Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 28
cna a Tcn/TTr>^TO»i^
'ftS TCfir ÍAM nr HUOAOÍIAOUA T
28 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
AÐSEIMDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Sneypuför
ÞEIR fóstbræður
Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra og
Kristján Ragnarsson,
hinn launaði áróðurs-
stjóri útgerðarmanna,
hafa ákveðið að efna
til krossferðar gegn
kröfu almennings um
gjaldtöku fyrir einkaaf-
not af fiskimiðunum.
Skoðanakannanir
benda til að um 75%
þjóðarinnar styðji kröf-
una um gjaldtöku fyrir
einkaafnot af auðlind-
inni.
Krafan um réttlátari
skiptingu arðsins en nú
er, virðist vera framborin af vax-
andi þunga. Krafan um gjaldtöku
í almannaþágu fyrir einkaafnot af
auðlindum í sameign þjóðarinnar
verður fyrirsjáanlega stærsta málið
í næstu kosningum. Þeir fóstbræður
virðast gera sér grein fyrir þessu.
Ýmislegt bendir til að þeir hafí
ákveðið að beijast til seinasta
manns gegn veiðileyfagjaldinu.
Seinasti maðurinn verður líklega
Bjami Hafþór Helgason, fjölmiðl-
ungur, sem nýlega
hefur verið ráðinn sem
áróðursstjóri útvegs-
manna Norðurlands.
Karl Marx
afturgenginn
Þrautalending
þeirra fóstbræðra
virðist vera í því fólgin
að leita í smiðju Karls
Marx og freista þess
að gefa arðránskenn-
ingu hans nýtt líf með
því að setja hana í
nýjan búning. Sett er
samasemmerki milli
veiðileyfagjalds á út-
gerð og arðráns á
landsbyggðinni. „Peningamir fara
suður“ - segir Bjami Hafþór. Þar
með er blásið í glæður borgarastyrj-
aldar sem á að reyna að vekja upp
milli landsbyggðarfólks og höfuð-
borgarbúa.
En sjaldan verður hönd höggi
fegin. Með því að vekja upp umræð-
ur um tengsl veiðileyfagjalds á út-
gerðaraðila og skattalækkunar í
þágu almennings hefur þeim tekist
að sanna, að tekjuskattur yfír land-
ið allt gæti lækkað frá 22 þúsund
kr. á íbúa og upp í 60 þúsund kr.
á íbúa, eftir því hversu hátt veiði-
leyfagjaldið væri. Landsmenn allir
myndu njóta tekjuskattslækkunar-
innar, hvar svo sem þeir em búsett-
ir á landinu. Þannig hafa vopnin
snúist í höndum þeirra fóstbræðra,
eins og gjaman fer um menn sem
grípa til örþrifaráða og sjást ekki
fyrir.
Það var satt að segja allt annað
sem vakti fyrir sjávarútvegsráð-
herra. Hann sneri sér til tveggja
kennara við Háskóla íslands, sem
báðir vom yfirlýstir andstæðingar
veiðileyfagjalds. Ráðherrann bað
þá um skýrslu um „Áhrif veiði-
gjalds á skattbyrði einstakra lands-
hluta“. Hagfræðingar hafa að
sönnu af margvíslegum lærdómi
að miðla um skattbyrði einstaklinga
og fyrirtækja. En hitt mun teljast
til nýjunga, hvort heldur er í hag-
fræði eða skattalögum, að „lands-
hlutar“ axli skattbyrði. Og þrátt
fyrir góðan vilja til að þóknast verk-
kaupanum með reiknikúnstum um
landshlutaskatta, féllust háskóla-
kennumnum hendur þegar kom að
því að skilgreina niðurstöðurnar.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Sjálf niðurstaðan er nefnilega eftir-
farandi, með þeirra eigin orðum.
„Hins vegar er rétt að vara við
því að túlka þessar niðurstöður sem
mælikvarða á breytingar á persónu-
legri skattbyrði á viðkomandi stöð-
um. Væntanlega yrði veiðigjaldið
greitt af útgerðarfyrirtækjunum."
Og síðan kemur sú niðurstaða
höfunda skýrslunnar, sem er óum-
deild og fyrirvaralaus:
Höfundarnir staðfesta
að útgerðarfyrirtæk-
in muni borga veiði-
leyfagjaldið, en ein-
staklingarnir njóta
tekjuskattslækkunar,
að sögn Jóns Baldvins
Hannibalssonar.
„Einstaklingar í hópi tekjuskatts-
greiðenda myndu yfirleitt njóta
skattalækkunar vegna lækkunar
tekjuskatts."
Afneitun
Og leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins hefur þetta að segja um
niðurstöðuna (6.5.97):
„Það er ekkert gamanmál fyrir
Háskóla íslands, að nafn skólans
skuli lagt við plagg, sem er þess
eðlis, að höfundar þess sjálfír vara
við því að túlka niðurstöðurnar eins
og þeir þó gera sjálfir að verulegu
leyti.“
Og forstöðumaður Hagfræði-
stofnunar Háskólans hefur þetta
að segja um niðurstöðurnar í for-
mála sínum:
„Meðfylgjandi skýrsla getur því
ekki falið í sér endanlegar niður-
stöður um áhrif veiðigjalds á skatt-
byrði eftir landshlutum."
Og rektor Háskóla íslands sá
sérstaka ástæðu til að árétta að
niðurstöðurnar væru einkaskoðan-
ir viðkomandi kennara og ekki
bæri að leggja nafn háskólans við
þær að neinu leyti. Einkaskoðanir
kennaranna vora hins vegar vel
kunnar áður. Þær em bara endur-
prentaðar á kostnað sjávarútvegs-
ráðuneytisins - þ.e. skattgreið-
enda.
Allt fór þetta því á annan veg
en til var ætlast í upphafi. Von-
andi hafa samt háskólakennararnir
fengið sín höfundarlaun. En það
verður að teljast lítilfjörlegur her-
kostnaður í samanburði við a.m.k.
6 milljarða lækkun tekjuskatts
allra einstaklinga i landinu - án
tillits til búsetu.
Höfundur er alþingismaður.
Framtíðarhorfur norræna
velferðarsamfélagsins
SÍÐASTLIÐIÐ ár
hefur undirritaður set-
ið í starfshópi innan
Norðurlandaráðs sem
var falið greinarheitið
að verkefni og gengið
hefur undir nafninu
Velferðarhópurinn".
Hópurinn samanstend-
ur af norrænum þing-
mönnum úr þeim
flokkahópunum sem
starfa skipulega innan
Norðurlandaráðs, emb-
ættismönnum og sér-
fræðingum. Undirrit-
aður er fulltrúi hóps
vinstri manna og um
leið eini íslenski þing-
maðurinn. Drög að áliti starfshóps-
ins em nú í smíðum og verður því
væntanlega fylgt eftir með funda-
og ráðstefnuhaldi á norrænum
vettvangi í kjölfarið.
Tilhögun starfsins
Starfíð hefur farið fram með
þeim hætti að kalla eftir upplýsing-
um frá öllum Norðurlöndunum um
það sem efst er á baugi
í velferðarmálum hjá
hveiju landi um sig.
Einnig hefur hópurinn
fengið á fund, eða til
að vinna fyrir sig efni,
fjölda sérfræðinga frá
öllum Norðurlandanna
sem vinna við vel-
ferðarþjónustu, fást
við rannsóknir og
kennslu í háskólum
eða starfa í stjórn-
sýslu. Þar á meðal hef-
ur Gestur Guðmunds-
son félagsfræðingur
unnið greinargerð fyrir
hópinn auk þess sem
m.a. félagsmálaráðu-
neytið íslenska hefur lagt til gögn.
Nærri má geta að geysilega fróð-
legt hefur verið að taka þátt í þessu
starfí og eiga þess kost að hlusta
á ýmsa helstu sérfræðinga á Norð-
urlöndum íjalla um málið.
Helstu niðurstöður
Eins og áður sagði hefur starfs-
hópurinn ekki enn skilað endanleg-
um niðurstöðum. Engu að síður
liggja ákveðin meginatriði orðið til-
tölulega ljóst fyrir og er ekki úr
vegi að nefna nokkur þau helstu:
• Þrátt fyrir veralegar hremming-
ar, sparnað og niðurskurð á undan-
fömum áram, vegna efnahags-
þrenginganna sem gengið hafa yfír
öll Norðurlönd utan helst Noreg,
heldur norræna velferðarkerfið
(norræna módelið) enn eðli sínu og
sérkennum. Kerfíð tekur til allra,
tryggir mönnum jafnan rétt og er
í aðalatriðum rekið af hinu opin-
bera, greitt af opinberu fé o.s.frv.
Þrátt fyrir þónokkur sérkenni í
hveiju landi fyrir sig era þessi
megineinkenni hins norræna vel-
ferðarsamfélags sameiginleg og
enn til staðar.
• Framtíðarhorfur velferðarsam-
félagsins eru tvísýnar. Koma þar
til m.a. erfiðleikar í ríkisfjármálum,
en þó enn frekar breytt aldurssam-
setning (hlutfallslega fleiri aldraðir)
á næstu áratugum. Ljóst er að
skattbyrði mun þyngjast og/eða
útgjöldin verða að takmarkast á
komandi áratugum samfara því að
Geysilega fróðlegt hefur
verið að taka þátt í
þessu starfi, segir
Steingrímur J. Sigfús-
son, en hann hefur setið
í „Velferðarhópi“ Norð-
urlandaráðs sl. ár.
aldurspíramítinn breytist. Jafnvel
hinn olíuríki Noregur, þar sem ríkis-
sjóður er nú rekinn með talsverðum
afgangi, mun samkvæmt þarlend-
um kynslóðarreikningum lenda í
þessum vanda. Miklu skiptir að vísu
hvaða leið þjóðimar hafa valið til
að greiða lífeyri, þ.e. leið gegnum-
streymis eða sjóðsuppbyggingar.
Þar standa íslendingar þjóða best
að vígi vegna uppbyggingar lífeyr-
issjóðakerfísins hér, sjóðsmyndunar
í samtryggingarsjóðum sl. u.þ.b.
30 ár og svo lengi sem þessu kerfí
verður þá ekki spillt.
• Unga kynslóðin lítur málið
nokkuð öðrum augum en þeir sem
eldri eru og þekkja af eigin raun
eða úr meira návígi krappari kjör
fyrr á öldinni. Orð eins og lífs-
gæði, frítími, tómstundir o.s.frv.
eru algeng meðal ungs fólks en
velferð síður, enda tekin sem sjálf-
gefin. Spyija má hvort hinn óskrif-
aði sáttmáli kynslóðanna, að for-
eldrar komi börnum sínum á legg,
börnin uppkomin hjálpi öldruðum
foreldrum sínum o.s.frv., sé í
hættu.
• Atvinnuleysið er tvímælalaust
alvarlegasta ógnunin sem steðjar
að norræna velferðarsamfélaginu.
bæði atvinnuleysið í sjálfu sér sem
böl þeirra er fyrir verða, en einnig
félagsleg áhrif þess og útgjöld fyr-
ir hið opinbera. Baráttan gegn at-
vinnuleysi og fyrir fullri vinnu er
því óaðskiljanlegur hluti varðstöð-
unnar um velferðarkerfið. Það
hvernig við glímum við atvinnu-
leysið meðan það varir er einnig
mikilvægt. Tiltekinn forgangur
ungs fólks, endurmenntun og þjálf-
un, styttri vinnuvika til að dreifa
LISTMUNAUPPBOÐ
í Gullhömrum, húsi Iðnaðarmannafélagsins
Hallveigastíg 1.11. maí kl. 20.30.
Sýning uppboðsverka í dag og á
morgun kl. 10.00-18.00.
BORG
Aðalstrætí 6,
Sími 552 4211.
Steingrímur J.
Sigfússon
þeirri vinnu sem er til staðar eða
skiptivinna (deling af arbejde) eru
allt atriði sem eru á dagskrá í
þessu sambandi.
• Þrátt fyrir almenna velmegun
og háar þjóðartekjur á Norðurlönd-
um er aukin fátækt, eðli og afleið-
ingar til umræðu. Mælt á tiltekna
mælikvarða hleypur hlutfallsleg
fátækt (relativ) á tölum nálægt því
frá 5 til 10-12%. Þessar tölur end-
urspegla að einhveiju leyti vaxandi
tekjumun en einnig áhrif atvinnu-
leysis (t.d. Finnland) og niðurskurð
velferðarþjónustunnar.
• Þó að Norðurlönd hafí verulega
sérstöðu í velferðarmálum era þau
ekki eyland. Þegar gætir áhrifa
af inngöngu eða aðlögun landanna
að Evrópureglum á þessu sviði.
Utanaðkomandi pólitískir straum-
ar hafa áhrif, innflytjendur, mót-
taka flóttamanna og glíman við
fleiri vandamál samtímans sem
ekki virða landamæri, allt hefur
þetta sitt að segja.
Norræna velferðarsamfélagið
hefur gengið í gegnum þrengingar
undanfarin ár. Það hefur glímt við
innri jafnt sem utanaðkomandi
vandamál. Það hefur tekið breyt-
ingum og það stendur frammi fyr-
ir erfiðum úrlausnarefnum á næstu
áram og áratugum eins og vax-
andi hlutfallslegum fjölda aldraðra.
En norræna velferðarkerfið (mód-
elið) er enn til staðar og heldur
að mestu sérkennum sínum. Um
mikilvæga grundvallarþætti þess
virðist, enn sem komið er a.m.k.,
vera tiltölulega breið pólitísk sam-
staða og vonandi verður svo áfram.
Ýmsir hafa þó áhyggjur af vax-
andi sérhyggju og minni sam-
ábyrgðartilfínningu gagnvart þeim
sem orðið hafa undir í samfélag-
inu. Stjórnmálabaráttan hafi þró-
ast í átt til miðlægari áherslna,
einkum frá vinstri og spyija megi,
hver ætlar að verða málsvari hinna
óskólagengnu, atvinnulausu og fá-
tæku, jafnvel aldraðra á næstu
öld? Eru að verða til útlægir,
gleymdir hópar í samfélaginu á
sama tíma og allir vilja tala máli
þeirra sem era vel menntaðir, á
góðum aldri, heilsuhraustir
o.s.frv.? Vonandi þora Norðurlönd
áfram að fara eigin leiðir í þessum
efnum og vera öðrum fyrirmynd,
góð fyrirmynd.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Alþýðubandalagið & Norðurlandi
eystra, situr í efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis og á
jafnframt sæti ístarfshópi
Norðurlandaráðs um
velferðarmál.