Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 13 Leifur Magnússon framkvæmdastjóri þróunarsviðs Rekstraröryggi og hagkvæmni réði Morgunblaðið/Jim Smart LEIFUR Magnússon framkvæmdastjóri þróunardeildar. FJÖLMÖRG atriði koma til skoðunar þegar flugvéla- kaup skulu ákveðin: Verð, stærð, hagkvæmni, af- kastageta, flugdrægi og þar fram eftir götunum. Leifur Magnússon framkvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða annast slíkar athuganir og er hann beðinn að lýsa þeim ferli sem Flugleiðamenn fóru gegn- um áður en þessi umfangsmestu flugvélakaup félagsins voru ákveð- in. „Leitin að fleiri þotum til að stækka flugvélakost félagsins byggist að miklu leyti á þeirri reynslu sem við höfum fengið með rekstri Boeing 757-200 og 737-400 þotunum síðustu sjö árin. Þegar fyrirtækið stendur frammi fyrir því að stækka flotann og fá stærri vél- ar til að mæta aukinni flutninga- þörf komu fyrst og fremst til skoð- unar þotur frá Boeing-verksmiðjun- um í Bandaríkjunum og Airbus en að henni standa breskir, franskir, spænskir og þýskir framleiðendur.“ Nokkrir kostir Leifur segir að frá hvorri verk- smiðju hafi nokkrir kostir komið til skoðunar: „Frá Boeing kom til greina að kaupa nýjar gerðir af 737 þotunum sem eru komnar og að koma á markað og eru heldur stærri en 400 gerðin sem við höfum í notkun núna. Þessar gerðir heita 600, 700, 800 og síðar 900 og við þurftum að kanna sérstaklega hvort flug- drægi þeirra væri nægjanlegt vegna Ameríkuflugsins. Það virtist í fyrstu vera nóg en við nánari skoðun kom í ljós að þær næðu til New York fullar af farþegum en hefðu þá enga burðargetu fyrir frakt sem er vaxandi þáttur hjá okkur. Hjá Airbus voru kannaðar gerð- irnar 319, 320 og 321 og þar reynd- ist það sama uppi á teningnum, flugdrægið var tæplega nógu langt miðað við nauðsynlega flutninga- getu. Allar þessar vélar geta borið milli 125 og 183 farþega, hafa flug- drægi sem er kringum þijú þúsund sjómílur en arðsemi þessara véla var ekki talin henta á flugleiðum Flugleiða." Leifur segir að eftir þessar at- huganir hafi menn tekið að horfa til 757 vélarinnar sem tekur tals- vert fleiri farþega en 737 en verk- smiðjurnar eru um þessar mundir að kynna nýja gerð, 757-300. Góð reynsla af 757 þotunum „Reynsla okkar af 757 hefur verið ákaflega góð, sérstaklega í Ameríkufluginu, hún er nánast klæðskerasaumuð fyrir þessar leið- ir. Þar ber allt að sama brunni, afkastagetan, flugeiginleikar og rekstraröryggi allt. Það sést best á því hversu vel vélarnar eru nýttar, kringum 5 þúsund tíma á ári. Það er mun meiri nýting en önnur flug- félög geta státað af, enda má segja að þessar þotur séu stanslaust á ferðinni allan sólarhringinn. Nýja gerðin kom einnig sérstak- lega til skoðunar því flutningsþörfin er alltaf að aukast og stöðugt er knúið á um lækkun meðalfargjalda. Hagkvæmnin í rekstri hverrar flug- vélategundar skiptir því miklu máli. Niðurstaðan af öllum þessum at- hugunum er því sú að við munum á næstu árum stækka flugflotann með kaupum á 757-200 og 757-300 þotum.“ Næsta stærð fyrir ofan hjá Bo- eing er 767 þotan en Leifur segir hana vart hafa komið til álita þar sem hún sé hönnuð til flugs á svo miklu lengri flugleiðum en Flugleið- ir hafi þörf fyrir, t.d. milli Kaup- mannahafnar og Tókýó sem er 12 til 14 klukkustunda ferð. „Sú vél er líka stærri og þyngri og öll gjöld, svo sem vegna flugum- ferðarstjórnar, yfirflugs, lendinga og afgreiðslu eru reiknuð út frá hámarksflugtaksþyngd. Fljótlega kom í ljós að þessi gerð væri óþarf- lega stór og myndi ekki verða hag- kvæm í rekstri á flugleiðum okkar.“ Framleiðendur fylgjast með Hver er aðdragandinn að svona kaupum burtséð frá tæknilegum athugunum og fjármögnun? „Flugvélaverksmiðjur fylgjast mjög vel með allri þróun hjá flugfé- lögum og sækja á þau, stunda sölu- mennsku og eru í sjálfu sér alltaf að sýna það sem er í boði. Flugheim- urinn er ekki svo stór og framleið- endur vita nokkurn veginn hvenær flugfélögin hyggjast endurnýja. Þau sækja ekki síst á þegar nýjar vélar eru væntanlegar og þeim þyk- ir gott að geta notað sem sölurök að þetta eða hitt flugfélagið hafí þegar pantað svo og svo margar vélar. Flugleiðir voru meðal 9 fyrstu flugfélaganna til að ákveða kaup á 737-400 þotunum árið 1987 og oft bjóða verksmiðjurnar þeim sem fyrstir eru til að ákveða sig hag- stætt verð og þá er afgreiðslutími stuttur. Það kom Flugleiðum heldur betur til góða varðandi 737-400 þoturnar því fáum mánuðum eftir að við höfum afráðið kaupin pönt- uðu fjölmörg flugfélög slíkar vélar og urðu að bíða lengi eftir afhend- ingu.“ Leifur segir það sama gerast nú varðandi 757-300 þotuna. Þýska leiguflugfélagið Condor hefur af- ráðið kaup á 12 þotum og hefur kauprétt á 12 til viðbótar og Flug- leiðir eru fyrsta áætlunarflugfélag- ið sem ákveður kaup á slíkri vél. Senda Boeing-verksmiðjurnar frá sér frétt þessa efnis á morgun í tengslum við flugsýninguna í Par- ís. En hver er aðalmunurinn á 757-200 og 757-300? „Aðalbreytingin er sjö metra lenging á skrokknum og því fylgir styrking á vængbitum, skrokki og hjólabúnaði og ýmis tæknibúnaður breytist einnig vegna lengingarinn- ar en hreyflarnir verða sömu gerð- ar. Þetta þýðir að við verðum með 228 sæti í stað 189 eins og er í 200 gerðinni og fraktrýmið verður meira en stöðug aukning hefur verið í fraktflutningum til flestra áfangastaða Flugleiða. Með því lækkar sætiskostnaður um 9%. Hún verður einnig með nýjum inn- réttingum en að öðru leyti verða farþegar varla varir við breytingar og flugmenn geta starfað jöfnum höndum á 757-200 og 757-300 þar sem stjórnklefinn er eins og þær eru nánast eins í allri meðhöndlun." Og Leifur segist ekki vera hræddur um að byijunarörðugleik- ar eigi eftir að koma upp varðandi reksturinn á þessari nýju gerð: „Nei, bæði er þetta vél sem byggir á 18 ára reynslu á 757-200 gerðinni og þegar Flugleiðir fá fyrstu 757-300 vélina í sumarbyij- un árið 2001 hefur hún verið í rekstri í tvö ár því Condor fær fyrstu vél sína í ársbyijun 1999 þannig að jafnvel þótt einhver vandamál komi upp verður löngu búið að leysa þau.“ Svo þú ert sannfærður um að hér sé verið að kaupa réttu vélarn- ar? „Já, eftir þessar athuganir okkar sem fram hafa farið hjá ýmsum deildum fyrirtækisins er ég viss um að 757 gerðirnar henia best á leiðakerfi Flugleiða. Helst vildi ég sjá 757 þotur á öllum leiðum en það var ekki talið mögulegt á þessu stigi, 737 þoturnar væru áfram hentugri á ákveðnum leiðum. Þar er til dæmis átt við leiðina milli Keflavíkur og Hamborgar með við- komu í Kaupmannahöfn. Þá verður frá og með október næstkomandi ein 737-300 QC þota notuð til frakt- flugs að næturlagi en farþegaflugs að degi til og um helgar.“ Núna bjóðum viö nýja kraftniikla súpertíma fyrir vanar konur. Stanslaus keyrsla og fjör í tvöföldum erfiðistímum. Fyrsta námskeiðið hefst 2. j úní Innritun er hafin á þessi námskeið ATH: A deinsfyiir vanar! Frjálsa áskriftakerfið okkar gerir þér kleift að mæta hvenær sem þér henlar og æfa þig undir leiðsögn læröra kennara. Tímamir eru frá morgni til kvölds. Barnapössun fyrir hádegi. I>ú nœrð árangri hjá oklcur! - 7/0 10.55 1-2.45 16.15+20.15 s 19.30 17.30 -28/6 10.55 12.45 16.15+20.15 17.30 /6 - 12/7 « 16.30 10.30 17.80 Aöhold Aðliald Aöhald Aöhald Aöhald Aðhold Súpevtími Aöhald Aöhald Aöhald Sí^perttoi Aöhald Sújiertími Aðhald A-ölvald ertími sumar Byggðu upp þrek og mótaðu sterkan, heilbrigðan og fallegan líkaxna undir leiösögn lærðra kennara. 1. júní - 1. sept. 8 vikur, kr. 7.200.- Þarsem manrwskjan skiptirmestu... \v---7/ KFUM Kynningardagur V miðbæjarstarfs KFUM og KFUK Opið hús í dag á Rabbloftinu og Loftstofunni, Austurstrætí 20, 2. hæð kl. 14.00-17.15. 14.00: Helgistund. 15-00: Ávarp og tónlist. 16.00: Ávarp og tónlist. 17.00: Helgistund. Kaffi, kakó, kex og kökur handa gestum og gangandi. Tekið á móti gjöfum til starfsins. Allir eru hjartanlega velkomnir. Gengið inn um næstu dyr til hægri við McDonalds. Kl. 20.00 í kvöld verður almenn samkoma í Dómkirkjunni helguð miðbæjarstarfinu. Ávörp séra Hjalti Guðmundsson, sóknarprestur og Gísli Friðgeirsson, forsvarsmaður miðbæjarstarfsins. Einsöngur: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Undirleikari: Bjarni Gunnarsson. Ræðumaður: Séra Helgi Hróbjartsson. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.