Morgunblaðið - 10.05.1997, Page 26
Æ fleiri ungir tískuhönnuðir eiga það sam-
eiginlegt að hafa lært í Saint Martins lista-
skólanum. Sigrún Davíðsdóttir heimsótti
hann til að sjá hvað væri svo sérstakt við
hann og hitti fyrir frjálslega og vel máli
farna nemendur.
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
SARA Berman hefur ekki aðeins lært að hanna föt,
heldur einnig að markaðssetja þau.
JOE GALLIANO, Alexander
McQueen og Steíla McCart-
ney eiga það sameiginlegt að
vera ungir enskir fatahönnuðir,
sem eru nýráðnir til frægra fran-
skra tískuhúsa, Dior, Givenchy og
Chloé í stað eldri og víðfrægra
hönnuða til að hressa upp á ímynd
húsanna. En þau eiga það líka sam-
eiginlegt að vera útskrifuð frá fata-
hönnunardeild Central Saint Mart-
ins College í London. Hjá fyrir-
tækjum og hönnuðum eins og
Kenzo, Moschino, Jaeger, Mont-
ana, Christian Lacroix, Castel-
bajac, Thierry Mugler, Calvin
Klein og Donnu Karan vinna fyrr-
um nemendur skólans. Nemendum
skólans fínnst ekkert skrýtið að
franski tískuheimurinn sæki sér
endurnýjun til London, því að í
London sé mestur krafturinn sé í
tískusköpuninni. En það þarf held-
ur ekki að spjalla við marga nem-
endur Saint Martins til að finna
metnað og löngun til góðra verka
og menntunin er fjölbreytt.
Ehhi 30 nemendur
sem hanna nnnt-
hæffnt
Þó Wendy Dagworthy náms-
stjóri fatahönnunardeildarinnar
geti haliað sér ánægjulega aftur í
stólnum og glaðst yfir góðum ár-
angri, gerir hún það varla, því eftir
að hafa starfað sem hönnuður í
sextán ár og selt í París, New York
og London veit hún að hlutimir
hreyfast hratt í tískuheiminum.
Hún sér ekki eftir að hafa hætt sem
hönnuður í efnahagslægðinni 1989
og ráðist að skólanum og segir með
bros á vör að í stað þess að hanna
eína h'nu taki hún þátt í tilurð 94
lína og á þá við að það eru 94 nem-
endur í fatahönnunardeildinni.
Árlega sækja um 550 nemendur
um í deildinni og af þeim hljóta 100
skólavist. Dagworthy segir krakk-
ana hafa mismunandi bakgrunn, en
þau eru sjaldan tekin inn beint úr
framhaldsskóla, heldur hafa stund-
að teikninám og lært eitthvað til
sauma. Nemendur eru á aldrinum
19-50, en að meðaltali eru nemend-
ur 23 ára þegar þeir hefja námið.
I skólanum geta nemendur valið
sex námsleiðir, enda segir
Dagworthy að markmiðið sé ekki
að útskrifa heilu árgangana, sem
allir teikni brjálæðisleg og ónothæf
hátískuföt. Hægt er að taka tísku-
hönnun fyrir kvenfólk, fyrir karla
og við þessa menntun er hægt að
bæta námi í markaðsfærslu, þar
sem nemendur þjálfast í að miða
hönnun sína við ákveðna hópa og
markaðsfærslu þeirra. Svo er boðið
upp á nám í að hanna áprentuð efni
eða prjónaefni og fjölmiðlanám fyr-
ir þá er hyggjast sinna tísku í fjöl-
miðlum. Karlmannafatahönnun er
ný grein innan skólans því mikil
eftirspurn er eftir slíkum hönnuð-
um.
Leitað sjáifstæðra
ng viijasterhra
nemenda
Þar sem námið er fjölbreytt seg-
ir Dagworthy að nemendur skólans
eigi kost á margvíslegum störfum
og atvinnuleysi hefur ekki hrjáð þá
undanfarin ár. Þeir verða sérfræð-
ingar á margvíslegum sviðum, því
annars vill það brenna við að spgn
Dagworthy að hönnunarskólar út-
skrifi of marga, sem allir eru að
gera það sama.
Allir umsækjendur eru teknir í
viðtal, þar sem þeir fá 10-15 mínút-
ur til að sýna möppur sínar og ann-
að til að kynna sig og hugmyndir
sínar. Mikið er lagt upp úr að finna
sjálfstæða nemendur, sem séu ekki
aðeins áhorfendur, heldur prófi sig
áfram og þrói eigin hugmyndir.
Námið er frjálst, svo sjálfsaginn
verður að vera þroskaður. Sama sé
með viljastyrkinn, segir
Dagworthy, svo þau verði ekki und-
ir, en skólinn hefur einnig þróað
leiðbeinendakerfi, svo krakkarnir
hafa alltaf fólk til að leita til, sama
hvaða vandi kemur upp á.
Dagworthy bætir við brosandi
að með áherslu á nemendur, sem
viti hvað þeir vilji fái skólinn ekki
endilega mjög meðfærilega nem-
endur, heldur viljasterka einstak-
linga, sem láti ekki alltaf vel að
stjórn. Þar við bætist að nemend-
urnir séu oft nýfluttir að heiman og
kannski líka nýfluttir til London,
sem auðvitað glepur hugann. En
kennarnir líta það mildum augum
að nemendumir kynni sér borgar-
lífið og fylgist með því það veiti
þeim tilfinningu fyrir tískunni. I
skólanum mætast líka mörg þjóð-
erni og kynnin þar eru krökkunum
því örvandi. Samkeþpnin í tísku-
bransanum er mikil, en Dagworthy
gerir ekki mikið úr því að andinn í
skólanum sé markaður samkeppni,
þó það sé misjafnt eftir deildum.
Mest sé hún í sjálfri fatahönnun-
inni, en síður í öðrum greinum.
IMý tæhni - ný efhi
Nemendur skólans fylgjast vel
með tískunni og því sjást iðulega
stefnur og stílar þar áður en þeirra
gætir á götum úti. Aðspurð um
tískuhreyfingar segir Dagwoi-thy
að mynstrað flauel, svokallað bren-
nt flauel, þar sem mynstrið er mót-
aðTneð því að fjarlægja flauelið og
skilja uppistöðuna eftir eins og hef-
ur verið áberandi í vetrartískunni,
hafi nemendur skólans verið farnir
að nota þegar fyrir átta árum. Það
næsta í þessa átt spáir Dagworthy
að verði slétt efni, þar sem flauel er
notað til að mynda mynsturlínur.
Einna mestar hreyfingar í tísk-
unni liggja einmitt í framleiðslu
efna, því með nýrri tækni opnast
gríðarlegir möguleikar til að blan-
da saman ólíkum efnum eins og sjá
má í framsækinni fataframleiðslu.
Dagworthy nefnir sem dæmi að
teygjuefnið lycra sé hægt að vefa
saman við margar tegundir þráða,
bæði gervi- og náttúruþráða og úr
því fáist margar spennandi blönd-
ur. Fflt sjáist líka í óvæntum sam-
setningum.
Sjálf hrífst Dagworthy af fótum
japanskra hönnuða eins og
Yamamoto og Comme des Gargons
og svo Hollendingsins Dries van
Noten. Hún segist aldrei ganga í
öllu frá einum hönnuði, heldur setji
fótin saman á eiginn hátt, blandar
saman ódýrum og dýrari fötum.
Ofsa mihil i/inna
Skólinn er til húsa í stóru húsi á
mörkum Soho og Covent Garden
og á göngunum iðar allt af lífi.
Justine Jarvis í prjónaefnadeild-
inni er þar á síðasta ári, en hún
byrjaði að prjóna sjö ára. Hún er
að ganga frá prufum í möppuna
sína, þar sem hún hefur safnað
saman hugmyndum og litum. Um
skólann segir hún að það sé nauð-
synlegt að hafa brennandi áhuga,
vera agaður, hagsýnn og duglegur
að bjarga sér, því námið sé fremur
leiðbeining en að nemendum sé
sagt hvað þeir eigi að gera. Sam-
keppnin sé mikil, en ekki þannig að
krakkamir séu andstyggilegir
hver við annan, heldur uppörvandi
ogþau hjálpist að.
I deildinni fýrir hönnun og mark-
aðsfærslu er Sara Berman að
sauma pallíettur á sérpantað efni
Hvernig má ráða viðprófkvíða?
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Ég er á kafi í próflestri
og er orðin svo stressuð að mér
finnst ég ekkert kunna og hljóti að
falla í öllum prófunum. Hvemig á
ég að ráða við prófkviðann og
hvernig er best að læra undir próf?
Svar: Hóflegur prófkvíði er af
hinu góða. Athyglin skerpist, taug-
arnar þenjast eins og hjá keppnis-
manni í startholunum. Nemandinn
er viðbúinn undir átök og er líkleg-
ur til að gera sitt besta. Langflestir
nemendur eru haldnir prófkvíða í
upplestrarfríinu. Sumir verða þá
fyrst hræddir við prófin þegar þeir
uppgötva að þeir kvíða ekki fyrir
eins og venjulega. Þá hljóti að vera
eitthvað að. Prófkvíði getur hins
vegar orðið svo mikill að hann hef-
ur lamandi áhrif, einbeitingin
brestur, hugsunin verður óskýr og
allt fer í rugling, og erfitt er að
kalla fram í hugann það sem nem-
andinn hefur lært og veit að hann
kann. Þegar svo er komið er skipu-
lagið farið í rúst. Skipulag á vinnu
sinni er undirstaðan undir góðum
námsárangri og einnig besta að-
ferðin til að draga úr eða hafa hem-
il á prófkvíða.
Við skulum gera ráð fyrir að
nemandinn hafi stundað nám sitt
með eðlilegum hætti um veturinn,
lesið námsbækumar og skilað þeim
verkefnum sem af honum var kraf-
ist. Það er hins vegar oft ekki fyrr
en kemur að próflestrinum að hann
fer að lesa með tilliti til prófanna,
með það að markmiði áð svara
spumingum eða leysa tiltekin verk-
efni. Þá fer hann gjaman yfir göm-
ul próf og reynir að átta sig á lík-
legum spurningum og búa sig undir
að svara þeim. I raun þarf allt nám
að taka mið af því að koma því til
skila. Öflun og miðlun þekldngar
þarf að fara saman. Til þess að til-
einka sér námsefnið á sem árang-
ursríkastan hátt þarf bæði a_ð spyr-
ja spurninga og leita svara. I raun
er námsferlið ekki ólíkt aðferð
fræðimannsins sem er að semja
grein eða fyrirlestur. Hann safnar
að sér þekkingu með lestri bóka
eða annarra heimilda til þess að
geta gert grein fyrir viðfangsefninu
Prófkvíði
og þeim spumingum sem hann síð-
an reynir að svara. Hið sama á við
um nemandann, ekki síst eftir að
hann er kominn í framhaldsskóla
eða á háskólastig. Margir nemend-
ur eyða hins vegar löngum tíma í
lestur án þess að ná árangri. Þeir
sitja yfir námsbókunum án þess að
hafa hugmynd um hvað þeir voru
að lesa, muna kannske einhver
ómerkileg smáatriði, en gleyma að-
alatriðunum, botna ekkert í glósun-
um sínum og strika undir annað
hvert orð í bókinni. Til þess að
koma skipulagi á vinnuna og hugs-
unina yfirleitt er gott að taka fyrir
eitthvað afmarkað efni í einu, lesa
um það, spyija spurningar og svara
henni að því loknu, ekki aðeins í
huganum heldur með því að skrifa
svarið. I mörgum kennslubókum
eru settar fram spurningar til þess
að auðvelda nemendum þessa leið.
Að öðru leyti má styðjast við fyrri
próf eða taka mið af spurningum
sem kennarinn hefur sett fram í
tíma. Með því að svara spurning-
unni á þennan hátt bætir nemand-
inn bæði minni og skilning á efninu
og eykur á skýrleika framsetning-
ar. Þó að honum finnist hann kunna
og skilja, skiptir það eitt máli að
koma svarinu frá sér á skýran hátt,
og það er það eina sem kennarinn
skilur, þegar kemur til prófs og
einkunna.
Mikilvægt er að skipuleggja
tíma sinn rétt, ekki síst í próflestri.
Eins og að ofan segir er gott að
taka fyrir afmarkað efni í einu,
lesa, spyrja og svara, en taka sér
síðan hvfld þegar því er lokið.
Hæfileg lota af þessu tagi gætu
verið um ein klukkustund. Þá er
gott að taka sér „frímínútur“ og
slaka á, gera eitthvað allt annað
um stund. Þá er einnig mjög hollt
fyrir bæði huga og líkama að taka
sér 1-2 tíma hlé á miðjum degi,
fara út að ganga eða hjóla, fara í
sund eða fótbolta. Einnig er hægt
að læra slökun, t.d. með því að
hlusta á leiðbeiningarsnældur, sem
til þess eru ætlaðar, og taka sér 5-
10 mínútur öðru hverju til að láta
streituna líða úr sér. Vinnudagur-
inn við próflestur má ekki vera það
langur eða samfelldur að ekki sé
hægt að hvfla hugann á milli, og
próflestur langt fram eftir kvöldi
eða nóttu, þegar nemandinn er
orðinn þreyttur, skilar takmörkuð-
um árangri. Betra er að gefa sér
ákveðinn tíma að kvöldi til að fara í
bíó, horfa á sjónvarp eða hitta vin-
ina, án samviskubits, sem mundi
vera nokkurs konar verðlaun fyrir
vel unnin störf yfir daginn. Góður
nætursvefn er mjög mikilvægur,
og það er nokkuð sem nemendur
vita yfirleitt ekki, að hugurinn
heldur áfram að vinna í svefni.
Nemandi hefur eytt deginum í að
glíma við erfitt námsefni og finnst
hann lítið botna í því. Að morgni
vaknar hann hress og endurnærð-
ur og skilur allt miklu betur en
kvöldið áður. Um nóttina hefur
hugurinn verið að melta upplýsing-
j