Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRUMKVÖÐLARNIR í
heilsugæslu á íslandi
framan af öldinni voru
margir aðsópsmiklir
menn enda full þörf á
því, fáfræði og hindur-
vitni héldu þjóðinni í ij'ötrum ásamt
sleni fátæktarinnar. Fleiri andans
menn börðust fyrir auknu hreinlæti
og mannasiðum; Halldór Laxness
hvatti menn til að hætta að hrækja
í sífellu og var auk þess eindregið á
móti lúsinni. Samfélagið var lítið og
einangrað, þegar stórir fiskar bylta
sér í lítilli tjörn ganga boðaföllin oft
hátt. Svo var um manninn sem lagði
öðrum fremur grundvöll að nútíma-
legu starfi Rannsóknastofu Háskól-
ans, Níels P. Dungal, sem fæddist
fyrir réttri öld og lést 1965.
Dungal var nánast þjóðsagnaper-
sóna í lifanda lífi og oft umdeildur
þrátt fyrir einstakan dugnað og afrek
í heilbrigðismálum og rannsóknum.
Hann hafði áhuga á fjölmörgum
málefnum eins og tíðkaðist um
menntamenn fyrr á tímum og lá ekki
á skoðunum sínum.
„Stundum missti hann marks og
þá var nú heldur betur tekið eftir
því,“ sagði einn viðmælenda blaða-
manns. „En hann hafði ótrúlega oft
rétt fyrir sér. Hann var kennari af
Guðs náð, með mikla frásagnargáfu og var
húmoristi en gat verið ónotalegur þegar hon-
um fannst stúdent ekki leggja sig fram eða
spyija heimskulega."
Andstaða Níelsar við gömul hindurvitni var
rótgróin og sagði hann trúarbrögð vera fá-
fræði af sama meiði. Frægt var rit hans,
Blekking og þekking, árið 1947, þar sem hann
gagnrýndi kirkjuna, taldi hana hafa staðið
þekkingu fyrir þrifum. „Þar hætti hann sér út
á hálan ís. Séra Sigurbjörn Einarsson, síðar
biskup, reif þetta allt í sundur hjá Níels. Hann
var ekki á heimavelli í guðfræðinni en hefði
haft auðveldan sigur ef læknisfræðin hefði
verið á dagskrá,“ sagði einn af heimildarmönn-
um_ blaðamanns.
Ahugamálin voru mörg, eitt þeirra var
ræktun á suðrænum orkideum eða brönugrös-
um og ritaði Níels um þau efni í erlend rit.
Hann var heimsmaður í allri framgöngu og
naut kvenhylli, var þrígiftur. Jónas Hallgríms-
son, núverandi forstöðumaður Rannsóknastof-
unnar, sem var nemandi og síðar samstarfs-
maður Níelsar, minnist þess að eitt sinn hafi
Níels haldið sér og eiginkonu sinni veisiu á
heimili sínu að Suðurgötu. Er prófessorinn tók
á móti gestunum fengu konurnar allar orkideu
í barminn! Níels var einnig tónlistarmaður, lék
allvel á píanó.
Hann var ágætur tungumálamaður og átti
samskipti við fólk víða um heiminn, ekki síst
lækna og aðra vísindamenn. Einnig sótti hann
mikið ráðstefnur erlendis, flutti þar fyrirlestra
og ritaði greinar í tímarit. Ungverskur lækn-
ir, sem Jónas Hallgrímsson kynntist, minntist
þess að hafa heyrt Níels ræða um hugsanleg
tengsl reykinga og lungnakrabbameins í fyrir-
lestri í Búdapest þegar árið 1948.
Síðar kannaði Níels m.a. mataræði Islend-
inga og taldi líklegt að magakrabbi gæti átt
rætur í óhóflegri neyslu á reyktum og söltuð-
um mat. Ljóst þykir nú að orsakirnar séu
flóknari en talið er að slíkt mataræði geti
verið ein af orsökunum og rannsóknir Níelsar
vöktu á sínum tíma heimsathygli. Skrif hans
ollu einnig umróti hér enda menn hrifnir af
sínu jólahangikjöti og vildu ógjarnan fórna
því á altari heilsuguðsins.
Hikandi skref
Fyrstu skref rannsóknastofu fyrir lækna-
deild Háskóla íslands voru stigin 1917 og var
það Stefán Jónsson læknir sem sá um rekstur-
inn. Skilningur ráðamanna var svo lítill að Stef-
án gafst upp 1923, tók þá Guðmundur Thorodds-
en læknir stofuna að sér til bráðabirgða. Háskól-
inn brá nú á það ráð að fá Níels, sem hafði
lokið embættisprófí 1921, til að fara utan og
læra meina- og
sýklafræði. Stundaði
hann nám í þessum
fræðum í Austurríki
og Danmörku en
kom heim 1926 og
var þá búið að end-
umýja húsnæðið
undir starfíð í Kirkju-
stræti 12, við hliðina
á Alþingishúsinu.
Níels bjó við
þrengsli og lítinn
tækjakost fyrstu
árin og gat t.d. ekki
stundað krufningar
sem voru og eru enn
að talsverðu leyti
undirstaða læknis-
fræðirannsókna en
hann ræktaði sýkla
og rannsakaði vefi.
Árið 1930 urðu um-
skipti er Þjóðveijar
gáfu í tilefni Alþingishátíðarinnar ný
og fullkomin tæki á stofuna. Landsp-
ítalinn tók til starfa 1930 og fékk
Níels aðstöðu til krufninga í þvotta-
húsi spítalans um hríð.
Mönnum hljóp kapp í kinn vegna
þýsku gjafarinnar og Níels var dug-
legur áróðursmaður fyrir fátæklega
stofnun sína, myndi líklega vera
nefndur „lobbyisti" upp á ensku núna.
Alþingi lagði, þrátt fyrir kreppuna,
fram nokkurt fé til að byggja nýtt
hús við Barónsstíg og þangað flutti
Rannsóknastofan 1934.
Krufningar urðu nú eitt af mikil-
vægustu verkefnum Níelsar, um hríð
var nær þriðji hver látinn íslendingur
krufinn en þörfin fyrir krufningar
hefur minnkað á síðari árum vegna
nýrrar skoðunar- og greiningartækni.
Tekin voru veíjasýni sem geymd eru
í Dungalssafni og eru þau ómetanleg
heimild um heilsufar þjóðarinnar.
Framlag Níelsar í baráttunni við
hvers kyns útbreidda og lífshættulega
smitsjúkdóma verður seint ofmetið.
Taugaveiki og matsala
Eitt sinn komst hann að því að
kona er rak vinsælt matsöluhús var
smituð af taugaveiki án þess að vera
sjálf veik. Tókst honum að fá hana
til að draga úr hættunni á smiti með
því að deila ekki salerni með viðskiptavinun-
um. Einnig barðist hann hart gegn mannskæð-
um sjúkdómum á borð við barnaveiki, kíg-
hósta, mislinga og eftir föngum við „Hvíta
dauðann", berkla. Fólk kom með börnin sín
og lét Níels þau hósta í skál þar sem hann
kom fyrir æti og kannaði síðan með ræktun
hvort barnaveikisýkill væri í slíminu.
Níels gerði einnig ofnæmisprófanir á fjöl-
mörgum ísiendingum og muna margir eftir
siíkum heimsóknum. Enn er sprauta sem hann
notaði við þessar prófanir varðveitt.
Að einhveiju leyti var húsið við Barónsstíg
fjármagnað með lánum en einnig hafði stofan
tekjur af bóluefni og lyfjum sem Níels hafði
fundið upp gegn bráðapest og fleiri búfjársjúk-
dómum. Frægt var „Dungalslyf" gegn ormum
í sauðfé sem dugði vel en var sterkt og þurfti
því að nota með varúð.
Tilraunadýrin voru í kjallaranum á Baróns-
stígnum og síðar á neðri hæð í húsi Blóðbank-
ans. Prófessorinn notaði kindur þegar hann
gerði tilraunir með lyf gegn þurramæði og
votamæði og var því heilnæm sveitalykt í
húsinu. Með Níels starfaði síðar dr. Björn Sig-
urðsson er síðar hlaut frægð víða um heim
fyrir rannsóknir sínar á hæggengum veiru-
sjúkdómum í búfé. Þegar rannsóknastöðin á
Keldum undir forystu Björns tók til starfa
1948 varð miðstöð búfjárrannsókna þar en
grunninn hafði Níels lagt.
„Hefði notið sín vel hjá stórþjóð“
Níels lét hvorki einangrun né smæð þjóðar-
innar hefta sig, hann las mikið og fylgdist
vel með því sem var að gerast erlendis. Hann
var „meira eða minna sjálfmenntaður eins og
allir læknar verða með tímanum" segir Jónas
Hallgrímsson sem minnir á að sérfræðimennt-
un Níelsar hafi verið stutt á okkar mælikvarða.
Það hafi verið einkenni á Níelsi að hann
vildi miðla almenningi þekkingu sinni. Hann
var sískrifandi greinar, ritstýrði Fréttabréfi
um heilbrigðismál og hvatti til forvarna. „Hon-
um tókst afar vel að útfæra þekkingu sem
hann aflaði sér þannig að hún nýttist á Is-
landi," segir Jónas. „Hann hefði notið sín vel
hjá stórþjóð með nóg fé milli handanna. En
stundum er nú sagt að betra sé að vera stór
fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn!“
Níels var rektor Háskólans 1936-1939, eitt
sinn neitaði hann þáverandi menntamálaráð-
herra, Haraldi Guðmundssyni, um orðið á fundi
og vildi þannig mótmæla ótilhlýðilegum afskipt-
um ráðhen'a af innri málum skólans! Níels sat
í Læknaráði og var heiðursfélagi í samtökum
bandarískra meinafræðinga, var einn af frum-
kvöðlum Krabbameinsfélaganna á íslandi og eru
leitarstöðvar þeirra
hans hugmynd. Sjálfur
hætti hann að reykja
er grunsemdir jukust
um að reykingar gætu
valdið krabbameini.
Annað dæmi um fram-
tak hans var Blóð-
bankinn sem stofnaður
var 1953.
Sporin eftir ákafa-
menn á borð við Níels
Dungal liggja víða í
samfélaginu, margt af
því sem hann átti
frumkvæði að finnst
okkur nú sjálfsagðir
hlutir. Arfur hans sýn-
ir hvað afreksmenn
gátu stundum komið
miklu í verk með eigin
dugnaði og fortölum
þótt efni þjóðarinnar
væru lítil.
NÍELS P. Dungal prófessor les krufningarskýrslu inn á gamaldags segulband, diktafón, myndin
tekin um 1960. Níels var fæddur á Isafirði, sonur Páls Halldórssonar skipstjóra og síðar skólastjóra
Stýrimannaskólans, og eiginkonu hans, Þuríðar Níelsdóttur frá Grímsstöðum á Mýrum. Níels var
forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans frá 1926 til dauðadags árið 1965.
Stór fisknr í
lítilli Ijörii
Níels P. Dungal veitti Rannsóknastofu Háskólans for-
stöðu í nær 40 ár, naut alþjóðlegrar viðurkenningar sem
vísindamaður og var einn af helstu forvígismönnum
bættrar heilbrigðisþjónustu á Islandi. Krislján Jónsson
kynnti sér feril Níelsar sem var litríkur og umdeildur
og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi.
HÚSIÐ við Kirlqustræti 12 þar sem Níels Dungal hóf störf 1926, síðar var húsið
nefnt Líkn eftir samtökum sem þar höfðu aðsetur.
Konan í skugganum
ATHYGLIN beindist ávallt að verkum Níelsar Dung-
als á Rannsóknastofunni enda ljóst að hann var frum-
kvöðullinn að starfinu. Honum til aðstoðar var frá
upphafi náfrænka hans, Guðný Guðnadóttir frá Vals-
hamri á Mýrum. Stundum er hún sögð vera fyrsti ís-
lenski meinatæknirinn en starfsheiti hennar var rann-
sóknakona, síðar rannsóknarmaður.
Guðný þótti vel greind og var veraldarvön á þeirra
tíma vísu, hafði dvalist um árabil í Bandarikjunum,
einnig á Italíu og í fleiri Miðjarðarhafslöndum. Hún
var ekki með neina langskólamenntun er hún hóf að
vinna með Níels en reyndist honum einstakur liðsmað-
ur og varð einkum fær í að nota smásjá.
Guðný var þrem árum eldri en Níels. Hún þótti
aldrei sýna læknum, sem voru fyrr á árum nánast
hjáguðir almennings, mikla undirgefni. Oft mun hún
hafa gagnrýnt frænda sinn harkalega, bæði voru skap-
mikil og ráðrík. Sagt er að Guðný, sem var dugleg og afar vand-
virk en sérlunduð, hafi haft góða kímnigáfu en aldrei
talað neina tæpitungu og annaðhvort líkað vel við
fólk eða illa, þar fannst ekkert millistig. Stundum
mun hún hafa verið svo hranaleg við læknanema að
þeir hafi hrökklast út og ekki þorað að nema þau
fræði sem kennd voru á staðnum og voru hluti af
námi þeirra.
Árið 1934 flutti Rannsóknastofan í nýtt húsnæði við
Barónsstíg og þeir Kári Siguijónsson og Guðmundur
J. Kristjánsson, sem enn er á lífi, tóku við störfum
rannsóknarmanna hjá Dungal. Veturinn 1934-1935
stundaði Guðný nám í blóðmeinafræði og meinafræði
við Bispebjerg Hospital í Kaupmannahöfn og hóf að
því búnu störf á Landspítalanum. Hún varð síðar for-
stöðukona Rannsóknadeildar Landspítalans er hún var
formlega stofnuð. Þar vann hún fram undir andlátið
1967 og minnast margir enn þessarar svipmiklu konu.
Guðný giftist aldrei og á ekki afkomendur.
I
i
I
I
I
I
>
>
i
l
i
í
»
h