Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 9
FRÉTTIR
Ný skýrsla um umfang mengunar á norðurskautssvæðinu
„Þörf á skjótum aðgerðum“
HELSTA umhverfisógnunin sem
steðjar að heilbrigði manna á norð-
urskautssvæðinu er mengun af
vöidum þrávirkra lífrænna efna,
til dæmis ýmissa efna sem notuð
eru sem skordýra- og illgresiseit-
ur. Magn slíkra efna getur verið
tvöfalt til tífalt meira í nýfæddum
börnum á norðurskautssvæðinu,
en á tempi-uðum svæðum fyrir
sunnan það.
Þetta kemur m.a. fram í niður-
stöðum skýrslu vinnunefndar, svo-
kallaðrar AMAP-nefndar (Arctic
Monitoring and Assesment Pro-
gramme), sem umhverfisráðherrar
norðurheimskautsríkjanna átta
skipuðu árið 1991, í þeim tilgangi
að gera ítarlega úttekt á umfangi
mengunar á norðurskautssvæð-
inu.
Skýrsla þessi var kynnt á fundi
umhverfisráðherra og embættis-
manna ríkjanna og sagði Guð-
mundur Bjarnason umhverfisráð-
herra við það tækifæri að þörf
væri á skjótum aðgerðum til þess
að takast á við þetta alvarlega
vandamál.
Guðmundur vitnaði í niðurstöð-
ur skýrslunnar og sagði að þessi
mengun kæmi að mestu leyti frá
stöðum sem væru langt utan norð-
urskautssvæðisins, en í sumum
tilfellum mætti þó rekja hana til
staða sem væru innan þess. „Það
er í okkar höndum að leita lausna
á þeim vanda sem stafar af starf-
semi á norðuslóðum, þar höfum
við enga afsökum fyrir aðgerða-
leysi.“
Verða gróðurhúsaáhrifin
meiri á norðurskautssvæðinu?
í skýrslunni kemur m.a. fram
að flest hinna þrávirku lífrænu
efna berast með haf- og loft-
straumum sunnan að, en þau eiga
það til að gufa upp og berast með
loftstraumum til kaldari svæða þar
sem þau falla niður sem úrkoma
eða snjór. Auk þess hafa efnin þá
eiginleika að safnast fyrir í fæðuk-
eðjunni og er virkni þeirra mest í
fitumiklum dýrum, til dæmis
hvítabjörnum, ýmsum fuglum og
selum.
I skýrslunni er einnig fjallað um
mengun af völdum fleiri efna og
kemur til dæmis fram í niður-
stöðunum að íbúar norðurheim-
skautslandanna verði að meðaltali
fyrir meiri áhrifum af geislavirk-
um efnum en íbúar í heittempruðu
löndunum og að veðurfarsbreyt-
ingar af völdumn gróðurhúsa-
áhrifa geti valdið meiri röskun á
norðurskautssvæðinu en víða ann-
ars staðar á næstu áratugum.
Doktor í fé-
lagsfræði
•ÞORGERÐUR Einarsdóttir
varði doktorsritgerð sína í félags-
fræði við háskólann í Gautaborg í
Svíþjóð 6. júní sl. Heiti ritgerðar-
innar er „Lákaryrket i förándring.
En studie av den
medicinska pro-
fessionens het-
erogenisering
och könsdiffer-
entiering." Leið-
beinandi Þor-
gerðar var Inga
Hellberg pró-
fessor og and-
mælandj var El-
ianne Riska prófessor við Abo Aka-
demi í Finnlandi.
Í rannsókninni er leitast við að
skýra kynbundið sérgreinaval
lækna með hliðsjón af læknastétt-
inni sem sundurleitum starfshóp.
Viðteknar skýringar á sérgreina-
vali kynjarina eru dregnar í efa,
svo sem að konur velji ,fjölskyldu-
vænar“ sérgreinar með litla vakta-
byrði eða sérgreinar þar sem
„kvenlegir eiginleikar" þeirra fái
notið_ sín (félagsmótunarkenning-
ar). í ritgerðinni er stuðst við sk.
félagslegar lokunarkenningar
(raktar til félagsfræðingsins Max
Weber) sem gera ráð fyrir sam-
keppni og baráttu milli sérsviða
læknisfræðinnar, og jafnframt að
önnur og átakameiri öfl en félags-
mótun og fjölskylduábyrgð stýri
konum (og körlum) inn á tiltekin
sérgreinasvið. I rannsókninni er
m.a. sýnt fram á að sérgreinar efst
í virðingarstiganum séu umluktar
karllægri orðræðu og þær virðing-
arminni kvenlægri orðræðu. Ein
meginniðurstaða rannsóknarinnar
er að þessar orðræður eigi stóran
þátt í að beina konum inn á sér-
greinasvið sem njóta lítillar virðing-
ar eins og öldrunar-, geð- og heimil-
islækningar og körlum inn í sér-
greinar sem njóta mikillar virðingar
eins og skurðlækningar.
Þorgerður fæddist 31. maí 1957
og lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á ísafirði 1977 og fil.
kand.-námi frá Gautaborgarhá-
skóla 1982. 1985-1988 kenndi
Þorgerður við Fjölbrautarskólann í
Breiðholti og starfaði á Iðntækni-
stofnun með hléum frá 1988-1993.
Samhliða doktorsnáminu stundaði
Þorgerður rannsóknir í samvinnu
við prófessor Ritu Liljeström við
Gautaborgarháskóla. Foreldrar
Þorgerðar eru Jenný Sigrún Sigf-
úsdóttir skrifstofumaður og Einar
G. Bjarnason (látinn). Eiginmaður
hennar er Guðlaugur Pálmi
Magnússon sagnfræðingur og eiga
þau þijú börn.
Edinborg
Kjörgarði, Laugavegi
Dömur - golftreyjurnar og jakkapeysurnar komnar aftur. Nýir litir.
Herrar — ný sending af terelinebuxum, Ijósir litir.
Stelpur - vorum að taka upp Spice Girls boli og buxur.
Gotfm°uuT ' UO/a
Munið, allt á Edinborgarverði.
Kaffi- & matarhlaðborð
ALLA SUNNUDAGA
Sumardagskráin 19 9 7
Sunnudaga
Kaffihlaöborö frá kl. 14-17 og matarhlaöborö frá 18:30.
Mánudaga, þribjudaga og mibvikudaga
Veitingasalir lokaöir nema pantaö sé fyrir hópa.
Fimmtudaga, föstudaga og laugardaga
Nyr oq spennandi SÉRRÉTTA-SEÐILL oa réttir dagsins.
Fimmtudaga og föstudaga er opnab kl. 16, laugardaga og sunnudaga kl. 12.
Skíðaskálinn Hveradölum
Veitingahús og veisluþjónusta Irá 193S. Boröapantanir ísíma 567-2020, fax 587-2337.
Þekkt og rótgróið
veitingahús
til leigu eða sölu
Eitt þekktasta veitingahús borgarinnar
er til leigu eða sölu
Á efri hæð er glæsilegur matsölustaður og í kjallara
er rekinn einn vinsælasti barinn (pubb) borgarinnar.
Veitingahúsið leigist/selst með vönduðum
húsgögnum, bæði í veitingasal og kjallara, ásamt
fullbúnu eldhúsi á efri hæð. Staðurinn er með fullu
vínveitingaleyfi.
Miklir möguleikar fyrir rétta aðila.
Upplýsingar veitir Arnar eingöngu á skrifstofunni.
Stóreign ehf.,
Austurstræti 18,
sími 551 2345.
Nú bjóðum við 20% afslátt af
öllum peysum og leggings
út næstu viku.
Athugiö peysur og leggings
í öllum stærðum.
Eddufelli 2,
sími 5571730.
Sértilboð til
Costa del Sol
9. og 16. júlí
frá kr. 29.932
Við höfum fengið
viðbótarsæti í brottförina 9. og 16. júlí til
Costa del Sol sem við getum nú boðið á hreint ótrúlegum
kjörum. Timor Sol, aðalgististaður okkar býður frábæran
aðbúnað í fríinu. Hér ert þú staðsettur í hjarta
Torremolinos, gengur úr garðinum beint á ströndina
og ert innan við 5 mínútur að ganga á glæsilega
snekkjubátahöfnina þar sem þú fínnur glæsilega
veitingastaði og skemmtistaði. Studioíbúðir og íbúðir
með einu svefnherbergi, baði, eldhúsi og svölum.
Verð kr. 29.932
Verð m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
Timor Sol í viku, 9. og 16. júlí.
Verð kr. 39.960
M.v. 2 í studio, Timor Sol, 9. og
16. júlí í viku.
Verð kr. 49.960
M.v. 2 í studio í 2 vikur, Timor Sol,
9. og 16. júlf.
•7" •< ,
fPSft m
HEIMSFERÐTRJ
e y™
1992 C 1997-
Austurstræti 17,2. hæð • Simi 562 4600
- kjarni málsins!