Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 2
2 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Höskuldur
tryggði
sér sæti
HÖSKULDUR Jónsson var fyrstur
til að tryggja sér og hesti sínum,
Þyti frá Krossum, sæti í landsliði
íslands í úrtökukeppninni að Varm-
árbökkum í gær.
Urðu þeir efstir öðru sinni í fjór-
gangi og skipa þeir því fjórgangs-
sætið í liðinu. Þeir hlutu 7,7 í
einkunn en Páll Bragi Hólmarsson
á Hranni frá Þóreyjarnúpi varð ann-
ar með 6,83. Vignir Jónasson á
Þokka frá Bjarnanesi varð þriðji með
6,63 og Þóra Brynjarsdóttir fjórða
á Kjarna með 6,30.
Höskuldur er langefstur með sam-
anlagt 15,23 stig, Páll Bragi annar
með 13,40 stig og Vignir þriðji með
13,26 stig.
♦ ♦ ♦
Fíkniefni
gerð upptæk
LÖGREGLAN í Reykjavík fór í gær-
morgun í kjallara á iðnaðarhúsnæði
og leysti upp fíkniefnasamkomu. Níu
manns voru á staðnum og voru þrír
handteknir. Fíkniefni og áhöld til
fíkniefnaneyslu voru gerð upptæk.
Á Hafnarfjarðarvegi kviknaði í
leigubíl í gærmorgun. Bílstjórinn var
einn í bflnum þegar byrjaði að rjúka
úr vélarhúsi og varð bíllinn alelda á
svipstundu. Enn logaði í bílnum þeg-
ar slökkviliðið mætti á staðinn en
ökumaður slapp ómeiddur.
♦ ♦ ♦----
Eyrarbakki
Drengur
fyrir bíl
ÁTTA ára drengur á reiðhjóli varð
fyrir bíl á Eyrarbakka síðdegis á
föstudag. Að sögn lögreglu á Sel-
fossi virðist sem drengurinn hafi
ekki séð bílinn, þar sem hann hjól-
aði í veg fyrir hann.
Drengurinn var fluttur á slysa-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að
sögn Þengils Oddssonar, læknis á
vakt, er hann ekki í lífshættu en
höfuðkúpu- og handleggsbrotinn.
-----♦ ♦ ♦----
Bílvelta á Suð-
urlandsvegi
BÍLVELTA varð í gærmorgun laust
fyrir klukkan níu á Suðurlandsvegi
skammt frá Rauðhólum. Fjórir voru
f bílnum og voru þeir fluttir á slysa-
deild en meiðsli reyndust minnihátt-
ar. Ökumaður er grunaður um ölvun.
Opinber heimsókn forseta Ítalíu
Starfsaðstaða
fjölmiðla takmörkuð
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur
sent fjölmiðlum upplýsingar vegna
heimsóknar Ítalíuforseta, sem hefst
í dag. Þar kemur m.a. fram að RÚV
annist eitt myndatökur í veislu for-
seta íslands í kvöld, sem og í mót-
töku borgarstjóra í Höfða. „Aðrar
stöðvar geta fengið efni hjá Sjón-
varpinu." Ekkert er minnst á hvaðan
dagblöð eiga að fá myndefni. Einnig
segir í bréfinu að myndatökur verði
hvorki leyfðar í Granda né Stofnun
Áma Magnússonar.
Morgunblaðið leitaði skýringa á
þessum reglum hjá Bjarna Sig-
tryggssyni, upplýsingafulltrúa utan-
ríkisráðuneytisins. Hann sagðist
senda út reglur samkvæmt fyrirmæl-
um annars vegar frá húsráðendum
á þeim stöðum, sem heimsóttir yrðu,
og hins vegar frá forsetaembættinu.
Bjami sagði að vinnureglan sem
hann hefði vanist væri sú að fjölmiðl-
ar kæmu sér saman um hver eða
hveijir þeirra fylgdust með atburðum
og hvernig efni væri dreift. „Núna
em settar reglur sem greinilega tak-
markast af mjög litlu og þröngu
plássi. Þetta er ekki það sem ég hef
vanist en ég hef sætt mig við það
vegna þess að rökin sem ég fæ em
að það sé mjög þröngt þama inni,“
sagði Bjarni.
Þegar Kornelíus Sigmundsson for-
setaritari var í gær spurður um regl-
ur um aðgengi. fjölmiðla að dag-
skrárliðum í heimsókn ítaliuforseta
sagðist hann aldrei hafa séð þær og
ekkert vita um þær. Hann sagði
blaðafulltrúa utanríkisráðuneytisins
hafa á sinni könnu samhæfingu fjöl-
miðla, íslenskra og ítalskra.
Reglurnar voru bornar undir Pál
Magnússon, fréttastjóra Stöðvar 2
í gær. „Það er eins og skrifstofa
forsetaembættisins átti sig ekki al-
veg á í hvaða landi þeir eru. Þetta
tíðkast í stórum löndum þar sem eru
tugir og hundruð sjónvarpsstöðva
að beijast um aðgengi að stórvið-
burðum en þessi framgangsmáti á
ekki við íslenskar aðstæður," sagði
Páll.
Hann sagði að ekkert samráð hefði
verið haft við Stöð 2. Hann sagðist
myndu lýsa skoðun sinni á því sem
hann kallaði gerræðislega tilkynn-
ingu við skrifstofu forseta íslands
bréflega eftir helgi.
Morgunblaðinu var boðið að senda
ljósmyndara á Bessastaði í veisluna
í kvöld, eftir að hafa spurst fyrir um
hveiju þessar reglur sættu.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
FORSETAHJÓNIN skoða baðstofu frá Leikskálum í Haukadal
frá árinu 1887, á Laugum. Með þeim á mynd er Magnús Gestsson
safnvörður og Olafur Stefán Sigurðsson sýslumaður.
Forsetinn skoðar byggða-
safnið á Laugum
ÓL AFUR Ragnar Grímsson og
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
byijuðu daginn í gær á því að
skoða byggðasafnið á Laugum,
en opinberri heimsókn forseta-
hjónanna í Dalasýslu lauk {gær.
Magnús Gestsson safnvörður
fylgdi forsetahjónunum um
byggðasafnið, sem var formlega
opnað í apríl árið 1977, en Magnús
hefur safnað munum í það í tæp
30 ár og alfarið séð um uppsetn-
ingu þess.
Eftir að hafa skoðað byggða-
safnið fylgdi Birna Lárusdóttir
leiðsögumaður forsetahjónunum
um heimaslóðir Guðrúnar Ósvíf-
ursdóttur, aðalsöguhetju Lax-
dælu.
Að því loknu sagði Ólafur
Ragnar í samtali við Morgun-
blaðið að heimsóknin til Dala-
sýslu hefði sannfært sig enn frek-
ar um þá auðlegð sem Islending-
ar eiga í helstu söguslóðum
landsins.
Hítará á Mýrum
Selur
truflar lax-
veiðimenn
SELUR gerði sig heimakominn í
bestu veiðihyljum Hítarár á Mýrum
á föstudaginn og hefur veiðiskapur
stangaveiðimanna nánast legið niðri
síðan. Veiðimenn „opnuðu" ána, sið-
degis á fimmtudaginn og veiddu
strax vel. En morguninn eftir kom
babb í bátinn.
Selurinn sást fyrst í morgunsárið
í svokölluðum Húshyl sem er beint
framundan veiðihúsinu Lundi. Síðan
flutti hann sig undir Brúarfoss sem
er beint undir brúnni á aðalþjóðveg-
inum á þessum slóðum. Varð uppi
fótur og fít, hinn óboðni gestur var
klagaður og þrír menn með alvæpni
voru sendir á staðinn.
Bergur Steingrímsson fram-
kvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, sem er með ána á leigu,
staðfesti þetta í samtali við blaðið
og sagði hann stjórn SVFR óhressa
og undrandi, því skotmaður hefði
verið ráðinn til að kemba ána síðan
í vor, einmitt til að stugga við sel.
Selir hafa oft áður gert sig heima-
komna í umræddum hyljum Hítarár
þó þeir séu um 5 kílómetra frá sjó.
Síðast gerðist það í fyrrasumar og
þrisvar á síðustu fjórum sumrum
hefur selur elt lax og sjóbleikju á
þennan hátt.
■ Lífleg/23
Þingmenn á Vesturlandi um ákvörðun bóndans á Stóra-Kroppi
• •
Omurleg niðurstaða
„Ég vænti þess að reynt verði af hálfu umhverf-
isráðherra og skipulagsyfírvalda að hraða málinu
þannig að niðurstaða fáist á eins skömmum tíma
og kostur er,“ sagði Sturla Böðvarsson alþingis-
maður á Vesturlandi aðspurður um þá ákvörðun
Jóns bónda Kjartanssonar að flytja frá Stóra-
Kroppi vegna deilna um vegarstæði eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær. Gísli S. Einarsson
þingmaður sagði þessa niðurstöðu fyrir hjónin
ömurlega.
Sturla Böðvarsson segir að þingmenn geti
ekki komið að málinu að sinni, þeir hafí beitt
sér fyrir að fundin væri sáttaleið sem samgöngu-
ráðherra hafi orðið við. „Framkvæmdir við veg-
inn bíða og fjármunir, sem búið er að ráðstafa
í brúargerð á Flóku og í vegagerðina, nýtast
ekki á meðan,“ sagði Sturla og sagðist aðspurð-
ur ekkert geta sagt um þau ummæli Jóns Kjart-
anssonar að búið væri að ákveða niðurstöðuna.
„Þarna togast á sjónarmið og það verður ekki
til að auðvelda málið ef svona grunsemdir eru
uppi. Hins vegar er mjög auðvelt að bregðast við
því ef umhverfisráðherra gefur yfirlýsingu um
að viðkomandi starfsmaður í umhverfísráðuneyt-
inu komi ekki nálægt málinu vegna persónulegra
tengsla. Ég harma að þetta skuli hafa í för með
sér þessa miklu röskun fyrir fjölskylduna en
málið er í ákveðnum farvegi," sagði Sturla að
lokum og minnti á að það varðaði einnig hags-
muni íbúa í Flókadal. Bændur þar hefðu lagt ríka
áherslu á að fá úrbætur sem svokölluð neðri leið
leysi alls ekki.
Tekur of langan tíma
„Þetta er ömurleg niðurstaða og ég tel að koma
þurfí fram yfírlýsing um það að vegurinn fari
ekki yfir túnið á Stóra-Kroppi,“ segir Gísli S.
Einarsson alþingismaður.
Gísli segir að sá farvegur sem málið er í nú,
umhverfismat sem skipulagsstjóri verður að aug-
lýsa með fresti til athugasemda og kærufresti,
taki of langan tíma sé allur tími notaður til hins
ýtrasta. „Þessi dráttur er mjög til óhagræðis fyr-
ir bóndann því mér er kunnugt um að hann ætl-
ar sér stærri hluti á jörðinni, stækka fjós og fleira
en nú eru honum allar bjargir bannaðar. Hann
fær enga fyrirgreiðslu banka eða annarra meðan
hann getur ekki sagt hvar slíkt fjós má rísa. Mér
finnst þetta því ömurleg niðurstaða ef hjónin
þurfa að fara af bænum. Eg tel að gefí samgöngu-
ráðherra yfirlýsingu um að vegurinn fari ekki
yfir þetta tún sé það nægilegt og umhverfisráð-
herra þyrfti einnig að gefa yfirlýsingu. Ég skil
ekki hvaða hvatir liggja að baki því og hvaða
hagsmunir íbúa í Flókadal krefjast þess að ætla
sér að troðast yfír ræktað tún - fyrir utan það
að ég dreg í efa kostnaðaráætlanirnar."
i!
endurlífguð
►Vinnukonustéttin birtist á ný á
heimilum landsmanna eftir ára-
tuga fjarveru í árslok 1994 þegar
settar voru skýrar reglur um au-
pairvistaskipti. /10
Fóru kjarorkuvopn
um ísland?
►í nýrri bók um samskipti Noregs
og Bandaríkjanna 1954-60 þar
sem ísland kemur við sögu er talið
sennilegt að kjarnorkuvopn hafí
farið um íslenskt landsvæði á þess-
um tíma. /15
ímynd stöðugleika
í landi óreiðu
►Oscar Luigi Scalfaro, forseti ít-
alíu, kemur í opinbera heimsókn
til íslands f dag. Fjallað er um
forsetann og samskipti þjóðanna.
/18
Alltaf heppinn
►Á Jónsmessunni fyrir 80 árum
leit Kristinn Olsen flugstjóri dags-
ins ljós ogævi hans varð samstiga
flugsögu íslands. /20
Póstkort eru gífur-
leg landkynning
►í Viðskiptum/Atvinnulífí á
sunnudegi er rætt við Rafn Hafn-
fjörð í Litbrá /26
B________________________
► l-32
Vorferð á Vatnajökul
►Undanfarið hefur Jökiarann-
sóknarfélag íslands verið í árlegri
vorferð á Vatnajökul. Meðal leið-
angursmanna voru Freyr Jónsson
og Jón Svanþórsson sem fara í
haust á Suðurskautslandið með tvo
breytta Toyota Land Cruiser-
jeppa. /1-2&16-17
Þá var orðið
alkóhólisti ekkitil
►Steinar Guðmundsson á fjöl-
skrúðugt líf að baki, kannski
þekktastur fyrir brautryðjanda-
starf sitt í áfengismálum en hefur
nú snúið sér að rekstri eigin golf-
vallar í Mosfellssveit. /4
Ungu tenórljónin
►Jóel Pálsson og Óskar Guðjóns-
son hafa vakið athygli djassáhuga-
manna og eru komnir í fremstu
röð íslenskra saxófónleikara þrátt
fyrir ungan aldur. /10
FERÐALÖG
► 1-4
Galapagoseyjar
►Þrettán eyjar og tugir skeija
með Ijölskrúðuga flóru og fánu. /3
Forn menning vakln
► Alþjóðleg víkingahátíð er nú
haldin í Hafnarfirði. /4
BÍLAR_____________
► 1-4
Best búnu Defender-
bílar Evrópu?
►íslandsflakkarar láta sérútbúa
sex slíka Land Rover til ferða um
landið. /2
Reynsluakstur
►Gran Move er fjölhæfur fjöl-
skyldubfll. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Stjömuspá 42
Leiðari 28 Skák 42
Helgiapjall 28 Fólk í fréttum 44
Reykjavíkurbréf 28 Bió/dans 46
Skoðun 31 Útv./sjónv. 50,64
Minningar 24&32-37 Dagbók/veður 55
Myndasögur 40 Gárur 8b
Bréftil blaðsins 40 Mannlífsstr. 8b
Ídag 42 Brids 42 Dœgurtónl. 12b
INNLENDARFF 2-4-8-BAK ÉTTIR:
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
I;
ttsfi***