Morgunblaðið - 22.06.1997, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 22.06.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 15 LISTIR Hugsýn eða veruleiki? Bókmenntir Ljóöadiskur POEMS AND MELODIES FROM ICELAND íslensk ljóð á ensku eftir: Stein Steinarr, Matthías Johannessen, Ólaf Jóhann Sig- urðsson, Jón úr Vör, Jóhann Sig- urjónsson, Njörð P. Njarðvík, Nínu Björk Árnadóttur, Hannes Pétursson, Þuriði Guðmundsdótt- ur, Jón Óskar, Snorra Hjartarson og Jón Dan. Valið og lesið af Magnúsi Magnússyni. Spor 1997. ÚRVAL íslenskra ljóða á er- lendu máli hlýtur að takmarkast við þær þýðingar sem til eru, nema sérstaklega sé þýtt fyrir viðkom- andi útgáfu. Á seinustu árum hafa íslenskar bókmenntir fengið meiri útbreiðslu en löngum áður og verið þýddar á allmörg tungumál, ís- lenskir höfundar hafa jafnframt komið fram á mörgum bókmennta- kynningum vítt, og breitt. Nægir að nefna kynningar á Norðurlönd- um, í Þýskalandi, Frakklandi og á Englandi, þar sem fyrir fáum árum kom út safn íslenskra nútímaljóða. Einnig hefur bandaríska tímaritið Vision birt þýðingar íslenskra ljóða undanfarin ár. Magnús Magnússon hefur valið á þennan disk 17 ljóð í enskum búningi 6 þýðenda. Flest ljóðin tekur hann úr þýðingum Álans Boucher og Sigurðar A. Magnússonar en einnig hefur hann sjálfur þýtt nokkur ljóðanna, þrjú eru þýdd af öðrum þýð- endum. Eins og nærri má geta veitir diskurinn ekki nema ofurlitla innsýn í íslenska ljóðagerð undan- gengna áratugi enda er honum tæpast ætlað annað. Með það í huga sem áður var sagt um út- breiðslu íslenskrar ritlistar síðustu ár, væri ekki síður hægt að setja saman disk með efni frá þessum áratug ef menn hefðu hug á því, nóg er af fram- bærilegum ljóðum og talsvert úr- val þýðinga. Tónlistin í hugum íslendinga er lag Sig- valda Kaldalóns, upphafslag disksins, Nóttin var sú ágæt ein, fyrst og fremst jólalag, en í huga útlendings sem lítið þekkir til jólavenju hér á landi, _ er þetta aðeins fallegt lag. ísienskum gagnrýnanda segir þetta hins vegar það sem reyndar mátti ljóst vera frá upphafi: að þessi diskur er umfram allt ætlaður túristum, e.t.v. líka til gjafa til vina og viðskiptamanna erlendis. Ekki verður annað séð en því markmiði sé ágætlega náð með þessum diski. Það er þó einhver jólablær yfir tónlist- inni á diskinum því auk áðurnefnds lags Kaldalóns eru þarna t.d. Óður til jóla og í musterinu eftir Torfa Ólafsson og Ave Mar- ía eftir Sigurð Braga- son. í heild er músík- in afar áferðarfalleg og ljúf, undur vel flutt af Martial Nardeau, Tryggva Hubner og Þóri Úlfarssyni - vekur ekki ósjaldan hugrenningatengsl við tóninn hjá Zamphir, rúmenska panflautuleikaranum víðkunna. Magnús Magnússon er fyrirtaks ljóðalesari og flytur ljóðin á diskin- um með mestu ágætum. Poems and melodies from Ice- land er afar áferðarhreinn diskur, gefur slétta og fellda mynd af lít- illi þjóð til lands og sjávar, í sveit og borg, þjóð sem þrátt fyrir allt unir sátt og jafnvel harla glöð við sitt. Þetta er a.m.k. sú mynd sem eftir situr í mínum huga, ekki síst fyrir áhrif tónlistarinnar, eftir að hafa heyrt þennan disk. Skyldi þetta vera íslensk hugsýn eða ís- lenskur veruleiki? Kjartan Árnason Magnús Magnússon Morgunblaðið/Jón Svavarsson HLÍF Siguijónsdóttir fiðluleikari og Karólína Eiríksdóttir tónskáid. Nýtt íslenskt verk frumflutt NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld heldur Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari einleikstónleika í tón- leikaröð sumarsins i listasafni Siguijóns Ólafssonar. Á efnis- skránni er Partíta nr. II í d- moll, BWV 1004 og Partíta nr. III í E-dúr, BWV 1006 eftir Bach. Að auki mun Hlíf frumflytja nýtt einleiksverk sem Karólína Ei- ríksdóttir hefur samið sérstak- lega fyrir hana. „Verkið hefur enn ekki hlotið heiti en að svo komnu máii kalla ég það Hugleið- ingu,“ sagði Karólína. „Verkið talar sjálfstæðu máli og erfitt að tjá inntak verksins með orðum.“ Karólína sagði að munurinn á því að semja tónverk fyrir ein- leikshljóðfæri annarsvegar og kammerhijómsveit hinsvegar væri nokkur. „Það tekur meira á að láta eitt hljóðfæri halda uppi heilu tónverki en mörg saman.“ Verkið var samið i fyrra og þvi hefur flyljandinn, Hlíf Sigur- jónsdóttir, haft góðan tima til að veiyast því, að hennar sögn. „Þetta er virkilega fínt tónverk og ég mun spila það oft í kom- andi framtíð," sagði Hlíf. „Það er gaman að fá nýsmíði og geta velt fyrir sér nýjum hliðum þess, því það eru ekki öll tónverk sem þola það. Verkið finnst mér vera mjög þroskað. Það Ijáir ró og eftirsjá án þess að vera sorg- mætt.“ Hlíf Iýsti byggingu verksins sem tilbrigðis án stefs þar sem grunnhugmynd tónskáldsins gengur eins og rauður þráður í gegnum verkið. „Það byijar ró- lega, æsist og endar rólega aftur og ég sé hveija einustu nótu hafa markmið,“ sagði Hlíf að lokum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Nýjar bækur •í TILEFNI af ljósmyndasýning- unni „Reykjavík: Ijósmyndir og Ijóð" hefur Árbæjarsafn gefið út ritgerðina „Völundarhús sjón- línanna: Reykjavík í ljósmynd- um og Ijóðum á tuttugustu öld" eftir Garðar Baldvinsson bók- menntafræðing. í ritgerðinni greinir Garðar nokkur meginþemu ljóðskálda á þessari öld sem fjalla um „borg- ina“, „myndina" í víðum skilningi og ekki síst ljósmyndina sem tækniafurð, segir í kynningu. Og ennfremur: í ritgerðinni segir m.a. „Hinn nýi tími borgarinnar, með nýja sjálfsvitund og nýtt sam- skiptamynstur mannhafsins kemst ekki inní ljóðagerðina á fyrri hluta aldarinnar. Ljóðin halda í gildi hins gamla og þá ekki síst goðsögulega sjálfsmynd samræmis og heildstæðni þar sem maður og náttúra renna mjög saman í eitt. Þessi höfnun nýrra tíma og upphafning gamalla gilda er mjög í samræmi við þá stöðnun sem er talin hafa ríkt í flestu til- liti á íslandi fram á þessa öld og er stundum tengd við fátækt og einæðislega dýrkun þjóðarinnar á gullaldarbókmenntum sínum.“ Til umfjöllunar eru ljóð um þrjá- tíu ljóðskálda sem sett hafa svip sinn á íslenska ljóðgerða síðustu áratugi s.s. eins og Tómas Guð- mundsson, Steinn Steinarr, Sigfús Daðason, Einar Bragi, Gyrðir El- íasson, Sigfús Bjartmarsson, Ingi- björg Haraldsdóttir, Sigurður Pálsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Hannes Sigfússon og Þóra Jóns- dóttir svo nokkur séu nefnd. Rit- gerðinni er skipt upp í eftirtalda kafla: „Ljósmyndin í myndinni“, „Reykjavík í ljóðum fyrr á tíð“, „Svipmyndir úr borginni", „Ferð um borgina“, og loks „Mynd í mynd.“ Ritgerðin er 41 bls. aðlengd og fæst á Árbjæjarsafni. VERIO ÞAR SEM ÉG ER ALMENNA MÓTIÐ í VATNAS 2 7. - 29. JÚNÍ 1997 Norski tónlistarmaðurinn Hans-lnge Fagervik kemur til landsins til að vera á mótinu. Hann mun einnig halda tónleika [ íhúsi KFUMogKFUK | við Holtaveg 26. júní | kl. 20:30 ogí “ Filadelfíukirkjunni, Hátúni, 30. júní kl. 20:30. Biblíufræðsla Samkomur Barnastundir Lofgjörð, sálgæsla og fyrirbæn Fjölbreytt útidagskrá fyrir alla aldurshópa Tvennir tónleikar Föstudagskvöld kl. 23:00 Hans-lnge Fagervik ugardagskvöld kl. 23:00 ians-lnge Fagervik ásamt íslenskum tónlistarmönnum Ókeypis tjaldstæði Margskonar leiktæki Svefnpokapláss Matsala Mótsgjald kr. 1500 fyrir 15 ára og eldri, ókeypis fyrir börn 4i m Silkiprent hf. Allir hjartanlega velkomnir Nánari upplýsingar í síma 588 8899 Samband íslenskra kristniboðsfélaga Holtavegi 28,124 Reykjavík, sími 588 8899

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.