Morgunblaðið - 15.06.1997, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 9
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Göngubrýr á Þórsmerkurleið
Hvolsvelli. Morgunblaðið.
ÚTIVIST og Ferðafélag íslands
hafa nú reist tvær myndarlegar
göngubrýr á leiðinni inn í Þórs-
mörk, yfir Steinholtsá og Jökul-
lónið. Auðveldar þetta göngu- og
hjólreiðafólki mjög að ferðast í
Mörkina en þessar ár hafa löng-
um verið erfiðar og hættulegar
yfirferðar og hafa skálaverðir
oft haft miklar áhyggjur af fólki
sem farið hefur fótgangandi yfir
þær.
Félagar SVFR veiða
fritt í Þingvallavatni
STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavík-
ur hefur samið við Þingvallanefnd
um ókeypis veiðileyfi fyrir félaga
sína í landi þjóðgarðsins, en þar eru
nokkrir af bestu veiðistöðunum í
Þingvallavatni. Samningurinn er í
því fólginn að SVFR kaupir veiði-
kort til handa félagsmönnum sínum.
Félagið greiðir fyrir kortin og af-
hendir þau þeim skuldlausum félags-
mönnum sem áhuga hafa á því að
nýta sér leyfin án þess að endur-
gjald komi fyrir.
„Félagið keypti takmarkaðan
fjölda af skírteinum og biðjum við
félagsmenn sem áhuga hafa á því
að ná sér í slíkt að hafa samband
við skrifstofuna og skrá sig á lista.
Við sjáum til hver ásóknin verður
og úthlutum skírteinum í tengslum
við það,“ segir Bergur Steingríms-
son, framkvæmdastjóri SVFR.
Undirbúningur fyrir Veiðidag fjöl-
skyldunnar stendur nú sem hæst,
en hann verður haldinn næstkom-
andi sunnudag, 22. júní. Það eru
Landssamband stangaveiðifélaga og
Ferðaþjónusta bænda sem standa
fyrir uppákomunni og verður al-
menningi leyft að veiða endurgjalds-
laust í fjölmörgum ám og vötnum.
Líflegt á silungaslóðum
Annars hefur veiði verið nokkuð
góð á köflum í Þingvallavatni að
undanförnu þótt rysjótt veður hafi
þar komið við sögu eins og annars
staðar. Hafa ýmsir fengið góðan
afla og bleikjan verið á bilinu 1 til
3 pund. Ymsar flugur eru vinsælast-
ar, en Peacock og Killer eru oft
nefndar, vel lakkaðar og fremur
stórar. Einnig hefur frést að einn
og einn urriði hafi fallið í valinn,
engir risar, en a.m.k. tveir 5 punda
fiskar.
Veiði gengur á stundum vel á
Hrauni í Olfusá og hafa menn feng-
ið allt að 30 birtinga í törn, allt að
5 punda, en mest 2-3 punda. Sá sem
mest veiddi fékk allan aflann á nýj-
an spón, „Killer Spinner", að sögn
Ingólfs í Vesturröst. Þá hafa menn
verið að gera góða túra í Þorleifslæk
neðan Grímslækjarbæjana og bæði
dregið vænar bleikjur og regnboga-
silunga. Spurnir hafa einnig borist
af góðri veiði í Hítarvatni.
Styrkur til Veiðimálastofnunar
Trésmiðja Snorra Hjaltasonar
hefur afhent Veiðimálastofnun styrk
til rannsóknar á hvimleiðum þörungi
sem fest hefur rætur í mörgum lax-
veiðiám á Vesturlandi síðustu sum-
ur. Þörungurinn hefur breiðst hratt
út og er talið að hann geti verið líf-
ríki ánna hættulegur þegar til lengri
tíma er litið. Þörungurinn hefur
fengið vinnuheitið vatnaflóki og skír-
skotar nafnið til útlits hans. Styrkur-
inn nam 250 þúsund krónum.
Loks er hér veiðitala úr Brenn-
unni sem opnaði síðustu helgi. Þar
veiddust skjótt þrír 7-10 punda lax-
ar og veiðimenn misstu að auki
miklu stærri fiska. Eitthvað hefur
veiðst síðan en skilyrði þar hafa
verið góð.
Fyrir ávexti í öllum stærðum
abecita
Z. Jtsn/'SSZ /Z7-?
Ný sending af
sumarfatnaði
Þar sem vandlátir versla
smáskór ■ - &&
sérverslun með barnaskó í
Mikið úrval af skóm
Dúndur tilboð
af eldri gerðum af skóm. Leður • st. 26-35
Erum í bláu húsi við Fákafen Verð frá 2.790
Brúðhjón
Allur borðbiínaður Glæsilcg gjafavard Brúðarlijóna listar
ýytvyyVvXvvV VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Fyrrum sveitarstjóri
ákærður fyrir um-
boðssvik og fjárdrátt
GEFIN hefur verið út ákæra á
hendur fyrrverandi sveitarstjóra
Reykhólahrepps, Bjarna P. Magn-
ússyni, fyrir umboðssvik í opinberu
starfi, fjárdrátt í opinberu starfi
og brot á lögum um staðgreiðslu
opinberra gjalda.
Ákæran er í þremur liðum. í
þeim fyrsta er Bjarna gefið að sök
að hafa brotið gegn ákvæðum al-
mennra hegningarlaga þegar hann
veðsetti fasteign hreppsins, Til-
raunastöðina á Reykhólum, í júlí
1992 til tryggingar láni að fjárhæð
2 millj. kr., sem félag undir stjórn
og í eigu Bjarna og fleiri, tók hjá
Byggðastofnun.
I öðrum lið ákærunnar er
Bjarna gefíð að sök að hafa dreg-
ið sér yfir 5,7 millj. kr. af fjármun-
um Reykhólahrepps í desember
1993 með því að taka til eigin
nota andvirði tveggja lána Bygg-
ingarsjóðs verkamanna til sveitar-
sjóðs skv. veðskuldabréfum sem
Bjarni gaf út til byggingarsjóðsins
í nafni hreppsins. Bréfin voru
bæði tryggð með 1. veðrétti í íbúð
í eigu hreppsins. Bréfin gaf Bjarni
út án heimildar eða vitundar
hreppsnefndar og leyndi hann fjár-
tökunni m.a. með því að vanrækja
skráningu skuldarinnar í bókhaldi
sveitarsjóðs.
Bjarna er jafnframt gefið að sök
að hafa dregið sér lífeyrissjóðsið-
gjöld af launum sínum og eigin-
konu sinnar, að fjárhæð rúmlega
ein milljón króna, vegna áranna
1991-1994 og jafnframt bakað
Reykhólahreppi ábyrgð á iðgjöld-
unum.
í þriðja hluta ákærunnar er
Bjarna gefið að sök að hafa ekki
haldið eftir af launum sínum hjá
hreppnum fyrir tímabilið júlí til
desember 1994 staðgreiðslu opin-
berra gjalda, samtals 618.630
krónur, og að hafa hvorki staðið
innheimtumanni ríkissjóðs lögboð-
in skil á þeim né skilagreinum um
þau.
Loks er Bjarna gefið að sök að
hafa dregið sér hin skilaskyldu
opinberu gjöld, 618.630 kr., með
því að eignfæra þann 31. desem-
ber 1994 á viðskiptareikning sinn
hjá hreppnum heildarlaun sín, kr.
1.812.932, á tímabilinu og hag-
nýta sér þar með hin opinberu
gjöld til lækkunar eigin viðskipta-
skuld og þá jafnframt bakað
hreppnum ábyrgð á gjöldunum.
Ákæruatriðin sem tilgreind eru
í þriðja lið ákæruskjalsins teljast
brot gegn lögum um staðgreiðslu
opinberra gjalda og almennum
hegningarlögum. Ríkissaksóknari
krefst þess að Bjarni verði dæmd-
ur til refsingar.
Gunnar Herbertsson
læknir
Hef opnað lækningastofu í Lækningu, Lágmúla 5.
Tímapantanir frá kl. 9-16 í síma 533 3131.
Sérgrein: Kvensjúkdómar.
Geymið auglýsinguna
Dúnhreinsun
útflutningsmiðlun
• Nýjar vélar - ný hönnun - aukin afköst - bætt
gæði
• Þjálfað starfsfólk (5) - hröð vinnsla
• Engin mismunum, smáir sem stórir aðilar fá
sömu kjör
• Sterkur erlendur kaupandi, hratt uppgjör
• Samkeppnisfær kjör á hverjum tíma
Athugið: Vinnslan aðeins rekin yfir sumarið.
Gæðakröfur gerðar til hráefnis.
Jón Sveinsson,
Miðhúsum, Reykhólasveit,
380 Króksfjarðarnes.
Símar: 434 7721 og 588 9924.