Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 15 JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Regnboginn, Sambíóin Álfabakka, Háskólabíó og Borgarbíó á Akur- eyri sýna vísindatryllinn The Fifth Element, sem er nýjasta mynd franska leikstjór- ans Luc Besson. Með aðalhlutverk í myndinni fara Bruce Willis, Gary Oldman, Ian Holm, Chris Tucker og Milla Jovovich. Hin eilífa barátta THE Fifth Element, eða fimmta náttúruaflið, er dýrasta kvikmynd sem Frakkar hafa ráðist í að gera til þessa en kostnaðurinn við gerð hennar nam sem svarar til 90 milljóna bandaríkjadollara, eða um 6,3 milljarða króna. Leikstjóri myndarinnar er Luc Besson, sem sumir hafa kallað hinn franska Spielberg, en enginn leikaranna í aðalhlutverkunum er þó fransk- ur. Með aðalhlutverkið fer Bruce Willis, en í öðrum helstu hlut- verkum era Gary Oldman, Ian Holm, Chris Tucker og Milla Jovovich. Sögusviðið í myndinni er himingeimurinn og New York á 23. öldinni og leikur Bruce Will- is almúgamann sem falið er að komast yfír hið dularfulla fímmta náttúraafl sem bjargað getur heiminum frá hiríum illu öflum sem Gary Oldman er í forsvari fyrir. Besson segir þetta því vera mynd um hina eilífu baráttu góðs og ills þar sem hetjan fer á kost- um og bjargar öllu saman. Besson sem er 38 ára gamall á nú að baki sjö kvikmyndir, en fyrstu myndina, Le Demier Combat, gerði hann árið 1983. Næsta mynd hans, Subway (1985), aflaði honum heimsfrægð- ar, en með aðalhlutverk í henni fóra Christopher Lambert, Isa- belle Adjani og Jean Reno. Árið 1988 gerði Besson Le Grand Bleu með Jean Reno í aðalhlutverki og sló hún líka rækilega í gegn, og sömu sögu er að segja um næstu mynd hans, Nikita (1990), með Anne Paríllaud í aðalhlutverki, en í henni kom Jean Reno fram í aukahlutverki. Atlantis, sem Bes- son gerði 1992, var af öðru sauða- húsi og náði ekki miklum vin- sældum, en ári síðar gerði hann Léon með Jean Reno, Gary Old- man og Natalie Portman í aðal- hlutverkum og enn á ný sló Bes- son í gegn. Fimmta náttúruaflið er svo sjöunda mynd hans og var hún framsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Cannes nú í vor. Aðdragandann að myndinni má rekja til skáldsögu sem Besson byrjaði að skrifa þegar hann var 16 ára gamall, en hugmyndin að því að gera kvikmynd eftir sög- unni kviknaði ekki fyrr en löngu seinna. Besson segir að hann hafí viljað gera mynd sem væri hrein- ræktað skemmtiefni og tilvalið tækifæri fyrir áhorfendur til að takast á hendur ferðalag og hverfa á brott frá raunveruleik- anum, en viljinn til þess sé í raun- inni forsenda þess að geta notið myndarinnar til fullnustu. Gary Oldman hefur áður leikið í mynd undir leikstjórn Luc Bes- son, en hann lék snarraglaðan lögreglumann í Léon árið 1994. Oldman er fæddur í fátækra- hverfí í Suður-London 21. mars 1958, en á unglingsáranum þegar hann afgreiddi í íþróttavöraversl- un smitaðist hann af leiklistar- GARY Oldman leikur holdgerving hins illa í The Fifth Element. LUC Besson leikstjóri The Fifth Element. bakteríunni. Að loknu námi fékk hann fljótlega margvísleg hlut- verk í leikritum og árið 1985 var hann valinn besti leikarinn það árið. Fyrsta kvikmyndahlutverk- ið var í Syd and Nancy þar sem hann lék pönkarann Syd Vieious úr Sex Pistols, en Oldman hefur gjaman leikið sögufrægar per- sónm-. Meðal þeirra era leikrita- skáldið Joe Orton í myndinni Pick Up Your Ears, Lee Harvey Oswald í JFK og Ludwig Van Beethoven í Immortal Beloved. Ian Holm á að baki langan og farsælan feril sem leikari, en hann lék í sinni fyrstu kvikmynd, The Fixer, árið 1969. Hann er margverðlaunaður leikari í heimalandi sínu Bretlandi, en hann var tilnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Chariots of Fire árið 1981. Hann hefur leikið í fjölda sjónvarps- mynda og kvikmynda, en meðal þeirra era Dance with a Stranger (1985), Henry V (1989), Naked Lunch (1991), The Madness of King George (1994) og Franken- stein (1994), en skemmst er að minnast hans úr sælkeramynd- inni The Big Night sem sýnd hef- ur verið í Sambíóunum. Fimmta náttúraaflið er fimmta myndin sem Chris Tucker leikur í en síðast sást hann á hvíta tjald- inu í Dead Presidents sem gerð var 1995. Hin rússneskættaða Milla Jovovich fluttist með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þegar hún var fimm ára gömul og þar hefur hún unnið sem fyrirsæta og skip- að sér á bekk með þeim fremstu á því sviði. Hún hefur leikið fjórum kvik- myndum og nokkrum vinsælum sjónvarpsþáttum og þá hefur hún gefið út eina hljómplötu. Hasarhetja með metnað MEÐ leik sínum í myndunum Pulp Fiction (1994) og Nobody’s Fool (1995) sýndi Bruce Willis að hann kann ýmislegt fleira fyrir sér en að leika hasarheljur af ýmsu tagi, en hann hefur þó ver- ið hvað iðnastur við að túlka slíkar persónur á hvíta tjaldinu. Það er heldur engin furða því hasarmyndir hans hafa frá árinu 1988 skilað nálægt 200 milljörð- um króna í tekjur og hafa fáir leikið það eftir honum á sama tíma. Hann hefur hins vegar lagt metnað sinn í að takast á við al- varlegri hlutverk, en uppskeran hefur ekki ætíð verið í samræmi við það sem til hefur verið sáð. Bruce Willis er nú 42 ára gam- all og býr hann í smábæ í Idaho- fylki ásamt eiginkonu sinni Demi Moore og þremur börnum þeirra á aldrinum 3-8 ára. Hann fæddist í bandarískri herstöð í Þýska- landi þar sem faðir hans var í herþjónustu, en síðar ólst hann upp í New Jersey þar sem faðir hans starfaði sem rafsuðumaður. Ungur að árum spilaði hann á munnhörpu í ýmsum hljómsveit- um og að loknu menntaskóla- námi flæktist hann úr einu starf- inu í annað. Hann innritaðist þó að lokum í leiklistarnám í Montclair ríkisháskólanum og að því loknu flutti hann til New York í því skyni að reyna að næla sér í hlutverk hjá einhverju af leikhúsum stórborgarinnar. Það tókst fljótlega og næstu árin fékk hann nokkur hlutverk í litl- um leikhúsum, en til að hafa í sig og á starfaði hann jafnframt sem barþjónn auk þess sem hann lék í nokkrum sjónvarpsauglýsing- um. Tækifærið sem skipti sköp- um kom svo árið 1984 þegar Willis bauðst að hlaupa í skarðið fyrir aðalleikarann í leikritinu A Fool for Love eftir Sam Shepard og eftir 100 sýningar var hann valinn úr hópi fjölda umsækj- enda í aðalhlutverk á móti Cybill Shepard í sjónvarpsþáttaröðinni Moonlighting. Hógvær leikstíll hans og næmi fyrir sjálfshæðni gera það að verkum að hann verður þekkt sjónvarpsstjarna á aðeins örfáum vikum. Seinna hreppti hann bæði Emmy og Golden Globe verðlaun fyrir þetta hlutverk sitt, en hann lék í sjónvarpsþáttaröðinni í þrjú ár. Það var leiksljórinn Blake Ed- wards sem bauð Willis fyrsta kvikmyndahlutverkið en það var í myndinni Blind Date árið 1987 þar sem hann lék á móti Kim Basinger. Ári síðar lék hann svo lögreglumanninn John McLane í Die Hard sem John McTiernan leikstýrði og með henni öðlaðist Willis þá heimsfrægð og vinsæld- ir sem ekki hafa verið frá honum teknar. Hann lék í Die Hard 2: Die Harder árið 1990 og þriðju myndinni í seríunni árið 1995, Die Hard With a Vengeance, en auk þess hefur hann leikið í ýmnsum öðrum myndum sem reyndar hafa sumar ekki hlotið náð fyrir augum áhorfenda. En þeir sem afskrifað höfðu kapp- ann sem einhæfa hasarmynda- hetju þurftu margir að endur- meta yfirlýsingar sfnar eftir að Willis fór á kostum í Pulp Fict- ion f Iok ársins 1994 og einnig vegfna frammistöðu hans sama ár í Nobody’s Fool þar sem hann lék á móti Paul Newman. Eftir að hafa leikið í þriðju Die Hard myndinni lék Willis í 12 öpum árið 1995 og sama ár fór hann með hlutverk í Four Rooms sem leikstýrt var af þeim Quentin Tarantino, Alison Anders, Ro- bert Rodrigues og Alexander Rockwell. I fyrra lék hann svo í Last Man Standing sem Walter Hill leikstýrði, en hún kolféll hins vegar. Meðal mynda sem væntanlegar eru með Bruce Willis er endurgerð myndarinn- ar The Day of the Jackal, mynd sem byggist á sjónvarpsþáttun- um Combat! og fjórða Die Hard myndin, en á næsta ári er ráð- gert að frumsýna alls sex mynd- ir með kappanum. Auk þess að sinna leiklistinni og rekstri Planet Hollywood veitingahúsakeðjunnar, sem Willis á með þeim Arnold Schwarzenegger og Sylvester Stallone, er hann ennþá virkur tónlistarmaður og hefur hann gefið út tvær hljómplötur. Auk þess hefur hann af og til troðið upp á tónleikum með öðrum listamönnum og kom hann meðal annars fram á tónleikum með Tinu Turner í London í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.