Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. MAÍ1997 51
BREF TIL BLAÐSINS
Þeir lægstu
lengra niður
Frá Guðvarði Jónssyni:
I UPPHAFI nýrra kjarasamninga
var farið af stað með það fagra
fyrirheit, eins og reyndar á liðnum
áratugum, að bætt skyldu sérstak-
lega laun þeirra lægstlaunuðu. Eins
og oft áður varð lítið úr háreistu
höggi og ekki er að sjá annað, en
þeir lægstlaunuðu hafi sokkið enn
dýpra niður í botnleðjuna með þess-
um nýju samningum. Sjötíu þúsund
krónur eiga að vera komnar inn sem
lægsti launataksti, árið 1999, en
hvort 70 þúsund verða meira virði
þá en 50 þúsund krónur nú er ekki
ljóst.
Sá sem hafði 70 þúsund kr. fyrir
nýgerða kjarasamninga fær 3.290
kr. hækkun á mánuði, en maður
sem hafði 500 þúsund kr. fær
23.500 kr. hækkun, eða rúmlega
sjöfalt meira en sá með 70 þúsund
og sá sem hafði eina milljón á
mánuði fær 47.000 kr. hækkun, eða
rúmlega 14falt meira, en maðurinn
með 70 þúsund kr. En þeUa er
bara ein hækkun af þremur. Árið
1999 þegar síðasta hækkunin kem-
ur inn verður sá með 70 þúsund
kr. búinn að fá 9.000 kr. hækkun,
en sá með 500 þúsund kr. 64.300
og maðurinn með milljónina búinn
að fá 128.000 kr. hækkun.
Þetta stóra stökk háu launanna
gerir það að verkum að meðallaun-
in, sem alltaf er verið að miða allt
við, hækka með þessum samningum
fimmfalt meira en 70 þúsund kr.
launin. Vegna þessa kerfis hafa
lægstu launin á undanförnum árum
sífellt verið að fjarlægast meðal-
launin og verðlagið niður á við.
Einnig veldur þetta launakerfi því,
að hálaunamenn fá alla vöru og
þjónustu á gjafverði, en láglauna-
fólk verður að kaupa allt á okur-
verði, og með afarkostum
greiðslukjara, miðað við launatekj-
ur.
Ef við látum þann með 70 þús-
und kr. launin kaupa sér 100 þús-
und kr. sjónvarp árið 1999 og
manninn með milljónina líka og
þeir noti hækkunina til þess að
greiða sjónvörpin. Þá ætti maðurinn
sem hafði 70 þúsund kr. 9.000 þús-
und upp í sjónvarpið þann 31. janú-
ar og þyrfti greiðslusamning til 11
mánaða fyrir restinni, en sá sem
hafði milljón gæti staðgreitt sjón-
varpið og ætti 28.000 eftir af mán-
aðarhækkuninni. Þegar svo 11
mánuðir væru liðnir yrði sá með
rmilljónina búinn að fá eina milljón
°g fjögur hundruð þúsund í launa-
hækkun til ráðstöfunar í annað en
að kaupa sjónvarp, en maðurinn
með 70 þúsundin búinn að eignast
eitt sjónvarp, upp á hundrað þúsund
kr.
Ef sama kerfi væri notað við
gerð kjarasamninga til ársins 2006
myndu 70 þúsund kr. verða komnar
upp í tæpar 100 þúsund kr. en
milljónin í eina milljón og fjögur
hundruð þúsund kr. á mánuði. Það
er oft talað um það, að þetta eða
hitt sé vandamál í þjóðfélaginu og
sjaldnast tengt við þá hæstlaunuðu,
en ég sé ekki betur en það sé kom-
ið svo hjá ökkur, að launakerfið sé
búið að skapa þá stöðu að hálauna-
Opið alia
daga vikunnar
-22
B LYFJA
Lágmúla 5
Slmi 533 2300
menn séu orðnir eitt mesta vanda-
málið í þjóðfélaginu og hindri eðli-
lega launaþróun lægstu launa,
skapi óhagstæða verðmyndun á
vöru og þjónustu og beini fjár-
streyminu í gegnum afmarkaða
þætti í þjóðfélaginu. Vandinn er
bara sá, að það eru helst hálauna-
menn, sem geta breytt þessu.
Ríkisstjórnin hefur lofað því að
færa bætur öryrkja, lífeyris- og elli-
lífeyrisþega til samræmis við
lægstu launataksta verkamanna,
sem eru um 40% af framfærslu-
kostnaði. Hvernig þetta loforð verð-
ur útfært á eftir að koma í ljós og
hversu mikið tekjutryggingunni
verður beitt til þess að lækka þá
upphæð, sem lífeyrirsþegar með
tekjutryggingu fá. Einnig á eftir
að koma í ljos hversu miklu laun-
þegar, sem eru giftir lífeyrisþega,
fá að halda af launahækkun kjara-
samninganna, vegna tekjutrygg-
ingar makans. Mér þykir líklegt að
þetta loforð geti átt eftir að valda
ríkisstjórninni all verulegum and-
legum þjáningum, eins og Hitler á
sínum tíma að ala gyðing. En út-
færsla á þessu loforði gæti haft
veruleg áhrif í næstu kosningum.
Það hefur verið mikið talað um
það að undanförnu, að nýju skatta-
lögin stuðli að hjónaskilnaði fólks,
sem hafi laun frá 250 þúsund og
upp að 400 þúsund kr.
Þetta sama kerfi veldur því að
lífeyrisþegar og makar þeirra geta
aukið tekjur sínar með því að skilja,
en engum þótt það athugavert, ekki
einu sinni prestum. En betra er fyr-
ir fólk að gæta þess við skilnað, að
eignaskipting sé á hreinu svo erfða-
lögin geti ekki gert, t.d. við andlát,
eftirlifandi aðila eignalausan.
Davíð Oddsson sagði í sjónvarpi
um daginn, að kaupmáttur launa
hafi aukist meira hér en á öðrum
Norðurlöndum. Rétt er að hafa það
í huga, að kaupmáttaraukning seg-
ir lítið um það, hvort hafi meira
vægi í framfærslu launin hér eða á
öðrum Norðurlöndum.
Kannski er rétt að minna alþing-
ismenn á það, að þeir eru kjörnir
af þjóðinni til þess að gæta hags-
muna allra þjóðfélagsþegna, en
ekki sérsaklega þeirra hópa sem
þeir telja sjálfa sig tilheyra, á kostn-
að hinna.
GUÐVARÐURJÓNSSON,
Hamrabergi 5,111 Rvík.
Námskeið á heimsmælikvarða
Frá Ásu Maríu Björnsdóttur:
ÞEGAR námskeiðsflóra Junior
Chamber er skoðuð kemur í ljós fjöl-
breytt úrval námskeiða á öllum svið-
um stafseminnar. í dag starfar hreyf-
ingin fyrir fólk á aldrinum 18 til 40
ára á fimm meginsviðum; einstakl-
ings, stjórnunar, viðskipta, byggðar-
lags og alþjóða samstarfs. Mörg nám-
skeið koma erlendis frá og eru þá
þýdd og aðlöguð íslenskum aðstæð-
um. Nokkur af þekktari námskeiðum
á vegum Junior Chamber eru: Ræða
I, Vegur til velgengni, Skapandi
hugsun, Ræðutækni o.fl.
Fræðsla í framkvæmd
Fræðsla í framkvæmd er kjörorð
sem einnig heyrist oft innan hreyf-
ingarinnar. Þá er átt við að félögum
gefst kostur á að þjálfa þá fræðslu
sem þeir fá á námskeiðum, með
þátttöku í einhveiju af þeim verkefn-
um sem unnin eru hverju sinni. Það
er ekki hægt að kynna námskeiðin
án þess að minnast á leiðbeinendur.
JC hreyfingin hefur yfir að ráða
fyrsta flokks leiðbeinendum sem
öðlast þjálfun með leiðbeinendanám-
skeiðum og námskeiðum þar sem
þeir geta öðlast alþjóðleg leiðbein-
endaréttindi.
Þjálfun með þátttöku
Sem félagi gefst þér kostur á að
þjálfa þig og efla sem einstakling og
fá grunnþjálfum með þátttöku á
námskeiðum. Þessi þjálfun skilar sér
í auknum atvinnutækifærum fyrir þig
og velgengni í starfi. Nú hefur JC
hreyfíngin enn aukið umsvif sín og
stofnað nýtt svið; svið viðskipta.
Viðskiptatengd námskeið
Markmiðið með sviði viðskipta er
að efla innlend viðskiptatengsl og
auka innbyrðis viðskipti meðal fé-
laga í hreyfingunni. Á það einnig
við um alþjóðleg viðskipti seinna
meir. Einnig standa til boða við-
skiptatengd námskið, má þar nefna
„Sótt um nýtt starf“ og einnig er
verið að vinna verkefni sem lýtur
að gagnasöfnun fyrir stofnun at-
vinnufyrirtækis. Það verkefni er
framlag JC hreyfíngarinnar í átt til
bættra atvinnumöguleika og til að
auðvelda fólki vinnuna við undirbún-
ing fyrir ný fyrirtæki. En hér hefur
einungis verið stiklað á stóru.
Hvernig get ég tekið þátt?
Kynningarfundir og námskeið eru
haldnir reglulega fyrir þá sem áhuga
hafa á að kynna sér starfsemi hreyf-
ingarinnar og eru þeir þá auglýstir
í íjölmiðlum. Ef þú hefur metnað
og löngun til að auka samskipta-
hæfni þína, þá eigum við samleið.
ÁSA MARÍA BJöRNSDÓTTIR,
framkvæmdastjóri viðskiptasviðs
Junor Chamber íslands.
r
~\
FATMOX
2
Verð fiákr. 5.495 • Stærðir 36-45 • Reimaðir, renndir og t-bandaskór í herrastærðum
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
SÍMI 551 8519
Toppskórinn
VELTUSUNDI • IK6ÓLFST0GI • SÍMI: 21212
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN