Morgunblaðið - 22.06.1997, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.06.1997, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Ferdinand Smáfólk SOMEWHERE IN THIS 6REAT CITY THERE HAS TO BE A MAILBOX LOITH A LOVE LETTER FOR ME Einhvers staðar í þessari En það er ekki þessi... Heimski póstkassi! stórborg hlýtur að vera póst- kassi með ástarbréf til mín Til varnar vinum vor- um, Norðmönnum Frá Ólati Ásgeirssyni: ÞAÐ HEFUR mikið gengið á í sam- skiptum gamalla vinaþjóða, íslend- inga og Norðmanna, undanfarið. Margt hefur verið sagt á opinberum vettvangi og margt verið skrifað sem heldur hefði verið ósagt og óskrifað. Ráðamenn þjóðarinnar hafa látið hafa eftir sér orð sem síðan eru spiluð nánast í beinni útsendingu í norskum ijölmiðlum, og þeirra orð og athafnir hafa í mörgum tilfellum spillt fyrir okkur hinum sem telja Norðmenn til okkar vina. Ég hef verið tengdasonur Noregs í 28 ár. Ég á því mína tengdafjöl- skyldu í því landi og mikinn fjölda vina og kunningja. Eg hef átt þess kost að ferðast um þeirra fagra land og á þeim ferðum mínum notið ein- stæðrar gestrisni og velvilja, sér- staklega þegar vitað er að gesturinn er íslendingur. Þá hef ég einnig starfað um skeið í landinu. Á sínum tíma var sagt að norsk- ir víkingar hefðu flúið frá Noregi til íslands til að flýja skatta og skyldur Norðmanna. Ennþá er sá munur á þessum þjóðum að Norð- menn eru a.m.k. mikið löghlýðnari en íslendingar, þrátt fyrir að þeir séu af öðrum þjóðum taldir nokkuð frjálslyndir á lög og reglur. Við ís- lendingar erum ekki taldir löghlýðn- ir fremur en forfeður okkar og af- skipti löggæslumanna þykja oft smásmuguleg, en í stuttu máli þyk- ir okkur oft nægilegt að lög og regl- ur séu svona næstum því haldnar. Almenningur í Noregi er hins vegar ágætlega löghlýðinn og norskir lög- gæslumenn vilja að lög og reglur séu í hávegum hafðar. Fyrir nokkrum árum var ég að aka á norskum þjóðvegi og var þar hámarkshraðinn 60 km á klst. Veg- ur þessi iá yfir túnfót á bóndabýli, og þar var hraðinn því tekinn niður í 50 km á klst. Ég hægði hins veg- ar ekki á mér í túnfætinum og var tekinn í „radar" hjá norskum lög- gæslumönnum. Ég taldi mig nokkuð öruggan með áminningu þar sem ég var aðeins 10 km yfir leyfðan hámarkshraða. Það varð hins vegar ekki svo, því ég þurfi að borga sjö þúsund krónur ísl. í sekt. Enginn íslenskur löggæslumaður hefði sekt- að mig á þessum hraða. Þeir sem aka 26 km yfír leyfðan hámarkshraða í Noregi eru sviptir ökuleyfi á staðnum, en hér á íslandi þurfa menn að fara nánast helmingi hraðar til að verða sviptir við slíkar aðstæður. Til undantekninga telst ef norskir ökumenn og farþegar þeirra nota ekki öryggisbelti, og sýnir þetta okkur nokkuð afstöðu þeirra til iaga og reglna. Norðmenn eru auðug þjóð og velferð þar mikil. Landið er stórt, en mikill munur á búsetu í Suður- og Norður-Noregi. í raun má segja sem svo að fólk í Suður-Noregi þekki ekkert til fiskjar, en í Norður- Noregi er lífíð fiskur. Það er því ekki að undra þótt fólk í norðurhéruðum Noregs sé reitt okkur íslendingum og fleirum, sem eru á veiðum á þeim stöðum þar sem norskir sjómenn telja að séu uppeldisstöðvar fyrir þann fisk sem þeir ætla að veiða síðar. Skert- ar aflheimildir í Noregi koma jafn illa við þá og okkur íslendinga. Fiskveiðar Norðmanna skipta þá ekki eins miklu máli fyrir heildar- þjóðarhag og okkur íslendinga, en eins og áður segir skiptir það íbúa í norðurhéruðum Noregs miklu máli, sem eiga allt sitt undir fiski. Við Islendingar áttum þess kost fyrir skemmstu að fylgjast með þeg- ar norskir strandgæslumenn tóku skipið Sigurð og færðu það til hafn- ar í Noregi. Þá vorum við íslending- ar ekki ánægðir og töldum að skip- ið hefði verið tekið fyrir litlar sakir. Ég vil taka það fram að hvorki ég né flestir aðrir vitum nákvæmlega um hvað var deilt, en eitt er víst að skipstjórinn fékk sekt, en það eitt veit ég að norskir dómstólar eru ekki síðri en þeir íslensku, og a.m.k. mundi ég treysta þeim fyrir velferð minni. Ummæli margra íslendinga um lög og reglur í Noregi eru oft kyndugar, því margir tala eins og þar séu hvorki til hæfir lögfræðing- ar né hæfir dómarar og því síður sé nokkuð vit í þeirra lögum og reglum. Eins og okkar dómstólar eru norskir dómstólar sjálfstæðir og láta ekki undan þrýstingi ráða- manna, og því síður láta þeir um- mæli þeirra um þá hafa áhrif á nið- urstöður sínar. íslensk stjórnvöld töldu nauðsyn- legt að leggja mikinn þunga á þetta mál og fóru með ráðuneytisstjóra tveggja ráðuneyta, lögmenn o.fl. í einkaflugvél og m.a. virðist útgerð- armaður bátsins hafa fengið að fljóta með, sennilega á kostnað okk- ar skattborgara. Þessi uppákoma þótti nokkuð skondinn, bæði hjá okkur íslendingum og ekki síður hjá Norðmönnum, sem gerðu góðlátlegt grín að flugferðinni og var m.a. sagt að ferðamönnum til Noregs hefði fjölgað um farþega einnar lítillar flugvélar. Alla vega fékk málið sína meðferð í Noregi þrátt fyrir þennan þrýsting íslenskra stjórnvalda. Ég vil minna á að um sama leyti eru íslensk stúlkubörn til fjalla í Tyrklandi í þeim tilgangi einum að halda þeim frá venjulegum um- gengnisrétti íslenskrar móður, en ég tel að flugferðin með ráðuneytis- stjórana o.fl. hefði betur verið farin þangað til að þrýsta á tyrknesk yfir- völd til að framfylgja þarlendum dómsúrskurðum. íslenska Landhelgisæslan hefur oft tekið bæði erlend og íslensk skip fyrir meintan veiðiþjófnað eða brot á öðrum reglum um umgengni okkar mannanna við náttúruauðinn. Utgerðarmenn bæði erlendir og ís- lenskir hafa yfirleitt mótmælt slík- um vinnubrögðum gæslunnar, en þá hefur okkur Islendingum þótt lítið um slík mótmæli og hef ég grun um að svo sé einnig í Noregi um mótmæli okkar eða svokallaðan þrýsting ráðamanna. Ég vona að samskipti okkar ís- lendinga og Norðmanna eigi eftir að verða jafngóð og þau voru áður, þrátt fyrir þessar uppákomur og ég bið alla Norðmenn afsökunar á öllum leiðinda orðum sem um þá hafa fallið síðustu daga, og ég veit að ég tala fyrir munn flestra Islend- inga. Ólafur Ásgeirsson, Akureyri. MOHGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborö: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, fþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.