Morgunblaðið - 15.06.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.06.1997, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þórhildur Þorleifsdóttir leikhússtjóri LR Vill að tónlistarhús rísi við hlið Borgarleikhússins ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir leik- hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur vill að tónlistarhús rísi austan við Borgarleikhúsið, á horni Lista- brautar og Kringlunnar, verði á annað borð ráðist í framkvæmdir af því tagi. Kveðst hún hafa reif- að hugmyndina víða við ágætar undirtektir. „Því fylgja ótvíræðir kostir að byggja tónlistarhús við hliðina á Borgarleikhúsinu — húsin myndu tvímælalaust styðja hvort annað. Það er mjög vont fyrir menningar- stofnanir að standa einangraðar, hvort sem það er á Kringlutorgi, niðri í Laugardal eða uppi í Öskju- hlíð,“ segir Þórhildur. Innangengt milli húsa Þykir henni vel koma til greina að innangengt verði milli hús- anna. „Það gæti orðið mjög hag- kvæmt, þar sem unnt yrði að koma við margskonar samnýt- ingu húsanna, að ekki sé nú talað um þá aðstöðu sem skapast myndi til ráðstefnuhalds í húsunum tveimur." Að áliti Þórhildar munu stjórnvöld missa af gullnu tæki- færi til að gera Kringluna að mikil- vægri verslunar- og menningarmiðstöð í borginni, svo sem í eina tíð hafi verið stefnt að, ef þau gefa þessari hugmynd ekki gaum. „Það er enginn staður í Reykjavík sem fleira fólk sækir heim á degi hverjum en Kringlan og því ekki að gera eitthvað til að gera svæðið að- laðandi og skemmti- legt. Þar er að rísa tölvuháskóli, þar er Verzlunarskóli íslands og fyrirhugað er að byggja göngubrú yfir Listabrautina. Það væri ekki óglæsilegt að sú göngubrú myndi tengjast gangi á milli tónlistarhúss og Borgarleikhúss. Síðan gæti fólk rölt út á Kringlutorg, þar sem allt- af væri eitthvað fyrir alla.“ Að auki bendir Þórhildur á, að á svæðinu sé fullt af börum og kaffihúsum og það yrði ólíkt skemmtilegra fyrir leikhús- og tónleika- gesti að ganga beint inn í borgarlífið í stað þess að hverfa inn í dimma nóttina. „Það að fara í leikhús, á listasöfn og á tónleika er félagsleg athöfn og það er engin tilviljun að fegurstu torg í út- löndum eru yfirleitt torgin fyrir framan óperumar, listasöfnin og fleiri byggingar af þeim toga. Að mínu viti eigum við því að leitast við að styrkja borgarhugmyndina — en ekki flýja hana.“ Kveikjuna að hugmyndinni seg- ir Þórhildur öðru fremur vera skipulagsbreytingarnar sem gerð- ar hafa verið á verslunarhús- næðinu í Kringlunni. „Við það að tengja verslunarmiðstöðvarnar tvær, Kringluna og gömlu Borgar- kringluna, hefur orðið gjörbreyt- ing á lífi á Kringlutorginu. Þegar ég hóf störf í Borgarleikhúsinu í fyrravor var aldrei hræða á ferli þá sjaldan maður þrammaði út í Kringlu. Nú hefur fólk aftur á móti uppgötvað að þarna er hið ánægjulegasta útivistarsvæði, sól- ríkt og skjólríkt. Þetta hefur gör- breytt aðstæðum.“ Kringlutorgið fært Að sögn Þórhildar, sem á sæti í nefnd um skipulagsmál Kringl- unnar, hefur breski arkitektinn sem vinnur að breyttu skipulagi á vegum Kringlunnar verið fylgjandi aukinni menningarstarfsemi á svæðinu. Til að mynda séu uppi áform um að færa Kringlutorgið nær Borgarleikhúsinu í því skyni að skapa aðstöðu fyrir götuleik- hús, tónleika og sitthvað fleira. „Þá hefur arkitektinn verið að spyijast fyrir um það hvaða menn- ingarmannvirki vanti í Reykjavík. Lái manni því hver sem vill að hafa leitt hugann að tónlistarhús- inu.“ 20 íslenskir listamenn sýna á Textílþríæringnum Morgunblaðið/Jim Smart PETER Maté, Martial Nardeau og Peter Tomkins verða á Sum- artónleikum í Stykkishólmi. Sumartón- leikar í Stykkis- hólmskirkju Á SUMARTÓNLEIKUM í Stykkis- hólmskirkju næstkomandi mánu- dagskvöld verða flytjendurnir þrír. Það eru Martial Nardeau, þver- flautuleikari, Peter Tomkins, óbó- leikari, og Peter Maté, píanóleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Á efnisskrá er Pastorale _et Arlequinade, op. 41 eftir Eugen Gossens, Fantasie, op. 79 fyrir þver- flautu og píanó eftir Gabriel Fauré, Sónata fyrir óbó og píanó, op. 166 eftir Camille Saint-Saens, Vals fyr- ir þverflautu og píanó eftir Benjam- in Godard og Konsertínó í F-dúr eftir Johann Wenzel Kalliwoda. ---------» ♦ «---- Sýningu Hildar Waltersdóttur að ljúka SÝNINGU Hildar Waltersdóttur í Gallerí Horninu lýkur 18. júní og er þetta því síðasta sýningarhelgi. Hild- ur sýnir málverk unnin á sl. 12 mánuðum undir áhrifum frá menn- ingu Maasai-ættbálksins. Sýningin er opin alla daga kl. 11-23.30, sérinngangur gallerísins er þó eingöngu opinn milli kl. 14-18 en á öðrum tímum er innangengt um veitingahúsið. NORRÆNU sendiráðin í Bruxelle fengu boð um þátttöku á Þríær- inginn í Tournai í Belgíu sem stendur frá 28. júní til 28. septem- ber nk. Menntamálaráðuneytið fól Textílfélaginu að sjá um hlut ís- lands. Dómnefnd valdi 60 verk á sýninguna eftir 20 listamenn og hönnuði. Hrafnhildur Schram rit- ar texta í sýningarskrá um textíll- ist á íslandi og kynnir nokkra frumkvöðla okkar á því sviði. Á Textílþríæringnum er sýnd textíllist og textílhönnun 10. ára- tugarins frá öllum Norðurlöndun- um í sex byggingum í miðborg Tournai, sem er 100.000 manna Ný hljómplata • ÚT er kominn ný hljómplata með úrvali söngsyrpna 14 fóstbræðra. Syrpurnar voru upphaflega gefnar út á tveimur hljómplötum. Hljóðrit- anirnar voru annars vegar í London árið 1975 að loknu átta ára söng- starfi kórsins til eflingar félags- heimilasjóði Fóstbræðra og hins vegar eftir að félagsheimilið sjálft var vígt árið 1972. Upptökurnar hafa verið endurunnar með nýjustu tækni. í kynningu segir að 14 fóstbræð- ur hafi orðið til er nokkrir kórfélag- borg í frönskumælandi Belgíu. Þetta er þriðji alþjóðlegi textílþrí- æringurinn í Tournai, en sá fyrsti var haldinn 1990 þegar textílverk frá 18 frönskumælandi löndum voru sýnd. Árið 1993 voru það verk frá Austur-Evrópulöndunum og nú eru það Norðurlöndin sem eru aðalverkefni, í fyrsta sinn sameiginlega í Mið-Evrópu með sýningu á þessu sviði. í kynningu segir að á öllum þessum sýningum sé leitast við að sýna það nýjasta og besta sem er að gerast í textíllist og hönnun á hveijum stað og einnig reynt að fá lánuð gömul listvefnaðar- ar úr Karlakór Fóstbræðra voru fengnir til að koma fram í skemmti- þáttum Svavars Gests í Ríkisútvarp- inu veturinn 1963-64. Vakti söngur þeirra þegar hrifningu útvarpshlust- enda og hefur söngur þeirra ómað á öldum ljósvakans æ síðan. Á plötuumslagi segir m.a.: „14 fóstbræður vænta þess, að hljóm- plata þessi megi falla í geð þeim hlustendum, sem gaman hafa af því að rifja upp vinsæl og létt lög, inn- lend sem erlend, gömul og ný, um- fram allt: Að taka sjálfir hressilega undir sönginn!“ 13 lögeru á þessari nýju hljóm- plötu sem Skífan gefur út. teppi sem unnin voru í Tournai, Bruxelle eða Enghien á tólftu til átjándu öld, en eru nú í eigu safna eða einstaklinga víða um lönd. Fyrir nokkru komu hingað til lands dagskrárgerðarmenn frá belgísku sjónvarpsstöðinni no télé í Tournai til töku á efni fyrir sjón- varpsþátt og myndband um nokkra listamenn sem eiga verk á sýningunni. Myndbandið verður til sölu á Þríæringnum ásamt sýn- ingarskrá. Norræna ráðherranefndin, menntamálaráðuneytið, Flugleiðir og SAS styrkja sýninguna. mundssonar I Eden. Jón Ingi Sigur- mundsson sýnir í Eden JÓN Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í Eden, Hvera- gerði, mánudaginn 16. júní kl. 21. Á sýningunni eru 60 olíu-, past- el- og vatnslitamyndir. Myndefnið er víðsvegar að af landinu þó mest af Suðurlandi, m.a. eru nokkrar vatnslitamyndir af kirkjum á Suður- landi. Þetta er 12 einkasýning Jóns Inga og lýkur henni 29. júní. Kvikmyndakvöld í Norræna húsinu SUMARDAGSKRÁ Norræna hússins hefst á kvikmyndakvöldi annað kvöld, mánudag, kl. 19. Sýndar verða tvær kvikmyndir frá Islandi: Island runt, með norsku tali og Portrait of a Glacier, með ensku tali. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Fyrirlestur á Opnu húsi Fyrirlestur í Opnu húsi verður fimmtudaginn 19. júní kl. 20. Kristján Jóhann Jónsson bók- menntafræðingur flallar um ís- lenskar bókmenntir í fortíð og nútíð og mælir hann á norsku. Að loknu stuttu kaffihléi verður sýnd stutt kvikmynd, Island ett levande land, með sænsku tali. Kaffístofa Norræna hússins verður með íslenska sérrétti á boð- stólum á sunnudögum, mánudög- um og fimmtudögum og er kaffí- stofan opin til kl. 22 á fimmtudags- kvöldum. Skólakór Kársness til Kanada SKÓLAKÓR Kársness heldur tónleika í Kópavogskirkju í dag kl. 16. Þar mun kórinn syngja hluta af efnisskrá sinni sem flutt verður á tónleikaferð kórsins um Kanada, en þangað heldur kórinn á mánudag og kemur m.a. fram í Halifax 17. júní og 22. júní á listahátíðinni „Northern Enco- unters" í Toronto. Þar syngur Skólakór Kársness á sérstökum hátíðartónleikum ásamt finnska Tapiola-kórnum, Danska drengjakórnum og Barnakór Torontoborgar. Kórarnir syngja sameiginlega á tónleikunum, m.a. verður frumflutt tónverk eftir finnska tónskáldið Aulis Sallinen, en einnig syngur hver kór fyrir sig. Kórinn heldur líka tónleika á listahátíð í Ottawa og i Montreal auk tvennra skólatón- leika. Stjórnandi kórsins er Þórunn Björnsdóttir og undirleikari Þór- hildur Björnsdóttir. Aðgangur að tónleikunum í dag er ókeypis. MAGNEA GERRIT Tómasdóttir. Schuil. Einsöngs- tónleikar í Gerðar- safni MAGNEA Tómasdóttir sópran- söngkona verður með tónleika í Listasafni Kópavogs, Gerðar- safni, á morgun, mánudag kl. 20.30. Undirleikari er Gerrit Schuil. Magnea hefur komið víða fram, m.a. hélt hún tónleika hér heima í apríl 1995, söng Sieben Friihe Lieder eftir Alban Berg með Trinity Symphony Orchestra 1994 og einsöngshlutverkið í 2. sinfóníu Mahlers með sömu hljómsveit 1995. Þá hefur Magnea sungið aðalhlutverk í óperum eins og Four Saints In Three Acts eftir Virgil Thomson, II Combattimento di Trancredi e Clorinda eftir Monteverdi og Töfraflautu Mozarts. Nú nýlega hefur Magnea feng- ið tveggja ára samning við óperu- stúdíóið í Köln í Þýskalandi þar sem hún mun syngja Donna Eiv- ira í Don Giovanni á næsta ári, segir í kynningu. Operu- og bal- lettstjórar funduðu í Skaftafelli ÞAÐ kom í hlut íslensku óper- unnar í ár að halda árlegan fund óperu-og ballettstjóra á Norður- löndum. Fundurinn var haldinn í Skaftafelli dagana 6.-9. júní og voru þátttakendur um 30, sem þykir mjög góð þátttaka, segir í kynningu. Síðan segir: „Fundar- staðurinn þykir hafa haft mikið aðdráttarafl, en í Skaftafelli kynntust óperu- og ballettstjórar ýmsum gerðum íslensks veður- fars og nutu stórbrotinnar nátt- úrufegurðar staðarins."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.