Morgunblaðið - 10.05.1997, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVIK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
LAUGARÍ)AGUR 10. MAÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
ASÍ og VSÍ óska eftir að afgreiðslu lífeyrisfrumvarps verði frestað til hausts
Telja unnt að ná víðtækri
sátt um aukinn sveigjanleika
FORSVARSMENN ASI og VSI óskuðu eftir því
við ríkisstjórnina í gær að afgreiðslu frumvarps
um starfsemi lífeyrissjóða yrði frestað til hausts
svo ráðrúm gæfist í sumar til að vinna að út-
færslu á ákveðnum breytingum á frumvarpinu í
samstarfí efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis, aðila vinnumarkaðarins og annarra
hagsmunaaðila og jafnframt að kynna málið.
ASÍ og VSÍ telja eftir viðræður undanfarna daga
að mögulegt sé að ná víðtækri sátt um aukinn
sveigjanleika í kerfínu fyrir almennu lífeyris-
sjóðina og séreignarsjóði.
Fulltrúar ASI og VSÍ hafa á seinustu dögum
kynnt hugmyndir um að í stað þess að lágmarks-
viðmiðun fyrir samtryggingu lífeyrisréttinda
verði ákveðin krónutala á mánuði verði miðað við
svokallaða lágmarkstryggingavemd. Forsvars-
menn samtakanna áttu fund með forsætis-, ut-
anríkis- og fjármálaráðherra vegna málsins í
gær. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis held-
ur umfjöllun sinni um frumvarpið áfram á mánu-
dag.
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
VSÍ, segir að fulltrúar ASÍ, VSÍ og lífeyrissjóða
og forsvarsmenn úr séreignarumhverfinu hafi
ræðst við undanfarna daga og séu þeirrar skoð-
unar að unnt sé að fínna lausn á málinu. Til að
svo megi verða þurfi þó tryggingafræðilegar at-
huganir að fara fram og kynna þurfí þau sjónar-
mið sem nú eru uppi og afla þeim stuðnings.
Ríkisstjórnin svarar eftir helgi
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir
að undanfarið hafi verið unnið að breytingu á
frumvarpinu og víðtækt samkomulag náðst um
breytingartillögur sem efnahags- og viðskipta-
nefnd hafi nú til umfjöllunar. „Það er að sjálf-
sögðu fagnaðarefni að ASÍ og VSÍ skuli vilja
opna fyrir meiri sveigjanleika fyrir einstaklinga
í lífeyrismálum og vilji taka þátt í því að móta
slíkar reglur. Þeir sögðust í samtali við okkur
ráðherrana í morgun hins vegar þurfa tíma til
þess annars vegar að kanna tryggingafræðileg-
an grundvöll breytingartillagnanna og hins veg-
ar að kynna tillögurnar í baklandinu hjá sér. Osk-
uðu þeir þess vegna eftir fresti í málinu, þannig
að það yrði skoðað í sumar og tekið aftur upp í
haust og afgreitt fyrir áramót. Við munum að
sjálfsögðu skoða þá ósk og ég geri ráð fyrir að
henni verði svarað eftir helgi,“ segir Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra.
Enn grundvallarágreiningur
um aðildarákvæðið
Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðu-
sambandsins, segir að eftir viðræður seinustu
daga séu aðilar vinnumarkaðarins þeirrar skoð-
unar að skynsamlegast sé að vinna að málinu í
sumar í samvinnu þingnefndar og þeirra aðila
sem eigi hagsmuna að gæta, þannig að hægt
verði að ná sátt um málið. Ari segir að þrátt fyr-
ir þetta sé enn grundvallarágreiningur um 2.
grein frumvarpsins, sem fjallar um aðild að líf-
eyrissjóðum, því að með þeim tillögum sé ver-
ið að ráðast á tilverurétt stéttarfélaga. „For-
sendan fyrir því að hægt sé að ná sátt um sam-
hengið á milli einkaspamaðar og sameiginlegs
sparnaðar er að tillögunum um aðild í 2. grein
verði breytt," segir Ari.
Sátta-
fundur á
ísafirði
SÁTTAFUNDUR hefúr verið boð-
aður í dag á Isafirði í deilu Alþýðu-
sambands Vestfjarða og vinnuveit-
enda en engar viðræður hafa farið
fram á síðustu tíu dögum.
Geir Gunnarsson vararíkissátta-
semjari fór til ísafjarðar í gær en
hann mun stjórna sáttaumleitunum
og kanna hvort grundvöllur sé fyr-
ir því að koma viðræðunum í gang.
Ekkert áþreifanlegt hefur þó kom-
ið fram á seinustu dögum sem gefur
sérstakt tilefni til að ætla að deilan
muni leysast á næstunni, að sögn
Þóris Einarssonar ríkissáttasemj-
ara.
Stjórnir Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og Verkamannafélags-
ins Hlífar hafa samþykkt að félags-
menn þeirra megi hvorki ganga í
störf verkfallsmanna á Vestfjörðum
né vinna við afgreiðslu skipa sem að
öðrum kosti hefðu landað á Vest-
fjörðum. Samtök vinnuveitenda
telja aðgerðirnar ólögmætar.
■ Verkfallsvarsla/6
Menntamála-
nefnd Alþingis
Háskóla-
frumvarpi
frestað
MENNTAMÁLANEFND Al-
þingis samþykkti á fundi sín-
um í gær að fresta frekari um-
fjöllun um frumvarp til laga
um háskóla. Málið verður tek-
ið upp að nýju á hausti kom-
anda og segir Sigríður Anna
Þórðardóttir, formaður nefnd-
arinnar, að samkomulag sé
innan hennar um að afgreiða
málið fyrir áramót.
Frumvarpið miðar að því að
sett verði rammalöggjöf um
menntastofnanir sem veita
æðri menntun. Þessir skólar
hafa sent menntamálanefnd
umsagnir sínar um frumvarp-
ið. Skólarnir eru sammála um
nauðsyn rammalöggjafar en
benda á að skammur tími hafi
gefist til að fara jafnítarlega
yfir frumvarpið og nauðsyn
krefji.
■ Háskóli íslands/32
Breskir kafarar kafa niður að flaki skelfiskbátsins Æsu IS
Morgunblaðið/Ásdís
KAFARARNIR Graham Murr og Alan House eru rúma klukkustund frá botni að yfirborði sjávar. Sex kafarar, tveir og tveir í senn, skiptast á um
að kafa niður á 80 metra dýpi. Líftaugin bláa og rauða flytur loft, heitt vatn, símasamband, mynd og ljós.
Uggeyingar
á skátaþingi
„ÍBÚAR Uggeyjar", átta ára
bekkur úr ísaksskóla undir
stjórn Herdísar Egilsdóttur
kennara, komu fram við setn-
ingu norræns skátaþings, sem
hófst á Hótel Loftleiðum í gær.
Uggeyingar hafa stofnað eigið
lýðveldi og sungu þjóðsöng sinn
á esperantó, klæddir þjóðbún-
ingi Uggeyjar. Lýðveldisstofn-
uninni er ætlað að búa unga
fólkið undir að verða nýtir
borgarar í alvöruþjóðfélagi.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Tíu ferðir farnar
niður á hafsbotn
KAFARAR, sem fóru niður að skel-
fiskbátnum Æsu IS, sem fórst í
Arnarfirði í fyrrasumar, hafa fest
taug í bátinn. Tilgangur köfunarinn-
ar er að finna lík tveggja skipverja
sem fórust með Æsu og að grafast
fyrir um orsakir þess að báturinn
sökk, að sögn Kristins Ingólfssonai’
verkeftiisstjóra og fulltrúa Siglinga-
stofnunar.
Kafai’amir eru sex og skiptast
fjórir á að kafa niður að botni, tveir
og tveir í einu, tvær ferðir á dag.
Fyrsta ferðin var farin á uppstign-
ingardag og festu þeir þá taug í
skipið. Tveir þeirra fóru aðra ferð af
tíu fyrirhuguðum niður að botni í
gærmorgun. Athuguðu þeir um sex
feimetra rými í vistarverum bátsins.
í fyrstu ferð sinni í gærmorgun
losuðu kafaramir olíutunnu sem var
til trafala við athugunina og jafn-
framt bjarghring sem aldrei kom
upp á yfirborðið.
Kafað verður niður að flakinu
snemma í dag og athugun haldið
áfram á vistarverum bátsverja. Æsa
liggur á 80 m dýpi.
■ Kafað/4