Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 19 Islenskur saltfiskur á ítölskum borðum í 200 ár Mikilvægnr markaður ísuðri ítalskar vörur til í slands fyrir 4 milljarða í fyrra Viðskipti við Ítalíu miiij.kr árin 1985-1993 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 ISLENZKUR fiskur flyzt nú ekki til annarra bæja en Genua," segir í skýrslu Ditlevs Thomsen kaupmanns og fyrsta ræðismanns Þjóðveija hérlendis til landshöfðingjans yfir Islandi um sölu á íslenskum vörum, sem Hið íslenzka þjóðvinafjelag gaf út árið 1894. Þar fjallar hann m.a. um neyslu ítala á saltfiski og harðfiski og seg- ir skýrslur benda til að heildarinn- flutningur á þessum afurðum til Ítalíu hafi numið á milli 20 og 30 þúsund tonnum árlega á tímabilinu 1880 til 1889. „Samkvæmt þessu er óhætt að fullyrða, að Ítalía hefur að minnsta kosti jafnmikla þýðingu fyrir saltfisksölu og Portúgal," seg- ir Ditlev Thomsen. Míklir markaðir en vanræktir Af heildarinnflutningi saltfisks fóru tæp 7 þúsund tonn til Genúa segir hann og 907 tonn af íslenskum saltfíski komu til borgarinnar á ár, á tímabilinu 1888 til 1892, að lík- indum fyrir milligöngu danskra kaupmanna, þótt Thomsen geti þess ekki sérstaklega. Öfugt við físk frá Noregi hafí innflutningur á físki frá íslandi og Færeyjum færst í vöxt og hafí hann numið 1.960 tonnum árið 1893, en lengi hafí „þessi mikli markaður" verið ónotaður fyrir ís- lenskan físk. Þá vitnar Thomsen kaupmaður í skrif Carls Pontoppidan frá árinu 1787, og segir að í lok 18. aldar hafi Genúa, en einkum þó Livorno, verið aðalmarkaðir fyrir íslenskan saltfísk, „en markaðir þessir hafa síðan verið vanræktir, og það er að eins hálfur mannsaldur síðan farið hefur verið a ný, að flytja ís- lenzkan físk til Ítalíu.“ Umfangið jókst þó með hægð og um og eftir seinustu aldamót var meðal annars Pétur Thorsteinsson á Bíldudal, fað- ir Muggs, umsvifamikill í þilskipa- útgerð og seldi físk til Ítalíu. Ragn- ar Borg fyrrum ræðismaður bendir einnig á að eftir 1912 hafí Kveldúlf- ur, stærsta útgerðarfélag landsins um áratugaskeið og helsti útflyt- andi saltfisks, með Thor Jensen og síðan Richard Thors fremsta í flokki, selt ítölum físk í talsverðum mæli og nutu Kveldúlfsmenn vin- áttu við Hálfdán Bjarnason í því sambandi. Af þessu má ráða að ítalir hafí snætt íslenskan físk í yfír tvær ald- ir, með hléum þó af ýmsum ástæð- um. Enn er fiskur umfangsmesta útflutningsvara íslands til Italíu. í tölum Hagstofunnar kemur í ljós að útflutninjgsverðmæti ís- lenskra afurða til Italíu hafí numið rúmum 2,4 milljörðum á seinasta ári, og þar af sé verðmæti blaut- verkaðs saltfisks rúmlega 1,3 millj- arðar króna. Þar á eftir koma salt- fískflök, bitar og fleira að verð- mæti rúmar 431 milljón króna og loðsútað skinn að verðmæti tæplega 294 milljónir króna. Innflutningur frá Ítalíu er heldur meiri um sig og nam um 4 milljörð- um króna á seinasta ári og voru vélar og samgöngutæki fyrirferðar- mest í því sambandi, ásamt ýmsum unnum vörum. Viðskiptasamningar við ftali Ítalir skipuðu fyrsta kjörræðis- mann sinn hérlendis árið 1912, Christen Zimsen kaupmann og gegndi hann því starfí til 1932, en þá tók Erlendur Pétursson við í um tveggja ára skeið og síðan Kjartan Thors framkvæmdastjóri, sem var ítalskur kjörræðismaður um langt árabil. Hann varð aðalkjörræðis- maður árið 1951 og gegndi því starfí til 1963. Gunnar Egilsson var tvívegis skipaður viðskiptaerindreki, eða fiskifulltrúi, í Suður-Evrópu, í fyrra skiptið 1920 til 1922. Hann hóf störf í Genúa á Ítalíu árið 1920 og bjó þar nokkuð á annað ár. Árið 1925 voru sett lög um fískifulltrúa á Spáni og Ítalíu og var Gunnar ráðinn í það starf og gegndi því til dauðadags, árið 1927. Helgi Guðmundsson, síð- ar bankastjóri, tók við starfínu að Gunnari látnum og gegndi því til ársins 1931 þegar dr. Helgi P. Briem tók við fískifulltrúastarfínu. Þessir menn höfðu skrifstofu í Barcelona á Spáni og náði umdæmið til italíu og Portúgals auk Spánar. Helgi fékk diplómatísk réttindi árið 1935, þegar hann var skipaður „attaché“ við sendiráð Danmerkur með aðsetur í Barcelóna. Erfíðleikar í efnahagsmálum fóru vaxandi á Ítalíu eins og ann- ars staðar og snemma árs 1935 voru sett þar ströng innflutnings- höft, náðu meðal annars til innflutn- ings á saltfíski og skreið. íslensk stjórnvöld ákváðu þá að taka upp viðræður við ítölsku stjórnina og fór þriggja manna viðræðunefnd til Rómar í því skyni að liðka fyrir viðskiptum þjóðanna, en danski sendiherrann í Róm veitti viðræðun- um forystu. ítalir kröfðust stóraukins inn- flutnings á ítölskum vörum á ís- landi gegn kaupum á íslenskum fiski og náðist samkomulag á milli þjóðanna í lok maí það ár. Sama haust hertu ítalir hins vegar öll ákvæði um utanríkisviðskipti og settu jafnvirðiskaup sem skilyrði fyrir áframhaldandi viðskiptum í janúar 1936. Viðræður hófust því að nýju, að þessu sinni undir for- ystu Sveins Björnssonar og náðist samkomulag, sem þótti að sumu leyti hagstæðara en önnur ríki gátu samið um. í bók Péturs J. Thorsteinssonar, um utanríkisþjónustu íslands og utanríkismál, segir að skýringin á þessu hafi verið sú að ísland átti ekki aðild að Þjóðabandalaginu og tók því ekki þátt í refsiaðgerðum gegn ítölum út af innrás þeirra í Abessiníu, síðar Eþíópíu. Forsætis- ráðherra Ítalíu, Benito Mussolini, skrifaði undir samninginn við ísland en danski sendiherrann fyrir íslands hönd. Óskir um samskipti „Viðskiptasamningum Dana við ítali árin 1938-1940 fylgdu leynileg erindaskipti um innflutning á físki frá íslandi fyrir eina milljón danskra króna á ári og fóru greiðslur um dansk-ítalska j afnvirðiskaupareikn- inginn," segir Pétur í bók sinni og vitnar þar í gögn í skjalasafni utan- ríkiráðuneytisins. Fyrir stríð var Hálfdán Bjömsson búsettur í Genúa og gegndi þar stöðu umboðsmanns Sölusambands íslenskra fískframleiðenda, en í orrahríð seinni heimsstyijaldar var nær útilokað að stunda viðskipti á milli landanna tveggja af skiljanleg- um ástæðum. Þegar friður var hins vegar í sjónmáli, hringdi Olafur Thors forsætis- og utanríkisráð- herra til De Gasperi, þáverandi ut- anríkisráðherra Italíu, 23. júní árið 1945, eða fyrir réttum 52 árum. Ólafur lét í ljós óskir um að taka á ný upp vinsamleg samskipti á milli landanna og bar samtalið m.a. þann árangur að ítalir viðurkenndu skipan Hálfdánar Bjamasonar sem aðalkjörræðismann Islands í Genúa, en íslendingar höfðu fyrst óskað slíkrar viðurkenningar vorið 1940. Jöfnuður óhagstæður ítölum Fyrsti ítalski sendiherrann á ís- landi, með aðsetur í Osló, afhenti trúnaðarbréf sitt hérlendis fyrir hálfri öld, 1. júlí 1947. Nokkru seinna, eða vorið 1949, afhenti Pét- ur Benediktsson þáverandi forseta Ítalíu, Luigi Einaudi, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra á Ítalíu með aðsetur í París. Þegar stríðsrekstrinum lauk gerðist Hálfdán, umboðsmaður SÍF, einnig umboðsmaður Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna og árið 1946 hófst sala á íslenskum afurðum að nýju til Ítalíu, aðallega saltfiski og skreið. Greitt var fyrir sumt af fisk- inum með gjaldeyri en annað ekki, svo sem söltuð þunnildi sem greitt var fyrir með kaupum á ítölskum vömm. Pétur segir frá því í bók sinni að þær innstæður á Italíu sem tóku að safnast árið 1946 og feng- ust ekki yfirfærðar, hafí verið seld- ar íslenskum innflytjendum og nokkrum dönskum stórfyrirtækj- um. Islenskir útflytjendur töldu brýnt að gerður yrði viðskiptasamningur við Italíu til að greiða fyrir innflutn- ingsleyfum þar. Viðræður um slíkt undir forystu Péturs Benediktsson- ar sendiherra tóku dijúgan tíma, en málsaðilar náðu þó samkomulagi í ársbyijun 1947. Á næstu árum var útflutningur íslendinga til Ítalíu miklu meiri en innflutningur þaðan og kvörtuðu ítölsk stjómvöld há- stöfum um að íslendingar keyptu of lítið þaðan. Þessi óánægja leiddi ósjaldan til að erfíðlega reyndist að fá innflutningsleyfí fyrir íslenskar afujðir á Ítalíu. Árið 1953 hertu ítölsk stjórnvöld róðurinn í þessum efnum og var viðskiptasamningur á milli land- anna staðfestur 27. júní 1953 og gilti til 1955. Viðskiptajöfnuðurinn hélt hins vegar áfram að vera ítölum óhagstæður og sumarið 1955 óskuðu þeir nýs samnings, sem gerður var sama haust. I hon- um hétu íslendingar því að greiða fyrir innflutningi á tilteknum vörum frá Ítalíu. Ragnar Borg minnir á að um langt skeið hafi hinar mjög svo ít- ölsku Fiat-bifreiðar verið fluttar til landsins, eða allt frá þriðja áratugi aldarinnar. Fyrst með viðkomu í Danmörku og síðar milliliðalaust hingað til lands, þótt svo þessi bif- reiðategund hafi ekki selst að ráði hérlendis fyrr en um miðjan níunda áratuginn. „Ýmsir fleiri versluðu við ítali og t.d. keypti G. Helgason & Melsteð vefnaðarvöru frá Italíu allt frá árinu 1930, en hlé varð á vegna seinni heimsstyrjaldar. Fyrir- tækið tók síðan að flytja inn skrif- stofuvélar frá Olivetti og margt annað.“ Seinustu áratugi hafa samskipti landanna tveggja á sviði viðskipta vaxið hröðum skrefum, ekki síst undanfarna tvo áratugi. Nú er svo komið, eins og áður er getið, að þróunin hefur snúist við og við- skiptajöfnuðurinn er íslendingum óhagstæður. Við það má svo bæta að síðan á seinni hluta sjöunda ára- tugarins hafa íslenskir ferðamenn lagt leið sína í miklum mæli til ítal- íu og lagt vænan skerf til ítalsks efnahagslífs. Discovery Dicscl f ÞU KEMST VELAFRAM - á Discovery Diesel Glæsilegur og rúmgóður farkostur, með slaglanga og mjúka gormafjöðrun sem er ein sú besta sem í boði er. Komic og skoðið vel útbúinn □iscovery Diesel í sýningar- sal okkar Suðurlandsbraut 14. 5UBURLHNDSBRAUT 14 ■ SlMI SSS BE3B

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.