Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 36

Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 36
36 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐMUNDURJ. GUÐMUNDSSON af Héðni Valdimarssyni. Héðinn var hans maður. Þess vegna gekk hann í Æskulýðsfylkinguna á unglings- aldri. Þess vegna skipaði hann sér í baráttusveit sósíalistaflokksins, meðan sá flokkur var og hét. Þess vegna hann fór hann fyrir víkinga- sveitinni í stóra verkfallinu ’55. Þess vegna óx hann upp til forustu í Dagsbrún, þar sem hann sat í innsta hring bræðralagsins í hálfa öld. Þess vegna varð Guðmundur óumdeilan- lega foringi Dagsbrúnar og persónu- gervingur verkalýðshreyfíngarinnar . seinustu áratugina. Það var upp úr þessum jarðvegi sem hinn séríslenski Che Guevara var sprottinn. Og ekki sakaði að maðurinn var kominn af vestfirzkum hákarlaformönnum og því rammur að afli. Borinn til mannrauna. í þessari baráttu stóð Guðmundur joð heill og óskiptur alla ævi, meðan hann stóð uppi, hvernig svo sem allt velktist í pólitíkinni. Þótt pyngja ’ans væri fjarri að vera full, og fylgt hann hafi margri von til jarðar, var trú hans á rétt hins vinnandi manns til mannsæmandi lífs óbiluð til hinztu stundar. Guðmundur joð trúði nefnilega á „málstað verkalýðsins”. Var Guðmundur joð kommúnisti? Já, ætli það ekki. Hann var það á þeirri forsendu að Sósíalistaflokk- urinn væri sá „málsvari verkalýðs- ins“ í landinu, sem helzt væri að treysta til stórræðanna. Þar fann hann fyrir fórnfúsa menn og konur, sem möglunarlaust vildu allt á sig leggja fyrir málstaðinn. Og Guð- mundur jaki var tryggðatröll. Hann mundi seinastur manna hafa látið það um sig spyijast, að hann brygð- ist félögum sínum þegar verst gegndi fyrir þeim. Hann lét sig frem- ur hafa það. Trúði hann þá á tilbeiðslukennda glapsýn Einars? Varð hann andakt- ugur yfír harðlífí rétttrúnaðarins í erkibiskupsboðskap Brynjólfs? Lét hann ekki heillast af fjölkynngi og andlegum sjónhverfmgum Kiljans, til vegsömunar verkalýðsböðlum og fjöldamorðingjum hinnar gerzku martraðar? Það er nú það. Ætli svarið sé ekki eitthvað á þá leið að svo lengi sem þessir menn héldu ódeigir fram „málstað verka- lýðsins" um bætt kjör og mannsæm- andi líf - þá fylgdi hann þeim. Sagð- ist ekki sjálfur Churchill tilbúinn að gera „heiðursmannasamkomulag" við sjálfan djöfulinn (Stalín) til þess að koma öðrum djöfli (Hitler), sem Bretum stóð meiri stuggur af, fyrir kattarnef? Lífíð setur mönnum stundum harða kosti - og engan góðan. Og stundum er fátt um „heið- ursmenn“ í framboði. Þeir sem trúa falsspámönnum selja sálu sína. Það eru hin óumflýj- anlegu fástísku örlög. En Guðmund- ur J. seldi aldrei sálu sína. Sannfær- ing hans var „málstaður verkalýðs- ins“. Sú sannfæring var aidrei föi. Og málstaður verkalýðsins - á ís- lenzku jafnaðarstefna, á útiensku sósíaldemókratí - blívur. Sá mál- staður stendur heill, ósvikinn og ósigrandi - þegar gerningaveðrum falsspámanna loksins slotar. Frelsi, jafnrétti og bræðralag heitir það. Svo einfalt er það. Guðmundur gekk til verka með félögum sínum - í uppgjöri gegn Hannibal - við að stofna Alþýðu- bandalagið 1968, eftir að Sósíalista- flokkinn dagaði loksins uppi við dagsbrún heilbrigðrar skynsemi. Alltaf sama tryggðatröllið. En hann fann sig aldrei þar. Hann fann þar ekki framar þá „málsvara verkalýðs- ins“, sem hann hafði ungur svarist í fóstbræðralag við. Honum fannst þetta satt að segja orðið hálfgert framsóknaríjós byggðastefnu-Móra og blúndu- bolsa. Þeir voru á móti stóriðju (há- launastörfum); á móti erlendum fjár- festingum (framförunum); og þeir voru á móti viðskiptasamningum við útlendinga (útflutningurinn og at- vinnan). Og kunnu fátt fyrir sér til að stjórna landinu annað en að koma verðbólgunni í tveggja stafa tölu (og þar brann sparifé gamla fólksins). Allt var þetta með öðrum róm en forðum. Honum leiddist í söfnuðin- um. Hann fann ekkert fóstbræðralag lengur - bara klíkur sem rifust um keisarans skegg - og voru löngu búnar að týna erindisbréfinu. Að lokum skildi leiðir Alþýðu- bandalagsins og Dagsbrúnarfor- mannsins. Guðmundi lærðist í lífsins skóla að gömlu starfsaðferðirnar dugðu ekki lengur. Það sem hans fólk varðaði um var atvinna og kaup- máttur; ekki óðaverðbólga og andleg meinlæti eða sjálfspynd. Stjórn Dagsbrúnar fór aftur að hlusta á hagfræðina (í fóstbræðralagi við Þröst Ólafsson) eins og hjá Héðni forðum, til að reikna raunveruleg verðmæti í launaumslögin, í staðinn fyrir svikna mynt. Og Guðmundur J. fór aftur að leita upprunans. Hann kom á átt- ræðisafmæli Alþýðuflokksins og hélt þar heita og einlæga ræðu í minn- ingu Héðins. Hagfræðingsins, sósíal- demókratans og Dagsbrúnarfor- mannsins, sem lét hendur standa fram úr ermum. Hann minntist mannsins sem leiddi fátæklinga kreppuáranna ofan af hanabjálkum og upp úr saggakjöllurum hinnar rísandi höfuðborgar inn í mannabú- staði með nútímaþægindum. Hann byggði verkamannabústaðina við Hringbraut, þar sem Guðmundur og fjölskylda hans ólst upp og leit á alla tíð með stolti, sem dæmi um að trúin flytur fjöll; að samstaðan byggir brýr; að hugsjónir geta rætzt í betra mannlífí ef hugsjónamennirn- ir missa ekki trúna á fólkið sjálft. Héðinn var hans maður. Þeir trúðu báðir á „málstað verkalýðsins“ og þeir voru báðir skapstórir menn sem höfðu skilyrðislausan metnað til að bera fyrir hönd síns fólks. Þeir voru rammir að afli báðir tveir og vissu af eigin reynslu hvílíkt reg- inafl býr í samstöðu fátæks fólks, ef réttlætiskennd þess er misboðið af síngirni og valdhroka þjóna Mammons. Niðurstaðan var sú hin sama og hjá Héðni: Við viljum sam- einaðan jafnaðarmannaflokk, sem einn getur virkjað reginafl samstöð- unnar í þágu „málstaðar verkalýðs- ins“ og hefur burði til að bjóða birg- inn hveijum þeim, sem þykist gefa troðið fátæku fólki um tær í krafti auðs og forréttinda. Og eins og fyrri daginn vildi Guð- mundur að þetta gerðist strax - en ekki á næstu öld - og engar refjar. Því að Guðmundur hafði aldrei týnt sínu erindisbréfi. Hann var á réttri leið. Hann fylgdi leiðsögn hjartans fremur en skynseminnar. En það var stórt hjarta og það sló á réttum stað. Þess vegna var svo auðvelt að láta sér þykja vænt um Guðmund J. Guðmundsson. Það er dauflegra um að litast á sviðinu við brotthvarf hans. En nú á við hið fornkveðna sem aldrei fyrr: Eigi dugir að gráta Björn bónda - heldur safna liði. Jón Baldvin Hannibalsson. Guðmundur Jóhann Guðmunds- son, sem nú er allur, var fyrst og síðast Dagsbrúnarmaður. Hann var um margt ólíkur öllum öðrum mönn- um, þeim sem ég hef kynnst. Það var ekki aðeins útlit hans og rödd sem gerði hann svo sérstæðan; held- ur viðmót hans allt, skaphöfn og lífs- sýn. Ég var ungur þá mér varð fyrst starsýnt á þennan mann. Við vorum svo ólíkir að við sáum strax sitthvað skondið við hvor annan. Það var ein af mörgum undarlegum áráttum hans að ef hann vissi um hús sem hamingjan var hætt að heimsækja, þá taldi hann rétt að gera þar nokk- urn stans. Um eigin hag vissi ég hins vegar aldrei til að hann hirti. í stjómarstörfum sínum fór hann alltaf sínar eigin leiðir og þær leiðir sem hann valdi voru jafnan um bratta stigu. Hvers vegna vissi ég aldrei; ef til vill vildi hann ekki vinna sér nokkurn hlut létt. Þetta og ýmis- legt fleira í háttsemi hans var mér löngum nokkur ráðgáta. Ég færði það oftar en ekki í tal við hann að ég skiidi hann ekki alveg. Þá tjáði hann mér jafnan, með angurværu + Elskuleg systir, fóstursystir og mágkona, ÞURÍÐUR SOFFÍA TUBALS, Njálsgötu 39b, Reykjavfk, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 20. júnl. Jarðarförin auglýst slðar. Ágústa Tubals, Hjörleifur Gfslason, Sofffa Gísladóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLUR HERMANNSSON Dvergabakka 36, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 20. júní. Sigurveig Halldórsdóttir, Haukur Hallsson, Elín Ragnarsdóttir, Stefán Skaftason, Sigríður R. Hermóðsdóttir, Halldór Skaftason, ína Gissurardóttir, Gyða Thorsteinsson, Sveinn Þorláksson, Rósa Thorsteinsson, Árni Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, MAGNÚSAR KRISTJÁNSSONAR tollvarðar, Akranesi. Kristfn Magnúsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Magnússon, Steinunn Ása Björnsdóttir, Magnús Magnússon, Helgi Magnússon, Arna Arnórsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. BÓAS ARNBJÖRN EMILSSON + Bóas Arnbjörn Emilsson fædd- ist á Stuðlum í Reyðarfirði 17. júní 1920. Hann lést á Selfossi 28. maí siðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 5. júní. Bóas Arnbjörn Em- ilsson framkvæmda- stjóri er fallinn frá. Með honum er farinn einstakur maður, sem hafði forystuhæfileika í ríkum mæli. Bóas framkvæmdi af eldmóði þá hlutij sem hann tók sér fyrir hend- ur. Arið 1953 stofnaði hann verk- takafyrirtækið Snæfell, sem á sinni tíð var stórveldi í verktakabransan- um. Snæfell starfaði um 13 ára skeið. Það sem m.a. ber af í minningu manna um starfsemi Snæfells voru virkjanaframkvæmdir og línulagnir víða um óbyggðir íslands, oft við hin erfiðustu skilyrði. Snæfell reisti rafmagnsmöstrin á Heimakletti í Vestmannaeyjum þegar Eyja- skeggjar fengu rafmagn frá megin- landinu, og þar með notið rafmagns frá vatnsaflsvirkjunum landsmanna. Enn fremur þótti línulögnin milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, yfir snarbratt fjallið með bröttum klettabeltum, mikið afrek á sinni tíð. Þessum ágætu línulögnum hans Bóasar fylgdu margir skemmtilegir jeppaslóðar, sem jeppamenn nútím- ans halda mikið upp á. í mínum huga er vegslóðinn inn á Eskifjarð- arheiði einn skemmtilegasti jeppa- vegur á íslandi. Þegar Snæfellskafl- anum lauk byggði Bóas upp fiskvinnslu og fisk- sölu af miklum dugn- aði, þrátt fyrir mjög lé- legt heilsufar, sem voru afleiðingar bílslyss við Grímsá í Skriðdal. Fisk- vinnslan byijaði með síldarsöltun, en færðist síðar yfír I harðfísk- verkun, fyrst á Eski- firði, en síðar á Selfossi. Fyrri kona Bóasar var Guðrún Björnsdótt- ir, oftast kölluð Guðrún í Hátúni. Studdi hún mann sinn duglega, jafnt í vel- gengni sem á erfiðleikatímum. Bóas hóf síldarsöltun til að byija með í bílskúr uppi við Hátún. Kaffistofan var í eldhúsinu hjá Guðrúnu, sem sýnir ósérhlífni hennar við að taka á móti öllu þessu síldarsöltunarliði heim í eldhús í kaffi, með þeirri lykt sem síldarsöltun óhjákvæmi- lega fylgir. Börn Bóasar og Guðrúnar eru Hildur Þuríður, nú látin, Ingi, Em- il, Guðrún Valgerður og Guðlaug. Auk þess átti Bóas soninn Einar Bergmund með Þorgerði Berg- mundsdóttur kennara. Allt er þetta hið ágætasta fólk. Guðrún Björns- dóttir féll frá langt um aldur fram. Seinni kona Bóasar er kvenskör- ungurinn Sigríður Kristjánsdóttir og ól hún upp Guðlaugu, yngsta barn Bóasar og Guðrúnar. Sigríður bjó Bóasi einkar fallegt heimiii á Reynivöllum 6 á Selfossi. Kynni mín af Bóasi hófust þegar ég var mjög ungur að árum, enda var ég eins konar heimagangur í Hátúni, þar sem Emil Bóasson var æskuvinur minn. Bóas var mikill brosi á vör, að þetta skilningsleysi mitt væri fyrirgefið. Við Guðmundur áttum margar ánægjustundir saman. Þá kemur fyrst í hugann Hjallkárseyri við höm- rum girtan Arnarfjörð. Sagnagleðin var mesta yndi hans. Hún bar hann að vísu oft ofurliði eins og aðra góða sögumenn því að góð saga skiptir jú öllu máli. En ekki voru allir okkár fundir skemmtifundir. Við höfðum axlað ábyrgð og höfðum miklar skyldur. Hér er hvorki staður né stund tii að ræða kaup og kjör á vinnumarkaði. Ég hef þó veitt því athygli að þeir sem aldrei hafa nærri komið skilja ekki alltaf hvers vegna kjarasamningar geta verið svo erfíð- ir sem raun ber vitni. Erfiðleikarnir eru sjaldnast vegna þess að samn- ingsaðilar séu þverlyndir og stífir, heldur oftar vegna hins að jafnvel þó við eigum sama drauminn, horf- um saman á sömu hlutina þá er ekki víst að við sjáum sama heim- inn. Þetta kunni Guðmundur J. upp á hár, þekkti og skildi. Oft sátum við að Fremristekk og skröfuðum, ræddum málefnin afturábak og áfram, fram og til baka. Hamingjan dugði okkur til _að vera sammála örfáum sinnum. Ég vil minnast allra samverustunda okkar með virðingu og þökk. í dag þykja sjötíu ár ekki langur aldur, árin segja þó ekki allt. Álagið er misjafnt og misjafnlega þola menn hnjask heimsins. Mér var fyr- ir margt löngu ljóst að þessi vinur minn var orðinn mjög þreyttur. Að því kemur hjá öllum að nóg er lifað. Dauðinn fór líka þannig að honum eins og Guðmundur J. hefði helst kosið. Þessi stóri, stolti maður dó standandi. Hann var Jakinn. Á kveðjustund er hugur minn hjá frú Elínu Torfadóttur. Þeirri konu sem var honum allt í senn: eigin- kona, besti félagi og besti vinurinn hans. Einar Oddur Kristjánsson. • Fleirí minningargreinar um Guðmund J. Guðmundsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað■ inu næstu daga. athafnamaður á iandsvísu. Hafði kjark og þor í ríkum mæli og per- sónutöfra og var mælskur vel, en gat jafnframt verið stríðinn, ef sá gállinn var á honum. Hann var um árabil einn af frammámönnum á Eskifírði og sat m.a. í sveitarstjórn í tvö kjörtímabil auk þess að eiga sæti I stjóm Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. Margan bíltúrinn fór ég með Bóasi, jaft í byggð sem óbyggð. Fyrstu kynni mín af byssum og skotveiðum voru hjá Bóasi, sem var mikill veiðimaður í sínu eðli, og er ég honum mjög þakklátur fyrir að hafa opnað augu mín fyrir þeim jákvæða lífsstíl, sem skotveiðum og tilheyrandi útiveru fylgir. Innilegustu samúðarkveðjur til Sigríðar Kristjánsdóttur og allra afkomenda Bóasar. Júlíus. Skilafrest- Ur «211212- ingar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.