Morgunblaðið - 15.06.1997, Side 32
32 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
FINNUR
- BENEDIKTSSON
Finnur Bene-
diktsson var
fæddur í Innri-
Fagradal í Saur-
bæjarhreppi 21.
maí 1921. Hann lést
á Landspítalanum
5. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðrún
Ingimundardóttir,
f. 14. apríl 1894 í
Bæ í Króksfirði, d.
30. október 1924,
og Benedikt Finns-
son, f. 15. ágúst
1885 i Kálfanesi við
Hólmavík, d. 4. mars 1961. Þau
hjónin bjuggu lengst af sínum
búskap á Hólmavík. Systkini
Finns voru þrjú: 1) Arndís Stef-
anía, f. 31. október 1919, d. 3.
april 1994, hennar maki sr.
Andrés Ólafsson, prófastur á
Hólmavík, f. 22. ágúst 1921.
Þau áttu tvo syni og þijú barna-
börn. 2) Ingimundur Sigurkarl,
f. 1. júlí 1922, d. 13. febr. 1989,
ógiftur og barnlaus. 3) Guðrún,
f. 8. október 1924, maki Þórar-
inn Ólafsson Reykdal, f. 28.
mars 1919, d. 13. ágúst 1993.
Þau áttu þijú börn og þijú
barnabörn.
Finnur kvæntist 25. desem-
Öll getum við átt von á því að
fá af því fréttir að einhver sam-
ferðamaðurinn sé látinn. Það er
gangur lífsins að eftir því sem árin
líða kveðja þeir sem áður settu svip
sinn á mannlífið og umhverfi líð-
'andi stundar. Að sjálfsögðu snertir
það hvern einstakan misjafnlega
eftir því hve viðkomandi hefur stað-
ið honum nærri. Stórt skarð hefur
verið höggvið í mína stóru fjöl-
skyldu með stuttu millibili, við and-
lát Magnúsar bróður, sem lést 31.
maí sl., og svo við andlát mágs
míns Finns Benediktssonar sem lést
þann 5. þ.m. eftir langa og stranga
baráttu við illvígan sjúkdóm sem
að lokum lagði hann að velli. Ég
hafði gert mér vonir um að tekist
hefði að vinna bug á veikindum
hans seint á síðasta ári og voru
læknar bjartsýnir á svo væri, en
síðar kom í ljós að svo var ekki.
Finnur ólst upp í foreldrahúsum
rará Hólmavík og að loknu barnaskóla-
námi og námi í Héraðsskólanum á
Laugarvatni hóf hann störf hjá
Kaupfélagi Steingrímsíjarðar árið
1942. Þar starfaði hann til ársins
1961 þegar að hann flutti með fjöl-
skyldu sinni til Reykjavíkur. Hann
starfaði um tíma hjá Heklu hf., en
síðla árs 1962 hóf hann störf hjá
Sambandi ísl. samvinnuféjaga, í
sjávarafurðadeild og síðar í Islensk-
um sjávarafurðum hf. Hann starf-
aði þar óslitið þar til hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir 1991.
Finnur var ákaflega traustur og
góður starfsmaður. Rækti hann
störf sín af einstakri alúð og sam-
viskusemi og var sérstaklega til
^fcþess tekið hversu nákvæmur og
reglusamur hann var í öllum sínum
störfum. Hann var einkar vel látinn
ber 1954 Ólöfu Þ.
Jóhannsdóttur, ljós-
móður frá Borgar-
firði eystra, f. 26.
september 1922.
Hennar dóttir er
Þórhildur Hinriks-
dóttir sem er gift
Þórði Sigurjóns-
syni, flugstjóra, og
eru þau búsett í
Luxemborg. Börn
þeirra eru; Sigur-
jón, Óiöf Dís, Finn-
ur Dór og Harpa
Rún.
Að loknu bama-
skólanámi fór Finnur í Héraðs-
skólann á Laugarvatni og var
þar við nám 1938-1940. Hann
var starfsmaður Kaupfélags
Steingrímsfjarðar á Hólmavík
frá árinu 1942 og þar til hann
fluttist til Reykjavíkur 1961.
Starfaði um tíma hjá Heklu
hf., en hóf síðan störf hjá Sam-
bandi ísl. samvinnufélaga í sjáv-
arafurðadeild 1962 og siðan hjá
Islenskum sjávarafurðum h.f.
þar til hann lét af störfum ald-
urs vegua árið 1991.
Útför Finns fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 16. júní, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
af samstarfsmönnum sínum og naut
þar mikils trausts og vináttu jafnt
yfirmanna sinna sem annarra sam-
starfsmanna.
Finnur kom inn í fjölskyldu mína
árið 1954 þegar að hann giftist
Ólöfu systur minni. Þau bjuggu
fyrstu búskaparár sín á Hólmavík
þar sem Ólöf var ljósmóðir en flutt-
ust til Reykjavíkur árið 1961. Ólöf
átti eina dóttur, Þórhildi Hinriks-
dóttur og reyndist Finnur henni sem
góður faðir og svo síðar þegar Þór-
hildur giftist hefur hann reynst
börnunum hennar fjórum eins góð-
ur afi og hægt er að hugsa sér og
var einskis látið ófreistað til þess
að gera þeim til hæfis.
Við fyrstu kynni kom í ljós hvern
mann Finnur hafði að geyma. Hann
var einstaklega háttvís maður í allri
framkomu og hlýr í viðmóti. Góð-
vild, umhyggja og trygglyndi voru
ríkir þættir í skapferli Finns. Hvar
sem hann fór gat ekki fram hjá
neinum farið að ljúfmennska hans
og fáguð framkoma settu svip sinn
á næsta umhverfi hans. Hann hafði
sterka réttlætiskennd og þoldi illa
ójöfnuð og yfirgang. Gestrisni hans
var engu lík. Það var ekki verið að
skammta smátt af hveiju sem var
tekið, hver diskur skyldi vera kúfað-
ur og hver bikar barmafullur.
Finnur var mjög góður söngmað-
ur hafði hreina og sterka bassarödd
sem þó var mild. Hann hafði mikla
ánægju af söng og tók þátt í kór-
söng um margra ára skeið, en sér-
staklega er mér minnisstæður söng-
ur hans í góðra vina hópi. Fjölskyld-
an okkar er mjög söngvin og féll
Finnur þar af leiðandi vel inn í
þann hóp og þau voru mörg kvöld-
in og jafnvel næturnar sem sungið
OLIÞOR OLAFSSON
+ ÓIi Þór Ólafsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 30.
mars 1942. Hann
lést á heimili sínu á
Selfossi 2. júní síð-
'astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Selfosskirkju 7.
júní.
Kveðja frá syst-
urdætrum
Elsku Hofdís, Ólafur,
j|» Ámi Gunnar, afí,
mamma og Jónína.
Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg-
inni. Guð blessi ykkur
og varðveiti.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftamjóð
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitt-
hvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Þórhildur, Jóna
Björg, Sigríður
og Hrefna Valdís.
var saman og þá naut Finnur sín
vel og var oft leiðandi í söngnum
því að hann kunni ógrynni af ljóðum
og lögum. Á slíkum vinafundum
naut hann sín kannski best, því að
í söng ljómaði hann sem sól í heiði.
Þegar að hann er nú horfinn af
sjónarsviðinu erum við öll sem næst
honum stóðum fátækari og söknum
góðs félaga og sérstaks vinar. Hans
verður ætíð minnst sem hins trygga
óg trausta félaga sem gott var að
leita til og frá honum fór enginn
bónleiður til búðar. Hafí hann að
leiðalokum heila þökk fyrir órofa
vináttu.
Ég og fjölskylda mín vottum öll-
um ástvinum Finns samúð og biðj-
um góðan guð að styrkja Ólöfu
systur í þeim harmi sem að henni
er kveðinn.
Jón Þór Jóhannsson.
Mér þótti mjög vænt um uppá-
haldsafa minn. Hann var alltaf svo
góður við mig. Þegar ég kom að
heimsækja hann tók hann á móti
mér eins og ég væri komin á fimm
stjörnu hótel. Ég átti örugglega
besta afa í heimi. Ég man alltaf
eftir því þegar ég var lítil og sat á
hnjánum hans og við horfðum sam-
an á sjónvarpið eða þegar hann
náði í mig alla leið á Laugarvatn,
bara út af því að ég var með heim-
þrá. Ég var alltaf með heimþrá
nema þegar ég var hjá pabba,
mömmu eða afa og ömmu í Ljós-
heimum. Ég fór líka oft með afa í
húsdýragarðinn og hann, besti afi
í heimi, bauð mér upp á ís.
Harpa Rún.
Á morgun, mánudaginn 16. júní,
verður til moldar borinn móðurbróð-
ir minn kær, Finnur Benediktsson.
í tilefni þess rita ég hér nú fáeinar
línur.
Finnur var góðum gáfum gædd-
ur, stór og myndarlegur maður með
stórt hjarta, maður sem með réttu
má kalla góðmenni og höfðingja.
Hann og kona hans, Ólöf Jóhanns-
dóttir, voru vissulega höfðingjar
heim að sækja enda vinimir marg-
ir. í hópi aðstandenda var rætt um
það eftir andlátið að líklega hefði
Finni þótt alverst af öllu ef hann
hefði komist í þá aðstöðu að fá
gesti, en að veitingarnar yrðu ekki
nægar. Við systursynir hans grín-
umst stundum með það, þegar ein-
hver skenkir okkur helst til ríflega,
að hafa eftir orðfæri Finns, sem
við heyrðum svo oft: „0, þú hefur
gott af þessu, kallinn minn.“
í nokkur misseri hafði Finnur háð
hetjulega baráttu við erfiðan sjúk-
dóm, baráttu sem lauk hinn 5. þessa
mánaðar, en hann var við fulla
andlega heilsu fram í andlátið.
Fáum dögum áður hafði faðir minn,
sem var að fara í ferð til útlanda,
kvatt hann í síma og töluðu þeir
þá saman eins og venjulega, enda
trúlega hvorugan grunað að um
hinstu kveðju væri að ræða.
þegar Finnur er nú allur í þess-
ari jarðvist minnist maður margs.
Drynjandi bassaröddin gleymist
ekki. Hann söng í Kammerkórnum
um skeið, í Strandamannakórnum
og í kvartett áður fyrr. Lífsstarfíð
var við skrifstofustörf alla tíð, fyrst
hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á
Hólmavík, en síðar, eftir að þau
hjónin fluttu suður, hjá sjávaraf-
urðadeild Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga í Reykjavík, við útflutn-
ing fisks á erlenda markaði. Hæfni
hans, góðvild og samviskusemi
gerðu hann að mjög eftirsóttum
starfsmanni.
í áratugi hefur mér verið ljóst að
Finnur var sá klettur sem ávallt
mátti treysta, en það sem mér er
ekki minnst virði, var að fínna að
traustið var gagnkvæmt. Við treyst-
um hvor öðrum fullkomlega og von-
andi hef ég risið undir því mikla
trausti. Honum þótti greinilega vænt
um flesta samferðamenn sina sem
hann umgekkst og ég minnist tals-
máta hans þegar hann var að segja
frá skoðunum annarra eða hvað ein-
hver hefði sagt: „Hann Ásgeir minn
sagði, eða hann Jón minn sagði
að ....“, þetta var allt hans fólk og
vinir og hann virti skoðanir þeirra
á sinn nærfæma hátt.
Að lokum vil ég koma á fram-
færi til Ólafar, Þórhildar, hennar
fólks og annarra skyldmenna, inni-
legustu samúðarkveðjum frá föður
mínum, Andrési Ólafssyni, sem
staddur er erlendis. Einnig vil ég
skila sérstakri kveðju frá bróður-
syni mínum, Sigurði Bjarka Hlyns-
syni, fjögurra ára, en þeir Finnur
gerðu margt skemmtilegt saman
og voru miklir og góðir „leikfélag-
ar“. Þegar þeir hittust var það venja
að kveikt var á litlu kerti. En í síð-
asta sinn sem þeir frændumir hitt-
ust, hafði kertið, sem lýst hafði svo
fallega, brannið alveg niður.
Benedikt Andrésson.
Okkur systkinin langar til að
kveðja hann Finn, móðurbróður
okkar, með fáeinum orðum og
þakka honum samfylgdina. Höfð-
ingsskapur hans, hlýja og góðvild
er það sem fyrst kemur upp í hug-
ann þegar við minnumst þessa góða
frænda og margar ljúfar minning-
ar, sem sækja á hugann á þessari
stundu, vitna um þessa eiginleika
hans.
Náin og sterk tengsl hafa verið
einkennandi fyrir fjölskylduna þrátt
fyrir búsetu í ólíkum landshlutum.
Við voram ung að árum þegar Olla
og Finnur fluttu úr Áfahúsi á
Hólmavík og í Ljósheimana. Alltaf
var mikil tilhlökkun hjá okkur
systkinunum að fara suður til
Reykjavíkur og fá að gista hjá Ollu
og Finni. Móttökurnar sem við
fengum þar era okkur ógleyman-
legar og óhætt er að segja að Ljós-
heimar 6 hafí á bernskuárunum
verið einn af föstu punktunum í
tilveranni.
Æskustöðvarnar við Hólmavík
voru Finni alltaf hugleiknar. Hann
átti mörg spor á Hólmavík og í
Kálfanesi þekkti hann hveija þúfu.
Eftir að Finnur og Olla fluttu suður
komu þau næstum árlega norður
til Hólmavíkur á sumrin og gistu
oft í litla kofanum í Kálfanesi. Við
komu þeirra breyttist Kálfaneskotið
í hlýjan og vinalegan samastað og
var það ekki síst vegna lífsgleðinn-
ar sem þar ríkti.
Síðustu tvö árin átti Finnur við
erfiðan sjúkdóm að stríða en þrátt
fyrir veikindin var umhyggja hans
fyrir öðrum ávallt sú sama. Fjöl-
skyldan hefur misst mikið við frá-
fall Finns en við eram þakklát fyrir
að nú þarf hann ekki að upplifa
frekari þjáningar. Við vitum að vel
hefur verið tekið á móti Finni og
eram þess fullviss að við eigum
eftir að hittast á ný.
Sigrún, Guðrún og
Ólafur Reykdal.
Þegar ég kom aftur til starfa hjá
Sambandinu í Reykjavík árið 1967
eftir nokkuð langa útivist veitti ég
fljótlega athygli nýjum starfsmanni
í Sjávarafurðadeild, sem ekki hafði
verið þar átta áram fyrr. Þetta var
maður á miðjum aldri, hár vexti og
breiður um herðar, en samsvaraði
sér vel. Hann var gæddur djúpri og
fallegri bassarödd, sem var svo sterk
að maður hafði á tilfínningunni að
eigandinn gerði sér jafnan far um
að beita henni í hófi. Ég komst fljótt
að raun um að hér var á ferðinni
Finnur Benediktsson, ættaður úr
Strandasýslu og áður starfsmaður
hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á
Hólmavík, en hann hafði komið til
starfa í Sjávarafurðadeild Sam-
bandsins árið 1962. Nú liðu nokkur
ár þannig að við Finnur voram hvor
i sinni deildinni en á þessu varð
breyting þegar ég gerðist fram-
kvæmdastjóri í Sjávarafurðadeild.
Allan starfstíma minn þar, 1975 til
1990, vorum við Finnur samstarfs-
menn og vora kynni mín af honum
öli með þeim hætti að hvergi bar
skugga á.
Finnur hafði þann starfa að sjá
um framleiðslu- og birgðabókhald
Sjávarafurðadeildar en umsjón með
þvi útheimti mikla nákvæmni og
samviskusemi. Framleiðendur skiptu
nokkram tugum og voru dreifðir
vítt og breitt um landið. Síðar kom
til sögunnar framleiðsla á hafi úti
og birgðahald í öðram löndum var
ekki með öllu óþekkt, þó að ekki
væri það algengt. Það var hlutverk
Finns að safna saman upplýsingum
í viku hverri frá öllum þeim aðilum,
sem hér áttu hlut að máli, og fella
saman í vikulega framleiðslu- og
birgðaskýrslu, að teknu tilliti til af-
skipana og flutninga á milli
geymslustöðva á hveijum tíma. í
þessu vandasama starfí var Finnur
rómaður fyrir vönduð vinnubrögð
og góða reglu á hlutunum. Það brást
ekki að framleiðslu- og birgðaskýrsl-
ur hans væra tilbúnar nákvæmlega
á þeim degi vikunnar sem reglur
sögðu til um. Þegar ég lít til baka,
hika ég ekki við að segja að þessar
skýrslur vora lykillinn að góðum
árangri í sölustarfínu. Þær vora að
sjálfsögðu unnar í tölvu og útlit
þeirra var ekki svo mjög frábragðið
því sem nú gerist. Hins vegar vora
tækin til að gera hið samansafnaða
efni tölvutækt mjög frábrugðin þeim
sem nú mundu notuð. Öryggi Finns
við meðferð á þessum tækjum, sem
vora að sjálfsögðu verkfæri síns
tíma, var undravert þegar til þess
er litið að hann var kominn á miðjan
aldur þegar hann hóf að sinna þessu
verkefni.
Finnur Benediktsson var ljúfur
maður í allri umgengni og þvi eink-
ar vel látinn af öllum sem við hann
áttu dagleg samskipti. Hann kunni
vel að gleðjast með glöðum og þeg-
ar komið var saman til mannfagn-
aðar var honum ekkert kærara en
að taka lagið með samstarfsmönn-
um sínum. Við þessi tækifæri naut
hún sín vel, bassaröddin hans djúp
og fögur, og þá heyrðist á að hann
var vanur söngmaður, enda starfaði
hann um árabil í kóram, meðal ann-
ars í Strandamannakómum. Ég veit
að ég mæli fyrir munn allra sem
með honum störfuðu í Sjávarafurða-
deild þegar ég þakka honum sam-
starfið og samverastundimar, bæði
í starfí og utan þess. Víst hefðum
við viljað sjá hann njóta ævikvölds-
ins lengur, en hér sannast hið fom-
kveðna, að enginn má sköpum
renna. Við Inga þökkum hin góðu
kynni um leið og við sendum Olöfu
og fjölskyldunni allri dýpstu samúð-
arkveðjur.
Sigurður Markússon.
Við viljum með fáeinum orðum
minnast góðs vinar, sem kvaddur
verður á morgun. Enn einu sinni
hefur sterkur maður orðið að lúta í
lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi sem
leggur svo marga að velli, krabba-
meininu. Upp í hugann koma minn-
ingar frá þeim mörgu góðu stundum,
sem við höfum átt með þeim hjón-
um, Ólöfu og Finni.
Finnur var hlédrægur að eðlisfari
og vildi lítið láta á sér bera, jafnvel
stundum um of. Hógværðin var hans
aðalsmerki. Hann hafði þó fastar
og ákveðnar skoðanir á flestum
málum og var ráðagóður, þegar til
hans var leitað. Hann var traustur,
áreiðanlegur og samviskusamur í
öllum samskiptum, en gat verið fast-
ur fyrir, ef því var að skipta. Húsfé-
lögin í Ljósheimum 2, 4, og 6 nutu
góðs af þessum hæfileikum hans.
Finnur var góður heim að sækja
og mikill veitandi. Hann var glaður
í góðra vina hópi. Þegar við hitt-
umst í saumaklúbbnum og karlarnir
fengu að vera með, var hann hrókur
alls fagnaðar. Hann var mjög góður
söngmaður með óvenjulega djúpa
og sterka bassarödd og hafði mikið
yndi af söng. Hann hefði vafalaust
náð langt á því sviði, ef hann hefði
lagt sönginn fyrir sig. Jafnvel þótt
hann talaði með venjulegum radd-
styrk, heyrðist hvert orð sem hann
sagði langar leiðir, þótt ekkert
heyrðist til viðmælandans.
Nú að leiðarlokum þökkum við
trausta og góða vináttu. Ólöf hefur
á fáum dögum orðið fyrir þeirri sorg
að missa fyrst bróður sinn og nú
eiginmanninn. Úr ljarlægð sendum
við henni, fjölskyldu þeirra og ætt-
ingjum Finns hlýjar og innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Finns Bene-
diktssonar.
Guðrún og Guttormur.