Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Jakkar • kr. 6.900. Buxur • kr. 4.900. Stutterma- silkiblússur kr. 4.900. Silkitoppar • kr. 2.900. Buxnadragtir kr. 14.900. Dagtiskur • kr. 6.900. Hverfisgötu 5Ó, sími 551 5222 ___i Æ i mimmÆm AUGLÝSING FRÁ UMSJÓNARFÉLAGI EINHVERFRA Umsjónarfélag einhverfra vekur athygli á útvarpsþætti á Rás 1, sunnudaginn 15. júní. í þættinum 50 mínútur verður fjallað um einhverfu og stöðu einhverfra á Islandi. Þátturinn er eftir fréttir kl. 16.00. Hvetjum við almenning að leggja við hlustir og fræðast í leiðinni um þessa fötlun. UMSJÓNARFÉLAG EINHVERFRA Laugavegi 89, sími 5111 Kringlunni, sími 553 1717 HETTUPEVSUR 4.900 3. CRUW 3.900 2.900 CARCO BUXUR 6.900 3.900 SKÓR 5.900 2.900 PÓLÓBOLIR 4.900 2. LÁTTU SJÁ t>IO! - kjarni málsins! „Riverdance“ slær í gegn ÞRÁTT FYRIR skiptar skoðanir á Söngvakeppni Evrópu hefur hún reynst ýmsum tónlistar- mönnum ágætis stökkpallur. Þar má t.a.m. nefna sænsku sveitina ABBA og kanadísku söngkonuna Celine Dion. Hins vegar er sjald- gæfara að skemmtiatriði sem flutt eru í söngvakeppninni nái að slá í gegn eins og Árdansinn, „Riverdance“-sýningin, gerði í Dublin árið 1994. Sem gestgjafar keppninnar þurftu Irar að sjá um skemmtiat- riði á meðan beðið var eftir að stigagjöf hæfist og fyrir valinu varð sjö mínútna atriði sem byggðist á írskri danshefð með írska þjóðlagatónlist sem undir- spil. Atriðið féll heldur betur í góð- an jarðveg hjá áhorfendum, sem risu úr sætum til að hylla dans- flokkinn. Nokkur töf varð á að stigagjöf gæti hafist. írar sigr- uðu síðan keppnina með laginu „Rock and Roll Kids“, en það náði ekki að komast á topp írska vinsældalistans eins og búist hafði verið við. Ástæðan var sú að sigurlagið féll í skugga Árdansatriðisins. Lagið sem spilað var undir, „Ri- verdance Theme Song“, sat á toppnum næstu 18 vikurnar og féll ekki af listanum fyrr en einu ári seinna. Geislaplata með lög- um sýningarinnar náði gullsölu í Bandarikjunum og hlaut hin víðfrægu Grammy-verðlaun í ár. I kjölfar þessara góðu undir- tekta var ákveðið að setja upp heila sýningu og voru fengnir listamenn víðs vegar að úr heim- inum, jafnt spænskir flamenco- dansarar sem dansarar frá Moskvubaliettinum og írskir steppdansarar. Sett var saman 90 mínútna sýning með tæplega 80 listamönnum. Sem búast mátti við sló hún rækilega í gegn og til að anna eftirspum var ákveðið að setja saman annan hóp sem sæi um að skemmta í Ástralíu og Kanada, en upphaflegi hópurinn er stað- settur í New York, þar sem sýnt er fyrir fullu húsi hvert sýningar- kvöld. Ráðgert er að þriðji hópur- inn hefji starfsemi á næstunni, en hann myndi koma fram víðsvegar um Evrópu. Þeir tveir sem nú starfa em bókaðir út árið og fengu fyrir skömmu milljónastagestinn. í október var sýningin tekin upp á myndband í Radio Music Hall og vinsældir þess urðu gríð- arlegar. Engin myndbandsspóla hefur fyrr eða síðar selst jafn hratt á Bretlandseyjum og síðan hún kom út hefur hún verið ofar- lega á vinsældarlistum. Nýlega kom spólan út hér á landi og nú kemur í ljós hvort hún nær við- lika vinsældum hjá Islendingum. SUNNUDAGSIVIYIMDIR SJOIMVARPSSTOÐVAIMIMA Sjónvarpið ►22.35 Bresk stjóm- mál eru í brennidepli sjónvarps- rnyndarinnar Átakalaus barátta (Absenœ of War), þar vinur okkar John Thaw (Morse, Kavanagh) leik- ur leiðtoga Verkamannaflokksins sem reynir að blása lífi í kosninga- baráttu flokksins. Tekst honum jafn vel og Tony Blair? Vandaður leik- stjóri, Richard Eyre og góður hand- ritshöfundur og leikskáld, David Hare standa að þessari forvitnilegu mynd. Stöð 2 ►20.50 Flóttinn (The Chase, 1966) er ekki „kúreka- mynd“ eins og segir í dagskrár- kynningu heldur saga um sam- skipti fanga á flótta (Robert Red- ford) við fólkið í heimabæ sínum og einkum lögreglustjórann á staðnum (Marlon Brando). Myndin er allt of löng (135 mín) en það er töluverður dramatískur þungi í henni á köflum og leikhópurinn er þéttur. Leikstjórinnn Arthur Penn lenti í hörku átökum við handrits- John Thaw leikur leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi í sjónvarpsmyndinni Absence of War. höfundinn Lillian Hellman og Sam þess merki. Spieleg framleiðanda á meðan tök- ★ ★ ‘4 urstóðu yfirogþykirmyndinbera Arni Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.