Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 21
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
KRISTINN Olsen flugstjóri unir sér nijög vel í húsi sínu við sjóinn í Arnarnesinu. Handan fjarðarins renna flugvélar inn á Reykjavík urflugvöll.
á svipaðri vél og við seinna keyptum
í Vestmannaeyjaflugið," segir hann.
Þeir Alfreð, Kristinn og Sigurður
Ólafsson ætluðu heim, en vissu að
atvinnuhorfur voru litlar. Þeir fóru
því að safna fyrir flugvél, bæði sjálf-
ir og ættingjamir og fleiri á íslandi
sendu það sem þeir gátu. Þeir festu
kaup á fjögurra sæta Stinson Reli-
ant vél og varahlutum og tókst að
losa sig frá samningunum við her-
inn. Þurftu svo að fljúga vélinni frá
Winnipeg til New York.
„Þar kom heppnin enn einu sinni
til bjargar. Við höfðum tafist í toll-
inum inn í Bandaríkin og sáum ekki
flugvöllinn þegar við komum til
New York, bara milljón Ijós í stór-
borginni. En vorum svo heppnir að
koma auga á flugvél sem var að
lækka flugið og skelltum okkur á
eftir henni niður á lítinn flugvöll
sem reyndist vera herflugvöllur.
Þar máttum við ekki lenda, en sögð-
um þetta vera neyðartilfelli og her-
mennirnir stungu vélinni í skýli.
Okkar flugvöllur var þarna rétt hjá
Hann hafði Lindberg notað í sínu
fyrsta flugi yfir hafið. En okkur
vantaði bensín. Hermennirnir
máttu ekki seija okkur bensín en
bentu okkur á leigubílstjóra, sem
oft gætu reddað svoleiðis. Kom þá í
ljós að ekki var deigur dropi eftir á
flugvélinni. Nú var eftir að pakka
vélinni inn. Stór og mikill karl,
Pilser að nafni, sendi mikið heim
með skipunum. Við leituðum til
hans en sögðum að við ættum engan
aur eftir. Það endaði með því að
karlinn sagði okkur að hafa engar
áhyggjur, hann mundi sjá um þetta,
hann hefði hitt svo marga góða ís-
lendinga um ævina. Þeir hefðu ekk-
ert platað hann og hann skyldi bara
senda vélina. Og það gerði hann
með prýði.“
Flugvélin kom í kassa á eftir
þeim og þeir fengu sjálfir að setja
hana saman inni í Vatnagörðum.
Axel Kristjánsson í Rafha átti í þá
daga að sjá um eftirlitið. Hann kom
til að skrifa vélina út og sagði bara:
Það er eins gott að þið gerið þetta
rétt, drengir mínir, því það eruð þið
sem eigið að fljúga vélinni, ekki ég.
„Við höfðum keypt undir hana báta.
Höfðum þó ekki fyrr flogið sjóvél.
Ég fór fyrstur upp og þetta reynd-
ist ekkert öðruvísi en við vorum
vanir. Við höfðum keypt flugvélina
til að bjóða hana Flugfélagi Islands
og tryggja okkur vinnu. En ekki
gekk saman. Þá var ekki um annað
að ræða en að stofna félag um vél-
ina og byrja að fljúga henni. Félagið
fékk heitið Loftleiðir. Þá var ekkert
byrjað að ráði að fljúga til Vest-
fjarða og við fórum að fljúga reglu-
bundið þangað og til Siglufjarðar.
Svo komumst við fyrsta sumarið í
sfldarleitina, sem gaf öruggan pen-
ing. Flugum í það frá Miklavatni í
Skagafirði, þar sem vélin eyðilagð-
ist raunar í óveðri. Fólkið á þessum
litlu stöðum á Vestfjörðum hafði
ekkert haft nema skipaferðir, sem
voru ótryggar, svo það var fegið að
fá flugið. Við komum okkur upp um-
boðsmönnum á ísafirði og Patreks-
firði. Við létum ekki þar við sitja og
keyptum okkur líka splunkunýjan
Grummanflugbát og seinna fleiri
flugvélar. Áttum í lokin orðið fimm
Grummanflugbáta og tvær Katalín-
ur.“
Þeir félagar höfðu komið heim
um jólin 1943 og stofnað Loftleiðir.
Skömmu seinna bað Agnar Kofoed
Hansen þá um að líta á það hvort
hægt væri að fljúga til Vestmanna-
eyja, sem menn töldu almennt ekki
hægt. Þingmaðurinn Jóhann Þ. Jós-
epsson hafði farið fram á það. „Við
fórum þangað til að athuga hvort
hægt væri að búa til flugbraut," út-
skýrir Kristinn. „Vorum þar í tvær
vikur, skoðuðum veðrið hjá vita-
verðinum á Stórhöfða þrjú ár aftur í
tímann og keyrðum um eyjuna.
Enduðum með að merkja fyrir A-V
brautinni. Gætum þá flogið inn á
hana í austan rokinu þegar stendur
beint á brautina. Við töldum allt í
lagi að fljúga til Eyja ef kæmi
braut, sem var gerð. Til að fljúga til
Vestmannaeyja keyptum við vél
semvið þekktum frá Kanada.
„Ég hafði mest gaman af sjóflug-
inu af öllu flugi um ævina og margir
eru mér sammála um það,“ segir
Kristinn. „Það var alltaf svo mikil
tilbreyting. Maður þurfti sjálfur að
velja sér stað til að lenda. Á Vest-
fjörðum gat verið mjög erfitt í logni
og sléttum sjó að sjá hæðina, t.d.
þegar fjöllin og stundum snjóskafl-
ar spegluðust í haffletinum. Gat
verið ómögulegt að dæma hæðina.
Þá þurfti maður að finna á sjónum
æðarkolluhóp, sem flaug upp þegar
vélin kom og gáraði hafflötinn.
Þetta gat verið heilmikið vandamál.
En maður lærði á þetta.“
Fóru í utanlandsfiugið
Af hverju tók þetta enda, úr því
svona vel gekk? „Þá fékk Flugfélag
íslands úthlutað svo mörgum af
stöðunum að of lítið var eftir og við
urðum bara að hætta innanlands-
fluginu. Snerum okkur þá að utan-
landsflugi. Keyptum Hekluna og
síðan Geysi.“
Hekla, fyrsta fjögurra hreyfla
vélin sem Islendingar eignuðust,
var keypt árið 1946. Af frásögnum
Kristins af ýmsum uppákomum
hefur ekki vantað tilbreytinguna í
utanlandsflugið á þessum fyrstu ár-
um Loftleiða. Fyrsta Heklan var
mikið í leiguflugi, oft flogið með
innflytjendur. Með henni kom
bandarískur flugstjóri, Moore, hinn
mesti grallari og ævintýramaður,
en indælismaður, segir Kristinn.
Einhven tíma keypti hann í Venes-
úela stríðshana og stelpu með sem
SJÁ NÆSTU SÍÐU
MITSUBBHl
ARGERÐ '97 ER UPPSELD
ÁRGERÐ '98 KEMUR íAGÚST
TÖKUM NIÐUR PANTANIR
■tmlÍluiuM
1