Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 11 Morgunblaðið/Ji VINNUKONA á Árbæjarsafni. heim aftur án þess að hafa upp- fyllt þær væntingar sem gerðar voru.“ Húsbændurnir hafa skyldur atvlnnurekenda Halldór leggur áherslu á að þeir sem fái til sín vinnukonur geri sér ljóst að þeir séu þar með orðnir atvinnurekendur, með þeim skyld- um sem því fylgja gagnvart starfs- manninum. „Heimilið er orðið fyrir- tæki í skilningi laga og gagnvart einstaklingnum sem er í vinnu. Vinnuveitandinn þarf því að átta sig á því að hann hefur þær skyld- ur sem lagðar eru á samkvæmt lög- um og kjarasamningum. Til dæmis hvað varðar tryggingar. Oft fær útivinnandi fólk með börn á heimil- inu þá hugmynd að það sé ódýrara að fá þjónustustúlku til að elda ofan í börnin og þvo þvottana frekar en að kosta dagheimilispláss og annað slíkt. En framkvæmdin er flóknari en þetta.“ Vegna þess að vinnukonustéttin hefur opinberlega ekki verið til á íslandi í langan tíma eru ekki til sérstakir kjarasamningar fyrir hana, en atvinnuleyfi fyrir erlendan ríkisborgara fæst ekki nema leitað sé umsagnar viðkomandi verkalýðs- félags. Meginreglan er sú að tryggt þarf að vera að búið sé að bjóða starfið á íslenskum vinnumarkaði, og verkalýðsfélagið getur gert ákveðnar kröfur um lágmarksrétt útlendingsins. „Við hjá Alþýðu- sambandinu höfum gert þá kröfu og mælum ekki með öðrum at- vinnuleyfum heldur en þeim þar sem klárlega kemur fram að við- komandi njóti þess sem við höfum metið að uppfylli skilyrði kjara- samninga," segir Halldór. „Yfir- leitt fær fólk húsnæði, fæði og hugsanlega meira, en við gerum kröfu um að peningalegar greiðslur megi aldrei vera undir 27 þúsund krónum á mánuði. Þarna er miðað við dagvinnu, fjörtíu stunda vinnu- viku, og ef óskað er eftir frekara vinnuframlagi verður að sjálfsögðu að greiða það sérstaklega. Ut af fyrir sig eru flestir sammála um að þetta sé of lágt, nema þeir sem þurfa að greiða þetta. Þeir segja að húsnæði, orkukostnaður og fleira sé það stór hluti af útgjöldum meðallaunamanna að þegar það hafi verið dregið frá þyki gott að fá 27 þúsund fyrir dagvinnuna." Sýnt verfll fram á launagreiðslu Halldór segir að til að tryggja rétt launþeganna sé stefnt að því að við endurnýjun atvinnuleyfa verði atvinnurekandi að geta sýnt fram á greiðslur hafi farið inn á persónulegan reikning hins vinn- andi. Einnig þurfi að sjá til þess að tryggingar séu í lagi, því að útlendingar hafa ekki rétt í al- mannatryggingakerfinu fyrr en að liðnum ákveðnum tíma. „Við höfum verið að vinna að því með félags- málaráðuneytinu að búa til upplýs- ingarit fyrir þá sem ætla að sækja um atvinnuleyfi fyrir útlendinga á þessum forsendum, um hvað það þýðir að taka á sig slíkar skuldbind- ingar. Tilgangurinn er sá að tryggja hagsmuni erlendu starfsmannanna. Einnig hefur verið rætt um það við útlendingaeftirlitið og félagsmála- ráðuneytið hvernig hægt sé að fylgjast með högum útlendinganna eftir að þeir hafa hafið störf hér á landi. Tilgangurinn er að fyrir- byggja eins og kostur er að brotið sé á þeim, en jafnframt að geta gripið inn í ef tilefni er til. Sérstak- lega höfum við óskað eftir því að atvinnuleyfi séu bara veitt til hálfs árs í senn, því þá gefst fyrr tilefni til þess að athuga hvort allt sé í lagi. Við höfum verið að velta fyrir okkur einhvers konar kerfi þar sem atvinnuveitendur eru skuldbundnir til að bjóða konunum upp á að sækja námskeið um ísland og ís- lenska menningu." Vinnukonurnar ekki reknar úr landi Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa vinnuveitendur stundum hótað vinnukonum, að ef þær sæti sig ekki við kjör sín, verði þær reknar og útlendingaeftirlitið sendi það úr landi. Jóhann Jóhann- esson, framkvæmdastjóri útlend- ingaeftirlitsins, segir hótanir sem þessar staðlausar. „Ef viðkomandi vill komast úr landi leggjum við áherslu á að sá sem fékk hann til landsins sjái um að koma honum aftur heim, enda ber vinnuveitand- anum það samkvæmt lögum. En vilji hann vera áfram hér á landi finnum við leiðir til þess, menn eru ekki reknir úr landi við þessar að- stæður." „Þetta er starf sem er ekki opin- berlega til á íslenskum vinnumark- aði,“ segir Halldór hjá ASÍ. „Það er ein af ástæðunum fyrir því að verið er að leita eftir útlendingum, það eru ekki allir sem fá þá til sín vegna þess að þeir vilji sérstaklega útlendinga eða vilji fara illa með þá. En með þessu er verið að hverfa aftur til fortíðar á vissan hátt.“ Auóvelt aó f á vinnu erlendis MALINI frá Sri Lanka hefur verið á íslandi síðan um áramót og er vistr- áðin á heimili á höfuðborgarsvæð- inu. Hún gætir bams fyrir fjölskylduna og vinnur ýmis heimilisstörf. Þó hún hafi aldr- ei verið á íslandi fyrr eru þetta ekki fyrstu kynni hennar af slíkum störfum. Tuttugu og tveggja ára gömul fór hún til Kúveit og var vinnukona hjá ijölskyldu þar í fimm ár. Árið 1986 lenti hún í slysi og ákvað í framhaldi af því að fara aftur heim til Sri Lanka þar sem hún hefur verið þar til hún kom til íslands. „Að fara til vinnu erlendis er langbesti og jafnvel eini möguleikinn fyrir konur á Sri Lanka til að eignast peninga. Flestir fara til arabalandanna enda er þar auðvelt að fá vinnu, og sennilega væri ég íKúveit núna ef ég hefði ekki komið til íslands. Það er ríkisstofnun á Sri Lanka sem sér um milligöngu um störfin og það komast nánast allir að sem sækja um,“ segir Mali. Þrjár systur vinnukonur á íslandi Mali er frá Kandy, næststærstu borg Sri Lanka. Það- an eru líka sex aðrar konur frá Sri Lanka sem unnið hafa að undanförnu á íslandi sem vinnukonur. Tvær þeirra, Emani og Nayana, eru systur Mali. Emani hefur verið á íslandi í eitt og hálft ár og það var hún sem hafði milligöngu um að fá Mali til landsins. Sú Sri Lanka-búanna sem lengst hefur verið á íslandi heitir Ramani. Hún var vinnukona á heimili íslensk-jórdan- skrar fjölskyldu í London. Fyrir sex árum fluttist fjöl- skyldan til Islands og Ramani kom með. Síðar fékk hún til landsins tvær systur sínar til vinnu á heimilum vinafólks vinnuveitenda sinna og smám saman komu fleiri og þegar mest var voru þær sjö. Mest af þeim peningum sem hún vinnur sér inn sendir Mali til heimalandsins. „Eg fæ allt sem ég þarf hér hjá vinnuveitendum mínum; mat, húsnæði og föt. Þegar ég þarf á einhveiju fleiru að halda tek ég það auð- vitað af launum mínum, en mest af pening- unum sendi ég heim. Hluti af því fer til fjöl- skyldunnar en afgangurinn fer inn á mína eigin bankabók.“ Safna í heimanmund Fjórar af konunum frá Sri Lanka eiga eiginmenn og börn í heimalandinu og senda peninga heim til þeirra. En þær sem eru ógiftar þurfa ekki síður að vera sparsamar. „Við þurfum að safna peningum í heiman- mund til að geta gifst, svo að hægt sé að kaupa hús og annað sem er nauðsynlegt fyrir fjölskylduna. Það tekur 2-4 ár í vinnu erlendis að safna fyrir húsi, ef maður er sparsamur, en reyndar verður það sífellt dýr- ara.“ Mali segist þó ekki þurfa að neita sér um neinar skemmtanir. Hún hefur farið í leikhús og þegar hún vill sjá bíómyndir leigir hún sér vídeóspólur. Mali segist vera lítið fyrir að fara út að skemmta sér, en að sumar hinna kvennanna frá Sri Lanka séu duglegri við það. Þó hún hafi verið stutt hér á landi skilur Mali þegar töluverða íslensku og getur sagt nokkur orð. Mest gagn hefur hún haft af því að tala við börnin en einnig notar hún orðabók við lærdóminn. Malini Sumenewedhie. Vinnur fyrir f jórum börnum í nómi EMMA Surban er 48 ára gömul einstæð móðir með fjögur börn, 14-17 ára gömul, sem öll eru í námi heima á Filippseyjum. Elsta dóttir hennar er byijuð í tölvunarfræði í háskóla. Vinnukonulaun Emmu duga fyrir framfærslu og skóla- gjöldum barnanna fjögurra og hún ætlar sér að vinna hér á landi að minnsta kosti þangað til þau öll eru útskrifuð úr háskóla. „Það eru milljónir Filippseyinga sem vinna í útlöndum því atvinnuleysið á Filippseyjum er mikið og launin lág. Marg- ir vinna við heimilishjálp í Saudi-Arabíu eða öðrum arabalöndum en kjör þeirra eru oft slæm. Mér finnst ég vera heppin að vera á islandi, hér er fólkið gott og land- ið hreint. Ég gæti reyndar líka unnið sem heimilishjálp á Filippseyjum en þar eru launin miklu lægri,“ segir Emma. Nýlega hóf Emma að vinna hálfan daginn á Landspítalanum meðfram heimilisaðstoðinni. Með þeim aukatekjum getur hún keypt sér meira til eigin þarfa en áður. Hún hefur einnig drýgt tekjur sínar með því að sjá um matreiðslu í veislum fyrir samlanda sína hér á landi. Á tvær systur á íslandi Tvær systur Emmu vinna einnig á ís- landi. Önnur þeirra vinnur sem heimilis- hjálp eins og Emma, hin var gift íslend- ingi en er nú fráskilin með fimm börn og vinnur á Landspítalanum. Það var fyrir tilstilli hinnar síðarnefndu að Jónas og Drífa fengu Emmu til landsins í vinnu til sín. í frístundum heimsækir Emma oft syst- ur sínar og gistir þá stundum hjá þeim um helgar. Hún segir Filippseyinga hér á landi, sem eru um þijú hundruð talsins, hafa töluverð samskipti sín á milli og við Filippseyinga sem starfa fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. „Margir þeirra sem hingað koma byija í heimilishjálpinni en færa sig síðan í önnur störf þegar tungu- málakunnáttan er orðin betri. Það er ekki slæmt starf að vinna inni á heimili ef vinnuveitendurnir eru góðir en ég veit að ekki er farið vel með alla landa mína sem eru í þessu starfi hér á íslandi.“ Emma Surban Heimilishaldió gengi ekki án Emmu RÍFA Freysdóttir og Jónas Magnússon, vinnuveit- endur Emmu Surban eru bæði læknar og vinna langan vinnudag. „Þetta gengi einfaldlega ekki upp án Ernrnu," segir Drífa. „Olíkt öðrum stéttum hafa læknar ekki neinn kost á því að fara í hlutastarf. Vinnu- vikan hjá mér er um sjötíu tímar á viku og og þar af er helgarvakt aðra hveija helgi. Vaktirnar eru 26 tímar og við þurfum því að hafa einhvern sem er heima við á nóttinni líka.“ Síðari fæðingarorlofi Drífu var að ljúka þegar þau Jónas fóru að svipast um eftir heimilisaðstoð. „Sam- starfsmaður minn benti mér þá að tala við Corazon, systur Emmu, og hún stakk upp á systur sinni sem væri heima á Filippseyjum. Við vorum hikandi í fyrstu, því auðvitað kom upp sú spurning hvort við gætum hugsað okkur að hafa manneskju búandi inni á heimil- inu.“ Eins og þriðja foreldri Drífa segir að þeim hafi fundist kostur að Emma væri orðin það gömul að hún væri búin að koma upp sínum börnum, en ekki ung og óreynd eins og au-pair stúlkur eru flestar. „Emma er þægileg í umgengni og góð við börnin. Það er mikill kostur að við þurfum ekki að draga þau upp klukkan sjö á morgnana þegar við þurfum að vakna í vinnuna. Við getum treyst á að allt gangi upp á heimilinu og þurfum mjög lítið að leita eftir annarri pössun. Emma er eins og þriðja for- eldri fyrir börnin og strákurinn minn man ekki eftir öðru en að hún sé á heimilinu. Hann kippir sér ekki upp við að ég vinni allan daginn, enda er hann vanur því. En þegar Emma fór að vinna hálfan daginn varð það honum töluvert áfall.“ Þau Jónas og Drífa segjast þekkja mörg dæmi úr læknastétt um að fengnar séu útlenskar konurtil að búa á heimilinu og aðstoða við barnauppeldið og heimil- isstörfin. „Allir kvenlæknar sem ég þekki hafa ein- hvers konar heimilisaðstoð, hvort sem fengin er mann- eskja nokkrum sinnum í viku eða einhver sem býr á heimilinu,“ segir Drífa. „í árganginum sem útskrifað- ist með mér voru 28 stelpur. Flestar þeirra eru í útlönd- um núna og flestar með au-pair á heimilinu. Hér heima get ég nefnt að minnsta kosti sex kvenlækna sem eru með konu starfandi á heimilinu ogeru þá ónefndir þeir sem eru með au-pair. Ég þekki þetta líka úr öðr- um starfsstéttum þar sem báðir foreldrar vinna mikið úti. Ef þeir hefðu ekki manneskju sér til aðstoðar færi sá litli frítími sem til er í þvotta og tiltekt og þá er lítið gagn í foreldrunum fyrir börnin." Fyrirkomuiag sem mun breiðast út Drífa segir að í mörgum tilvikum hafi læknar kynnst því erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, að hafa mann- eskju við heimilisaðstoð og þeir hafi flutt það fyrir- komulag með sér heim. Þau Jónas spá því að þetta fyrirkomulag muni breiðast út hér á landi, enda muni það stuðla að betra þjóðfélagi að börnum sé betur sinnt. „Ef farið er illa með þetta fólk er það auðvitað mál sem taka þarf fyrir,“ segir Jónas. „Helst vildi ég að ráðningarnar og kerfið allt yrði gert opnara og skilvirk- ara. Það hefur færst í þá áttina. Við borgum í lífeyris- sjóð og stéttarfélag fyrir Emmu eins og hvern annan starfsmann og þurfum að auki að sýna fram á að við höfum greitt launin inn á reikning hennar. Um það er ekkert nema gott að segja. Ég væri líka tilbúinn að greiða hærri laun, ef á móti kæmi að þau yrðu að hluta frádráttarbær frá skatti, eins og í hveijum öðrum atvinnurekstri. Við höfum skyldur atvinnurekanda en ekki réttindin. En staðreyndin er sú að heimilið gengi ekki upp án þess að hafa þetta fyrirkomulag. Ég hef rætt við skattayfirvöld en þar var mér sagt að þeim kæmi ekkert við hvernig ég hefði mitt heimilishald."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.