Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, ELLERT ÁGÚST MAGNÚSSON prentarl, Hólmgarði 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 24. júní kl.13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag nýrnasjúkra Anna Ársælsdóttir, Auður Ellertsdóttir, Guðjón Guðjónsson, Magnús Grétar Ellertsson, Arndís Ellertsdóttir, Ásrún Ellertsdóttir, Ársæll Brynjar Ellertsson, Elln Anna Ellertsdóttir, Eyjólfur Hlíðar Ellertsson, Sigríður Vilborg Vilbergsdóttir, Mats Wibe Lund, Sævar Guðjónsson, Inga Jóna Heimisdóttir, Ingvi Friðriksson, Ásta Helgadóttir, Jón Helgi Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUNNAR ÓLASON umsjónarmaður eldvarna, Gautlandi 15, Reykjavlk, sem lést miðvikdaginn 28. maí, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða önnur líknarfélög. Guðrún Sigríður Sverrisdóttir, Katrfn Gunnarsdóttir, Ragnar Þórisson, Hrafnhildur Lára, Ellen og Guðrún Edda Ragnarsdætur. + Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, stjúpmóðir, amma og langamma, INGA H.K. MARÍUSDÓTTIR, Langagerði 12, lést á heimili sínu sunnudaginn 8. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Alfreðsson, María Harðardóttir, Hrefna Harðardóttir, Snorri Harðarson, tengdabörn, stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis á Njálsgötu 10a, Reykjavfk, sem lést miðvikudaginn 11. júní siðastliðinn, verður jarðsungin frá Grensáskirkju þriðju- daginn 24. júní kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Fyrir hönd aðstandenda, Edda Guðjónsdóttir, Steinarr Guðjónsson, Elsa Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýju og veittan styrk við andlát og útför ÓLA ÞÓRS ÓLAFSSONAR skipa- og húsasmiðs, Fossheiði 52, Selfossi, sem lést á heimili sínu 2. júní. Fyrir hönd okkar allra, Ingunn Hofdís Bjarnadóttir, Ólafur Ólason, Sigurður Árni Ólason, Fanney Snorradóttir, Gunnar Ólason, Ólafur Jónsson, Margrét Ólafsdóttir, Jónfna A. Kristjánsdóttir og aðrir ættingjar híns látna. MINNINGAR GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON vörumál að kveða niður verðbólg- una í upphafi þessa áratugar og treysti því að ávextir þess kæmu fram í fiölgun starfa og betri kjör- um. Guðmundur var fróður og skemmtilegur í viðkynningu og kunni vel við sig í hópi, ekki síst þar sem hafa mátti áhrif á gang mála. Hann var upplitsdjarfur, óhræddur, orðheppinn og gæddur ríkri frásagnargáfu. Við áttum oft afar löng og skemmtileg samtöl yfir kaffibolla, í bíltúr eða í síman- um á kvöldin, einkum þegar samn- ingar fóru í hönd. Og þá voru ekki bara rædd málefni Dagsbrúnar- manna því það var oft ekki síðra að leita til Guðmundar um ráð þeg- ar deilur stóðu við aðra. Hann gat verið harðdrægur í samningum en hlustaði á rök og sjónarmið annarra og þegar niðurstaðan var fengin þá mátti treysta henni. Þótt ekki væri allt skrifað þá stóð það eins og stafur á bók. Það var honum metnaðarmál og sjálfur hafði hann það til marks um ágæti annarra, hvort sama mætti segja um þá. Hann var heill í því sem hann gerði og hafði lítið álit á þeim sem ekki börðust fyrir eigin samningum. Við sömdum síðast 1995 og þá var Guðmundur eins og fleiri orðinn langþreyttur á bið eftir miklum ár- angri af stöðugleikanum sem hann átti svo mikinn þátt í að innleiða. En það var léttara yfir honum síð- ustu mánuðina. Árangurinn var farinn að koma í ljós og ég hygg að Guðmundur hafi þá getað horft um öxl og séð að hann og Dags- brún höfðu þessa áratugi skilað sínu til að bæta mannlífið hér á landi. Um leið og ég þakka ánægjuleg kynni af góðum dreng flyt ég Elínu o g fjölskyldu samúðarkveðjur starfsmanna og stjómenda Vinnu- veitendasambands íslands. Þórarinn V. Þórarinsson. Veturinn 1954-55 var ég kom- inn til Reykjavíkur að stúdera í Kennaraskólanum og svala um leið forvitni minni um stórborgina sem ég taldi Reykjavík vera og hef allt- af viljað að hún væri. Margt var um að vera þennan vetur, m.a. háðu Dagsbrúnarmenn verkfall í einar 5 vikur. Þetta varð að skoða og við fómm þrír úr skólanum á verkfallsvakt. Á staðnum sáum við stóran mann svarthærðan standa uppá olíutunnum og tala með þrumuraust. Okkur var sagt að þetta væri Guðmundur jaki leiðtogi verkfallsmanna. Seinna kynntist ég Guðmundi og má segja að hann hafi verið einhvers staðar í nálægð- inni síðan. Á stofnfundi Leigjendasamtak- anna flutti hann erindi um hús- næðismál í Reykjavík, enda lét hann þau mál til sín taka. Hann var for- maður framkvæmdanefndar er bygging verkamannabústaða var loks hafin í Breiðholti. Guðmundur var maður verkamannabústaða og taldi það sérstakt lán að hafa feng- ið að alast upp í verkamannabústöð- um Héðins í vesturbænum. Hann gerði sitt til að halda minningu Héðins á lofti og taldi fyrrum sam- herja hans hafa sameinast um að láta nafn hans gleymast. Trúlega hefur Héðinn verið helsta fyrirmynd hans í verkalýðsbaráttunni. Þótt Guðmundur fengist lengi við stjórn- mál sem þingmaður og borgarfull- trúi, boðaði hann aldrei kommún- isma sem trúarbrögð, líkt og íslam þar sem öllu er útskúfað sem ekki hlýðir. Þvert á móti reyndi hann að rétta hlut hinna útskúfuðu. Þótt Guðmundur væri maður verka- mannabústaða og ætti sjálfur þátt í uppbyggingu þeirra, var hann síð- ustu árin hættur að setja samasem- merki milli félagslega húsnæðis- kerfisins annarsvegar og félagslegs húsnæðis hinsvegar. Hann taldi kerfið vera stirðnað í eigin formi og hentaði ekki nema sumum og húsnæðiskerfi sem aðeins hentar sumum er ónýtt kerfi því allir þurfa húsnæði. Síðustu samskipti okkar Guð- mundar voru þau að ég hafði skrif- að pistil í eitthvert blað, þar sem ég gagnrýndi félagslega húsnæðis- kerfið nokkuð harkalega. Næsta morgun hringdi síminn og í síman- um var maður sem varla gat talað sökum mæði. Svo skýrðist röddin og sagði; þetta er Guðmundur J. ég var að lesa greinina, haltu áfram, haltu áfram. Guðmundur kom víða við sögu og hlaut hvort tveggja; sigra og ósigra. Ósigrana þoldi hann illa því hann var viðkvæmur og hjá honum vógu harkan og mildin salt með sérkennilegum hætti. Einsog gamall félagi hans sagði; Guðmund- ur J. hefur alltaf verið manneskja þrátt fyrir allt. Undir þau orð er auðvelt að taka við leiðarlok. Jón frá Pálmholti. Einstaka menn verða nánast þjóðsagnapersónur í lifanda lífi. Þannig var um Guðmund J. Guð- mundsson, eða Guðmund Jaka, eins og hann var títt nefndur manna á meðal. Það er fólgin sterk mannlýs- ing í þessari nafnkenningu og Guð- mundur stóð án efa undir henni. Horfinn er af sviðinu einn eftir- minnilegasti forystumaður íslensks launafólks á síðari árum. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar er öðrum þræði átaka- og örlaga- saga íslenskrar verkalýðshreyfing- ar þar sem staðið hafa í stafni ýmsir mikilhæfustu leiðtogar henn- ar. Það hefur ekki verið fyrir meðal- menn að stýra því forystuskipi í baráttu íslenskra launamanna, sem Dagsbrún hefur verið og er enn. Það hefur oft stafað eins og birtu af þessum forystumönnum meðal launafólks og á það ekki síst við um Guðmund J. Guðmundsson. Á æskuheimili mínu, þar sem umræða um verkalýðsmál var af eðlilegum ástæðum daglegt umræðuefni, barst Dagsbrún og forystumenn hennar oft í tal og þá ekki síst þessi glæsilegi ungi baráttumaður Guðmundur J. Ég minnist þess er ég var unglingur, að Guðmundur kom til Húsavíkur í erindum Sósíal- istaflokksins ásamt öðrum þekktum fundahrellara ungra sjálfstæðis- manna af kappræðufundum þeirra og ungra sósíalista. Faðir minn hafði uppi við hann spurningar um baráttu verkamanna og sósíalista í Reykjavík, sem svarað var greið- lega, en samt fór það ekki á milli mála að Guðmundur hafði meiri áhuga á því að heyra ýmsan kveð- skap um menn og málefni en að fara í djúpar umræður um lands- málin, og sakaði ekki þó að smá broddur væru i stöku vísu. Þetta rifjaði ég upp við hann mörgum árum seinna þegar ég var orðinn starfsmaður Verkamannasam- bandsins og samverkamaður Guð- mundar sem þá var formaður þess. Mundi hann þetta vel og kunni þá sumt af því sem með var farið. Þannig var Guðmundur, geyminn á margt það sem hann hafði heyrt og lesið og kunni vel með það að fara. í réttu samhengi við þetta var ást hans á því besta og skemmtileg- asta í íslenskum bókmenntum og þá ekki_ síst á fornbókmenntum okkar. Ánægjulegt var að sjá það sterka samband væntumþykju og trausts sem ríkti á milli þeirra Guð- mundar og Elínar. Þar átti hann öflugan liðsmann sem aldrei brast, þar sem ekki var alltaf mulið undir í lífsbaráttunni. Margar ánægju- stundir höfum við hjónin átt með þeim Guðmundi og Elínu konu hans, bæði norðan heiða og við ýmis tæki- færi hér í Reykjavík, sem vert er að minnast. Vonandi lýkur þeim fundum ekki þó horfinn sé af svið- inu besti og skemmtilegasti funda- maðurinn. Það eru ákveðin forrétt- indi að hafa kynnst manni eins og Guðmundi J. Guðmundssyni. Manni sem ekki hafði bara til að bera ein- stök skemmtilegheit og afburða- minni. Gat sagt frá lífsstafi sínu í verkalýðsbaráttu og pólitík með slíkum skemmtilegheitum sem hon- um einum var lagið. Frætt um málefni og atburði með þeim hætti að vakti nýja sýn og vakti upp hug- myndir. Hér er ekki meiningin að íjalla um merkilegt lífshlaup Guð- mundar J. Guðmundssonar. Til þess verða trúlega aðrir og víst er að í sögu íslenskrar verkalýðs- og vinstrihreyfingar mun hann eiga stóran og merkilegan þátt. Kæra Elín, orð eru alltaf fátæk- leg á slíkum stundum og minningar um ástríkan vin og félaga það dýr- mætasta sem hægt er að eiga. Við Guðmunda sendum þér og börnum þínum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Snær Karlsson. Á þeim árum, sem atvinnuleysi var enn mikið í Reykjavík ólst Guð- mundur J. Guðmundsson upp. Hann átti sín uppvaxtarár í heimi þar, sem atvinnuleysi og fátækt settu svip sinn á allt mannlíf hér, því samanburður við þá fáu, sem efni höfðu var svo augljós. Að vísu var þá að fæðast skilningur manna á almennri notkun á heitu jarðvatni til upphitunar húsa. Bærinn var enn lítill, en gatnagerð og pípulagnir fyrir hitaveitu voru í þróun. Það var nokkur hjálp þegar vinna á eyrinni var lítil og stopul. Þetta ástand rann í merg og bein Guðmundar á uppvaxtarárum hans. Hann fylltist eldmóði til bar- áttu gegn lágum launum og at- vinnuleysi og það varð í rauninni hans lífsstarf. Ég birti hér hluta úr kvæði, sem sonur verkamanns tileinkaði föður sínum, sem vann á eyrinni á þessum tímum. Það lýsir nokkuð því, sem Guðmundur sá fyrir sér og barðist gegn. Faðir minn er virtur verkamaður Vann til sjós og eyrarvinnustörf. í vegabrúnir hamrar gijótið glaður, þar geiga ekki höggin snjöll og (jjörf. Hamhleypa í hörðum verkum talinn, hertur vel á sinni fósturmold. í fjallasölum sunnan heiða alinn, þar sveitir grænar breiðir ísafold. Á Eyrinni var orðin lítil vinna. Menn eigruðu og biðu hér og þar, þvi leit að vinnu máti aldrei linna ef lyfta myndu fingri verkstjórar, í sementsvinnu, salti eða kolum sama var þvi höndin var ótrauð, aum þó væri af seitu djúpum sárum samt hún hlaut að vinna okkur brauð. Klukkan sex var farið oná Eyri, eitthvað til að fmna vinnusnap og sama var mér sagt um marga fleiri að sofa lengur varð að reikna tap, en oft var komið aftur heim um siðir án þess að fyndist nokkuð fyrir hann, en vinnulaus að vera langar hriðir er vonlaust fyrir eyrarvinnumann. Ég kynntist Guðmundi ekki fyrr en hann var löngu orðinn þroskaður maður, bæði að manndómi og fé- lagshyggju. Það var þegar hann var fulltrúi sinnar stéttar í öryggisráði við Öryggiseftirlit ríkisins, sem nú heitir Vinnueftirlit ríkisins. Ég var þá öryggismálastjóri eða forstjóri Vinnueftirlits ríkisins eins og það embætti heitir nú. Ég minnist þess hve Guðmundur var yfirvegaður og gætinn í öllum málflutningi sínum á fundum með ráðinu, gagnstætt því, sem mér var sagt af ýmsum, að hann væri á fundum annars stað- ar. Hugsjónir hans voru velferðar- mál verkamanna enda fylgdist hann vel með er við héldum námskeið fyrir verkamannahópa, um öryggi við vinnu og vann ötullega að þeim og hvatti til undirbúnings þeirra af mikilli alúð. Ég get þessa hér, því aðrir munu líklegast ekki nefna það með öllu því, sem Guðmundur vann að og afrekaði meðan hans naut við. Ég minnist hans með þakklæti fyrir samstarfið og sendi aðstandendum Guðmundar innilegar samúðar- kveðjur. Friðgeir Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.