Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 37 MINNINGAR /T OLOF JÓNSDÓTTIR + Ólöf Jónína Kristbjörg Jóns- dóttir fæddist í Litlu Ávík í Strandasýslu 22. september 1909. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 30. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 5. júní. Hversu víða tendr- ast ekki töfrandi lit- brigði þessa lífs okkar hér á jörð. Tilbrigði þess svo marg- ræð og megna svo oft að bregða yfir för okkar þeim ljóma, sem leiftrandi skín langt fram á veg. Eins er það með kynni okkar og samskipti öll við samferðafólk okk- ar, þegar bezt lætur auðga þau og gleðja, gefa frá sér gnótt birtu og hlýju, veita yndi og afl til góðra verka. Tilviljanirnar leika oft veiga- mikið hlutverk í lífi okkar, sumar hveijar aðeins sem fugl sem flýgur hjá, aðrar taka sér varanlegan ból- stað í bijósti manns. Einskær tilvilj- un réði því að fundum okkar Ólaf- ar bar saman, sameiginleg vinkona var þar að verki og tilefnið afar hversdagslegt. En hún Ólöf var ekkert hversdagleg, öldruð kona þegar ég kynntist henni, átti hún æskuþrótt andans, ljómaði af lífs- þrótti, gaf frá sér geislandi per- sónutöfra og þar ofan í kaupið var hún svo falleg og glæsileg kona. Ég átti hjá henni Ólöfu ágætar stundir, þar sem hún las mér ljóð- perlur sínar eða þá ræddi hinar margbreytilegu hiiðar mannlífsins og oft bar þjóðmálin á góma, þar hafði hún sínar fastmótuðu og meitluðu skoðanir, enda harla vel með hræringum þjóðlífsins fylgzt og af skarpskyggni var þess frei- stað að kryfja sem bezt eðli og orsakir hinna ýmsu þátta þess. Um ótrúlega margt fóru skoðan- ir saman og lífsviðhorf svo lík að Ólöf sagði oft að við værum and- lega skyld og það tók ég sem hrós mér til handa. Við áttum einnig mörg samtöl gegnum síma og þar bar margt á góma og gjarnan á létta strengi slegið sem eyddu gráma hversdagsins og yljuðu vel REYNIR ÖRN KÁRA- SON + Reynir Örn Kárason fædd- ist í Reykjavík 28. mars 1993. Hann lést af slysförum í Bakkagerði, Borgarfirði eystra, 12. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakka- gerðiskirkju 17. júní. í erli daganna. Ég mat vináttu hennar mikils og taldi mér til umtals- verðra tekna á ævileið, svo óvenjulega vel gerð sem þessi gjörvu- lega kona var, hæfi- leikarík og heilsteypt í senn. Ólöf var mikilvirkur rithöfundur og sendi frá sér mörg hin mæt- ustu verk sem rituð voru af ærnu listfengi og hagleik, full af hlýju og ást á lífinu og höfðu ætíð ein- hvern hollan boðskap að flytja, Bækur hennar sem til barna höfð- uðu áttu greiðan aðgang að hugar- heimi þeirra, enda Ólöfu eiginlegt að setja sig í annarra spor og færa í sem beztan búning. Þó hygg ég að ljóð hennar beri af öllu er hún samdi um dagana, þar er sem líði fram lindir tærar, sem bera með sér ljós og líf, hjartahlýjan yljar alls staðar, hvort sem lífið er lofað eða að harmræmum efnum hugað og ástin, þetta töfraorð, fær sinn verðuga sess í verkum hennar. Af djúphygli er horft til leyndardóma lífsins og litríkri fegurðinni er lof sungið með listrænum tilþrifum. Hún Ólöf átti gnótt góðra ljóða sem aldrei hafa fyrir almennings- sjónir komið og ósk hennar æðsta vissi ég þá að þau mættu ná augum og eyrum þeirra sem unna ís- lenzkri ljóðlist. Ljóð hennar voru bæði í hefðbundnu sem óhefð- bundnu formi en hrynjandi tung- unnar hvarvetna og kunnáttan mikil í meðferð íslenzks máls. í útvarpsþætti er ég annaðist fékk ég samstarfskonu mína sem er listaupplesari til að lesa ljóð Ólafar og fékk ég sem hún miklar þakkir margra fyrir. Lítill þakkar- vottur fyrir ljúf kynni. Eðlilega sótti elli kerling að Ólöfu þó hún verðist vel og síðustu samfundir okkar voru uppi í Norðurbrún á liðnu ári. Það voru fagnaðarfundir og enn hélt hún Ólöf sínu andlega atgervi og útgeislun. Og nú er hún Ólöf horfin til þeirra heima sem hún hugleiddi svo mjög hvert ból þeir mundu búa okkur að jarðlífi loknu. Gengin er hugsjónakona hollra lífsgilda, veitul samfélagi sínu. í huga mínum er hlý þökk til þessarar gjöfulu og góðu vinkonu minnar sem lék af listfengi á svo marga mannlífsstrengi. Ólöf mun áfram lifa í ágætum verkum sínum sem hún veitti okkur aðgang að og vonandi mega óbirt afbragðsljóð hennar koma fyrir okkar sjónir sem gleðja munu alla þá er unna ljóð- rænni fegurð. Kvödd er hæfileika- rík kona með kærri þökk fyrir margar mætar stundir. Megi hún yndis sem unaðar njóta á ljóssins löndum. Helgi Seljan. Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA 4* Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 I HOTEL LOFTLEIÐIR I C t L A *l O A I R H O LE6STE1NAE Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reykjavifc sími: 587 1960 -fax: 587 1986 ! L'. .. ; Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Elsku litli vinur! Aðeins örfá orð. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fylgjast með þér. Þakka þér alla gleðina sem þú gafst okkur. I hug- um okkar geymum við ætíð allar fallegu minningarnar um þig. Hvíl í friði. Elsku Helga Björg, Kári, Óttar, Steinunn og aðrir aðstandendur, innilegustu samúðarkveðjur. Ólína, Halla og Herdís. mmimi HMI: 533 6050 Dofraborgir 26 og 34 Opið hús í dag milli kl. 15.00 og 18.00. Sérlega vel skipulögð 154 fm raðhús á tveimur hæðum á þessum mikla útsýnisstað. Möguleiki á 4 svefnherbergjum. Innbyggður bílskúr fylgir eign- unum. Eignirnar eru til afhendingar strax og eru þær fullbúnar að utan og tilbúnar til innréttinga að innan. Verð 10,3 millj., tilb. til innréttinga, en einnig er hægt að fá eignirnar fokheldar að innan og full- búnar að utan, er þá verðið 8 millj. Hér eru frá- bær greiðslukjör í boði, því útborgun má greið- ast vaxtalaus til 2ja ára. Möguleiki er á 7 millj. kr. húsbréfaláni. Ásmundur, sölumaður á Höfða, býður ykkur vel- komin í dag. Hann mun vera með teikningar á staðnum og allar upplýsingar á reiðum höndum. FASTEIGNA fjdi MARKAÐURINN ehf % S. 551-1540 F. 562-0540 SKERJAFJÖRÐUR Nýlegt einbýli á tveimur hæðum, 250 fm, með innbyggðum 40 fm bílskúr. Á neðri hæð er góð stofa með útgangi út á afgirta lóð, eldhús, gestasnyrting og þvottaherb. Á efri hæð eru 4 stór svefnherb., fataherb., sjónvarpshol og baðherb. Vandaðar innréttingar. Flísar á gólfum. % Jón Guðmundsson lögg., fasteignasali Ólafur Stefánsson lögg., fasteignasali ÓÐINSGATA 4-101 REYKJVÍK FASTEIGN ASALAN FINNBOGI KRISTJANSSON LOGG. FASTEIGNASALI Síðumúli 1, sími 533 1313 ■■■■■ OPIÐ HUS I DAG Rekagrandi 10. opið hus r dag á milli kl. 13 og 16. Um 53 fm mjög vel útfærð íbúð á jarðhæð (slétt við jörð), parket á gólfum og listar í loft- um f stofu, falleg sértimburverönd. Sameign snyrtileg. Guðrún Kaldal býður ykkur velkomin I dag. Sú besta á Gröndum sem ég hef séð. (V.ö.) Áhvílandi Byggingarsjóðslán 4 millj. FífUSel Opið hús í dag. Um 102 fm ibúð á 1. hæð með sér herb. i kjallara, gengt á milli. Nýtt parket, góðar innrétt- ingar og suðursvalir. Stæði í bilskýli fylgir með. Afh. fljótlega. Áhv. 5,3 miilj. húsbr. Komdu við hjá Árna og Ragnheiði á milli ki. 13 og 16.Marmari á gólfum. Eign í sérflokki. 0454 Þinghólsbraut Kóp. 282 fm sérstaklega vandað hús. Möguleiki að útbúa aukaíbúð á jarðhæð. Gróðurhús á lóð. Stór tvöfaldur bílskúr. Húsið snýr í suður við götu með sjávarútsýni. Getur losnað fliótleaa. Eign í sérflokki! 0332 KÉi Vesturbær. Vorumaðfá130fm,fal- lega og sérstaka hæð i Vesturbæ. Hátt til lofts og vítt til veggja. Munsturlistar í loftum og rósettur. Marmari á gólfum. Eign i sérflokki. 0454 _____________________________________________ Opið hús, glæsieign. Hrísmóar 7,3h.th.Garðabæ. Stórglæsileg „penthouse“ íbúð í mjög vel staðsettu húsi í Garðabæ. Hús og sameign í mjög góðu lagi og íbúðin má heita ný að innan. Nýtt eikarparket á gólfum, baðherb. flísalagt í hólf og gólf með inn- réttingu, nýjar innihurðir, ný eldhúsinnrétting og fataskápar. Mikil loft- hæð í stofu gerir íbúðina einstaklega glæsilega og bjarta. Tvennar svalir, stórfenglegt útsýni. Innbyggður bílskúr. Þetta er íbúð sem margir vildu eignast og því viðbúið að hún seljist fljótt. Opið hús í dag kl 17-19 eða eftir nánara samkomulagi s. 892 0010. ATH íbúðin er laus til afhendingar STRAX. SKOÐIÐ MYNDAGLUGGANN Opið frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl. 11-14. Sunnudaga frá kl. 12-14 Gjöríð svo vel að líta inn! valhus@islandia.is FASTEIGNASALA BÆJARHRAUNI 10 Sími5651122 Ólafur Ólafsson, sölustjóri. Vaigeir Kristinsson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.