Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ) ) \ > I I I I I l á Kentucky Fried Chicken til að fá sér snöggan og góðan kjúkling.“ Hvenær er hamborgari skyndi- biti og hvenær ekki? „Veitingahús þar sem hamborg- aranum er pakkað inn í bréf, settur á pappadisk og borðaður með plast- hnífapörum er skyndibitastaður,“ segir Helga. „Það er annað en veit- ingahús með þjónustu þar sem fólki er vísað til sætis, því er leiðbeint, tekin pöntun við borðið, maturinn borinn fram á postulínsdiskum og borðaður með stálhnífapörum. Þar sem gestirnir þurfa ekki sjálfir að hreinsa diskana! Þar dreg ég lín- una.“ Tíu ára afmæli Hard Rock Morgunblaðið/Asdís KRISTBJÖRG Kristinsdóttir og Helga Bjarnadóttir hafa tekið við rekstri Hard Rock Caf é í Kringlunni og reka einnig Grillhúsin í Tryggvagötu og á Sprengisandi. VALKYRJURÍ VEITINGAREKSTRI VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNIMUDEGI ►HELGA Bjarnadóttir rekstrarstjóri hefur unnið við veit- ingastörf frá því hún byrjaði á Brauðbæ 1977. Hún hefur langa reynslu af veitingarekstri og stofnaði meðal annars Tommaborgara ásamt Tómasi Tómassyni veitingamanni 1981, Veitingahúsið Sprengisand 1985, Hard Rock Café 1987 og Glaumbar 1990. Helga tók síðan við rekstri Glaumbars og hefur rekið Grillhúsið við Tryggvagötu frá því í febrúar 1994. Kristbjörg Kristinsdóttir framkvæmda- stjóri lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1991 og hóf þá störf hjá fyrirtækjum Tómasar Tómassonar. Hún var fjármálasljóri þeirra í sex ár. HARD Rock veitingastaðirnir um allan heim eru með sama matseðil. Veitingastaðurinn í Kringlunni verður 10 ára í sumar og 1. júlí tekur gildi nýr matseðill. eftir Guðna Einarsson. ELGA Bjamadóttir og Kristbjörg Kristinsdótt- ir hafa tekið við rekstri veitingahússins Hard Rock Café í Kringlunni og eru jafn- framt nýbúnar að opna nýtt Grill- hús á Sprengisandi, á horni Breið- holtsbrautar og Bústaðavegar. Þær munu einnig reka Grillhúsið í Tryggvagötu, sem Helga hefur rek- ið undanfarin ár. „Við höfum þekkst lengi, en formlegt samstarf okkar hófst með stofnun ÍS-ROKK ehf. sem við stofnuðum um reksturinn á Hard Rock Café,“ sagði Helga. Hvert og eitt veitingahúsanna þriggja er rek- ið sem sjálfstætt fyrirtæki, þótt eigendur og yfirstjórnendur séu þeir sömu. En hvað kom til að þær hófu formlegt samstarf? „Hugmyndin um að við tækjum við rekstrinum á Hard Rock kom upp í viðræðum við Tómas Tómas- son,“ segir Kristbjörg. „Við sáum að við gátum örugglega gert góða hluti, á grundvelli þekkingar og reynslu Helgu af veitingarekstri og reynslu minnar af fjármála- stjórn. Á þeim forsendum fórum við í þetta samstarf, og hefðum ekki treyst okkur í þetta hvor án annarrar." Konur í forystu Þær Kristbjörg og Helga gerðu með sér samstarfssamning þar sem kveðið er á um verkaskiptingu. Þar er meðal annars ákvæði um að ef upp kemur ósætti þá er málum vís- að til þriðja aðila. Helga er rekstrarstjóri í sal á Hard Rock og yfir veitingasölu á öllum veitinga- stöðunum. Til að byija með reiknar hún með að vinna mest á Hard Rock og vera með annan fótinn á Grillhúsunum. Hún segist hafa góða samstarfsmenn á öllum þess- um stöðum, á hvoru Grillhúsanna stjórna konur daglegum umsvifum og eru hægri hendur Helgu. Krist- björg sér um fjármálin og það sem að þeim snýr. í þessari veitingahúsakeðju eru konur í forystu og konur í hópi nánustu samstarfsmanna eigend- anna. Er það meðvituð ákvörðun að ráða fremur konur en karla til ábyrgðarstarfa? „Nei, ekkert sérstaklega, en mér hefur yfírleitt gengið vel að starfa með konum í veitingahúsarekstri," segir Helga. „Það er ekki þar fýrir að það vinni ekki karlar með okk- ur. En mér hefur reynst vel að fela stúlkum ábyrgð. A tímabili var ekkert nema kvenfólk hjá mér í Grillhúsinu í Tryggvagötu og þá var því hótað, raunar meira í gamni en alvöru, að kæra mig fyrir Jafn- réttisráði!“ Nýtt Grillhús Nýtt Grillhús verður opnað á Sprengisandi, á horni Bústaðaveg- ar og Breiðholtsbrautar, nú um helgina eftir fimm vikna breytingar á húsnæðinu. Það er langur tími í ljósi þess að húsið var byggt á aðeins 92 dögum á sínum tíma. Innréttingar eru í sama stíl og lit og í Grillhúsinu við Tryggvagötu. Á Sprengisandi verður einnig sami matseðill, sama þjónusta og sama bragð af matnum og í Tryggvagöt- unni. „Við ætlum að halda sömu gæð- um og viðskiptavinir okkar í Tryggvagötu eiga að venjast,“ sagði Helga. „Þegar ég tók við Grillhúsinu á sínum tíma breytti ég matseðlinum mikið. Ég stílaði inn á að hafa heimilislegan mat í hádeginu, rétt dagsins, til dæmis kjötbollur með kartöflumús, rauðk- áli og brúnni sósu, plokkfisk, kjöt í karrí. Það er lögð áhersla á góða þjónustu, stóra skammta og fallega fram borinn mat. Það er nær undantekningalaust troðfullt í há- deginu og beðið eftir borðum. Margir koma af vinnustöðum í ná- grenninu og langflestir panta þenn- an hádegismat. Á öðrum tímum dagsins er matseðill hússins í gildi.“ I Grillhúsinu á Sprengisandi verður sami háttur á, heimilismatur í hádeginu og grillmatur á öðrum tímum. Helga og Kristbjörg vonast til að laða að viðskiptavini í há- degismat úr iðnaðar- og atvinnu- hverfum í nágrenninu, auk annarra sem koma lengra að. En er þessi „mömmumatur" í hádeginu til marks um minnkandi vinsældir skyndibita? „Mér finnst skyndibitafæðið vera á undanhaldi," segir Helga. „En ef maður vill fá hamborgara með hraði fer maður á MacDonald’s og Hard Rock Café verður 10 ára þann 25. júlí næstkomandi og er stór afmælisveisla í undirbúningi. í tilefni af afmælinu verður öllum börnum, sem verða 10 ára á árinu, sendur boðsmiði á Hard Rock og er þegar búið að senda út fyrstu miðana. Veitingahúsið er hluti af alþjóð- legri keðju, sem hefur höfuðstöðvar í Orlando í Flórída. Strangar kröfur gilda um rekstur veitingahússins og matseðillinn er í meginatriðum sá sami á Hard Rock stöðum um allan heim. Nýir yfirmenn og margir aðrir starfsmenn Hard Rock fara til Or- lando í þjálfun. Þann 1. júlí næst- komandi tekur gildi nýr matseðill hjá Hard Rock keðjunni. Nýr yfir- kokkur á Hard Rock í Reykjavík, Haukur Víðisson, er einmitt ný- kominn frá Orlando þar sem hann kynnti sér nýja matseðilinn. „Hard Rock er miklu meira en veitingahús,“ sagði Helga. „Þetta er bæði minjagripaverslun og rokk- minjasafn. Hard Rock á flest hljóð- færin og annað sem hér er til sýn- is. Það er sérstakur maður í því að safna hljóðfærum frægra tón- listarmanna, sem svo eru höfð til sýnis.“ Veitingahúsið Hard Rock hefur mikið aðdráttarafl fyrir erlenda og innlenda ferðamenn. Það er oft kvartað yfir því að ísland sé dýrt land og maturinn dýr. Það er ekki kvartað yfir því á Hard Rock. „Fólkinu virðist mikið í mun að koma hingað, fá sér að borða og kaupa sér minjagrip, peysu, bol, húfu eða matseðil. Þegar fólkið er búið að versla þá fer það í fötin, harðánægt. Þetta þykir ofsasmart! Krökkunum þykir töff að vera í Hard Rock gallajakka, eiga merki eða pinna, og við erum auðvitað harðánægðar með það,“ segir Kristbjörg. Tvisvar til þrisvar á ári koma að utan skoðunarmenn með stutt- um fyrirvara til að taka veitinga- staðinn út. Þess vegna má aldrei sofna á verðinum. Einu sinni á ári hittast allir framkvæmdastjórar Hard Rock staða, hvort sem þeir eru reknir með sérleyfi eða ekki. Ráðstefnan stendur í þijá daga til viku og þar er kynnt framtíðar- stefna keðjunnar. „Hard Rock er komið til að vera,“ sagði Krist- björg. „Hard Rock staðurinn í London er orðinn 26 ára og hefur ekkert breyst frá upphafi. Það eru meira að segja margar sömu þjón- ustustúlkurnar og byijuðu upphaf- lega.“ Eins og að vaka yfir barni Það hefur gengið á ýmsu í veit- ingahúsarekstri á íslandi undanfar- in ár. Eru þær Helga og Kristbjörg ekkert ragar við að takast á hend- ur rekstur þriggja veitingahúsa? „Auðvitað er maður ekki alveg laus við kvíða,“ segir Helga. „Það líður ekki svo dagur að ég spyrji mig ekki hvernig ég standi. Það geta orðið snögg umskipti í þessu líkt og á skemmtistöðunum. Góð aðsókn í nokkur ár, svo skyndilega hættir fólkið að koma og enginn veit hvers vegna. Fólk fer bara eitt- hvert annað. Ég hef stundum spurt mig hvort þetta geti hent minn rekstur. Þessi hugsun veitir manni aðhald. Maður verður alltaf að halda uppi sömu þjónustu og bjóða jafn góðan mat. Það er ekki hægt að fá viðskiptavini í áskrift, líkt og Moggann á hveijum morgni! Fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.