Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 9 Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Göngubrýr á Þórsmerkurleið Hvolsvelli. Morgunblaðið. ÚTIVIST og Ferðafélag íslands hafa nú reist tvær myndarlegar göngubrýr á leiðinni inn í Þórs- mörk, yfir Steinholtsá og Jökul- lónið. Auðveldar þetta göngu- og hjólreiðafólki mjög að ferðast í Mörkina en þessar ár hafa löng- um verið erfiðar og hættulegar yfirferðar og hafa skálaverðir oft haft miklar áhyggjur af fólki sem farið hefur fótgangandi yfir þær. Félagar SVFR veiða fritt í Þingvallavatni STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavík- ur hefur samið við Þingvallanefnd um ókeypis veiðileyfi fyrir félaga sína í landi þjóðgarðsins, en þar eru nokkrir af bestu veiðistöðunum í Þingvallavatni. Samningurinn er í því fólginn að SVFR kaupir veiði- kort til handa félagsmönnum sínum. Félagið greiðir fyrir kortin og af- hendir þau þeim skuldlausum félags- mönnum sem áhuga hafa á því að nýta sér leyfin án þess að endur- gjald komi fyrir. „Félagið keypti takmarkaðan fjölda af skírteinum og biðjum við félagsmenn sem áhuga hafa á því að ná sér í slíkt að hafa samband við skrifstofuna og skrá sig á lista. Við sjáum til hver ásóknin verður og úthlutum skírteinum í tengslum við það,“ segir Bergur Steingríms- son, framkvæmdastjóri SVFR. Undirbúningur fyrir Veiðidag fjöl- skyldunnar stendur nú sem hæst, en hann verður haldinn næstkom- andi sunnudag, 22. júní. Það eru Landssamband stangaveiðifélaga og Ferðaþjónusta bænda sem standa fyrir uppákomunni og verður al- menningi leyft að veiða endurgjalds- laust í fjölmörgum ám og vötnum. Líflegt á silungaslóðum Annars hefur veiði verið nokkuð góð á köflum í Þingvallavatni að undanförnu þótt rysjótt veður hafi þar komið við sögu eins og annars staðar. Hafa ýmsir fengið góðan afla og bleikjan verið á bilinu 1 til 3 pund. Ymsar flugur eru vinsælast- ar, en Peacock og Killer eru oft nefndar, vel lakkaðar og fremur stórar. Einnig hefur frést að einn og einn urriði hafi fallið í valinn, engir risar, en a.m.k. tveir 5 punda fiskar. Veiði gengur á stundum vel á Hrauni í Olfusá og hafa menn feng- ið allt að 30 birtinga í törn, allt að 5 punda, en mest 2-3 punda. Sá sem mest veiddi fékk allan aflann á nýj- an spón, „Killer Spinner", að sögn Ingólfs í Vesturröst. Þá hafa menn verið að gera góða túra í Þorleifslæk neðan Grímslækjarbæjana og bæði dregið vænar bleikjur og regnboga- silunga. Spurnir hafa einnig borist af góðri veiði í Hítarvatni. Styrkur til Veiðimálastofnunar Trésmiðja Snorra Hjaltasonar hefur afhent Veiðimálastofnun styrk til rannsóknar á hvimleiðum þörungi sem fest hefur rætur í mörgum lax- veiðiám á Vesturlandi síðustu sum- ur. Þörungurinn hefur breiðst hratt út og er talið að hann geti verið líf- ríki ánna hættulegur þegar til lengri tíma er litið. Þörungurinn hefur fengið vinnuheitið vatnaflóki og skír- skotar nafnið til útlits hans. Styrkur- inn nam 250 þúsund krónum. Loks er hér veiðitala úr Brenn- unni sem opnaði síðustu helgi. Þar veiddust skjótt þrír 7-10 punda lax- ar og veiðimenn misstu að auki miklu stærri fiska. Eitthvað hefur veiðst síðan en skilyrði þar hafa verið góð. Fyrir ávexti í öllum stærðum abecita Z. Jtsn/'SSZ /Z7-? Ný sending af sumarfatnaði Þar sem vandlátir versla smáskór ■ - && sérverslun með barnaskó í Mikið úrval af skóm Dúndur tilboð af eldri gerðum af skóm. Leður • st. 26-35 Erum í bláu húsi við Fákafen Verð frá 2.790 Brúðhjón Allur borðbiínaður Glæsilcg gjafavard Brúðarlijóna listar ýytvyyVvXvvV VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Fyrrum sveitarstjóri ákærður fyrir um- boðssvik og fjárdrátt GEFIN hefur verið út ákæra á hendur fyrrverandi sveitarstjóra Reykhólahrepps, Bjarna P. Magn- ússyni, fyrir umboðssvik í opinberu starfi, fjárdrátt í opinberu starfi og brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Ákæran er í þremur liðum. í þeim fyrsta er Bjarna gefið að sök að hafa brotið gegn ákvæðum al- mennra hegningarlaga þegar hann veðsetti fasteign hreppsins, Til- raunastöðina á Reykhólum, í júlí 1992 til tryggingar láni að fjárhæð 2 millj. kr., sem félag undir stjórn og í eigu Bjarna og fleiri, tók hjá Byggðastofnun. I öðrum lið ákærunnar er Bjarna gefíð að sök að hafa dreg- ið sér yfir 5,7 millj. kr. af fjármun- um Reykhólahrepps í desember 1993 með því að taka til eigin nota andvirði tveggja lána Bygg- ingarsjóðs verkamanna til sveitar- sjóðs skv. veðskuldabréfum sem Bjarni gaf út til byggingarsjóðsins í nafni hreppsins. Bréfin voru bæði tryggð með 1. veðrétti í íbúð í eigu hreppsins. Bréfin gaf Bjarni út án heimildar eða vitundar hreppsnefndar og leyndi hann fjár- tökunni m.a. með því að vanrækja skráningu skuldarinnar í bókhaldi sveitarsjóðs. Bjarna er jafnframt gefið að sök að hafa dregið sér lífeyrissjóðsið- gjöld af launum sínum og eigin- konu sinnar, að fjárhæð rúmlega ein milljón króna, vegna áranna 1991-1994 og jafnframt bakað Reykhólahreppi ábyrgð á iðgjöld- unum. í þriðja hluta ákærunnar er Bjarna gefið að sök að hafa ekki haldið eftir af launum sínum hjá hreppnum fyrir tímabilið júlí til desember 1994 staðgreiðslu opin- berra gjalda, samtals 618.630 krónur, og að hafa hvorki staðið innheimtumanni ríkissjóðs lögboð- in skil á þeim né skilagreinum um þau. Loks er Bjarna gefið að sök að hafa dregið sér hin skilaskyldu opinberu gjöld, 618.630 kr., með því að eignfæra þann 31. desem- ber 1994 á viðskiptareikning sinn hjá hreppnum heildarlaun sín, kr. 1.812.932, á tímabilinu og hag- nýta sér þar með hin opinberu gjöld til lækkunar eigin viðskipta- skuld og þá jafnframt bakað hreppnum ábyrgð á gjöldunum. Ákæruatriðin sem tilgreind eru í þriðja lið ákæruskjalsins teljast brot gegn lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og almennum hegningarlögum. Ríkissaksóknari krefst þess að Bjarni verði dæmd- ur til refsingar. Gunnar Herbertsson læknir Hef opnað lækningastofu í Lækningu, Lágmúla 5. Tímapantanir frá kl. 9-16 í síma 533 3131. Sérgrein: Kvensjúkdómar. Geymið auglýsinguna Dúnhreinsun útflutningsmiðlun • Nýjar vélar - ný hönnun - aukin afköst - bætt gæði • Þjálfað starfsfólk (5) - hröð vinnsla • Engin mismunum, smáir sem stórir aðilar fá sömu kjör • Sterkur erlendur kaupandi, hratt uppgjör • Samkeppnisfær kjör á hverjum tíma Athugið: Vinnslan aðeins rekin yfir sumarið. Gæðakröfur gerðar til hráefnis. Jón Sveinsson, Miðhúsum, Reykhólasveit, 380 Króksfjarðarnes. Símar: 434 7721 og 588 9924.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.