Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýútskrifaðir iðnnemar taka virkan þátt í hátíðahöldunum 17. júní Iðnmenntun sýnd sú virðing sem henni ber SÚ NÝBREYTNI verður nú á annars hefðbundnum hátíða- höldum í Reykjavík á þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní, að nýútskrif- aðir iðnnemar ásamt nýstúdent- um munu leggja blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu og að styttu hans á Austurvelli. Að sögn Steinunnar V. Óskarsdótt- ur, formanns þjóðhátíðarnefnd- ar Reykjavíkurborgar, er þessi breyting hugsuð sem liður í því að sýna iðnmenntun þá virðingu sem henni ber, en þrátt fyrir fögur orð ráðamanna á hátíðar- stundum um gildi iðnmenntunar viUi það oft gleymast þegar til kastanna kemur. Bjarki Már Magnússon tré- smiður lagði fram tillögu á þingi Iðnnemasambands íslands 1995 þess efnis að iðnnemar fengju hlutdeild í hátíðahöldunum 17. júní. Borgaryfirvöld tóku vel í þá tillögu og á síðastliðnu ári lögðu tveir iðnnemar blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og tveir nýstúdentar lögðu blóm- sveig að styttunni. Bjarki átti nýlega viðræður við forseta íslands og formann þjóðhátíðarnefndar og varð það að samkomulagi að nú yrði skrefið stigið til fulls, þannig að nýútskrifaður iðnnemi og stúdent myndu framvegis standa samhliða á báðum stöð- um. Uppreisn æru fyrir iðnmenntun í landinu Áratuga hefð er fyrir því að nýstúdentar frá Menntaskólan- um í Reykjavík taki þátt í þess- ari athöfn og nær hún að sögn Steinunnar allt aftur til þess tíma er Lærði skólinn var eina menntastofnunin í landinu. „Oft er það þannig með hefðir að þær dagar uppi og enginn hugsar út í af hveiju þær eru tilkomnar,“ segir hún. Bjarki kveðst afar ánægður með að hugmyndin sé að verða að veruleika og telur það ákveðna uppreisn æru fyrir iðn- menntun í landinu, sem hingað til hafi verið álitin hálfgerð und- irmálsstærð i menntakerfinu. „Þetta eru mjög skýr skilaboð og með þessu má í caun segja að verknámi sé lyft á hærri stall,“ segir hann. : ' Morgunblaðið/Jim Smart BJARKI Már Magnússon segir að verknámi sé lyft á hærri stall með virkri þátttöku iðnnema í hátíðahöldunum 17. júní, þar sem nýútskrifaður iðnnemi mun ásamt nýstúdent leggja blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. SÉRBLAÐIÐ Ferðalög - sum- arfrí á íslandi fylgir Morgun- blaðinu í dag. Sérblaðið er 32 bls. og kemur í stað ferðablaðs- ins sem venjulega er á sunnu- dögum í blaðinu. Blaðinu var dreift á Akureyri með blaðinu í gær. Meðal efnis eru greinar og viðtöl um fuglaskoðun og plöntusöfnun á ferðalögum, sagt er frá nýstárlegum mögu- leikum innan ferðaþjónustunnar eins og að fara á hreindýraveið- ar, í ísklifur og björgunarleið- angra. í opnunni er stórt ís- landskort sem sýnir nokkur dæmi um skemmtun sem stend- ur ferðamönnum til boða um land allt. Snyrtilegur snúruþjófur HÚN greip í tómt, húsmóðirin í Vestmannaeyjum, sem gekk út í garð í gærmorgun og ætlaði að taka inn þvott af snúrunni, sem hún hafði hengt út kvöldið áður. Ekkert var eftir nema eitt handklæði. Hún hugðist láta lögregluna vita en gekk þó fyrst hring um nágrenn- ið til að grennslast fyrir um þvott- inn. Ekki bar sú leit árangur, en þegar hún kom aftur heim, sá hún hvar þvotturinn lá á loki öskutunn- unnar við hús hennar, snyrtilega samanbrotinn, að sögn lögreglu. Hverfandi líkur á að Spassky og Fischer komi EINAR S. Einarsson, fyrrv. forseti Skáksambands íslands, segir ýmsa annmarka á því að þeir Borís Spassky og Bobby Fischer komi hingað til lands í haust á afmæl- ishátíð í tilefni af því að 25 ár eru liðin frá heimsmeistaraeinvíginu í skák í Reykjavík. Einar hefur fyrir hönd Skáksambandsins kannað möguleikana á því að fá þá Spas- sky og Fischer hingað til lands og hefur hann m.a. verið í sambandi við Spassky þess vegna. Hann seg- ir að í ljós hafi komið að hverfandi líkur séu á því að af komu þeirra hingað geti orðið. Einar segir að ástæðan sé fyrst og fremst sú að Fischer sé útlægur úr heimalandi sínu, Bandaríkjun- um, vegna brots á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna í Svartfjalla- landi þegar hann tefldi einvígi við Spassky þar haustið 1992. Haft var eftir Spassky í Morgunblaðinu í gær að af því gæti orðið að Fisch- er kæmi hingað ef honum yrðu greiddir að lágmarki 40 þúsund Bandaríkjadalir. Borís Spassky Bobby Fischer „Við eru ekki útbærir á neina peninga handa honum, en ef hann vildi heiðra okkur íslendinga með hingaðkomu sinni þá væri það hið besta mál. Hann er hins vegar landflótta og á ekki afturkvæmt til Bandaríkjanna. Ef hann fer þangað eða til annars NATO-lands á hann yfir höfði sér einnar milljón dollara sekt og margra ára fang- elsi og það yrði krafist framsals á honum. Það eru því vissir ann- markar á þessu öllu saman,“ sagði Einar. Fótbrotnaði á bifhjóli UNGUR maður fótbrotnaði við Háafoss í Þjórsárdal um tvöleytið aðfaranótt laugardags þegar hann varð fyrir því óhappi að þungt bif- hjói sem hann var á féll ofan á hann. Hann var á ferð ásamt fimm félögum sínum á bifhjólum þegar óhappið varð. Sjúkrabíll frá Sel- fossi, sem sendur var til að sækja manninn, komst ekki alla leið vegna ófærðar og var björgunar- sveitin Sigurgeir í Gnúpveijahreppi þá kölluð út til að flytja hann til móts við sjúkrabílinn. Maðurinn var fluttur á Sjúkrahús Suðuriands á Selfossi til skoðunar og þaðan var hann sendur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem hann átti að gangast undir aðgerð um hádegið í gær. Að sögn Frið- riks Sigurbergssonar, vakthafandi læknis á slysadeild, var fótbrotið slæmt en engir aðrir áverkar. Fyrsta búnað- arþingskosn- ing í áratugi Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. KOSIÐ var til Búnaðarþings í Eyja- firði á föstudag í fyrsta skipti í ára- tugi. Tveir listar voru í kjöri, K-listi sem er skipaður núverandi búnaðar- þingsfulltrúa, Pétri Ó. Helgasyni, og fyrrverandi formanni Stéttarsam- bands bænda, Hauki Halldórssyni, og M-listi sem er nýtt framboð, en þar voru í fyrsta og öðru sæti Þórð- ur Þórðarson og Benedikt Hjaltason. K-listinn fékk 125 atkvæði eða 77,6% og tvo menn kjöma, M-listi hlaut 31 atkvæði eða 19,3% og eng- an mann kjörinn. 5 seðlar voru auð- ir eða ógildir. Á kjörskrá voru 318 og kaus 161. Kjörsókn var því 50,6%. -----» ♦ ♦ Vatnsúði en ekki reykur SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út að húsi við Bakkagerði um hádegisbilið í gær, þar sem grannar í næstu götu höfðu gert viðvart um reyk. Þegar nánar var að gáð reynd- ist þó ekki um reyk að ræða, heldur vatnsúða, þar sem verið var að þvo húsið að utan. -----»-♦.♦---- Ólympíuleikarnir í eðlisfræði 500 manns frá 58 löndum ÁKVEÐIÐ hefur verið að Ólympíu- leikarnir í eðlisfræði verði haldnir hér á landi á næsta ári og er gert ráð fyrir að um 500 manns frá 58 löndum komi hingað til lands af því tilefni. Að sögn Þorsteins I. Sigfús- sonar prófessors og formanns fram- kvæmdastjórnar leikanna, er áætl- aður kostnaður við þá um 40 millj- ónir króna. ■ Mikil lyftistöng/8 Inn í næstu öld á nýjum þotum ►Flugleiðir kynntu í gær risa- samning við Boeing-verksmiðjum- ar og einnig tvo nýja áfangastaði, Helsinki og Minneapolis í Banda- ríkjunum /10 Valdarán í Afrlku ►Blóðug valdarán virðast daglegt brauð í Afríku en svo er ekki því hefurtalsvert áunnist í álfunni. /15 Hvenær drepur maður mann ►Eini íslenski læknirinn sem nú starfar við réttarlæknisfræði er Gunnlaugur Geirsson prófessor. /21 Valkyrjur í veitingarekstri ►í Viðskiptum/Atvinnulífi er rætt Helgu Bjamadóttur og Kristbjörgu Kristinsdóttur sem keypt hafa Hard Rock Café og Sprengisand. /24 B ► l-20 Ógestrisnir sóttir heim ►Skúmurinn er sannkallaður kon- ungur sandanna. Hann er alhliða og stórtækur ræningi, drepur fugla sem era stærri en hann sjálfur og hrekur jafnvel hin mestu karl- menni á flótta. /1&18-19 Varnarbarátta Valgerðar ►Krabbamein er ótrúlega aigengt í ætt Valgerðar Jónsdóttur Braun. Amma hennar, ömmusystur, móð- ursystir og móðir eru látnar úr krabbameini ogg núna, aðeins 37 ára, er Valgerður nýkomin úr erf- iðri lyfjameðferð og uppskurði við brjóstakrabbameini. /4 Lifl frillulíf ►Á þjóðveldistímanum hét sam- búð tveggja ógiftra einstaklinga frillulífi en hórdómur ef giftir menn höfðu frillur. Ungur sagn- fræðingur Auður G. Magnúsdóttir, er að ljúka doktorsritgerð í Gauta- borgum frillulífi á 12. og 13. öld. /10 BÍLAR_____________ ► 1-4 íslenskt handverk ►Breyttur 15 manna Econoline 350 hefur bæst í hópbílaflota landsmanna. /2 Reynsluakstur ►Mjúkur og öflugur Audi A6. /4 FERÐALÖG ► 1-32 Kynjaheimur fugla ►Fuglaskoðun er skemmtileg á ferðalögum. /2 Á hreindýraveiðum ►Nýjasta veiðisport ferðamanns- ins/22 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42 Leiðari 28 Skák 42 Helgispjall 28 Fólk í fréttum 44 Reykjavíkurbréf 28 Bíó/dans 46 Skoðun 30 Utv./sjónv. 50,54 Minningar 32 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Gárur 6b Bréf til blaðsins 40 Mannlifsstr. 6b ídag 42 Dægurtónl. 12b Brids 42 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.