Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Leikgleðin í
fyrirrúmi
HESTAR
Sö r1a vc11 i r
í II a í n a r fi r ö i
HRÓA HATTAR-MÓT
SÖRLA
Í HAFNARFIRÐI, á vegum hesta-
mannafélagsins Sörla, hefur um ára-
bil verið haldið Hróa hattar-mót fyr-
ir börn, unglinga og ungmenni og
var eitt slíkt haldið fyrir skömmu.
Mót þetta hefur vaxið og dafnað
með hveiju árinu og keppendum
farið fjölgandi. Að keppni lokinni
hafa keppendur fengið fría pítsu
og pepsí með í boði Hróa hattar.
Keppnin sem að venju var haldin
að Sörlavöllum var fjörleg og spenn-
andi og keppnis- og leikgleðin í fyr-
irrúmi.
Úrslit Hróa hattar-mótsins urðu
annars sem hér segir:
Ungmenni
Glæsilegasta parið: Sigríður Pjet-
ursdóttir, Sörla, á Rómi.
1. Jóhanns Ármannsson, Sörla, á
Kolbaki.
2. Hulda Jóhannssdóttir, Andvara,
á Aski.
3. Unnur 0. Ingvadóttir, Sörla, á
Ými.
4. Davíð Friðjónsdson, Sörla, á
Hugin.
5. Bima Káradóttir, Sörla, á Gusa.
Ásetuverðlaun: Hrafnhildur Guð-
rúnardóttir.
Unglingar
Glæsilegasta parið: Daníel I.
Smárason, Sörla, á Seið frá Sig-
mundarstöðum.
1. Eyjólfur Þorsteinsson, Sörla, á
ísak.
2. Ingólfur Pálmason, Sörla, á Glóa.
3. Hinrik Þ. Sigurðsson, Sörla, á
Þokka.
4. Kolbrún Skagfjörð, Mána, á Úa.
5. Pétur Sigurjónsson, Sörla, á Kilj-
an.
Ásetuverðlaun: Gunnar Ö. Einars-
son, Mána, á Halifax.
Börn
Glæsilegasta parið: Berglind R.
Guðmundsdóttir, Gusti, á Fjöður frá
SIGRÍÐUR Pjetursdóttir á
Rómi en þau voru valin
glæsilegasta parið í ung-
mennaflokki.
Svignaskarði.
1. Margrét Guðrúnardóttir, Sörla, á
Muggi.
2. Þórunn Hannesdóttir, Andvara,
á Fáfni.
3. Berglind K. Sigurðardóttir,
Sörla, á Hugin.
4. Ingi H. Hilmarsson, Andvara, á
Krumma.
5. Bylgja Gauksdóttir, Andvara, á
Goða.
Ásetuverðlaun: Svandís D. Einars-
dóttir, Gusti, á Ögra.
Pollar
Glæsilegasta parið: Ómar Á. The-
ódórsson, Sörla, á Rúbín.
1. Rósa B. Þorvaldsdóttir, Sörla, á
Árvakri.
2. Birkir R. Þorvaldsson, Sörla, á
Dímoni.
3. Viðar Hauksson, Herði, á Dís frá
Helgafelli.
4. Linda R. Pétursdóttir, Herði, á
Árvakri.
5. Sandra L. Þórðardóttir, Sörla, á
Spaða.
Ásetuverðlaun: Hreiðar Hauksson,
Andvara, á Kuida.
Valdimar Kristinsson
BMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
<§) ÍSLANDS
MfíRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Laugardagur 10. maí
kl. 10.00
Fuglaskoðunarferð á Suður-
nes. Verö 1.800 kr.
Sunnudagur 11. maí
kl. 10.30
Þingvallavatn, lífríki, fuglar,
fiskar. Ekið kringum vatnið,
stansað á vel völdum stöðum.
Leiðbeinandi: Sigurður Snorra-
son, líffræðingur. Verð 1.500 kr.
Brottför í ferðirnar frá BSÍ, aust-
anmegin og Mörkinni 6.
Sjá textavarp bls. 619.
Gerist félagar ( F.í.
á afmælisári!
Dalvegi 24, Kópavogi
Almenn samkoma í dag kl
14.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Lærið ensku í sumarfríinu
Bournemouth International
School. Viðurkenndur skóli —
dægilegt umhverfi.
Upplýsingar hjá Sölva Eysteins-
syni í síma 551 4029.
TILKYNNINGAR
Auglýsendur athugið
breyttan skilafrest!
Auglýsingatexta og/eða tilbún-
um atvinnu-, rað- og smáauglýs-
ingum sem eiga að birtast í
sunnudagsblaöinu, þarf að skila
fyrir kl. 12 á föstudag.
Fjallasyrpa Útivistar
Spennandi dagsferðir sunnu-
daginn 11. maí.
Fjallganga. Gengið er á Mó-
skarðshnjúka upp frá Hrafnhól-
um. Brottför frá BSÍ kl. 10.30.
Árganga. Gengið er frá Leirv-
ogsvatni og niður með Leirv-
ogsá. Brottför er frá BSÍ kl.
10.30.
Netslóð:
http://www.centrum.is/
Útivist
Auglýsingadeild
Sími 569 1111
simbréf 569 1110
netfang: augl@mbl.is
YMISLEGT
Leiklistar-
stúdíó
Eddu og Gísla
Vornámskeið í
framsögn og
tjáningu eru að
hefjast.
Símar 5812535
og
5882545.
FRETTIR
Handverkssýning á Garðatorgi
Stóð-
hestar á
mynd-
bandi
Kvikmyndafélagið Sleipnir
hefur gefið út myndbands-
spólur sem hafa að geyma
sýningar stóðhesta sem fram
komu á fjórðungsmótinu á
Gaddstaðaflötum annarsveg-
ar og hinsvegar nýafstaðinni
sýningu á stóðhestastöðinni.
Kvikmyndasljóri á báðum
myndunum er Bjarni Þór Sig-
urðsson og fyrrnefnda spólan
er 130 mínútur, en tímalengd
hins síðarnefnda er ekki gefin
upp en 35 stóðhestar koma
þar fram.
ÚTKOMU og vinnslutími
þessara tveggja mynda er
ólíkur, fjórðungsmótsmyndin
kemur út um tíu mánuðum
eftir að móti lauk en stóð-
hestastöðvarmyndin kemur út
kvöldið sama dag og sýningin
er haldin. Að vísu eru mynd-
skotin ekki tekin á laugar-
dagssýningunni. Fyrra dæmið
er að sjálfsögðu mjög slæmt,
sér í lagi fyrir framleiðandann
sem þarf að selja sína vöru
en einnig fyrir hestaunnendur
sem vilja stúdera stóðhestana
sem fram komu á fjórðungs-
mótinu. I báðum tilvikum eru
myndskotin frá einstaklings-
dómum en í stóðhestastöðvar-
myndinni er skotið inn mynd-
skeiðum frá yfirlitssýningu í
þeim tilvikum sem hestarnir
hafa verið að bæta einkunnir
sínar. Þannig á að vera tryggt
að seinni myndin sýni þau
augnablik sem hæfileikaein-
kunnir grundvallast á. Þá eru
hestarnir sýndir hnakklausir
í kyrrstöðu sem gefur mögu-
leika á að velta byggingu fyr-
ir sér. Að sjálfsögðu gefur það
misjafnlega góða mynd af
sköpulagi hrossanna en betra
en ekki neitt.
í báðum myndum er þuli
gefið frí en aðeins leikin létt
bakgrunnstónlist auk þess
sem kynnt er með texta þegar
nýr hestur birtist á skjánum.
Með fylgir handhægt rit með
öllum upplýsingum, nafn,
fæðingarstaður, eignarhald,
ætt, einkunnir og kynbóta-
matseinkunnir hestanna.
Fyrst í stað virtist þetta hálf-
strípað að hafa engan þul en
eftir smáskoðun virðist það
koma betur út þótt ekki virð-
ist það koma fram í lægra
söluverði myndanna því vissu-
lega hlýtur þetta fyrirkomu-
lag að minnka kostnað.
Mikill fengur er að útgáfu
á spólum sem þessum. Má þar
nefna að þeim sem ekki auðn-
ast að sjá hestana í dómi geta
þarna séð þá á mynd. Útgáfa
sem þessi veitir dómurum
mikið aðhald, sérstaklega ef
snaggaralega er staðið að út-
gáfunni eins og í seinna tilvik-
inu. Viðbrögð manna á sýn-
ingum eru oft óvægin saman-
ber frammistöðu Gusts frá
Grund á stóðhestastöðvarsýn-
ingunni og háar einkunnir
sem hann fékk. Þegar svo
grannt er skoðað á myndinni
má glöggt sjá að töltið var
ekki eins gallað og margir
vildu vera láta. Þá geta mynd-
ir sem þessar gegnt mikil-
vægu hlutverki í vali manna
á stóðhestum fyrir hryssur
sínar. Af þessum sökum eru
þær mjög kærkomnar hjá
þeim mikla fjölda sem fylgist
með og hefur áhuga á hrossa-
rækt og kynbótastarfi.
Valdimar Kristinsson
HANDVERKSFÓLK verður með
sýningu á Garðatorgi í dag og á
morgun, en hefð er komin á sýn-
ingar þess þar aðra helgina í
hveijum mánuði. Þar má finna
margvíslegan handunninn varn-
ing svo sem málverk, leirvörur,
Tilnefndur til
umhverfisverð-
launa Norður-
landaráðs
EINAR Einarsson vélstjóri, Stuðla-
seli 31, Reykjavík, hefur verið til-
nefndur til umhverfisverðlauna
Norðurlandaráðs. Var hann til-
nefndur fyrir vinnu sína að þróun
dekkjanagla sem valda umtalsvert
minna sliti á malbiki en hefðbundn-
ir naglar.
Umhverfisverðlaun Norður-
landaráðs hafa tvisvar verið veitt
áður. í fyrra hlutu þau grænlensk
umhverfissamtök en árið 1995
hlaut þau sænskur líffræðingur. í
ár verða verðlaunin veitt fyrir þróun
framleiðsluferlis eða vöru sem hefur
í för með sér verulega umhverfis-
bætandi áhrif.
Naglar þeir sem Einar hefur þró-
að slíta malbiki aðeins að einum
ijórða á við þá nagla sem nú eru
notaðir. Jafnframt virðist hávaði
af þeirra völdum vera minni. Þeir
skapa þó sambærilegt viðnám á ís
og hefðbundnir naglar, a.m.k. við
allar venjulegar aðstæður.
Með því að tilnefna Einar til
umhverfisverðlaunanna vill Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur leggja
sitt af mörkum til að flýta því að
dregið verði úr mengun af völdum
nagladekkja.
Afmælishátíð í
Ævintýra-
Kringlunni
HALDIÐ er upp á tveggja ára af-
mæli Ævintýra-Kringlunnar í dag.
Opið verður frá kl. 10-16 og frítt
inn allan daginn. Farið verður í leiki,
sungið og dansað. Allir sem vilja
geta látið mála sig. Boðið verður upp
á sælgæti og síðast en ekki síst verð-
ur frítt inn á leiksýningu kl. 14.30.
Það verður Sjónleikhúsið sem sýnir
barnaleikritið Bangsaleikur.
Höfundur er Illugi Jökulsson.
Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún
Edda Björnsdóttir. Höfundur tónlist-
ar er Guðni Franzon. Búningahönn-
uður er Helga Rún Pálsdóttir. Leik-
arar eru Stefán Sturla Siguijónsson
og Jakob Þór Einarsson. Sýningar-
tími er rúmar 30 mínútur og allir
eru velkomnir.
Kaffisöludagur
Kvenfélags
Grensáskirkju
HIN árlega kaffisala Kvenfélags
Grensáskirkju verður sunnudaginn
11. maí kl. 15 og er í safnaðarheimil-
inu við Háaleitisbraut. Messa dags-
ins er kl. 11 í nýju kirkjunni.
Allt safnaðarfólk og aðrir velunn-
arar Grensáskirkju eru hvattir til að
mæta.
ýmis konar trévörur, postulín,
glervörur, vefnað og ýmislegt
fleira. Opið verður frá klukkan
10-18 í dag, laugardag, og 12-18
á morgun sunnudag. Kvenfélag
Garðabæjar sér um kaffiveiting-
ar.
Messukaffi
*
Arnesinga-
félagasins
í Askirkju
MESSA verður í Áskirkju sunnudag-
inn 11. maí kl. 14. Sr. Árni Bergur
Sigurbjörnsson, sóknarprestur,
predikar og kór og organisti kirkj-
unnar annast tónlistarflutning.
Eftir messuna er messukaffi í
boði Árnesingafélagsins í Reykjavík.
Undir borðum verður sitthvað sér
til gamans gert í tali og tónum.
Árnesingum í Reykjavík og öðrum
velunnurum félagsins er bent á að
nota þetta tækifæri til að hitta gamla
sveitunga, frændur og vini.
Fyrirlestur um
handverk
KRISTIN Boström, landsráðunautur
í heimilisiðnaði fyrir böm og unglinga
í Svíþjóð, flytur fyrirlestur á vegum
Heimilisiðnaðarfélags íslands um
uppeldislegt gildi handverks fyrir
böm og unglinga í Norræna húsinu
laugardaginn 10. maí kl. 14.
Kristin hefur starfað sem ráðu-
nautur frá 1992. Hún hefur stýrt
og haft frumkvæðið að fjölbreyttu
og vinsælu starfi með börnum og
unglingum. Aðgangur er ókeypis.
Opið hús í
Ijarnarskóla
TJARNARSKÓLI, einkaskólinn við
Tjörnina, hefur nú starfað í 12 ár.
Skólinn var stofnaður árið 1985 af
kennurunum Margréti Theodórs-
dóttur og Maríu Solveigu Héðins-
dóttur. Nemendur eru alls um 75 í
þremur bekkjardeildum; 8., 9. og 10.
bekk. Starfsmannafjöldi er 9, þar
af 7 kennarar.
Laugardaginn 10. maí munu
kennarar og nemendur hafa opið hús
til kynningar á starfsemi skólans,
námsgreinum og vinnu nemenda.
Sérstök áhersla er lögð á að kynna
námið í 8. bekk næsta skólaár. Nem-
endur í árgangi 1984 sem langar til
að taka þátt í skólastarfi í litlum
skóla eru sérstaklega boðnir vel-
komnir með fjölskyldum sínum.
Heitt kaffi verður á könnunni fyrir
þá fullorðnu og safi fyrir þá yngri.
Tjarnarskóli er til húsa í gamla
Búnaðarfélagshúsinu við hliðina á
Iðnó að Lækjargötu 14b. Opið verð-
ur frá kl. 13-17.
■ KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir
börn og unglinga eru í Norræna
húsinu alla sunnudaga kl. 14.
Sunnudaginn 11. maí kl. 14 verður
sýnd mynd um Emil í Kattholti.
Þetta er sænsk kvikmynd fyrir
alla fjölskylduna byggð á sögum
Astrid Lindgren. Sýning myndarinn-
ar tekur um eina og hálfa klst. og
er með sænsku tali. Allir eru vel-
komnir og aðgangur er ókeypis.