Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri LR Vill að tónlistarhús rísi við hlið Borgarleikhússins ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur vill að tónlistarhús rísi austan við Borgarleikhúsið, á horni Lista- brautar og Kringlunnar, verði á annað borð ráðist í framkvæmdir af því tagi. Kveðst hún hafa reif- að hugmyndina víða við ágætar undirtektir. „Því fylgja ótvíræðir kostir að byggja tónlistarhús við hliðina á Borgarleikhúsinu — húsin myndu tvímælalaust styðja hvort annað. Það er mjög vont fyrir menningar- stofnanir að standa einangraðar, hvort sem það er á Kringlutorgi, niðri í Laugardal eða uppi í Öskju- hlíð,“ segir Þórhildur. Innangengt milli húsa Þykir henni vel koma til greina að innangengt verði milli hús- anna. „Það gæti orðið mjög hag- kvæmt, þar sem unnt yrði að koma við margskonar samnýt- ingu húsanna, að ekki sé nú talað um þá aðstöðu sem skapast myndi til ráðstefnuhalds í húsunum tveimur." Að áliti Þórhildar munu stjórnvöld missa af gullnu tæki- færi til að gera Kringluna að mikil- vægri verslunar- og menningarmiðstöð í borginni, svo sem í eina tíð hafi verið stefnt að, ef þau gefa þessari hugmynd ekki gaum. „Það er enginn staður í Reykjavík sem fleira fólk sækir heim á degi hverjum en Kringlan og því ekki að gera eitthvað til að gera svæðið að- laðandi og skemmti- legt. Þar er að rísa tölvuháskóli, þar er Verzlunarskóli íslands og fyrirhugað er að byggja göngubrú yfir Listabrautina. Það væri ekki óglæsilegt að sú göngubrú myndi tengjast gangi á milli tónlistarhúss og Borgarleikhúss. Síðan gæti fólk rölt út á Kringlutorg, þar sem allt- af væri eitthvað fyrir alla.“ Að auki bendir Þórhildur á, að á svæðinu sé fullt af börum og kaffihúsum og það yrði ólíkt skemmtilegra fyrir leikhús- og tónleika- gesti að ganga beint inn í borgarlífið í stað þess að hverfa inn í dimma nóttina. „Það að fara í leikhús, á listasöfn og á tónleika er félagsleg athöfn og það er engin tilviljun að fegurstu torg í út- löndum eru yfirleitt torgin fyrir framan óperumar, listasöfnin og fleiri byggingar af þeim toga. Að mínu viti eigum við því að leitast við að styrkja borgarhugmyndina — en ekki flýja hana.“ Kveikjuna að hugmyndinni seg- ir Þórhildur öðru fremur vera skipulagsbreytingarnar sem gerð- ar hafa verið á verslunarhús- næðinu í Kringlunni. „Við það að tengja verslunarmiðstöðvarnar tvær, Kringluna og gömlu Borgar- kringluna, hefur orðið gjörbreyt- ing á lífi á Kringlutorginu. Þegar ég hóf störf í Borgarleikhúsinu í fyrravor var aldrei hræða á ferli þá sjaldan maður þrammaði út í Kringlu. Nú hefur fólk aftur á móti uppgötvað að þarna er hið ánægjulegasta útivistarsvæði, sól- ríkt og skjólríkt. Þetta hefur gör- breytt aðstæðum.“ Kringlutorgið fært Að sögn Þórhildar, sem á sæti í nefnd um skipulagsmál Kringl- unnar, hefur breski arkitektinn sem vinnur að breyttu skipulagi á vegum Kringlunnar verið fylgjandi aukinni menningarstarfsemi á svæðinu. Til að mynda séu uppi áform um að færa Kringlutorgið nær Borgarleikhúsinu í því skyni að skapa aðstöðu fyrir götuleik- hús, tónleika og sitthvað fleira. „Þá hefur arkitektinn verið að spyijast fyrir um það hvaða menn- ingarmannvirki vanti í Reykjavík. Lái manni því hver sem vill að hafa leitt hugann að tónlistarhús- inu.“ 20 íslenskir listamenn sýna á Textílþríæringnum Morgunblaðið/Jim Smart PETER Maté, Martial Nardeau og Peter Tomkins verða á Sum- artónleikum í Stykkishólmi. Sumartón- leikar í Stykkis- hólmskirkju Á SUMARTÓNLEIKUM í Stykkis- hólmskirkju næstkomandi mánu- dagskvöld verða flytjendurnir þrír. Það eru Martial Nardeau, þver- flautuleikari, Peter Tomkins, óbó- leikari, og Peter Maté, píanóleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Á efnisskrá er Pastorale _et Arlequinade, op. 41 eftir Eugen Gossens, Fantasie, op. 79 fyrir þver- flautu og píanó eftir Gabriel Fauré, Sónata fyrir óbó og píanó, op. 166 eftir Camille Saint-Saens, Vals fyr- ir þverflautu og píanó eftir Benjam- in Godard og Konsertínó í F-dúr eftir Johann Wenzel Kalliwoda. ---------» ♦ «---- Sýningu Hildar Waltersdóttur að ljúka SÝNINGU Hildar Waltersdóttur í Gallerí Horninu lýkur 18. júní og er þetta því síðasta sýningarhelgi. Hild- ur sýnir málverk unnin á sl. 12 mánuðum undir áhrifum frá menn- ingu Maasai-ættbálksins. Sýningin er opin alla daga kl. 11-23.30, sérinngangur gallerísins er þó eingöngu opinn milli kl. 14-18 en á öðrum tímum er innangengt um veitingahúsið. NORRÆNU sendiráðin í Bruxelle fengu boð um þátttöku á Þríær- inginn í Tournai í Belgíu sem stendur frá 28. júní til 28. septem- ber nk. Menntamálaráðuneytið fól Textílfélaginu að sjá um hlut ís- lands. Dómnefnd valdi 60 verk á sýninguna eftir 20 listamenn og hönnuði. Hrafnhildur Schram rit- ar texta í sýningarskrá um textíll- ist á íslandi og kynnir nokkra frumkvöðla okkar á því sviði. Á Textílþríæringnum er sýnd textíllist og textílhönnun 10. ára- tugarins frá öllum Norðurlöndun- um í sex byggingum í miðborg Tournai, sem er 100.000 manna Ný hljómplata • ÚT er kominn ný hljómplata með úrvali söngsyrpna 14 fóstbræðra. Syrpurnar voru upphaflega gefnar út á tveimur hljómplötum. Hljóðrit- anirnar voru annars vegar í London árið 1975 að loknu átta ára söng- starfi kórsins til eflingar félags- heimilasjóði Fóstbræðra og hins vegar eftir að félagsheimilið sjálft var vígt árið 1972. Upptökurnar hafa verið endurunnar með nýjustu tækni. í kynningu segir að 14 fóstbræð- ur hafi orðið til er nokkrir kórfélag- borg í frönskumælandi Belgíu. Þetta er þriðji alþjóðlegi textílþrí- æringurinn í Tournai, en sá fyrsti var haldinn 1990 þegar textílverk frá 18 frönskumælandi löndum voru sýnd. Árið 1993 voru það verk frá Austur-Evrópulöndunum og nú eru það Norðurlöndin sem eru aðalverkefni, í fyrsta sinn sameiginlega í Mið-Evrópu með sýningu á þessu sviði. í kynningu segir að á öllum þessum sýningum sé leitast við að sýna það nýjasta og besta sem er að gerast í textíllist og hönnun á hveijum stað og einnig reynt að fá lánuð gömul listvefnaðar- ar úr Karlakór Fóstbræðra voru fengnir til að koma fram í skemmti- þáttum Svavars Gests í Ríkisútvarp- inu veturinn 1963-64. Vakti söngur þeirra þegar hrifningu útvarpshlust- enda og hefur söngur þeirra ómað á öldum ljósvakans æ síðan. Á plötuumslagi segir m.a.: „14 fóstbræður vænta þess, að hljóm- plata þessi megi falla í geð þeim hlustendum, sem gaman hafa af því að rifja upp vinsæl og létt lög, inn- lend sem erlend, gömul og ný, um- fram allt: Að taka sjálfir hressilega undir sönginn!“ 13 lögeru á þessari nýju hljóm- plötu sem Skífan gefur út. teppi sem unnin voru í Tournai, Bruxelle eða Enghien á tólftu til átjándu öld, en eru nú í eigu safna eða einstaklinga víða um lönd. Fyrir nokkru komu hingað til lands dagskrárgerðarmenn frá belgísku sjónvarpsstöðinni no télé í Tournai til töku á efni fyrir sjón- varpsþátt og myndband um nokkra listamenn sem eiga verk á sýningunni. Myndbandið verður til sölu á Þríæringnum ásamt sýn- ingarskrá. Norræna ráðherranefndin, menntamálaráðuneytið, Flugleiðir og SAS styrkja sýninguna. mundssonar I Eden. Jón Ingi Sigur- mundsson sýnir í Eden JÓN Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í Eden, Hvera- gerði, mánudaginn 16. júní kl. 21. Á sýningunni eru 60 olíu-, past- el- og vatnslitamyndir. Myndefnið er víðsvegar að af landinu þó mest af Suðurlandi, m.a. eru nokkrar vatnslitamyndir af kirkjum á Suður- landi. Þetta er 12 einkasýning Jóns Inga og lýkur henni 29. júní. Kvikmyndakvöld í Norræna húsinu SUMARDAGSKRÁ Norræna hússins hefst á kvikmyndakvöldi annað kvöld, mánudag, kl. 19. Sýndar verða tvær kvikmyndir frá Islandi: Island runt, með norsku tali og Portrait of a Glacier, með ensku tali. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Fyrirlestur á Opnu húsi Fyrirlestur í Opnu húsi verður fimmtudaginn 19. júní kl. 20. Kristján Jóhann Jónsson bók- menntafræðingur flallar um ís- lenskar bókmenntir í fortíð og nútíð og mælir hann á norsku. Að loknu stuttu kaffihléi verður sýnd stutt kvikmynd, Island ett levande land, með sænsku tali. Kaffístofa Norræna hússins verður með íslenska sérrétti á boð- stólum á sunnudögum, mánudög- um og fimmtudögum og er kaffí- stofan opin til kl. 22 á fimmtudags- kvöldum. Skólakór Kársness til Kanada SKÓLAKÓR Kársness heldur tónleika í Kópavogskirkju í dag kl. 16. Þar mun kórinn syngja hluta af efnisskrá sinni sem flutt verður á tónleikaferð kórsins um Kanada, en þangað heldur kórinn á mánudag og kemur m.a. fram í Halifax 17. júní og 22. júní á listahátíðinni „Northern Enco- unters" í Toronto. Þar syngur Skólakór Kársness á sérstökum hátíðartónleikum ásamt finnska Tapiola-kórnum, Danska drengjakórnum og Barnakór Torontoborgar. Kórarnir syngja sameiginlega á tónleikunum, m.a. verður frumflutt tónverk eftir finnska tónskáldið Aulis Sallinen, en einnig syngur hver kór fyrir sig. Kórinn heldur líka tónleika á listahátíð í Ottawa og i Montreal auk tvennra skólatón- leika. Stjórnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir og undirleikari Þór- hildur Björnsdóttir. Aðgangur að tónleikunum í dag er ókeypis. MAGNEA GERRIT Tómasdóttir. Schuil. Einsöngs- tónleikar í Gerðar- safni MAGNEA Tómasdóttir sópran- söngkona verður með tónleika í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni, á morgun, mánudag kl. 20.30. Undirleikari er Gerrit Schuil. Magnea hefur komið víða fram, m.a. hélt hún tónleika hér heima í apríl 1995, söng Sieben Friihe Lieder eftir Alban Berg með Trinity Symphony Orchestra 1994 og einsöngshlutverkið í 2. sinfóníu Mahlers með sömu hljómsveit 1995. Þá hefur Magnea sungið aðalhlutverk í óperum eins og Four Saints In Three Acts eftir Virgil Thomson, II Combattimento di Trancredi e Clorinda eftir Monteverdi og Töfraflautu Mozarts. Nú nýlega hefur Magnea feng- ið tveggja ára samning við óperu- stúdíóið í Köln í Þýskalandi þar sem hún mun syngja Donna Eiv- ira í Don Giovanni á næsta ári, segir í kynningu. Operu- og bal- lettstjórar funduðu í Skaftafelli ÞAÐ kom í hlut íslensku óper- unnar í ár að halda árlegan fund óperu-og ballettstjóra á Norður- löndum. Fundurinn var haldinn í Skaftafelli dagana 6.-9. júní og voru þátttakendur um 30, sem þykir mjög góð þátttaka, segir í kynningu. Síðan segir: „Fundar- staðurinn þykir hafa haft mikið aðdráttarafl, en í Skaftafelli kynntust óperu- og ballettstjórar ýmsum gerðum íslensks veður- fars og nutu stórbrotinnar nátt- úrufegurðar staðarins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.