Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ í rammaáætlun Flugleiða til ársins 2006 er gert ráð fyrir kaupum á allt að tólf nýjum þotum, hafið verður flug á nýja áfangastaði austan hafs og vestan, Keflavík verður aðaltengiflugvöllur áætlanakerfisins og haldið verður áfram að taka þátt í uppbyggingu ferðaþjón- ustu hérlendis. Gert er ráð fyrir 9% árlegri aukn- ingu í fiutningum og fyrirtækið leggur áherslu á að ná aukinni arðsemi. Jóhannes Tómasson ræddi við Sigurð Helgason og Leif Magnússon í tilefni af þessum áformum og Kristinn Bríem ræddi við Pétur J. Eiríksson. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða Inn í næstu öld með nýjum þotum o g fleiri áfangastöðum FLUGLEIÐIR kynntu í gær stærsta samning sinn um flugvélakaup til þessa og gerður verður við Boeing verk- smiðjurnar bandarísku. Er um að ræða rammasamning um kaup á allt að 12 þotum til ársins 2006. Má ætla að verðmæti þessa flota sé nálægt 50 milljörðum króna. Þegar hafa verið tímasett kaup fjór- um þotum sem kosta munu 14 til 15 milljarða. Fjármögnun tveggja fyrstu vélanna, sem afhentar verða í janúar 1998 og apríl 1999, hefur verið tryggð með tæpjega sjö millj- arða króna láni. Áfangastöðum verður fjölgað og flug hafið til Minneapolis í Bandarikjunum og Helsinki í Finnlandi næsta vor. Stjóm félagsins samþykkti þessar áætlanir á fundi sínum í liðinni viku. „Framtíðarviðgangur félagsins byggist á þrennu: Keflavíkurflug- velli sem tengiflugvelli, öflugu markaðsstarfí og tengslum við ferðaþjónustuna. Við höfum lagt fram áætlanir fyrir næstu þijú árin og vinnuramma fyrir næstu 10 ár og gert þar ráð fyrir kröftugum vexti,“ segir Sigurður Helgason forstjóri. „Stefna Flugleiða er að fsland verði hornsteinn í rekstrinum með því að byggja upp og þróa íslenska ferðaþjónustu og auka hlut í Norð- ur-Atlantshafsfluginu með því að byggja upp tengiflugvöllinn í Kefla- vík. Þannig má tengja mikilvæga markaði í Evrópu og Ameríku gegn- um Keflavík og við leggjum áherslu á stuttan ferðatíma, mikla tíðni og ætlum bæði að þjóna þeim sem ferð- ast vegna viðskipta og fólki á leið í frí. Með þessu verður betri þjón- usta við íslendinga en unnt væri að veita ef við nytum ekki markað- arins beggja vegna Atlantshafsins. Forstjórinn segir að hlutverk Flugleiða hafí verið skilgreint sem SIGURÐUR Helgason forsljóri Flugleiöo. Morgunblaðið/Jim Smart ferðaþjónustufyrirtæki með hag viðskiptavina að leiðarljósi og legg- ur áherslu á vöxt og arðsemi með því að bjóða verðmæta þjónustu þar sem ísland er hornsteinn. En hvem- ig á að uppfylla þessa skilgreiningu? „Það verður gert með mörgu móti. Við ætlum að vaxa til að ná stærðarhagkvæmni og byggja starfsemina á flugi til, frá og um Island í tengslum við íslenska ferða- þjónustu. Við ætlum að ná vexti bæði til íslands og á markaði yfír hafið til að tryggja betri nýtingu og hærri arðsemi," segir forstjórinn og segir fyrirtækið einnig ætla að taka enn virkari þátt í ferðaþjón- ustu á íslandi meðal annars til að skapa verðmætari þjónustu til sölu á alþjóðamarkaði. Sé litið nokkuð tilbaka má rifja upp að sá samdráttur, sem varð á miðjum níunda áratugnum þegar helmingur farþega í millilandaflugi var í Norður-Atlantshafsflugi, kom illa niður á allri starfsemi Flugleiða. Aukin samkeppni frá öðrum flugfé- lögum og flugvöllum um alla Evrópu dró úr samkeppnishæfni Lúxem- borgar, félagið var ekki lengur eitt um að bjóða lægstu fargjöld milli Bandaríkjanna og Evrópu og flug- flotinn var meðal hinna elstu hjá flugfélögum í Evrópu. Var svo kom- ið síðast á áratugnum að flutningar milli Evrópu og Bandaríkjanna voru skomir niður um helming og áfanga- stöðum vestra fækkað úr fímm í tvo. Jafnframt hófst uppbygging á ný sem Sigurður lýsir svo: „Fyrsta skrefíð var að gera Keflavík að aðaltengivelli, fjölga flugleiðum beggja vegna hafsins og auka ferðatíðni og leggja stóraukna áherslu á ísland sem ferðamanna- land. Jafnframt hófst endurnýjun á flugflota, viðhaldsstöð, hóteli og bílaleigu. Þar var um að ræða 20 milljarða króna fjárfestingu sem nam tvöfaldri veltu fyrirtækisins, aðallega vegna nýju 737-400 og 757-200 vélanna. Þama var tekin ákveðin áhætta en þessar ákvarð- anir reyndust réttar og í framhaldi af þessu tók félagið að rétta úr kútnum. Við höfum að vísu ekki enn náð þeim 5,5% hagnaði sem stefnt var að, höfum verið við 2% markið að viðbættum söluhagnaði flugvéla en sjáum fram á að geta aukið rekstrarhagnaðinn á næstu árum.“ Nýtt fyrirtæki á nýjum markaði Sigurður Helgason segir að fyrir- tækið sé á krossgötum á ný. Tekist hafi að skapa nýtt fyrirtæki á nýjum markaði með nýjum flugflota, við- haldsstöð, ýmsum endurbótum og meiri þátttöku í annarri ferðaþjón- ustu. „Við höfum náð helstu markmið- um varðandi þjónustu við heima- markað, fjölgun ferðamanna og uppbyggingu tengiflugvallarins. Áætlunarstöðum hefur fjölgað um þriðjung frá árinu 1989 eða í 27 og árlega eru ferðirnar frá Kefla- víkurflugvelli nú 4.435 og hafa þær nærri tvöfaldast. Ferðamönnum frá Evrópu hefur ijölgað um 300% á áratug og við bjóðum tengingar yfír Norður-Atlantshaf milli 72 borga í leiðakerfinu í stað 8 fyrir 10 árum. Þá hefur vægi Lúxem- borgar í Norður-Atlantshafsfluginu minnkað úr 93% í innan við 27% og hlutur í heildarflutningum úr 46% í 8,6%.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.