Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ1997 23 LÖGREGLAN handtekur meintan ræningja. Fylgt er ströngum reglum þegar lífsýni eru tekin og flutt frá vettvangi afbrots eða neyðarmóttöku til rannsóknar hjá réttarlækni. að brýna fyrir fólki meiri virðingu fyrir barninu og rétti þess. Það verður æ algengara að fólk vilji rekja uppruna sinn með DNA- rannsókn, sé einhver vafi um fað- ernið eða það hafi ekki verið gefið upp, móðirin t.d. ekki viljað það. Þetta er mjög skiljanlegt. Við erum að verða meðvitaðri um það hve uppruninn skiptir miklu, vilj- um vita hvaða erfðaefni komu saman þegar við urðum til. Fjórð- ungi bregður til fósturs, sögðu forfeður okkar en ég held að erfð- irnar séu mun afdrifarikari en uppeldi og umhverfi. Við lítum á ýmis réttindi sem sjálfsögð en sjálfur tel ég að réttur allra til að eignast bam sé ekki lengur einhlítur. Mér finnst að bamlaust par eigi ekki endilega sjálfgefinn rétt á fyrirgreiðslu, t.d. með glasafrjóvgun. Þetta er dýrmæt þekking og tækni sem hægt er að nota til góðs og enginn á að stöðva framþróun en við verðum að um- gangast tækninýjungar með ábyrgðartilfinningu. Ekkert fyrirtæki er hægt að reka án þess að þak sé á útgjöld- um, það á líka við um heilbrigði- skerfið. Hvað á að ganga langt í að tryggja rétt allra til að eignast barn með tæknilegri aðstoð, á hann t.d. að vera sjálfsagður þeg- ar um alnæmi, lifrarbólgu eða sannanlega erfðasjúkdóma hjá foreldrum er að ræða? Við vitum að nú eru um 450 manns hér á landi sýkt af lifrarbólgu C, oftast er þetta ungt fólk sem er eða hef- ur verið í vímuefnum og smitast af óhreinum sprautum. Síðar á þetta fólk eftir að verða gríðarlega þungur baggi á heilbrigðiskerfinu sem þegar er ofhlaðið. Eignist móðir með þennan sjúk- dóm barn eru nokkrar líkur á að barnið verði einnig sjúkt. A bam sem ekki er búið að geta engan rétt, má taka hvaða áhættu sem er fyrir hönd þess? Þetta er mál sem varðar framtíð okkar allra og DNA- greiningin gerir enn brýnna að við tökum afstöðu. Réttur bamsins er sterkari en réttur fullorð- ins fólks til að eiga bam. Nú þegar er réttur til að eiganst bam tak- markaður með ýmsum hætti í heiminum, full- komið frelsi til að eignast afkom- endur ríkir ekki. Þetta er takmark- að með lögum í Kína og það veldur þar ýmsum vanda, annars staðar gera slæm kjör fólki erfitt fyrir um bameignir. Mér finnst við verðum að horfast í augu við að þessi rétt- indi em ekki sjálfsögð lengur í heimi þar sem auðlindir em takmarkaðar og fólkinu fjölgar stöðugt. Við verð- um alltaf að velja og hafna.“ Börn eins og leikföng fullorðinna FLUGFELAG ISLANDS Velkomin um borð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.