Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 18

Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 18
18 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ímynd stöð- ugleika í landi óreiðu Oscar Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, kemur í opinbera heimsókn til íslands í dag. Hann hefur gegnt embætti í fímm ár og jafnmarg- ir forsætisráðherrar hafa svarið embættiseið í valdatíð hans. Af tilefni heimsóknarinnar er fjallað um Scalfaro og menningar- og * * viðskiptatengsl Islendinga og Itala. OSCAR Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, flytur ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. OSCAR Luigi Scalfaro, for- seti Ítalíu, kemur í opin- bera heimsókn til íslands um helgina. Hann hefur setið í embætti í fimm ár og sagt er að í landi óstöðugleikans sé hann eini frammámaðurinn, sem megi reiða sig á, „eini fastinn í landi hins pólitíska breytileika" eins og sagði í fyrirsögn dagblaðsins Die Welt ný- verið. Scalfaro hefur á undanfömum árum tekið að sér að vera samviska þjóðarinnar. Þegar hver höndin er upp á móti annarri í ítölskum stjórn- málum flytur hann ræður um sið- ferðislega og pólitíska endurnýjun landsins og stofnana þess. „Um- bætur“ hefur verið kjörorð hans. Kjörorðið „umbætur“ „Bindum enda á eitraðan orð- róm,“ sagði hann í ávarpi sínu um áramótin. „Bindum enda á samruna stjómmála og viðskipta." Scalfaro er níundi forseti Ítalíu og honum hefur verið líkt við bjarg trausts og trúverðugleika. Sagt er að hann nái hins vegar ekki inn í hjörtu fólks, heldur tali til samvisku þess. Vinstri- og hægrimenn eigni sér hann til skiptis, eftir því hvorir verði fyrir barðinu á gagnrýni hans. Þegar Scalfaro kemur fram virð- ist hann tilheyra öðmm tíma. Hvassir drættir andlits hans minni á brjóstmyndir í höllum frá tímum Rómarveldis og endurreisnarinnar. Kjörinn í kjölfar ringulreiðar Scalfaro hefur litlu breytt í emb- ættisfærslu sinni frá því hann var kjörinn forseti 25. maí 1992. Þá var liðinn mánuður frá því að Franc- esco Cossiga sagði af sér embætti og hafði ítalska þingið gengið fimmtán sinnum til atkvæða um nýjan forseta. Glundroði hafði myndast í ítölskum stjórnmálum og enn einu sinni stóð almenningur ráðþrota frammi fyrir sjónarspilinu í Róm. Þá kom reiðarslagið. Sak- sóknarinn Giovanni Falcone, sem hafði rekið herferð dómskerfisins gegn mafíunni, var myrtur í sprengjutilræði ásamt konu sinni og tveimur lífvörðum. Mafían í Pal- ermo á Sikiley stóð að baki morðun- um. Þessi verknaður hristi upp í þinginu og sólarhring síðar var Scalfaro kjörinn með atkvæðum kristilegra demókrata, sósíalista, jafnaðarmanna, fijálslyndra, rót- tækra, fyrrverandi kommúnista og græningja. Scalfaro fæddist í Novara í Pi- edmont-héraði 9. september 1918. um að gera hann að forseta kom heldur ekki úr röðum hans flokks- systkina. Marco Pannella, leiðtogi róttæka flokksins, lagði til að Scalf- aro yrði forseti, en kristilegir demó- kratar studdu ekki tillöguna fyrr en ljóst var að þess væri ekki nokk- ur kostur að Giulio Andreotti gæti orðið forseti. Frá því að Scalfaro tók við emb- ætti 28. maí 1992 hefur hann bar- ist fyrir allshetjar umbótum á ítal- íu. Frá pólitíska landskjálftanum á Ítalíu þegar rannsókn saksóknara- embættisins í Mílanó undir kjörorð- inu „hreinar hendur" leiddi til þess að heil stétt stjórnmálamanna þurfti að draga sig í hlé hafa fimm forsætisráðherrar svarið embætti- seið frammi fyrir Scalfaro. Þeir eru Guiliano Amato, Carlo Azeglio Ciampi, Silvio Berlusconi, Lam- berto Dini og nú síðast Romano Prodi. Staðfesta Scalfaros er ekki síst mikilvæg á tímum óvissu og hrær- inga vegna þess valds, sem hann hefur. Samkvæmt ítölsku stjórnar- skránni er forseti Ítalíu einnig æðsti yfirmaður hersins, hann undirritar lög og hefur vald til að náða glæpa- menn, hann getur leyst upp þing og boðað til kosninga og ákveður hverjum hann felur stjórnarmynd- unarvald. Notar vald sitt Scalfaro gerir sér grein fyrir þeim völdum, sem hann hefur. Þeg- ar stjórn Berlusconis féll í desember 1994 lét hann ekki undan þrýstingi hægrimanna um að boða þegar til kosninga, heldur fól Dini að mynda bráðabirgðastjórn á meðan pólitíska ástandið í landinu róaðist. Berlusconi beitti Scalfaro einnig þrýstingi um að veita sér stjórnar- myndunarumboðið að nýju, en for- setinn varð ekki við því. Þann tíma, sem Berlusconi var forsætisráð- herra, var grunnt á því góða á milli þeirra. Scalfaro fór ekki leynt með það að honum mislíkaði hvernig Berlusconi fór með valdið. Berlusc- oni sakaði Scalfaro um að vera ekki yfir flokkadrætti hafinn. Forsetinn hefur ekki verið undanþeginn árásum og ásökunum meðan hann hefur verið í emb- ætti. 1993 komu fram ásakanir um að Scalfaro hefði þegið allt að 4,2 milljörðum króna úr sjóðum ítölsku leyniþjónustunnar (SISDE) þegar hann var innanríkisráðherra á síð- asta áratug. Sagt var að yfirmaður leyniþjónustunnar á árunum 1991 til 1992 hefði staðfest að skjöl, sem sýndu þessar greiðslur, væru óföls- uð. Ciampi, sem þá var forsætis- ráðherra, hélt hins vegar ræðu á ítalska þinginu, lýsti yfir fullum stuðningi við forsetann og for- dæmdi „tilraunir til að koma æðsta embættismanni þjóðarinnar á kné“. Þetta mál varð hins vegar ekki til þess að blettur félli á forset- ann. í fylgd með dóttur sinni Forsetinn hefur aðsetur í barokk- höllinni Quirinal þar sem eitt sinn sátu páfar og konungar. Höllin var um árabil karlmannavígi því eigin- konur fyrri forseta neituðu að flytja þangað inn. Þegar Scalfaro tók við embættinu flutti dóttir hans, Mar- ianna, með honum inn í höllina. Marianna er 52 ára gamall sálfræð- ingur og ógift. Móðir hennar lést mánuði eftir fæðingu hennar. Hún hefur verið föður sínum stoð og stytta, fylgir honum hvert fótmál og kemur með honum hingað til lands. Faðir hennar kvæntist ekki aftur og helgaði líf sitt kirkjunni og stjórnmálum. Scalfaro er 78 ára gamall og kjörtímabil hans rennur út árið 1999. Hann lætur aldurinn ekki letja sig til ferðalaga. Fyrir nokkr- um dögum var hann í Slóveníu og héðan heldur hann til Kanada. Hann lærði lögfræði og gekk að námi loknu í flokk kristilegra demó- krata. Árið 1948 var hann kjörinn á þing. Á sjötta áratugnum var hann aðstoðarráðherra í nokkrum ráðuneytum, þar á meðal dóms- og innanríkismála. Hann var sam- gönguráðhera frá 1966 til 1968 og menntamálaráðherra frá 1972 til 1973. Sérlega trúrækinn forseti Scalfaro er sérlega trúrækinn maður og fer það ekki fram hjá neinum. Hann hefur lagt áherslu á það að missa ekki úr messu á ís- landi. María guðsmóðir er honum sérlega hugleikin. í grein, sem hann skrifaði um trúmál, sagði hann að mikilvægast væri að „elska guðs- móðurina eins og „mömmu““. Scalfaro var beitti sér í andspyrn- unni gegn fasistastjórn Benitos Mussolinis í heimsstyrjöldinni síð- ari. Hann hjálpaði andstæðingum fasistanna, sem settir höfðu verið í fangelsi, og fjölskyldum þeirra. Sagt hefur verið um Scalfaro að hann hafi staðið utan allra þrýsti- hópa og klíka í Kristilega demó- krataflokknum. Á hann hafi aldrei verið hægt að bera mútur og hann hafi aldrei reynt að hygla sjálfum sér. í raun hafí hann verið utan- garðsmaður í flokknum. Tillagan ÍTALÍ A hefur um ára- tugaskeið verið Mekka sönglistarinnar í aug- um söngvinna íslend- inga, og þar nýtur mestrar virðingar Scala-óperuhúsið í Mílanó. MARGIR íslendingar gengu suður til Rómar eftir kristnitöku hérlendis sálu sinni til bjargar og voru þessar ferðir mjög gríðar- lega tímafrekar og erfiðar á mælikvarða nútímamanna sem fljúga beint í leiguflugi á nokkrum klukkustundum eða aka þangað frá öðrum löndum Evrópu á skömmum tíma. Islendingar héldu áfram að leggja þang- að leið sína eftir að suðurgöngur lögðust af og aldrei fleiri ef miðað er við tímann eftir að smáríkin á svæðinu voru sameinuð í eitt ríki, Italíu, árið 1861, undir stjórn Viktors Emmanúeis 2. Sardiníukonungs. Margvísleg menningarsamskipti Áður en Ítalía í þeirri mynd varð að veruleika gat þó listamaður, íslenskur í föðurætt, sér frægðarorð í Róm, og að sjálf- sögðu er um að ræða myndhöggvarann Albert (Bertel) Thorvaldsen. Hann starfaði aðallega þar í borg frá 1797 til 1838 og sótti efnivið m.a. í rómverskar goðsagnir. í Péturskirkjunni í Róm stendur minnis- varði Thorvaldsens um Píus VII. páfa. Um nokkurt skeið hefur stofnun Dante Alighieri verið starfrækt hérlendis og hef- ur lifnað mikið yfir menningarsamskiptum Itala og Islendinga með tilkomu hennar. Thor Vilhjálmsson rithöfundur er formaður stofnunarinnar á íslandi. Frændi hans, Ric- hard Thors, styrkti meðal annars Stefán Guðmundsson Islandi til náms í söng i Mílanó en hann þreytti frumraun sína í Toscu eftir Puccini í Flórens árið 1933. Stefán markaði þá braut sem margir ís- lenskir söngvarar hafa síðan þrætt. . „Sól Islands, sól Ítalíua Þá fór Halldór Laxness til Taormínu á Sikiley árið 1925 og skrifaði um sumarið bókina sem breytti gangi íslenskra bók- mennta, Vefarann mikli frá Kasmír. í Ta- ormínu dvaldi einnig Þorvaldur Skúlason málari um tima. Aðrir íslenskir listamenn lögðu þangað leið sína og dvöldust um lengri eða skemmri tíma, svo sem Davíð skáld Stefánsson, Jóhannes Kjarval og Eggert Stefánsson sem var kvæntur inn i italska mektarfjölskyldu og þekktur í Scio og Flórens, ekki síst seinni æviárin sem rithöfundur og ættjarðarvinur. „Sumir héldu jafnvel að hann væri forsetaefni á Italíu,“ segir Thor Vilhjálmsson. Nóg að nefna Guðmundsson Þá má nefna ýmsa mæta söngvara, svo sem Þuríði Pálsdóttur, Guðrúnu Á. Símon- ar, Magnús Jónsson og Ketil Jensson svo einhverjir séu nefndir. íslenskir söngvarar hafa raunar alla tíð leitað í söngnám til Ítalíu og meðal söngvara af yngri kynslóð sem hafa numið þar og starfað, má nefna stórtenórinn Kristján Jóhannsson. Thor kveðst fyrst hafa komið til Italíu árið 1948 og flækst um í fjóra mánuði, flakkari og menningarpílagrimur í senn. Fátt hafi verið um Islendinga á þeim tíma á Italíu og Italar oft verið seinir að skilja að ferðamaðurinn væri ekki frá annarri eyju og grænni, Irlandi. „Þá sagði maður Guðmundsson, og þeir tókust á Ioft og hróp- uðu upp yfir sig nafn íslands fullir skiln- ings, því Albert var þetta ár hjá Inter Milano og það var nóg að nefna hann,“ segir Thor. Á Italíu rakst hann sömuleiðis á Hilmar Kristjánsson, og Onnu konu hans, sem starfaði hjá FAO, og segir hann þau hjónin hafa greitt hvers manns götu. Thor var fararstjóri snemma á sjöunda áratugnum fyrir ferðaskrifstofurnar Orlof og Sunnu en kveðst hafa hætt þegar ferða- menn leituðu í auknum mæli í bari, bað- strandir og dansstaði, sem endurspeglar eflaust áhugamál margra íslenskra ferða- manna á suðrænum slóðum þá sem nú, þótt sumir séu forvitnir um aðra þætti. Is- lendingar hafa þannig tekið ástfóstri við ítalska eldhúsið, eins og neysla á flatbökum og pastaréttum endurspegíar glöggt. „Ótæmandi menningarlind" Ragnar Borg fyrrverandi ræðismaður Italíu hérlendis nefnir að vert sé að geta hiutar Ingólfs Guðbrandssonar, sem var frumkvöðull í að leiða landann á ítalskar slóðir í skipulögðum ferðum og hefur verið óþreytandi við að kynna ítalska menningu á íslandi, ekki síst tónlist. „Ítalía er ótæmandi menningarlind og getur maður komist í tæri við alla tíma og aldir í sögu Vesturlanda með því að fara þangað, ekki síst með Dante í vasabroti í farteskinu. Þar eru gersemar og dýrindi menningar á hvetju strái, og ég held að ítölum sé líka hollt að heimsækja okkur“ segir Thor. „Það er því mikið ánægjuefni að taka á móti forseta Ítalíu, Oscar Luigi Scalfaro, og rækta þessa vináttu. Eggert Stefánsson talaði stundum um „sól Islands og sól Ítalíu," og með þeim hætti er ekki úr vegi að hugsa um þessi lönd.“ Ragnar Borg bendir einnig á að hingað hafi komið í samvinnu við Norrænu eld- fjallastöðina ítalskir vísindamenn sem rann- sakað hafa eldvirkni við m.a. Napólíflóann, og kynnt sér rannsóknir á þessu sviði hér. Um 40 ítalar eru búsettir hérlendis að sögn Péturs Björnssonar ræðismanns Italíu og starfa þeir á mörgum sviðum atvinnulífs- ins. Þar á meðal má nefna Calcedone Gonzales lækni sem kom hingað frá Sikiley og setti upp búnað til að vinna gegn kafara- veiki, sem var mikill fengur að. Á Italíu er hópur íslendinga búsettur og mikill fjöldi námsmanna, auk margnefnds ferðamanna- straums héðan til Ítalíu á hveiju ári. Og ekki gleyma sjóliðum Ragnar segir ekki hægt að Ijúka ágrips- kenndri umfjöllun um samskipti þjóðanna án þess að geta komu ítalskra herskipa hingað til lands, hlaðinna ítölskum sjóliðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.