Morgunblaðið - 10.05.1997, Síða 38

Morgunblaðið - 10.05.1997, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HEILBRIGÐIBARNAFJÖLSKYLDNA - RÉTTINDIEÐA FORRÉTTINDI MIKILL fjöldi ís- lenskra fjölskyldna þarf á aðstoð að halda. Um getur verið að ræða minni háttar áhyggjur af uppeldis- málum, samskipti hjóna, vandi í stjúp- tengslum, tímabundið kreppuástand, erfið- leika sem tengjast lífs- skeiðaviðburðum og þeirri röskun í fjöl- skyldunni sem þeim fylgja, _svo eitthvað sé nefnt. í mörgum þess- ara tilvika getur skipt sköpum að rétt aðstoð sé veitt á réttum tíma. Mér er vel kunnugt um þessa þörf af störfum mínum við hjóna- og fjölskyldumeðferð um áratuga skeið, bæði í opinberri þjónustu og á eigin stofu. Rannsóknir og töl- fræðilegar upplýsingar, biðlistar og ársskýrslur staðfesta þá reynslu. Þarf ekki að orðlengja frekar um þá hlið. Breyttar aðstæður - ný viðfangsefni - nýjar lausnir Þörfin fyrir sérhæfða aðstoð hefur farið vaxandi með nýjum samfélagsaðstæðum, öðruvísi sam- skiptum og breyttum lífsgildum frá því sem áður var. Þetta snertir m.a. þarfir okkar og hugmyndir um lífsgæði, hvernig við notum tímann og hvaða bjargráð eru fyr- ir hendi í eigin lífi. Fyrir nokkrum áratugum var eðlilegt og sjálfsagt að leysa flestan vanda innan ijöl- skyldunnar eða með aðstoð vina. Nú í lok 20. aldar hefur hver nóg með sig, tími fólks er niðurnjörvað- ur í stranga tímatöflu. Við eigum ekki alltaf aðgang að nánum við- mælanda. Stundum er þægilegra að leita til óviðkomandi. Mörg af viðfangsefnum daglegs lífs sem veljast fyrir í dag voru ekki viður- kennd eða hreinlega ekki til fyrir hálfri öld. Hér hef ég í huga ný verkefni tengd einkalífi, námi og starfi. Það skapast togstreitur um sam- ræmingu og forgangs- röðun. Þarfir, réttur, skyldur og hlutverk stangast á milli ungra foreldra. Þannig er ekki alltaf hægt að nota reynslu eldri kyn- slóðarinnar eða styðj- ast við fyrirmyndir. Nýjar fagstéttir verða eins konar staðgengl- ar gömlu hlutverk- anna, nokkurs konar brúarsmiðir eða straumbreytar gamalla og nýrra tíma. Hvert er hægt að leita? í nágrannalöndum okkar hefur um áratuga skeið verið starfrækt opinber íjölskylduráðgjöf. Hún er jákvæð og aðgengileg lausn fyrir almenning og hefur reynst hag- kvæm til þess að draga úr kostn- aði sem fylgir dýrari þjónustu. Hún hefur einnig þjónað mikilvægu for- varnarhlutverki í skilnaðarmálum, m.a við tilfinningauppgjör og skil- málagerð. Um nokkurt skeið hefur legið fyrir Alþingi frumvarp um Almenna fjölskylduráðgjöf. Af ein- hveijum óskiljanlegum ástæðum hefur það ekki náð fram að ganga. Á einkastofum sérfræðinga hér á landi þarf alltof oft að vísa fólki frá af því það getur ekki greitt fullan kostnað. Oft er þetta fólk sem ekki getur hugsað sér að leita á Félagsmálastofnun, enda er þar óheyrilegur biðtími og takmarkaða sérhæfða meðferðarþjónustu að fá. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar, sem er eingöngu í Reykjavík, og nýstofnuð Fjölskylduráðgjöf Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, Samvist, anna talsverðu, en duga skammt. Heilsugæslustöðvar gætu Þessi frumvörp vekja von um, segir Sigrún Júlíusdóttir, að ára- tuga háfleygt tal um hornsteina sé nú að fær- ast frá yfirlýsingum til raunverulegra úrbóta. vissulega verið mikilvæg miðstöð fyrir greiningu og fyrstu hjálp við fjölskyldur. Oft er þar unnið gott starf, bæði af hendi heimilislækna og sérhæfðra hjúkrunarfræðinga en þar skortir mjög á þjónustu annarra sérfræðinga. Mér er ekki kunnugt um að félagsráðgjafar hafi ráðist til starfa innan heilsu- gæslunnar nema við Fjölskyldur- áðgjöf Akureyrar. Skólarnir hafa sömuleiðis lítið bolmagn. Skólasál- fræðingar eru fáir og taka í reynd einkum að sér greiningu. Félags- ráðgjafar vinna á heildrænan hátt með ijölskyldum, nemendum og kennurum. Þeir hafa undirbúning til þess að greina félagsleg vanda- mál, vinna að lausn þeirra og koma í veg fyrir að minni háttar aðlögun- arvandamál eða samskipta- og til- finningaörðugleikar nái að verða upphaf mikils vanda. Fjöldi félags- ráðgjafa í skólum er hins vegar teljandi á fingrum annarrar hand- ar. Hjúkrunarfræðingar þyrftu að vera tryggðir í hveijum skóla. Námsráðgjafar hafa fyrst og fremst undirbúning til þess að að- stoða og veita ráðgjöf sem snertir námsferli nemenda. Mikil þörf er á að skipuleggja þverfaglegt sam- starf innan skólans þar sem hjúkr- unarfræðingar, félagsráðgjafar, námsráðgjafar og sálfræðingar hafa náið samstarf við kennara og foreldra. Hver á að borga? Eins og sakir standa er því ekki margra kosta völ þegar vandi steðjar að í fjölskyldunni eða barn sýnir vanlíðunareinkenni í skólan- um. Slík einkenni eru oft vísbend- ingar um aðra röskun í lífi barns- ins sem getur orðið því fjötur um fót í skóla og í félagahópi. Oft reynist leiðin til lausnar liggja í gegnum foreldrana og bætt sam- skipti þeirra. Þótt það liggi ekki alltaf beint við að koma auga á það, nema fyrir sérfræðinga, er oft þörf á hjóna- eða fjölskyldu- meðferð fremur en einkennismeð- ferð á barni. Þegar foreldrar og kennarar vilja takast á við málið og leita leiða til lausnar eru þau oft mát. Annars vegar er þjónusta ekki í boði eða hún er of dýr - fyrir venjulegt fólk. Þjónusta geð- lækna er niðurgreidd af almann- tryggingum eins og önnur heil- brigðisþjónusta og sumir taka þá á það ráð að leita til þeirra með ýmis áhyggjuefni og samskipta- vandamál þótt þau hafi lítið með geðsjúkdóma að gera - en gætu kannski gert það síðar, ef ekki er rétt á haldið. Þótt hér takist oft ágætlega til væri líklega bæði ein- faldara og hagkvæmara að sérnám í geðlækningum á eftir almennu fimm ára læknanámi nýttist í þágu þeirra sem þurfa geðlæknisfræði- lega greiningu, lyíjameðferð og oft langa eftirfylgd. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp (117/1997) um útvíkkun á al- mennu tryggingalöggjöfinni þann- ig að fjölskylduráðgjöf á stofu sem veitt er af sérfræðingum á því sviði sé niðurgreidd. Á meðan almenn- ingur á ekki kost á opinberri ijöl- skylduráðgjöf er þetta góð leið og nauðsynleg til þess að brúa það bil sem hin mikla þörf og ófull- burða þjónusta innan skólans jafnt sem í heilbrigðis- og félagsmála- kerfi skapar. Olíkir markhópar - ólíkar lausnir í ráðgjafar- og meðferðarstarfi er um eðlismun og ólík meðferðar- stig að ræða sem nauðsynlegt er að greina á milli þegar hinir ýmsu markhópar eiga í hlut. í þeim dæmum sem ég hef hér í huga hvað snertir börnin og oft birtast á frumstigi í skólunum er um „létt- ari“ vandkvæði að ræða en ekki alvarlega geðræna vanheilsu eða langtímameðferðarverkefni. Þeim síðarnefndu ber að vísa til barna- geðdeilda. Ýmist dugar þar göngu- deildarþjónusta eða þau kreijast innlagnar. Undir öllum kringum- stæðum er sú þjónusta mjög dýr og mikilvægt að til hennar sé kost- að fyrir þá sem á henni þurfa að halda. í þeim flokki eru þau mál sem kosta mest í beinum fjárútlát- um, valda mestum mannlegum sársauka og stærstum skaða fyrir samfélagið. Þennan flokk er hægt að minnka til muna með því að efla þjónustu við hina. Enn annar markhópur, sem um leið er áhættuhópur, eru fjölskyld- ur þar sem foreldrar eru að fara í gegnum skilnað. Hér reynir á ráðgjöf og upplýsingar en einnig aðstoð við tilfinningauppgjör, sam- komulag um forsjá barna og til- högun foreldrasamvinnu. Rann- sóknir félagsfræðinga sýna að um helmingur fólks ræður sjálft við skilnaðaruppgjörið, um fjórðungur þarf minni háttar - en mikilvæga - aðstoð, um fjórðungur þarf markvissa hjálp og leiðsögn. Með- an ekki er um slíka sérhæfða þjón- ustu að ræða á vegum opinberrar heilbrigðis- eða félagsþjónustu þarf almenningur að eiga kost á að afla sér hennar með öðrum hætti og fyrir viðráðanlegan kostn- að. Æskilegt væri að koma á mark- vissari ráðgjöf við sýslumanns- skrifstofurnar þar sem skilnaðar- mál eru staðfest. Hún kæmi hins vegar ekki í stað skilnaðarráðgjaf- ar sem tengist almennri Ijölskyld- uráðgjöf þar sem unnið er að því að greina alvarleika vandans. Markmiðið er þar að koma í veg fyrir skilnað með því að efla hjóna- bandið þegar grundvöllur reynist fyrir því en vinna að uppbyggi- legri skilnaðarúrvinnslu þegar þess er þörf. í þessum málaflokki er í hæsta máta um barnaverndarmál og mikilvægt forvarnarstarf að ræða (sbr. rannsókn mína o.fl. Barnaíjölskyldur, 1995). Markviss þjónusta - minni kostnaður Það er ánægjulegt að nú skuli á Alþingi íjallað um tímabæra til- lögu að úrlausn í málefnum barna- Ijölskyldna með því að almennar tryggingar taki þátt í að greiða meðferðarþjónustu þeim til handa, og með frumvarpi um samræmda Ijölskyldustefnu. Þar er m.a. kveð- ið á um nauðsyn samfelldrar þjón- ustu og að ijölskylduráð hlutist til um að samræma þarfir og lausnir. Óskandi væri að frumvarp um Al- menna fjölskylduráðgjöf kæmi nú einnig til umljöllunar. Þessi frum- vörp vekja von um að áratuga háfleygt tal um hornsteina og hina hjartnæmu minnstu einingu sé nú að færast frá yfirlýsingum að raunverulegum úrbótum. Stjórn- málamenn hafa fjölda rannsókna Átak til atvinnusköpunar Stuðningur og þjónusta fyrir fyritæki og einstaklinga Átak til atvinnusköpunar er samvinnuverkefni Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Markmið átaksins er • Að stuðlal að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. • Að hvetja og styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki svo og einstaklinga á sviði atvinnu- og nýsköpunar. • Að hvetja til aukins alþjóðasamstarfs fyrirtækja og útrásar þeirra á erlenda markaði. Eftirtaldir verkeíhaflokkar heyra undir átakið: Snjallræði ’97, Frumkvæði í framkvæmd, Vöruþróun, Frumkvöðlastuðningur, Ráðgjöf við stofnun fyrirtækja, Sókn á erlenda markaði, Evreka, Evrópumiðstöð lítilla og meðalstórra fyrirtækja og Atvinnugreinastuðningur. Athugið: Umsóknaraðili má ekki á umliðnum þremur árum hafa fengið styrki frá opinberum aðilum (skv. minni háttar reglunni „deminimis aid“), sem eru hærri 100.000 ECU. Allar frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru að finna: • Á heimasíðu Átaksins sem er: http//www.iti.is/atak. • Á skrifstofu Átaksins í húsi Iðntæknistofnunar að Keldnahold, 112 Reykjavík. Símar 570 7100 og 570 7270, fax 570 7111. • Hjá iðn- og atvinnufulltrúum á landsbyggðinni (sjá heimasíðu Átaksins). Sigrún Júlíusdóttir og tölfræðilegra upplýsinga að byggja á. Á tímum sérfræðiþekk- ingar og upplýsingar þykir nú ekki lengur minnkun í því að leita álits sérfróðra manna og jafnvel fara eftir þeim. Tími þröngra viðhorfa, sérhagsmuna og skammtíma- lausna er á undanhaldi. Við bindum meiri vonir við skilning stjórnvalda á því að besta hagfræðin er að nýta þekkinguna til markvissar skipulagningar, þar sem með er talin opinber heilbrigðis- og félags- málaþjónusta í þágu Ijölskyldu- verndar. Réttur barna til sem heil- brigðast lífs á ekki að vera háður ijölskyldugerð eða ijárhagsstöðu foreldra. Eðlilegt er að huga að þeim kostnaði sem niðurgreiðsla þjón- ustu hefur í för með sér fyrir ríkis- sjóð. Með því að miða ósértækt við heilar fagstéttir er e.t.v. verið að opna fyrir óþarfa kostnað sem þó tryggir ekki að verið sé að veita þá þjónustu sem sóst er eftir. Þró- unin er í þá átt að spyija um sér- fræðiþekkingufremur en hver fag- hópurinn er. í því sambandi má nefna að æ fleiri faghópar leggja nú áherslu á klínísk sérfræðirétt- indi eða sérhæft framhaldsnám, m.a. í ijölskyldumeðferð. Undan- farið hefur Endurmenntunarstofn- un Háskóla íslands staðið fyrir tveggja ára framhaldsnámi fyrir fagfólk í heilbrigðis- og félags- málaþjónustu. Þeir sem hafa lokið þessu námi koma úr hópi félags- ráðgjafa, sálfræðinga, presta, lög: fræðinga og hjúkrunarfræðinga. í náminu er lögð áhersla á heildræna nálgun, samstarf milli stofnana og þverfaglega teymisvinnu innan stofnana. Byggt er á því heilbrigða í hverri ijölskyldu og unnið útfrá lausnum fremur en hindrunum. Á grundvelli fræðikenninga um hjónaband, foreldrahlutverk og ijölskyldusamskipti er veitt þjálfun í að greina vanda og beina honum til meðferðar hjá viðeigandi aðil- um. Lokaorð Við uppbyggingu ráðgjafar- og meðferðarþjónustu fyrir barnafjöl- skyldur er mikilvægt að hafa í huga að hinir ólíku markhópar þurfa að eiga kost á viðeigandi aðstoð eftir því hvers eðlis vandinn er. Það tryggir hagkvæmni og kemur í veg fyrir dýrkeyptar tafir, angur og frekari skaða. Markviss árvekni og greining innan skólans, á meðan vandinn er á frumstigi, myndi þjóna mikilvægu forvamar- hlutverki. Æskilegast væri að mínu mati að sem stærstum hluta þeirra sem þurfa á frekari aðstoð að halda væri sinnt innan opinberrar þjón- ustu. Þessu er því miður ekki að heilsa aukinheldur sem nokkur hluti fólks kýs að geta valið hvert hann snýr sér og vill þá bera af því sann- gjarnan kostnað. Þá þarf að vera hægt að vísa á viðurkennda þjón- ustu. Eðlilegt er að stjórnvöld taki þátt í slíkum kostnaði að einhvetju marki líkt og gert er með aðra heilbrigðisþj ónustu. Eg álít að mikilvægast, og rök- réttast, sé að koma á samfelldri skipan og þar með samræmdum þjónustuúrræðum og stuðningi á grundvelli lagaákvæða sem snerta hag barnaljölskyldna. Samþykkt rammalöggjafar um íjölskyldu- stefnu myndi stuðla að slíku. Heimildir Frumvarp til laga um breyt. á almanna tryggingum. nr 117/1997 Lög um félagsráðgjöf nr. 41/1975/1990 Lög um sálfræðinga nr. 40/1976/1988 Sigrún Júlíusdóttir. 1989. „íjölskylduráð- gjöf“. Sveitarstjórnarmál , 4, bls.228-236 Sigrún Júlíusdóttir. 1993. „Ólíkar fjöl- skyldugerðir" í Staða heimilis og fjölskyldu í íslensku þjóðlífi . Skálholtsútgáfan Sigrún Júlíusdóttir, (ritstj), Friðrik H. Jóns- son, Nanna K. Sigurðardóttir og Sigurður J. Grétarsson. 1995. Barnafjölskyldur. Sam- félag, lífsgildi, mótun. Félagsmálaráðuneyt- ið. Þingsályktunartillaga um opinbera fjöl- skyldustefnu nr. 72/1996. Höfundur er dósent í félngsráðgjöf við Háskóla íslnnds og starfar við hjónn- og fjölskyldumeðferð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.