Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
iU«nrgimMa%tfr
BREF
TIL BLAÐSINS
Grettir
Ljóska
YES, MA'AM^OUR FIR5T
YEAR IN KINPER6ARTEN
HA5 GONE BY FA5T..
Já, kennari, fyrsta árið okkar
í leikskólanum hefur liðið
r 5uppo5e you'll BE AU)AY
ALL 5UMMER,U)0N'T YOU?
-------^------------
Ég geri ráð fyrir því að þú
verðir í burtu í allt sumar,
Er til númer sem við getum
hringt í og náð i þig?
fljótt...
er það ekki?
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
Listaverk klippt
í tvennt
Frá Grími M. Steindórssyni:
ÞEIR kalla það list það sem ekk-
ert er en þegja í hel listsköpun sem
höfðar til hjartans og tilfinning-
anna.
Vísindalegt skal það vera, eftir-
öpun og frá fyrirframgefinni línu;
hjóm, spark, og klór: allt á vísinda-
legum grunni og helst sem vit-
lausast. Kuldakast ef eitthvað
höfðar til hjartans. Líkt og farið
er með skyttu með fullkomið vopn,
setur út æti á hjarnið fyrir villt
dýr og bana þeim þegar þau leita
í björgin og eru keikir eftir rétt
eins og þeir hafi unnið merkilegt
afrek. Það vill nú svo til að réttur
minn er jafnmikill og þeirra, sem
þýðir að dýrin ættu að fá að lifa
og gleðja auga mitt og ég ætti að
fá að dásama þrautseigju dýranna
að lifa af á hjarninu þar sem ekki
sér í dökkan díl. Hjarnið blasir við
hvert sem litið er uns örlar á dökk-
um dílum sem boða vorkomuna.
Látum þau vaxa og boða bjarta
tíð, látum oflátungana ekki kaf-
færa umhverfið og blinda okkur
með umíjöllun og stjórnun á menn-
ingu, úthlutun til listamanna í
myndlist sem ekkert geta og hafa
aldrei sýnt neitt er hneyksli. Þess-
ir menn hafa verið staðnir að því
að klippa niður verk annarra.
Skrifa roggnir um hismið, eru með
öðrum orðum 0.
Menntamálaráðherra sem hefur
skoðanir á ýmsu leyfir sér að hafa
engar skoðanir á myndlist. Hanrj
er á gati og þorir ekki að segja
neitt eða hafa áhrif; lætur bara
klíkuna ráða - það er þægilegast
og hættuminnst í stað þess að
munnhöggvast við oflátungana,
það gæti orðið dýrkeypt.
Arið 1992 var efnt til sýningar
til að minnast Ragnars Kjartans-
sonar. Lagði ég þar fram verk í
stærð sem var uppgefin að ætti
að vera þar. Myndin var af Ragn-
ari Kjartanssyni og skipt í tvennt,
þ.e. mynd af R.K. og svo texti um
hann. Var textinn klipptur burt en
hann var helmingurinn af mynd-
inni. Hann var notaður óáreitt af
öðrum og svo að síðustu var mynd-
in gefin og ekki rætt við mig um
neitt. Ráðríkið algjört.
Ragnar Kjartansson var skóla-
bróðir minn í Myndlistarskóla
Reykjavíkur. Ég vann síðar að
stækkun Auðhumlu og beitti þá
aðferð sem ekki hafði verið beitt
áður, það er að nota úrethan til
að létta myndina sem var stór og
hefði orðið afskaplega þung með
gamla laginu.
Ragnar var mikill vinur og
traustur, vildi öllum vel, var skap-
andi og sannur.
Níels Hafstein, sem hér um
ræðir varðandi meðferðina á mynd
minni setti sig yfir aðra á háu plani
en ég þekki engan sem á verk eft-
ir hann eða hampar honum nema
klíkufélagarnir, sem líka ráða út-
hlutun úr listamannasjóði.
GRlMUR M. STEINDÓRSSON,
listamaður.
Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.