Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Hefð fyrir „lengdum“
flugvélum
RIFJA má upp að Flugleiðir og
forverar félagsins hafa áður
notað „lengdar" flugvélar og
þotur. Eru það vélar sem byggð-
ar eru á eldri skrokki og ein-
faldlega lengdar.
Árin 1959 til 1973 voru notað-
ar DC-6B vélar en sú vél var
lengd og þróuð gerð af DC-4.
CL-44 vélarnar voru notaðar í
Ameríkufluginu 1964 til 1971
og nefndar hér Rolls Royce 400,
notaður var fjöldi lengdra DC-8
þotna og 727-200 þotan var
lengd útgáfa af 727-100 og Boe-
ing 737 voru teknar í notkun
þjá Flugleiðum eftir að þær
höfðu verið lengdar í þrígang,
úr 100, 200 og 300 í 400. Þá er
Fokker F-50 vélin í innanlands-
fluginu lengri gerð og þróaðri
af Fokker Friendship.
Tölur um 757 þotumar
Frá því 757 þotan kom á markað
fyrir 14 árum hafa 47 flugfélög
keypt 870 slíkar þotur.
• Fluttar hafa verið rúmlega
700 milljónir farþega í 757 þotum
milli Kanada og Bandaríkjanna.
• Á 14 árum hefur floti 757
þotna flogið sem svarar nærri
13 þúsund ferðum umhverfis
jörðina.
• Þung^i 757 á flugi, 113 tonn,
er álíka mikill og dísilknúin járn-
braut - en fer nokkru hraðar
yfir.
• Yfirborð vængjanna er 181
fermetri eða álíka mikið og dá-
gott raðhús.
• Samanlögð lengd allra víra
í 757 er 100 km.
Er sett saman úr 626 þúsund
hlutum og 600 þúsund bolta og
hnoð þarf til að festa þessa hluti
saman.
• Boeing-verksmiðjumar gera
ráð fyrir að frá og með aldamót-
um verði þriðjungur framleiddra
757 þotna af 300-gerðinni en
tveir þriðju 200 gerðin.
• Semfraktvélgetur757tekið
rúmlega 6 milljónir golfkúlna.
• Þess má geta að núverandi
aðalforstjóri Boeing, Phil Condit,
var yfirverkfræðingur við hönn-
un og smíði 757.
Nýjar flugvélar og flugflotaáætlun Flugleiða
Boeing 757-300
Fjöldi
véla
(sumar-
áætiun)
15-
| B 757-300 (228 farþ.)
| B 757-200 (189 farþ.)
| B 737-400 (153 farþ.)
| B 737-300 QC (135 f.)
Flugfiotaáætlun Flugleiða til 2006
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006
unarkerfunum, en reynslan sýnir að um 90%
af allri sölu koma af fyrstu þremur línunum,
en þar er ferðamöguleikum raðað eftir ferða-
tíma. Við getum boðið stysta ferðatímann
frá borgum eins og Osló, Stokkhólmi og
Glasgow til flestra okkar áfangastaða í
Bandaríkjunum. Við erum því mjög vel sam-
keppnisfærir þrátt fyrir stoppið í Keflavík.
Staðsetningin gefur okkur forskot þannig
að Keflavíkurflugvöllur er
hornsteinninn."
Pétur leggur áherslu á að
það sé ákaflega mikilvægt
samhliða uppbyggingu Flug-
leiða að flugstöðin í Keflavík verði stækkuð
þannig að ekki verði skortur á stæðum.
Eins þurfi að þróa stöðina á þann veg að
hún verði skemmtilegri fyrir farþegana.
„Það er verkefni sem við ætlum að ráðast
í með flugmálastjórn.“
Pössum ekki vel inn í bandalög
En væntanlega munu önnur flugfélög á
hinum nýju áætlanaleiðum ekki sitja með
hendur í skauti. Má ekki vænta einhverra
viðbragða af þeirra hálfu við nýjum sam-
keppnisaðilum?
„Þegar litið er til finnska
markaðarins þá held ég að við
munum fyrst og fremst ná sölu
af KLM og British Airways sem
eru að bjóða farþegum að skipta um flugvél
einhversstaðar. Við getum boðið styttri flug-
tíma og betri flugvöll. Hins vegar erum við
einnig að hugsa um íslenska markaðinn í
Helsinki og þar reiknum við með að fá
bæði hluta af ráðstefnumarkaðnum og
helgarferðir yfir veturinn. í okkar huga
er ísland einnig mjög mikilvægt."
Nú hafa flest flugfélög verið að
ganga í bandalög eða tengjast
ínari böndum, er það ekkert
áhyggjuefni fyrir ykkur að
standa einir á báti í sam-
keppninni við slíka risa?
„Bandalögin eru nú
einu sinni þannig að
þau miða mikið að því
að draga úr sam-
keppni milli þeirra
flugfélaga sem eru
innan þeirra. Það er
samt við því að búast
að samkeppnin muni allt-
af vera fyrir hendi og jafnvel
aukast. Við höfum gengið í
gegnum mjög erfið samkeppnistíma-
bil, en alltaf staðið þetta af okkur. Ef við
horfum aftur til síðasta áratugar 1984-
1986 vorum við að keppa við allt önnur
flugfélög en við erum að gera í dag. Þau
hafa allflest dottið út, sérstaklega einka-
rekin flugfélög, en Flugleiðir alltaf staðið
eftir.
Flugleiðir eru reyndar þannig flugfélag
að við pössum ekki mjög vel inn í banda-
lög. Félagið er að keppa við önnur flugfé-
lög og vill halda sjálfstæði sínu. Við höfum
ekki áhuga á því að verða svæðisbundið
Styttri fiugtími og
betri flugvöllur
flugfélag sem útvegar öðrum félögum far-
þega, t.d. í London eða Frankfurt. Hins
vegar teljum við okkur geta átt mjög gott
samstarf við mörg af þessum félögum. Við
eigum mjög_ gott samstarf við SAS um flug
til og frá íslandi inn á Evrópu og Asíu.
Ennfremur eigum við mjög gott samstarf
við British Midland um flutninga á farþegum
innan Bretlands og til Parísar. Við getum
því átt lausara samstarf við
bandalögin og ég reikna með
því að við verðum í nánara
samstarfi við t.d. Star Alliance-
bandalagið þegar fram líða
stundir, en sé okkur ekki verða fullgildan
meðlim.
í Bandaríkjunum erum við í tilraunasam-
starfi við South-west Airlines um flug frá
Baltimore til Cleveland og síðan gengur
samstarfið við USAir ágætlega."
Sendiráð Norðurlanda velja Flugleiðir
Flugleiðir hafa stundum hlotið gagnrýni
fyrir að bjóða mun hagstæðari fargjöld er-
lendis fyrir farþega á leið milli Evrópu og
Bandaríkjanna, en íslendingum gefst kostur
á. Er þetta Norður-Atlantshafsflug að skila
ykkur viðunandi fargjöldum t.d. á hinum
nýju leiðum?
„Við höfum verið að fara inn á áætlanaleið-
ir þar sem samkeppnin er ekki mjög mikil.
Núna fáum við t.d. betri fargjöld frá Boston
og Baltimore heldur en New York. Við reikn-
um með að það sama muni eiga við um
Minneapolis. Varðandi þá gagnrýni að við
látum Islendinga borga meira fyrir flug en
aðra, vil ég undirstrika að við tökum mið af
markaðsaðstæðum í einstökum löndum. Sum-
staðar erum við að keppa við tugi stórra flug-
véla, t.d. frá London, sem eru mjög ódýrar
á hvert sæti. Við tókum þá ákvörðun fyrir
um þremur árum að það yrði alltaf 10% ódýr-
ara að fljúga frá íslandi til Bandaríkjanna
heldur en frá Norðurlöndum. Það hafa einnig
verið ýmiskonar tilboð í gangi á íslenska
markaðnum í flugi til Bandaríkjanna og þetta
hefur því breyst mjög mikið. Hér áður fyrr
var þessi gagnrýni hins vegar réttmæt."
En hversu tryggur er ykkar viðskipta-
mannahópur í Bandaríkjunum og Evrópu?
„Rannsóknir okkar sýna að við erum með
mjög tryggan viðskiptavinahóp sem flýgur
með okkur aftur og aftur. Við höfum verið
að reyna að breyta þjónustunni á þann veg
að fólk sé ekki einungis að fljúga með okkur
vegna fargjaldanna heldur að það sækist
sérstaklega eftir því. Það sem við höfum að
bjóða hefur skapað talsvert af föstum við-
skiptum. Þannig hafa öll sendiráð Norður-
landanna í Washington valið að skipta við
okkar og við finnum að meðal skandinava í
Bandaríkjunum njótum við vin-
sælda. Þegar hugmyndir voru
uppi um að hætta jafnvel að
fljúga til Fort Lauderdale og
fljúga eingöngu til Orlando,
fengum við undirskriftalista frá Fort Laud-
erdale. Það var fólk með skandinavísk nöfn
sem skoraði á okkur að halda fluginu áfram.“
Nýir áfangastaðir 1999?
Þegar horft er lengra fram í tímann, hvaða
möguleikar eru fyrir hendi á að færa enn
frekar út kvíarnar í flugi yfir Norður-Atl-
antshafið?
„Við erum núna með átta þotur í rekstri
og næsta sumar verðum við með tíu þotur.
Það er síðan markmiðið að árið 2006 verði
að lágmarki 16 þotur í rekstri. Við erum
að skoða einn stað í viðbót í Bandaríkjunum
fyrir sumarið 1999 og eins fleiri staði í
Evrópu. Það er ekki ólíkegt að fleiri staðir
bætist við. í Evrópu höfum við einkum horft
á Edinborg og East Midlands og Brussel.
Þá höfum við litið lengra austur og velt
fyrir okkur St. Petersburg. Eins höfum við
hug á flugi til Berlínar allt árið. í Banda-
ríkjunum eru staðir á borð við Philadelphia
og fleiri þótt við höfum ekki valið nema einn
núna.
Einnig stefnum við að því að auka tíðnina
til Kanada og munum hefja flug þrisvar í
viku næsta haust til Halifax og bæta fjórða
fluginu við næsta sumar. Við stefnum að
því að fljúga daglega til Halifax eins og
annarra staða. Þar eru möguleikamir meiri
en við áttum von á og sætanýtingin betri.“
Hins vegar er einnig stefnt að því að
stækka, samhliða þessu, markaðinn fyrir
flug milli íslands og Evrópu. Við viljum
helst ekki að hlutfall Ameríkufarþega fari
mikið yfir 40-50%. Við ætlum að stækka
íslandsmarkaðinn með því að kynna ísland,
sérstaklega utan háannatímans.“
Ætlum að stækka
íslandsmarkað