Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 LISTIR MORGUNBI AÐIÐ Carl Sedlak er forseti stofnunar sem stefnir að því að gera San Diego-borg að helstu uppeldisstöð teiknimyndafólks í Bandaríkjun- ---------------------------------------------3»--------------- um. Starfs síns vegna á Sedlak af og til leið til Islands og nú er hann farínn að leita hér að efnilegum teiknurum fyrír stóra teikni- myndaframleiðendur á borð við Disney. Einar Falur Ingólfsson ræddi við hann. TEIKNIMYNDAGERÐ stend- ur í miklum blóma í Banda- ríkjunum um þessar mundir og ótal möguleikar standa mennt- uðum teiknurum til boða. Stóru stúdíóin á borð við Disney og Warn- er hafa verið að gera ákaflega vin- sælar kvikmyndir í fullri lengd, eins og Konung ljónanna og Aladin, og myndir þar sem teiknimyndahetjur og raunverulegir leikarar eru saman á hvíta tjaldinu, á borð við Space Jam með Michael Jordan. En það eru einungis sautján prósent teikni- myndagerðarfólks sem eru að vinna að slíkum kvikmyndum. Aðrir fínna sér farvegi þar sem eftirspurnin eft- ir kröftum þeirra er einnig mrkil; í auglýsingum, þrívíddar arkitektúr, læknis- og lyfjafræðilegum teikning- um, að svo ekki sé minnst á tölvu- leikjamarkaðinn. Carl Sedlak er stærðfræðimennt- aður verkfræðingur sem vinnur við tölvuforrit í loftvarnarkerfum bandaríska hersins. _ Starfs síns vegna á hann leið til íslands þrisvar til fjórum sinnum á ári og í síðustu heimsóknum sínum hefur hann not- að frístundirnar til að sinna hugsjón sem hefur tekið mikið af tíma hans síðustu misserin; hann leitar að fólki sem gæti gert það gott í teikni- myndabransanum. Morgunblaðið/Einar Falur Carl Sedlak. í leit að teiknuram Hér er fólk með hæfileika „Þar sem stóru teiknimynda- stúdíóin þurfa svo marga góða lista- menn, þá vildi ég sjá hvort hér væru einhveijir sem hefðu hæfileika og áhuga á að fara út í þetta,“ segir Carl. „í fyrra heimsótti ég Listasafn íslands, hitti þar Körlu Kristjáns- dóttur og hún hefur verið hjálpleg við að kynna mig fyrir skólafólki og listamönnum, gefa mér nöfn og sam- bönd. Þegar ég er á íslandi vinn ég í Keflavík en mér hefur engu að síð- ur tekist að hringja í fólk, hitta nokkra teiknimyndagerðarmenn, tölvuteiknara, myndskreyta og lista- menn, og skoða nokkrar portfólíur. Ég sá strax að hér er fólk með þá hæfíleika sem þarf, fólks sem gæti með svolítilli vinnu orðið álitlegir kostir fyrir stúdíóin. Ég gef þessu fólki sýnishorn af því hvernig teikn- ingum og portfólíum til dæmis Disney leitar að, bendi á hvar það má bæta sig, og í haust stendur síð- an til að yfirmaður uppeldisdeildar Disney komi með mér hingað til að hitta teiknara. Ef honum líst á efni- viðinn og fólk vill ráða sig til fyrir- tækisins, þá sjá þeir um allt, pappíra og atvinnuleyfí. Byijunarlaun við teiknimyndirnar eru 2,4 til 2,8 milljónir króna á ári, en launin hækka hratt ef fólk stendur sig. Á fímm, sex árum geta þau ver- ið komin í sjö milljónir og þá geta menn líka farið að vinna sjálfstætt, þess vegna heima hjá sér, og geta selt vinnu sína þaðan í gegnum tölvur. Við erum að leita að hæfíleikaríku fólki en það getur svo tekið langan tíma að ala einstaklinginn upp til að verða framúrskarandi fagmaður. Það er mikil vinna og þess vegna vilja stúdíóin helst fólk með reynslu og þroska, en það er bara svo mik- ill skortur á fólki að þau hafa verið að taka fólk beint úr gagnfræðaskól- um. En það sem háir faginu einna mest, er skorturinn á góðum teikni- kennurum í skólunum. Kennsla í nákvæmri raunsærri teikningu hefur verið skelfilega vanrækt síðustu ára- tugina og hæfileikar hafa glatast. Góðir kennarar geta verið mjög dýr- mætir. Þannig er einn kennari á ír- landi sem getur kennt undirstöðuna fyrir teiknimyndagerð og þegar stúdíóin höfðu uppi á honum, þá fóru þau að veita honum alla mögu- lega aðstoð og skyndilega er írland orðið ein aðal uppeldisstöð efnilegra teiknara!" Gefur unglingum tilgang Það eru ekki nema tvö ár síðan Carl fékk þennan brennandi áhuga á að bæta kennsiu í teiknimynda- gerð. Sonur hans kom þá heim úr skólanum með bréf frá kennara sem leitaði eftir aðstoð foreldra við að koma á fót svona kennslu. Carl mætti á fund, var kosinn í undirbún- ingsnefnd og ekki leið á löngu þar til búið var að kanna grundvöliinn, ræða við fólk í stóru teiknimynda- stúdíóunum og öðrum menntastofn- unum, og Carl Sedlak var orðinn forseti stofnunarinnar FACT. Mark- mið hennar er að efla kennslu í teiknimyndagerð í grunnskólum San Diego og opna nemendum þannig leið inn í atvinnulífið. „Við byijuðum á að heimsækja nokkrar stórar teiknimyndastofur, þar á meðal Warner, og gagnfræða- skóla sem voru þegar að kenna þetta,“ segir Carl. „Allir ítrekuðu að það þyrfti listræna hæfileika til að verða teiknari, en við höfðum haldið að það væri nóg að hafa góð- an tölvubúnað, setja krakkana við vélarnar; en nei, okkur var sagt að þau yrðu að geta teiknað. Úr þessum heimsóknum komum við með ýmsar hugmyndir og sáum hvað þörfin var mikil: þeir hjá Warner sögðust þurfa 250 teiknara þá þegar! Svo kynntist ég yfirmanni uppeldisdeildar Disney og hann vantaði 300-350 teiknara. Þá hitti ég mennina sem voru að vinna að myndinni Fantasíu og þeir þurftu 250. Við vorum nokkur sem skrifuðum skýrslu, hittum skólastjórann í skóla sonar míns og sögðumst vilja vinna að þessu í sjálfboðavinnu. Hann féllst á rök okkar og samþykkti að bæta teiknimyndagerð við kennslu- efnið. Þá er ég blessunarlega vel tengdur pólitískt heima hjá mér, skólaráð borgarinnar er pólitísk stofnun og eftir tvo mánuði var búið að samþykkja námsefnið. Við feng- um ákaflega hæfileikaríkan kenn- ara, það var byijað að kenna 30 nemendum, á næstu önn voru þeir 65; í september síðastliðnum voru þeir orðnir 200 í þremur gagnfræða- skólum. Við höldum að í haust verði nemendurnir 450 og þegar pró- grammið stækkar áætlum við að það verði stærsta uppeldisstöðin í teikni- myndagerð, með um 1.200 nemend- ur. Draumurinn núna er að leggja til peninga í myndver í tengsium við borgina, ná teiknivinnu þannig til okkar og gefa nemendunum raun- verulega reynslu, í stað þess að láta senda teiknivinnu í jafn miklum mæli til Asíu og nú er gert fyrir bandarískar teiknimyndir. Það kæmi mér ekki á óvart að einhveijir nem- endur muni við útskrift úr gagn- fræðaskólum þéna betur en foreldrar sínir. Það er óhætt að segja að það sé eitt af markmiðunum. Eitt af því sem heillar okkur for- eldrana við þessa kennslu í teikni- myndagerð, er að allir í bekknum geta fundið sig í þessu. Það þarf að teikna, en það þarf líka að athuga sögulegan bakgrunn persónanna í teiknimyndunum, það þarf að vinna í tungumálum, skrifa textann, semja tónlist. Allir geta tekið þátt og feng- ið viðbrögð. í lokin er svo tilbúið myndband með verkinu sem hægt er að sýna heima hjá sér. Ungling- arnir eru mjög spenntir fyrir þessu, svona verkefni geta gefið þeim til- gang, hjálpað þeim að finna sig, en eins og við vitum þá glíma ungling- ar við mörg vandamál í dag, eitur- lyf, ótímabæra óléttu, skerta sjálfs- mynd og óöryggi. í skólunum látum við nemendur setja upp eigin stúdíó, fara í hópa og skipta með sér verkum, rétt eins og gert er úti í atvinnulífínu. í fyrra rak eitt þessara stúdíóa meira að segja nokkra nemendur, en þeir brugðust þá hárrétt við; stofnuðu bara eigin stúdíó og fóru út í harða samkeppni." ERLENDAR BÆKUR í návígi við námumenn Martin Cruz Smith: Rose Ballantine Books, 1997. Aðalsöguhetjan í nýjustu spennu- sögu bandaríska metsöluhöfund- arins Martins Cruz Smiths, Rósa eða „Rose“, er malaríusjúkur Bandaríkjamaður af breskum ættum, námuverkfræðingur að mennt, frægur ef ekki alræmdur Afríkufari, arsenikneytandi og viðvaningur í spæjarastétt. Hann heitir Jonathan Blair og þetta er á seinni hluta nítjándu aldar þeg- ar breska heimsveldið stendur í mestum blóma. Hann er ekki mjög hrifinn af Bretum. Partur af and- úð hans er sprottinn af meðferð þeirra á Afríkumönnum, sem hann sjálfur hefur gert sér far um að vingast við og skilja. Ekk- ert þráir hann heitar en komast aftur til Afríku nema ef vera skyldi að fá að halda ræðu hjá Konunglega landafræðifélaginu í London um uppgötvanir sínar í álfunni stóru. En hann er ekki í náðinni. Hann er orðinn að goðsögn vegna dvalarinnar í Afríku og alveg mátulega merki- legri. Um hann eru skri- faðir reyfarar. Hann er kallaður Blair „niggari" vegna viðhorfa hans til Afríkubúa. Hann er staddur London þegar sagan hefst og ef hann ætlar að komast aftur til Afr- íku þarf hann fyrst að gera svolítið viðvik fyr- ir styrktaraðila sinn, eins og hann mundi sjálfsagt kallast í dag. Sá er vellauðugur biskup og kolanámu- eigandi í Norður- Englandi. Dóttir hans hefur verið í tygjum við prestnefnu sem nú er horfin sporlaust og Blair á að komast að því hvað varð um manninn, en án þess að rannsókn hans veki mikla athygli á svæð- inu. Svo hann heldur í kolarykið í bænum Wigan og spurningin er hvort hann eigi þaðan nokkurn tímann afturkvæmt. Rannsóknarvinna Martin Cruz Smith vakti fyrst talsverða athygli á síðustu árum kalda stríðsins með spennusög- unni „Gorky Park“ eða Gorky- garðinum. í henni var sögusviðið Moskva samtímans en bókin var kvikmynduð með William Hurt í aðalhlutverki. Smith var lofaður fyrir lýsingu sína á hinu daglega lífi Moskvubúans þegar það þekktist lítt eða ekki á Vestur- löndum, en Smith leggur mikið upp úr nákvæmum rannsóknum á sögutíma og sögustöðum bóka sinna. Þannig hefur hann kynnt sér til hlítar með umfangsmiklum rannsóknum líf í kolanámubæ eins og Wigan í Bretlandi á síð- ustu öld, sem er sögusvið Rósu (titillinn hefur tvöfalda merk- ingu, getur líka verið Rós). Segja má að einn meginstyrkur sög- unnar sé umhverfið sem hann hefur valið henni og einstaklega nákvæm, næstum smásjárleg skoðun á starfsemi í kolanámum á nítjándu öldinni; gastegundum, lofthæð, gangagerð, hökum, vögnum, hestum (íslenskum), hvernig sá sem stjórnar lyftunni niður í göngin starfar, hvernig sprengingar geta orðið í kola- námum, hvernig skiptir máli að vefja saman kveikiþráð á þennan hátt en ekki hinn, hvaða aðferð er notuð til þess að sannreyna fjölda látinna eða týndra eftir sprengingu. Undir yfirborðinu Vegna þess að Jonathan Blair er landkönnuður frá Afríku er einnig heilmikill fróðleikur um Afríkubúa í sögunni. Reyndar er það svo að hvar sem því verður viðkomið hefur Smith sett inn fróð- leik sem vitnar um þekkingu hans á hinum ýmsu og ólíku sviðum. Allt gerir það frásögnina ríkulegri og forvitnilegri því bæði tekst hon- um að skapa mjög raunverulegan heim sem eru kolanámurnar og kolanámubærinn og búa til gátur um mannshvarfið sem halda at- hyglinni vakandi. Eftir því sem lesandinn lærir betur um kolanám- urnar og kynnist betur fólkinu í Wigan sniglast hann hægt en ör- ugglega að lausn gátunnar. Ein- hveijum lesandanum gæti þótt nóg um hversu hugfanginn höfundur- vertmeiríZll™*!1 fkrifar V tals- SeríSt með inn er af hveiju smáatriði ofanjarðar og neðan. Smith ætlar lesanda sínum að grafa sér leið að lausninni í gegn- um þykk kolalög, bráðhættulegar gastegundir og eilífa sprengihættu í fylgd verkfræðingsins. Á sinn hátt er það mjög viðeigandi að hafa námuverkfræðing í hlutverki spæjara. Eins og námuverkfræð- inga er siður skoðar Jonathan Bla- ir undir yfirborðið, kannar jarðveg- inn, grefur göng, styrkir þau og vinnur úr jörðinni það sem nysam- legt þykir. Þetta sama gerir hann í leitinni að prestinum. Hann skoð- ar undir yfírborðið meðal íbúanna í kolanámubænum. Grefur sér göng á milli forréttindastéttarinn- ar og hinna fátæku í Wigan, setur upp sprengihleðslur milli kola- námumanna, vinnur úr jarðvegin- um nytsöm svör um dularfullt mannshvarf. Smith er einnig í mun að nota réttar áherslur í málfari persón- anna hvort sem þær eru af há- stétt eða lágstétt og skapar per- sónur af engu minna raunsæi en hann lýsir umhverfinu. Þannig er sagan hans fróðleg bæði og skemmtileg. Einstaka sinnum teygist óþarflega á henni kannski en hún er á endanum ánægjuleg lesning og gerð af talsvert meiri metnaði en maður á að venjast af bókum úr þessum geira. Aðrar bækur Martins Cruz Smiths fyrir þá sem hafa áhuga eru: „The Indians Won“, „Gypsy in Amber“, „Canto for a Gypsy“, „Nightwing", „Stallion Gate“ og „Polar Star“. ARNALDUR INDRIÐASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.