Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 39
EINAR
BJARNASON
+ Einar Steindór
Bjarnason var
fæddur að Ölves-
holti í Flóa 14.
september 1906.
Hann lést 5. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Bjarni Stefánsson,
frá Núpstúni í
Hrunamanna-
hreppi, fæddur
1973, og Guðný
Guðnadóttir frá
Hæli í Gnúpverja-
hreppi, fædd 1872
að Forsæti í Vest-
ur-Landeyjum. Systkini Einars
voru Brynjólfur, fyrrverandi
menntamálaráðherra, f. 1898,
d. 1989, Stefanía, f. 1902, en
dó á fyrsta ári, og Stefán,
verkamaður í
Reykjavík, fæddur
1910. Uppeldissyst-
ir var Elín Krist-
geirsdóttir, hús-
móðir í Reykjavík
og áður m.a. að
Tungu í Flóa, fædd
1925.
Framan af ævi
vann Einar víða um
land og stundaði
einkum __ sjó-
mennsku. Árið 1941
settist hann að á
Selfossi og starfaði
lengst af sem
bankamaður í Landsbankanum
þar.
Útför Einars fer fram í Sel-
fosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
í dag kveðjum við Einar Bjarna-
son sem við höfum átt náinn vin-
skap við síðustu áratugina. Hann
fæddist í Ölvesholti í Hraungerðis-
hreppi en fluttist með foreldrum
sínum að Eyði-Sandvík í Sandvíkur-
hreppi og ólst þar upp. Einar gekk
í barnaskóla sveitarinnar en fór um
tvítugt til náms í Bænadaskólanum
á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan
sem búfræðingur. Hann var vel les-
inn og margfróður og hafði ákveðn-
ar skoðanir á mönnum og málefn-
um. Ljóð og hverskonar kveðskapur
voru honum hugleikin og á góðum
stundum átti hann til að flytja bund-
ið mál utan bókar af mikilli snilld
fyrir vini sína.
Við hugsum til baka til þeirra
ára þegar hann var fullfrískur mað-
ur sem tók þátt í atvinnulífi þjóðar-
innar. Á yngri árum stundaði Einar
m.a. sjómennsku lengst af á Norð-
firði. Þar kynntist hann mörgu fólki
sem hann átti góðar minningar um.
Seinna settist hann að á Selfossi
og vann við_ ýmis störf m.a. hjá
Kaupfélagi Ámesinga og gerðist
síðan starfsmaður við Landsbanka
Islands á Selfossi. Vann hann þar
nær þijá áratugi eða til ársins 1976
er hann lét af störfum vegna aldurs.
Á sjöunda áratugnum hófust
kynni okkar af Einari og varð hann
fljótlega góður heimilisvinur.
Hestamennskan var sameiginlegt
áhugamál okkar og þróaðist í nána
samvinnu á þeim vettvangi.
Það sem Einar sneri sér að var
ekki gert með hangandi hendi eða
með hálfum huga. Hann átti sín
áhugamál og stundaði þau af alhug
á meðan áhugi entist. Hann var
einn af fyrstu golfspilurum á Sel-
fossi og einnig mikill bridsáhuga-
maður. Hestamennskan var síðasta
áhugamál Einars. Hann var for-
maður hestamannafélagsins Sleipn-
is um árabil og heíðursfélagi þess
frá árinu 1988.
Síðustu tvö árin dvaldist hann á
hjúkrunarheimilinu Ljósheimum
þar sem honum leið mjög vel. Hann
hafði á orði að sér hefði hvergi lið-
ið betur á ævinni. Við viljum sér-
staklega þakka öllu starfsfólki Ljós-
heima fyrir frábæra umönnun og
hvað það reyndist honum í alla staði
vel.
Stór maður með stóra lund mátti
segja um Einar. Hann var sannur
vinur vina sinna þó hann væri ekki
allra. Dætrum okkar var hann sér-
staklega góður og reyndist þeim
sem besti afi ef svo mætti segja.
Hann fylgdist vel með hvernig þeim
vegnaði hvort sem var í skóla eða
í vinnu og leitaði gjarnan til þeirra
nú á seinni árum ef hann vanhag-
aði um eitthvað og við vorum ekki
nærri.
Margar góðar stundir áttum við
með Einari og ber jólin þar hæst.
Hann var fastagestur á aðfanga-
dagskvöld og naut hátíðarinnar með
okkur.
Einar var mjög sjálfstæður og
gat ekki hugsað sér að vera öðrum
byrði eða til óþæginda en var alltaf
mjög þakklátur fyrir hvaðeina sem
fyrir hann var gert. Honum fannst
hann aldrei geta launað neitt að
fullu.
Langri ævi er lokið. Við erum
þakklát Einari fyrir allt það sem
hann var okkur og dætrum okkar.
Að eiga traustan og góðan vin er
hveijum manni mikilvægt og að
heyra hlý þakkarorð af vörum hans
er ómetanlegt. Með þessum orðum
kveðjum við Einar Bjarnason. Hvíli
hann í friði.
Gunnar og Hulda.
Einar Bjamason bjó fyrstu 10 ár
ævi sinnar að Ölvesholti í Flóa eða
þangað til fjölskyldan flutti að Eyði-
Sandvík. Einar hóf komungur að
stunda útróðra frá Eyrarbakka og
fetaði þannig í fótspor föður síns
og margra annarra bænda á þessum
slóðum. Hann varð búfræðingur frá
Hvanneyri en fór ekki út í búskap.
Hann stundaði ýmis störf, einkan-
lega til sjós, m.a. á Austfjörðum
fram undir 1941, þegar hann settist
að á Selfossi. Vann hann við ýmis
störf á Selfossi, m.a. hjá Kaupfélag-
inu. Hann hóf störf við Landsbank-
ann á Selfossi 1948 og starfaði þar
í 28 ár eða til loka starfsævi sinnar.
Mér hefur verið sagt að Einar
hafí verið harðduglegur til allra
verka. Hann var fjörmikill ungling-
ur, og stundaði skemmtanalífíð vel,
bæði í Flóanum og hvar sem hann
fór síðar um ævina. Það var tekið
til þess, þegar hann var unglingur
hvað hann var minnisgóður og sagt
að hann hefði verið svo fjárglöggur
að hann þekkti allar kindurnar í
sveitinni með nafni, þær sem á
annað borð höfðu verið nefndar.
Einar varð snemma mikill verka-
lýðssinni og komst snemma í tengsl
við unga kommúnista og var virkur
baráttumaður fyrir kjörum verka-
fólks á kreppuárunum. Þrátt fyrir
sjómennskuna náði hann að syngja
með karlakór verkamanna í Reykja-
vík um tíma og var þátttakandi í
Gúttóslagnum, uppreisn verka-
manna gegn kúgun valdhafa, 9.
nóvember 1932. Einar var félags-
lyndur. Hann mun hafa sungið eitt-
hvað með kórum á Selfossi og eitt-
hvað kom hann nálægt leikfélaginu
þar um tíma.
Þrátt fyrir vinnusemina og gásk-
ann, eða kannski vegna þess, gift-
ist Einar ekki en hélt sjálfstæði sínu
til dauðadags. Hann eignaðist ekki
böm. Hann eignaðist marga vini á
lífsleiðinni og marga hef ég hitt sem
komu við á Selfossi og urðu fyrir
miklum áhrifum af Einari, vegna
víðjtækrar þekkingar hans og
skemmtilegheita. Þótt Einar væri
ekki pólitískt virkur á síðari hluta
ævinnar sló hjarta hans ávallt til
vinstri, og með þeim sem minna
máttu sín. Hann stundaði hesta-
mennsku ákaft á Selfossi og fór á
bæi vítt um Suðurland meðan kraft-
ar entust til reiðmennskunnar.
Ég hitti Einar nokkrum vikum
fyrir andlátið. Hann hélt enn glæsi-
leika sínum. Hávaxinn og tággrann-
ur var hann hin síðari ár. Með snjó-
hvítt hárið og vel snyrt skeggið líkt-
ist hann mest enskum lord úr kvik-
myndum. Við töluðum um margt
sem bar á góma í þjóðfélaginu og
alls staðar var hann vel heima.
Þrátt fyrir að Einar væri félags-
lyndur, þótti mörgum hann fara
sínar eigin götur. í Flóanum mundu
þeir segja að hann vandaði val vina
sinna, og hann eignaðist góða vini.
Allt frá æskuárum tvíburabræðr-
anna Gunnars og Garðars Einars-
sona voru þeir hans góðu vinir,
þótt þeir væru næstum ijórum ára-
tugum yngri. Sú vinátta efldist í
hestamennskunni og þeir voru hans
tryggu og góðu lífsförunautar til
hans hinsta dags. Heimili Gunnars
var eins og annað heimili Einars.
Ég kom á heimili Gunnars og fjöl-
skyldu hans þar sem þau héldu
Einari afmælisveislu. Mér fannst
samband þeirra Gunnars, Huldu og
dætranna Kristínar, Guðbjargar og
Magneu við Einar vera eins og sam-
band föður og afa við böm og
barnabörn. Auk Gunnars og Garð-
ars og fjölskyldna þeirra naut Einar
umhyggju fjölmargra í því nána og
fallega samfélagi sem Selfoss er.
Starfsfólkið á öldrunarheimilinu
Ljósheimum dekraði við hann, en
þar bjó hann hin síðari ár. Hjartan-
lega þakka ég ykkur öllum fyrir
þá hamingju sem þið veittuð honum
föðurbróður mínum.
Ragnar Stefánsson.
Nú andar suðrið sæla vindura þýðum.
A sjónum allar bárur smáar risa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fóstuijarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum friðum.
Vorboðinn ljúfí, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín,
heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engii með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan mín.
(Jónas Hallgrímsson).
Þegar gróður er að lifna, fuglalíf
að vakna og vorið er komið kveðjum
við Einar okkar Bjamason með
þessu ljóði sem honum þótti svo
vænt um.
Síðan við systurnar munum eftir
okkur hefur hann verið fastur punkt-
ur í tilveru okkar. í rauninni var
hann okkur sem afí. Einar spilaði
stórt hlutverk í jólahaldi fjölskyld-
unnar. Hjá okkur systrunum fór
tíminn fyrst að líða hratt þegar Ein-
ar var kominn. Hann hafði gaman
af jólaspenningnum í okkur og hafði
lag á að stytta okkur stundimar.
Honum þótti slæmt að fá jólamöndl-
una á sinn disk og var fljótur að
gefa möndlugjöfína frá sér ef það
gerðist. Einari þótti sælla að gefa
en þiggja og var afskaplega nægju-
samur og þakklátur fyrir hvaða lítil-
ræði sem fyrir hann var gert.
Við eldri systurnar munum fyrst
eftir Einari í gegnum hestamennsk-
una. Aldrei stóð á því að hann lán-
aði okkur hestana sína. Þetta voru
hestar sem hann vissi að við réðum
við og hættulaust að láta okkur á
bak.
Einar var ljúfur og hlýr þeim sem
næst honum stóðu og sérlega barn-
góður. Við vorum svo heppnar að
fá að njóta þessara kosta hans. Það
var alltaf gaman að fara í heimsókn
til hans í Hlaðir eða í Grænumörk-
ina eftir að hann flutti þangað.
Skemmtilegt var að spjalla við hann
sérstaklega nú í seinni tíð eftir að
við lærðum að meta þann fróðleik
sem hann miðlaði til okkar af
reynslu sinni. Ekki var síðra að
heyra sögur frá uppvaxtarárum
hans sem voru heldur betur frá-
brugðin því sem við þekkjum. Vænt
þótti okkur um að vita að hann
fylgdist alltaf með okkur hvort sem
við vorum í skóla eða í vinnu.
Við systurnar minnumst Einars
með hlýju og þakklæti í huga. Megi
hann hvíla í friði.
Kristín, Guðbjörg og
Magnea Gunnarsdætur.
MIKAEL
ÞORS TEINSSON
+ Mikael Þor-
steinsson var
fæddur í Mið-Hlíð
á Barðaströnd 4.
júlí 1919. Hann lést
í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 29.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn Ól-
afsson bóndi, f.
23.11 1891, d. 31.3
1989, og Guðrún
Finnbogadóttir, f.
16.2 1893, d. 11.10
1978. Mikael átti
13 systkini. Þau
eru: 1) Sigurður, f. 10.4 1913,
látinn. 2) Kristín, f. 22.5 1914.
3) Ólafía, f. 25.8 1915, látin.
4) Gunnar, f. 11.5 1918. (Mika-
el var þeirra fimmta barn). 6)
Kristján, f. 8.1 1922, látinn.
7) Þuríður, f. 3.1 1923. 8) Unn-
ur, f. 11.8 1924, látin. 9) Hösk-
uldur, f. 23.9 1925. 10) Jó-
hann, f. 24.8 1928. 11) Vigfús,
f. 3.6 1930. 12) Bjarni, f. 6.2
1933. 13) Ásta, f. 10.3 1936,
látin. 14) Halldóra, f. 28.10
1939, látin.
Hinn 26. september 1946
kvæntist Mikael eftirlifandi
eiginkonu sinni,
Sigríði Jónu Sab-
ínu Sigurðardótt-
ur, f. 5.12 1913.
Börn þeirra eru:
1) Unnar Frans, f.
8.9 1941, kvæntur
Sigríði Kristjáns-
dóttur, d. 1989, og
eiga þau þijú börn.
2) Sævar Berg, f.
13.12 1942, kvænt-
ur Sigríði Guðjóns-
dóttur og eiga þau
þijú börn. 3) Guð-
rún, f. 13.8 1944,
sambýlismaður
Ólafur Jónasson, eitt barn
eignuðust þau saman er lést í
frumbernsku, en fyrir átti
Guðrún fjögur börn. 4) Sigríð-
ur Jóna, f. 4.12 1946, gift Hall-
dóri Benjamínssyni og eiga
þau þijú börn, en fyrir átti
Sigríður Jóna eina dóttur. 5)
Steinunn Kristín, f. 30.5 1948,
d. 1973. 6) Mikkalína Björk,
f. 27.4 1953, gift Óskari Kristj-
ánssyni og eiga þau þijú börn.
Barnabarnabörnin eru 15 tals-
ins. Útför Mikaels fer fram frá
Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Með hlýhug og virðingu minn-
umst við afa okkar, hugsum um
allar góðu stundimar og samtölin
er við áttum saman. Afí fylgdist
vel með bamabörnum sínum og er
við fómm að vinna vildi hann helst
sjá hvað við voram að fást við.
Þegar bamabamabörnin bættust í
hópinn var hann mjög hreykinn af
þessum stóra bamhóp sínum og
hélt vel utan um okkur öll. Mikla
virðingu bar hann líka fyrir systkin-
um sínum og mjög náið og gott
samband var á milli þeirra allra
þannig að eftir því var tekið. Þegar
við heimsóttum þig á sjúkrahúsið
talaðir þú um að nú væri að koma
sumar og þá væra bjartari tímar
framundan, en vegir Guðs era
órannsakanlegir og nokkram dög-
um síðar varstu kallaður á braut
þar sem þér var ætlað nýtt hlutverk.
Elsku amma, með sorg í hjarta
en rík af góðum og verðmætum
minningum, kveður þú nú lífsföru-
naut þinn.
I bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekktir mig og verkin min.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
(H. Laxness.)
Elsku langafi, okkur langar að
þakka þér fyrir allar þær góðu
stundir er við áttum með þér.
Nú lifir þú sæll, í sönnum friðarheimi,
ég samgleðst þér, með vinum þínum þar.
En minninpna í minum huga geymi,
mér er hún hvöt til sannrar menningar.
(S.G.)
Rut Berg, Breki Berg,
Bjarki Berg og Sævar Berg.
Sú ein er bæn í bijósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú, æ, drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Elsku amma og aðrir aðstand-
endur, megi Guð styrkja okkur
öll. Blessuð sé minning hans.
Sóley, Sigurður Halldór
og Steinar Berg.
Kveðja til afa.
Elsku afí, það er sárt að þurfa
að kveðja þig svona fljótt, en ég
hugga mig við það að þú þarft
ekki að þjást lengur. Og ég veit
að jiér líður vel núna.
Eg þakka fyrir stundirnar sem
ég átti með þér, sögurnar sem
þú sagðir-mér og sú minnisstæð-
asta er sagan af því hvernig þú
kræktir í ömmu, eins og þú varst
vanur að segja. Þú fórst inn um
gluggann hjá henni, en komst
aldrei út um hann aftur, sem bet-
ur fer.
Ég þakka fyrir göngutúrana
sem við fórum í og þá varst þú
vanur að tala við alla sem urðu
á vegi okkar, hvort sem það var
fyrir vestan eða hér á Laugar-
vatni, og spurðir hverra manna
fólkið væri. Kjallaraferðirnar þeg-
ar við litum á lömbin í fjárhúsinu
þínu, sem fór svo í snjóflóðinu,
og góða eftirmatinn sem var allt-
af undir matardiskinum daginn
sem farið var heim eftir góða
dvöl hjá ykkur ömmu.
Ég bið góðan guð um að styrkja
og vernda elsku ömmu.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Guð geymi þig.
Þín
Sabína Steinunn.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öil tækifæri
| ‘Wfc blómaverkstæói I
I Binna I
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
c