzk- um sjávarafurðum, sem gefa lítið magn til kynna," segir Sigurður. Ekki hættulegt lífríkinu Jón Ólafsson, haffræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að nið- urstöðurnar, sem sagt er frá í New Scientist, séil í samræmi við það, sem menn hafi vitað áður. „Menn hafa vitað að samsætan J-129 hefur verið hér í íshafinu," segir hann. „Þessar geislavirku samsætur gefa hugmynd um þann tíma, sem það tekur geislavirk efni að ferðast með hafstraumum og hvaðan sjórinn er kominn.“ Jón segir að íslenzkir haffræðing- ar hafi mælt magn geislavirkra efna í hafínu við ísland ásamt erlendum vísindamönnum í evrópsku sam- starfsverkefni. „Styrkur þessara samsætna er hærri í sjónum, sem kemur norðan úr íshafi, en í sjónum, sem kemur að sunnan. Menn hafa hins vegar ekki neinar áhyggjur af að þetta geti haft áhrif á lífríkið enn sem komið er.“ Rúmenar fái aðild að NATO JEAN-Luc Dehaene, forsætis- ráðherra Belgíu, sagði í gær að Atlantshafsbandalagið (NATO) hefði tekið of pólitíska afstöðu til þess hvaða ríki fengju aðild að bandalaginu. Hann kvaðst ætla að beita sér fyrir því að ákveðið yrði á fundi NATO í Madrid í júlí að fimm ríki, þeirra á meðai Rúm- enía, gengju í bandalagið í fyrstu atrennu. Dehaene lét þessi orð falla á blaðamannafundi í Búkarest eftir tveggja daga viðræður við ráðamenn í Rúmeníu. Gengið hefur verið út frá því að samþykkt verði á fundinum í Madrid að veita Pólverjum, Ungveijum og Tékkum aðild að bandalaginu. Auk Belgíu hafa Kanada, Frakkland, ítal- ía og fleiri ríki við Miðjarðar- haf lýst yfir stuðningi við aðild Rúmeníu að bandalaginu. Ennfremur er talið hugsanlegt að Slóveníu verði bætt við þann hóp þótt líkurnar á því séu ekki miklar. „Taka verður umsókn Rúm- eníu til greina þar sem landið uppfyllir auðveldlega öll skil- yrðin, sem hafa því miður ekki verið jafn hlutlæg hjá NATO og hjá Evrópusambandinu,“ sagði Dehaene. 26 Kúrdar falla AÐ MINNSTA kosti 26 Kúrd- ar létu í gær lífið í átökum við tyrkneskar öryggissveitir í Dyarbakir-héraði og hafa átökin kostað um 150 manns lífið í þessari viku. Ekki var upplýst um mannfall í öryggis- sveitunum. Kennarar hóta verkfalli NORSKA kennarasambandið lýsti því yfir í gær að kennar- ar myndu fara í verkfall að tveimur vikum liðnum, tækist ekki að leysa launadeilu þeirra og hins opinbera. Helsta deilu- efnið er eftirlaunaaldur, sem kennurum finnst of hár. Markúsarturninn tekinn herskildi Kröfðust sjálf- stæðis Fenevja Feneyjum. Reuter. SÉRSVEIT ítölsku lögreglunnar réðst í gær- morgun til uppgöngu í turn Markúsardómkirkj- unnar, sem stendur við Markúsartorg í Feneyj- um, og handtók átta menn, sem tóku turninn herskildi og kröfðust sjálfstæðis Feneyja. Eng- inn slasaðist í áhlaupinu og var ekki hleypt af skoti. Höfðust mennirnir við í turninum í fímm klukkustundir. Mennimir átta em flestir ungir að ámm og vom klæddir í herklæði. Skömmu eftir mið- nætti í fyrrinótt óku þeir brynvörðum bíl í gegn- um hurð á jarðhæð tumsins og héldu upp en tuminn er 99 metra hár. Lögreglumennimir komust hins vegar inn um svalir á tuminum og gáfust mennirnir þegar upp. Ekki er ljóst hvort þeir vom vopnaðir. Er þeir vom leiddir út úr byggingunni, hrópaði einn þeirra „lengi lifi heilagur Markús" en íbúar borgarinnar, sem hafði drifíð að torginu, voru lítt hrifnir og köll- uðu á móti að réttast væri að henda mönnunum átta í síkin í borginni. Norðursambandið, flokkur Umbertos Bossis, sem krefst sjálfstæðis Norður-Ítalíu, hefur lýst aðgerðum feneysku aðskilnaðarsinnanna sem „btjálæði“. Flokkurinn beið afhroð í borgar- qg sveitarstjórnarkosningum, sem fram fóra á Ítalíu í apríl, og hefur getum verið að því leitt að taka Markúsarturnsins tengist því. Þá verða á mánudag liðin 200 ár frá því að feneyska borgríkið leið undir lok en það var um aldir öflugt veldi sem náði frá Adríahafi og til Mið- Austurlanda. Endi var bundinn á það er herir Napóleons náðu borginni 12. maí 1797. A síðustu áram hefur aðskilnaðarsinnum í Feneyjum og á Norður-Ítalíu vaxið fískur um hrygg. Er skemmst að minnast yfírlýsinga Bossis um stofnun Padaníu, sjálfstæðs ríkis Norður-Ítalíu. Þá traflaði hópur manna frét- taútsendingar á Feneyjasvæðinu um tveggja mánaða skeið með kröfum um sjálfstæði og telur lögregla að það sé sami hópur og réðst inn í turninn. Reuter MENN úr sérsveit ítölsku lögreglunnar ráðast til inngöngu í Markúsartuminn, sem stendur við samnefnt torg í Feneyj- um. Feneyskir aðskilnaðarsinnar tóku turninn herskildi í fyrrinótt og kröfðust sjálfstæðis borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.