Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
IDAG
um Amesþing
ii
Sunnudaginn 29. júní verður
farin pílagrímsferð um Árnes-
þing. M.a. verða sóttir heim þrír
þeirra staða, er beinlínis varða
minningu kristnitökunnar á
Þingvöllum við Öxará árið 1000.
Menn munu koma víðar við og
ljúka ferðinni í Skálholti.
Tíminn, sem valinn er til
ferðarinnar, tengist sögu Alþing-
is hins forna, en það var háð um
þetta leyti sumars.
Sunnudaginn 29. júní fer
fólksflutningabifreið frá Um-
ferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl.
12.00 á hádegi. Hugmyndin er
sú, að þeir pílagrímar frá
Reykjavík, sem ekki koma á
einkabifreiðum, noti þetta tæki-
færi til að slást í förina. Far
með fólksflutningabifreiðinni er
ókeypis og í boði Þjóðgarðsins á
Þingvöllum. Þeir sem koma á
einkabifreiðum, geta að sjálf-
sögðu slegizt í förina hvar og
hvenær sem þeim hentar.
Klukkan 13 munu menn safn-
ast saman við Vellankötlu í
Vatnsviki við Þingvallavatn
austarlega í Þjóðgarðinum. Vell-
ankatla kemur við sögu kristni-
tökunnar, en þar komu kristnir
menn saman og riðu þaðan á
Þingvöll kristnitökusumarið.
Þarna mun sóknarprestur á
Þingvöllum hafa orð fyrir mönn-
um.
Frá Vellankötlu verður ekið á
Þingvöll og gengið á Lögberg.
Þar mun séra Hjalti Hugason
prófessor í kirkjusögu flytja
stutt erindi um kristnitökuna.
Síðan halda pílagrímar áfram
ferð sinni, unz þeir koma að
Vígðulaug á Laugarvatni um eða
eftirkl. 15.00. Við Vígðulaug
mun sér Rúnar Þór Egilsson á
Mosfelli fagna gestum. Því næst
tekur Kristinn Kristmundsson
skólameistari til máls og segir
frá lauginni, en í henni voru
menn skírðir eftir kristnitökur
árið 1000.
Frá Vígðulaug leggja ferða-
langar leið sína að Marteinslaugu
í Haukadal. Þar mun séra Guð-
mundur Óli Ólafsson í Skálholti
bjóða menn velkomna og greina
frá sögu laugarinnar.
Um eða eftir kl. 17.00 koma
pílagrímar í Skálholt. Þar mun
séra Sigurður Sigurðarson
vígslubiskup taka á móti gestum
og eiga við þá orðastað í dóm-
kirkjunni. Lýkur svo pílagríms-
ferð um Árnesþing. Gjört er ráð
fyrir, að fólksflutningabifreiðin
verði komin aftur að Umferðarm-
iðstöðinni í Reykjavík seint á 19.
tímanum.
Sú er von undirbúningsmanna,
að ferð þessi geti orðið þátttak-
endum alit í senn til skemmtun-
ar, fróðleiks og uppbyggingar.
Jafnframt er ferðin hugsuð sem
eins konar andlegur undirbúning-
ur Kristnihátíðar árið 2000. -
Nánari upplýsingar um ferðina
er að fá í síma 482-2675.
í dag er fjórði sunnudagur
eftir Þrenningarhátíð. Tvö af
guðspjöllum dagsins eru úr Fjall-
ræðunni, Matt. 5:38-48 og 7:1-5,
en hið þriðja úr hliðstæðu efni
Lúkasar 6:36-42. í fyrsta nefnda
guðspjallinu er m.a. þessi orð
Jesú að finna:
„Þér hafið heyrt, að sagt var:
„Þú skalt elska náunga þinn og
hata óvin þinn.“ En ég segi yður:
Elskið óvini yðar og biðjið fyrir
þeim, sem ofsækja yður, svo að
þér reynist böm föður yðar á
himnum, er lætur sól sína renna
upp yfir vonda sem góða og rigna
yfír réttláta sem rangláta. Verið
þér því fullkomnir, eins og faðir
yðar himneskur er fullkominn."
Síðast liðinn sunnudag lagði
ég sérstaklega út af orðum Páls
postula í bréfínu til Efesus-
manna: „Því að af náð eru þér
hólpnir orðnir fyrir trú“ (Ef. 2:8).
Nú er vert að íhuga, hvemig þau
ummæli koma heim og saman
við hin afdráttarlausu orð Fjall-
ræðunnar.
III
Líf kristins manns er stöðugt
ferli frá iðran til fyrirgefningar
og þaðan út á meðal manna með
kærleiksboðskap Krists, kröfuna
um að elska óvinina og vera full-
kominn eins ogfaðirinn himneski
er fullkominn. í kjölfar kröfunnar
sprettur iðrunin fram á ný og
þannig koll af kolli. Við hveija
hringferð þroskast maðurinn og
færist nær Guði. En í þessum
heimi lýkur ferlinu aldrei. Hversu
mjög sem maðurinn kappkostar
að betra líferni sitt verður hann
ætíð jafn þurfandi fyrir þá náð,
sem veitist í trú. Og hversu mjög
sem maðurinn hvílir í trúnni knýr
kærleikskrafa Krists án afláts
dyra í launkofa hjarta hans og
sendir hann aftur út til góðra
verka meðal systra og bræðra.
Kristinn dómur er á marga
Iund þverstæðukenndur. Hér er
ein af mörgum þversögnum hans.
Sá sem fagnaðarerindið flytur
hefur ekki leyfi til að draga úr
þversögnunum. Hann má hvorki
slá af kærleikskröfunni né
skyggja á náðina.
Hins er þó að minnast, að sú
náð sem veitist fyrir trú er upp-
spretta elsku til bræðra og
systra: Guð elskar oss að fyrra
bragði. Þess vegna elskum vér
samferðamenn vora. Elska Guðs
og manns upphefur þversögnina
og lyftir manninum „hærra, minn
Guð, til þín, hærra til þín“, unz
hann verður fullþroska og nær
„vaxtartakmarki Krists fylling-
ar“ (Ef. 4:13).
Sunnudaginn 29. júní fer fólks-
flutningabifreið frá Umferðar-
miðstöðinni í Reykjavík kl.
12.00 á hádegi.
Séra Heimir Steinsson.
JEw0rmlW«í»ií>
- kjarni málsins!
VELVAKANDI
Svarað I síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Övandaður
þáttur í
sjónvarpinu
í GÆR, 18. júní, var í sjón-
varpinu þáttur sem hét
„Þótt þú langförull legðir"
um vesturferðir íslendinga
fyrr og nú. Reyndar var
þessi þáttur mest um ferðir
tveggja kóra vestur um haf
en ekki um vesturferðir
íslendjnga en látum það nú
vera. í þættinum var maður
nefndur Áskellsson þótt
vitanlega eigi að skrifa það
Áskelsson. Borgin Winni-
peg var skrifuð Vinnipeg.
Verst af öllu var þó að
þjóðskáldið Grímur Thom-
sen fékk ekki nafn sitt rétt
ritað. Það var skrifað
Tomsen og hafa menn
aldrei séð það fyrr. Það er
leitt til þess að vita að
sjónvarpið skuli senda frá
sér svona óvandaðan þátt.
Ingvar.
Laugvetningar
hittast
í MARS-mánuði sl. hittust
nokkrir Laugvetningar af
árgöngum 1946-48 í þeim
tilgangi að hóa saman
skólafélögum frá þessum
árum til að minnast 50 ára
skólavistar þar. Ákveðið
var að halda makalausa
samkomu 28. júní nk. á
Laugarvatni. Vonast er
eftir að sem flestir sjái sér
fært að mæta. Þeir sem
vilja geta komist með rútu
frá Umferðarmiðstöðinni
sem fer kl. 13 sama dag.
Þeir sem hafa áhuga geta
haft samband við Gunnar
í síma 568-5822 eða sent
honum símbréf 568-5439.
Ekki flaggað
á 17. júní
KONA hringdi og var hún
að velta því fyrir sér hvers
vegna ekki hafi verið flagg-
að á KR-húsinu við Kapla-
skjólsveg 17. júní. Flagg-
stöngin var auð og enginn
fáni uppi. Eiga KR-ingar
ekki íslenska fánann?
Tapað/fundið
Regnhlífin
er fundin
MAÐUR kom inn í „Svarta
Svaninn" sl. miðvikudag,
til að spyijast fyrir um
regnhlíf, er hann taldi sig
hafa tapað á þjóðhátíðar-
daginn. Enginn kannaðist
þá við málið, en síðar kom
í ljós að hún var á staðnum.
Um er að ræða svarta
veglega regnhlíf, og er eig-
andinn vinsamlega beðinn
að koma og ná í hana.
Gult kvenhjól
KONAN sem gaf upplýs-
ingar um gult kvenhjól sem
tapaðist frá Dunhaga er
vinsamlega beðin að gefa
nánari upplýsingar í síma
551-7527. (Símsvari).
Gleraugu töpuðust
LÍTIL brún kvengleraugu
töpuðust í miðbæ Reykja-
víkur að kvöldi 17. júní sl.
Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma
554-6988.
Hnakkur tapaðist
HNAKKUR tapaðist í
Réttinni við Þjórsárbrú sl.
laugardag. Finnandi vin-
samlegast hafi samband
við Höllu í síma
565-4206.
Veski fannst
Veski fannst í síðustu viku.
Uppl. í síma 552-3289.
Bolti tapaðist
Á föstudag tapaðist rauður
barnakörfubolti merktur
Chicago Bulls á fótbolta-
vellinum við Hlíðaskóla.
Boltinn var afmælisgjöf og
er hans sárt saknað. Skil-
vís finnandi vinsamlega
hringi í síma 552-4767.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
Kettlingar fást gefins.
Uppl. í síma 586-1485.
Kettlingar óska
eftir heimili
ÞRÍR kettlingar, kassa-
vanir, fást gefins. Uppl. í
síma 555-3403.
Kisi
í vanda
ÉG heiti Mikki (refur) og
er greindur, fallegur og
skemmtilegur og geldur 5
ára gamall fress. Er ekki
einhver góðviljaður sem
getur bjargað mér annað
hvort í sveit eða í bænum.
Einn á heimilinu þolir mig
ekki vegna þess hve loðinn
ég er, hóstar bara og græt-
ur. Mikið væri ég þakklát-
ur ef þið vilduð hringja í
síma 552-9044 og tala við
Helgu. bestu kveðjur
Mikki.
Tík fæst gefins
ÁTTA mánaða svarta
blendingstík bráðvantar
nýtt heimili. Hún er hlýðin
og gæf. Upplýsingar í síma
567-0887.
Kettlingar
fást gefins
TVEIR kettlingar óska eft-
ir góðu heimili. Uppl. í
síma 568-7234.
Páfagaukur fannst
í Kópavogi
PÁFAGAUKUR, gulur og
grænn á bringu með svart-
ar doppur í fjöðrum, fannst
í Vallargerði, Kópavogi.
Uppl. í síma 554-1099.
Tumi hvarf í Hlíðunum
TUMI, sem er gulbröndóttur fress, með hvíta bringu,
hvíta snoppu og hvítt á loppum, hvarf föstudaginn 13.
júní í Safamýri en hann á heima í Drápuhlíð. Hann er
eyrnamerktur R-7H096. Þeir sem hafa orðið varir við
kisa eru beðnir að láta vita í síma 893-0507, 553-4233,
551-2281 eða 562-6466 (símsvari).
Víkveiji skrifar...
SÓLMÁNUÐUR, þriðji mánuður
sumars, hefst á morgun, 23.
júní, að fornu tímatali. Þá voru og
vorvertíðarlok. Jónsmessunóttin er
aðfaranótt 24. júní.
24. júní, Jónsmessudagur, er
talinn fæðingardagur Jóhannesar
skírara. Þann dag er og talið að
Islendingar hafi tekið kristinn sið
á Þingvöllum við Öxará árið 1000.
Þetta er því mikill merkisdagur í
hugum kristinna manna hér á
landi.
25. júní er og kunnur fyrir sitt
hvað. Þá stóð Flóabardagi árið
1244. Og þennan dag árið 1809
tók Jörundur hundadagakonungur
völd á íslandi. Á hans skamma
„konungsferli" var fyrsti sérís-
lenzki fáninn dreginn að hún, þrír
hvítir þorskar á bláum feldi, og
„allur danskur myndugleiki upp-
hafinn á ísiandi."
26. júní á einnig sinn sess í Is-
lands sögu. Þann dag var sett Al-
þingishátíð á Þingvöllum árið
1930. Tilefnið var að þá voru þús-
und ár liðin frá stofnun Alþingis,
allsheijarþings hins forna þjóðveld-
is. Ásgeir Ásgeirsson flutti hátíðar-
ræðuna, en hann varð síðar forseti
lýðveldisins, annar í röðinni.
Þann 27. júní árið 1855 kom
fyrsta gufuskipið til íslands. Það
voru vissulega tímamót í sögu ey-
þjóðar. Vélknúin skip gjörbreyttu
lífi far- og fiskimanna.
Vikan, sem í hönd fer, minnir
okkur sum sé á sjálfan sólmánuð-
inn sem og ýmis merk tíðindi: fæð-
ingu Jóhannesar skírara, stofnun
Alþingis, kristnitöku íslendinga,
upphaf vélskipaaldar, svo eitthvað
sé nefnt. Það státa ekki allar vikur
af jafnmörgum merkisdögum.
XXX
FJARSKIPTA- og samgöngu-
tækni nútímans hefur fært
þjóðir heims í nábýli. Það tekur inn-
an við eitt dægur að fljúga til fjar-
lægustu heimshoma. Átburðir hin-
um megin á hnettinum geta sést á
sjónvarpsskjánum okkar samtímis
og þeir gerast. Erlendir fjölmiðlar,
blöð, útvarp og sjónvarp, era í hvers
manns ranni. Ferðalög landa á milli
era og nánast hluti af hvunndegi
nútímamannsins.
Við tengjumst æ nánar öðrum
þjóðum og öðram menningarheim-
um. Þessi þróun hefur fjölmarga
kosti í för með sér - og fáeina galla.
Suma alvarlega, eins og fjölþjóðleg-
an eiturlyfjavanda. Fámennar þjóðir
eiga og á hættu að týna sérkennum
sínum og sjálfum sér í þessum fjöl-
þjóðagraut. Oft var þörf en nú er
nauðsyn fyrir litla þjóð, eins og okk-
ur íslendinga, að rækta og varðveita
menningararfínn og móðurmálið.
xxx
MENNINGARLEGT sjálfstæði
er ein meginforsendan fyrir
stjórnarfarslegu fullveldi. Menning-
arlegt sjálfstæði okkar byggist á
móðurmáli og bókmenntaarfi. Það
er váboði þegar afturför segir til
sín í málkennd landsmanna, eins
og dæmin sanna nú um stundir.
Við þurfum öll, að mati Víkverja,
að leggja aukna rækt við móður-
málskunnáttu og málvöndun. Þetta
á bæði við um talað mál og ritað.
Við þurfum ekkert síður að varð-
veita réttan framburð en rithátt.
Við þurfum að átta okkur á því að
íslenzkunám hefst um leið og mál-
taka barna og stendur meðan ævin
endist. Lestur fyrir börn á mótunar-
skeiði skiptir mjög miklu máli.
Sjónvarp og útvarp glymja í eyr-
um svo að segja allan sólarhring-
inn. Það er beinlínis hættulegt þeg-
ar illa talandi fólk lætur móðan
mása á öldum ljósvakans. Ljósvaka-
miðlar þurfa að gera mun strang-
ari kröfur um móðurmálskunnáttu
og góðan framburð en nú er gert.
Heimili, skólar og fjölmiðlar
þurfa að leggja allar árar út um
málrækt og málvernd.