Morgunblaðið - 15.06.1997, Side 35

Morgunblaðið - 15.06.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JLINÍ1997 35 SVANHILDUR TESSNOW Svanhildur Tessnow var fædd að Bakka í Arnarfirði 30. mars 1935. Hún lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur hinn 7. júní síðastliðinn. Svan- hildur, sem hét fullu nafni Erna Svanhildur, var dóttir Sigrúnar Jónsdóttur hús- móður, f. 1908, d. 1989. Eiginmaður Sigrúnar og sljúp- faðir Svanhildar er Sðlvi Jón- asson, trésmiður, f. 1916. Hálf- bróðir Svanhildar er Haukur Sölvason, vélfræðingur, f. 1940. Svanhildur ólst fyrst upp að Bakka hjá móður sinni og stjúpföður þar sem þau voru heimilisföst hjá Böðvari Páls- syni útvegsbónda þar og eigin- konu hans Lijju Arnadóttur og dætrum þeirra, Þóru og Auði. Síðar fluttu Sigrún og Sölvi í Selárdal, síðan til Bíldudals og loks til Reykjavíkur árið 1956. Svanhildur fór til náms i Húsmæðraskólann að Laugar- vatni 1955-1956. Árin 1956-1959 var hún við nám og störf í Kaup- mannahöfn hjá hinni velþekktu smurbrauðsstofu Óskars Davidsen þaðan sem hún lauk námi. Eftir að heim kom starfaði hún m.a. í Brauð- borg, við rekstur sumarhótelsins á Bifröst og við hót- elið í Borgarnesi. Síðustu ár starfaði hún hjá Hagkaup. Hún fékk alvarlega heilablæðingu í febr- úar 1995 og var rúmliggjandi síðan. Svanhildur giftist 1964 Gísla V. Halldórssyni framkvæmda- stjóra í Borgarnesi. Þau skildu 1976. Hún eignaðist ekki börn. Faðir hennar er Werner Tessnow frá Þýskalandi, en nú búsettur hér á landi. Hálf- systir hennar er Unnur Tessnow. Útför Svanhildar fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 16. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar Svanhildur fæddist fyrir rúmum sextíu árum á heimili afa og ömmu, þeirra Lilju Árnadóttur og Böðvars Pálssonar á Bakka í Ketildölum vestur, hófst sá streng- ur sem tengdi hana við okkur og sem ekki lauk fyrr en með andláti hennar. Þannig sköpuðust kynni og vinátta sem nær út yfir gröf og dauða þeirra sem óafvitandi til stofnuðu, líkt og var um afa okkar og ömmu, þegar Rúna, móðir Svönu, dvaldi á heimili þeirra og fæddi þar dóttur sína. Þau Rúna MINNINGAR og Sölvi, Svana og Haukur hafa alla tíð verið svo nánir vinir Qöl- skyldunnar að framan af höfum við bömin sjálfsagt ekki áttað okk- ur á að þau voru okkur óskyld. En í samskiptum okkar skipti skyld- leikinn engu máli. Þær systur Auð- ur og Þóra tóku henni alla tíð sem eigin systur og samband þeirra þriggja sem bestu systra. Allt frá barnæsku hefur Svana verið okkur sem móðursystir. Við eldri systkinin munum hana sem frænku sem færði með sér fram- andi blæ þegar hún kom frá dvöl sinni í Kaupmannahöfn. Bernsku- minningarnar um það þegar Svana sagði okkur frá hvernig hlutimir gengju fyrir sig í kóngsins Kaupin- hafn óma af hljómum laganna „Under den hvide bro“ og „Dejlige, dejlige, Kebenhavn“ sem hún söng fyrir okkur og spilaði undir á gítar. Svana starfaði sem smur- brauðsdama í Reykjavík. Á sumrin fór hún gjaman í Borgarfjörð þar sem hún vann á sumarhótelinu að Bifröst sem og við hótelið í Borgar- nesi. Seinna var hún matráðskona að Hólum í Hjaltadal og einnig hjá vegavinnuflokkum í Skagafirði þangað sem hana var ljúft heim að sækja. Hin síðustu ár starfaði Svana í mötuneyti Hagkaups þar sem hún undi hag sínum vel. Hafði hún kom- ið sér vel fyrir í íbúð sinni að Maríu- bakka 24, þangað sem gott var að koma í heimsókn. Kom þá oftar en ekki fyrir að gripið var í gítar eða píanó og sungið með enda Svana músikölsk með afbrigðum. Hin seinni ár höfðu hún og Þóra frænka spilaklúbb sem hittist flestar helgar og stytti sér stundir. Var ánægju- legt að fylgjast með hve vel fór á með þeim sem í spilaklúbbnum voru en auk Svönu og Þóru spiluðu oft- ast vinir þeirra Halldór Ormsson og Eldjám Magnússon. Þegar Svana settist að í Reykja- vík að nýju kaus hún að festa sér fyrst íbúð við Leifsgötu, í næsta nágrenni við Þóru uppeldissystur sína, sem hún var svo náin. Þannig hefur Þóra frænka reynst henni ómetanleg stoð og stytta í hverju því sem hún hefur tekist á við um ævina. Svana leitaði oft til hennar og hún reyndist henni afar vel. Árin þegar hún var við störf á Bifröst og svo seinna í Borgamesi eru okkur systkinunum eftirminni- leg. Við dvöldum oft hjá Svönu um lengri eða skemmri tíma. Sérstak- lega er eftirminnileg dvölin í Borg- amesi sumarið 1963 þegar móðir okkar gekk með tvíburana Sigríði og Böðvar. Bolli og Sverrir vora sendir í Borgarnes til Svönu til að létta á heimilinu. Sverrir bróðir okkar, sem fæddur var 1957 og lést aðeins tæpra sjö ára að aldri, var í miklu uppáhaldi hjá Svönu. Árin þegar hann var að komast á legg dvaldi hún mikið á heimili okkar og bjó þar um hríð. Hefur þetta vafalaust orðið til að hún lagði á hann mikla ást en sjálf eign- aðist hún ekki börn. Ekki voru nokkurntíma aðrar myndir á nátt- borði hennar en myndin af Sverri bróður og tregaði hún hann mikið alla tíð. Að leiðarlokum þökkum við systkinin Svanhildi samfylgdina og þá tryggð og ræktarsemi sem hún, Rúna og Sölvi hafa sýnt okk- ur alla tíð og foreldrum okkar á meðan þau vora á lífi. í veikindum Svönu hefur Sölvi stjúpfaðir hennar sýnt henni mikla alúð og þá umhyggju sem mest má vera. Einnig hefur Þóra frænka verið henni betri en engin. Eftir að hún veiktist hafa fáir dagar lið- ið sem hún hefur ekki heimsótt hana þó hátt á áttræðisaldri sé. Lífshlaupi Svanhildar Tessnow er lokið. Tvö síðustu árin hafa ver- ið henni erfið, en ekki síst þó að- standendum hennar, þar sem hún hefur ekki skynjað það sem fram fór í kringum hana eftir alvarlegt heilablóðfall. Með andláti hennar hefur því verið lögð líkn við þraut. Blessuð veri minning Svanhildar Tessnow. LHja, Bolli, Böðvar og Sigríður Auðar- og Héðinsbörn. Okkur langar með fáeinum orð- um að minnast Svönu frænku okk- ar, sem nú er látin eftir langa sjúk- dómslegu. Hún var eina systkini pabba og því er höggvið stórt skarð í okkar litlu fjölskyldu. Þegar við voram að alast upp var mikill samgangur á milli okkar íjöl- skyldu og Svönu, þá er helst að minnast heimsókna til hennar í Borgarnes og ferðalaga með henni og afa og ömmu um landið. Það var alltaf gott að koma til Svönu frænku og hún tók okkur alltaf opnum örmum. Það sama gerði hún seinna þegar við eignuðumst sjálfar dætur og þó samgangurinn hafi ekki verið eins mikill seinni árin þá fylgdist hún ætíð vel með okkur og við fundum ávallt sama hlýhuginn þegar við hittumst. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir ailt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við systurnar, ásamt móður okk- ar, sem dvelst um stundarsakir í Danmörku, minnumst Svönu frænku með söknuði og vottum afa Sölva, pabba og Unni systur Svönu samúð okkar. Sigrún, Elín og Svanhildur. + Jón Pálsson, vélstjóri, fædd- ist í Reykjavík 1. desember 1912. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 10. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Jónsson, járnsmið- ur í Hafnarfirði f. 21.11. 1874, d. 26.8. 1969, og Vigdís Ástríður Jónsdótt- ir, húsfrú f. 27.10. 1879, d. 13.2. 1951. Þau Vigdís og Páll bjuggu í Hafnarfirði. Systkini Jóns voru: Ingveld- ur Svanhildur Pálsdóttir, kennari, f. 20. mars 1911, lát- in. Ársæll Pálsson, f. 11. febr- úar 1916, bakari í Hafnarfirði, síðast á Hrafnistu, maki 8. apríl 1938 Sigríður Eyþórs- dóttir, f. 20. sept. 1914. Hall- bera Pálsdóttir, f. 4. nóvember 1918, maki Ólafur Þorsteins- son, frkv.stjóri í Keflavík, f. 5. ágúst 1914, látinn. Böðvar Þórir Pálsson, f. 27. mars 1920, sölumaður í Keflavík, maki 14. mars 1943 Anna Magnea Berg- mann, f. 31. maí 1920. Jón kvæntist 15. júní 1935 Guðrúnu Stefánsdóttur, f. 12.11 1915, d. 5.8. 1978. Börn þeirra: 1) Stefán Jóhann, f. Jón Pálsson trúbróðir minn og vinur lést á heimili sínu í Hafnar- firði 10. júní sl., á 85. aldursári. Kynni okkar Jóns og konu hans Guðrúnar hófust er ég sá þau fyrst í litla samkomusalnum á heimili Einars heitins Einarssonar klæð- skera og Helgu Þórkelsdóttur konu hans. í glugga salarins var áritað spjald: Heimili til að boða fagnaðar- erindið. Þetta starf byggðist í upp- hafi á þjónustu og bænum íslensk- ættaðs trpboða, Sigurðar Sigvalda- sonar sem var búsettur í Kanada. 26.12. 1934, húsa- smiður, m. Mar- grét Jónsdóttir, húsfrú. 2) Guðrún Helga, f. 13. nóv. 1935, d. 6.3. 1990, húsfreyja á Staðar- bakka í Miðfirði, m. Magnús Guð- mundsson, bóndi og búfræðingur. 3) Dóra, f. 10. des. 1936, d. 1938. 4) Ásdís, f. 3. febr. 1938, húsfrú, m. Jóhann Hafþór Þórarinsson, f. 10. maí 1942, kennari. 5) Páll, f. 18. apríl 1939, bóndi. 6) Dóra, f. 30. maí 1940, húsfrú, m. Sveinn Guð- mundsson, f. 1. júní 1937, framkvslj. 7) Gunnlaugur Leó, f. 23. nóv. 1941, verkamaður í Hafnarfirði. 8) Auður Hafdís, f. 22. sept. 1944, starfsm. v. aðhlynningu aldraðra, maki Sveinn Karlsson, f. 31.12.1944, bifvélavirki, þau slitu samvist- ir. 9) Vigdís Ástríður, f. 9. jan. 1947, skrifstofumaður í Rvk, m. Baldur Ingólfsson, f. 9.11. 1944, fugstjóri 10) Hrafnhild- ur, f. 31. október 1949, býr í föðurhúsum. Útför Jóns fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 16. júní og hefst athöfn- in klukkan 15. En við starfi hans tók Guðrún heit- in Jónsdóttir sem útlistaði orð Guðs og bað fyrir sjúkum. En Guðrún bjó á heimili Salbjargar á Hverfis- götu 6b og störfuðu þær saman ásamt Vilborgu. Þegar Jón var ungur að áram fékk hann berkla og lá á Vífilsstöð- um. En eins og Jón tók til orða í vitnisburði sínum þá hringdi Guð- rún kona hans og spurði hvort hún mætti biðja Guðrúnu um bæn fyrir honum. Þá var Jón 26 ára gamall og þriggja barna faðir og hafði hann verið á hælinu í 3 ár. En kraftaverkið gerðist og Jón læknaðist af berklunum og eins og hann sagði mér þá fór hann strax á sjóinn til að sjá fjölskyldu sinni farborða en Jón útskrifaðist frá Vélstjóraskóla íslands. Hann starf- aði m.a. á togurum sem sigldu út með fiskinn í síðustu heimsstyrjöld til Englands. En Jón varð fyrir þeirri lífsreynslu að maður bað um að fá vélstíórastarf Jóns á togaran- um Jóni Olafssyni en í þeirri ferð fórst skipið með allri áhöfn. Eftir að Jón hætti á sjónum vann hann við pípulagnir og starfaði í þeirri iðn eftir það. Eftir að Jón læknaðist af berkl- unum þá sóttu hann og kona hans samkomur á Austurgötu 6. Þar kynntist ég þeim fyrst og síðan í Hörgshlíð í Reykjavík. Eftir að Ein- ar Einarsson lést þá tók Jón við starfi hans að skíra til iðrunar og syndafyrirgefningar í skírnarlaug staðarins, þá sem tóku trú. Eftir lát Guðrúnar Jónsdóttur þá hafði Jón bænir, fyrirbænir og vitnis- burði og leiddi sönginn í Hörgshlíð. Ég tók snemma eftir því að kristni- boðsstarf Einars og Guðrúnar var litið hornauga, þ.e.a.s. sumir héldu því fram að kristilega starf þeirra væri fanatík eða ofsatrú og á þeirra vegum væri bannað að leita til læknis. Við fyrstu kynni mín og Guðrúnar sagði hún við mig: Ef þú hefir trú þá þarftu ekki að fara í uppskurð. Én ég fór á sjúkrahús- ið og ég var hætt komin en þá hringdi mamma í Guðrúnu og bað hana að biðja Drottin fyrir mér. Læknastörf hafa fylgt mannkyninu frá aldaöðli. En Jesú Kristur þekkti okkar mannlegu veikleika og tak- mörk getu okkar, er hann sagði: Þér minnið mig á máltækið: Lækn- ir lækna sjálfan þig. (Lúk. 4-23, tilv. stytt.) En Kristur var ekki getínn á mannlegan hátt. Hann er fyrsti boðandi fagnaðarerindisins og samhliða starfi hans að fyrir- gefa syndir þá læknaði hann sjúka og enginn sjúkdómur var honum yfirsterkari, meira að segja hélt kraftur dauðans honum ekki. En Kristur læknaði sjúka með orðum sínum í krafti Heilags anda en ekki í krafti mannlegrar speki, og veikleika. í 1. Kor. 1—21 segir: „Guð hefír gert speki þessa heims að heimsku þar sem heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans.“ í þessum kjarna kristin- dómsins vorum við Jón sammála. Jón var einlægur og traustvekjandi maður. Hann var fróður og ræðinn og hafði frá mörgu að segja. í skoð- anaskiptum var hann hreinskiptinn og hafði djörfung í hógværð sinni en var samt ekki að troða skoðun- um sínum upp á aðra. Vitnisburður Jóns og bænir á samkomum voru grandvallaðar á orðum Biblíunnar. En orð Biblíunnar verða alltaf okk- ar þröngi vegur þar sem mannleg- um veikleika hættir til að breikka sér að skapi þann mjóa og þrönga veg sem Kristur boðaði. En sálma- skáldið Hallgrímur Pétursson segir: Bæn þína byggðu aldrei fast á brjóstvit náttúru þinnar. { Guðsorði skal hún grundvallast það gefur styrk trúarinnar. Ég get ekki minnst Jóns án hans indælu eiginkonu Guðrúnar sem hefir þurft mikið á sig að leggja þegar maður hennar var óvinnufær í svo langan tíma og öll þau heimil- isstörf sem hún á sig lagði fyrir svo stóran barnahóp. Við Guðrún spjölluðum stundum saman og ég fann þá gagnkvæmu ást og virð- ingu sem ríkti milli þeirra hjóna. Það var mikið áfall fyrir Jón þegar hann missti konu sína úr alz- heimer. Einnig misstu Guðrún og Jón dóttur sína en oft talaði hann um Guðrúnu sína og dugnað henn- ar í sveitabúskapnum á Staðar- bakka í Miðfirði. En fráfall dóttur- sonar Jóns, Jóns Páls kraftlyfting- armanns í blóma lífsins, var mikið áfall, en Jón Páll var mjög góður við afa sinn og sýndi honum sér- staka ræktarsemi og kærleika. Ég tók eftir því hjá máttarstólpum þessarar þjónustu að þegar fréttist * um andlát trúsystkina þá var við- kvæðið: Að hann eða hún væri komin heim. Og nú er Jón kominn heim. Kristur sagði: Og þegar ég er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín til þess að þér séuð þar sem ég er. (Jóh. 14-3.) Við Úlfar vottum börnum Jóns og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Þú ert raín æðstu gæði ástkæri Jesú minn. Ó veit mér vegleg klæði í veislusalinn þinn. (H.P.) Ásdis Erlingsdóttir. * Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla JÓN PÁLSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.