Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ iKRINGLUBÍ# KRINGLUBÍCl KRINGLUBléí KRlNGLUBIvj KRINGLUBfcl! S í M I .5 8 8 0 8 0 0 K B I N G L U N N 1 S I M I .5 8 8 0 8 O 0 K R I N G LU.N N.14-6, SÍMI 588 0800 Samansafn af seiðum TÓNLIST Gcisladiskur POLYDISTORTION Fyrsta geislaplata listahópsins Gus Gus. Lagahöfundar eru sveitar- menn og meðlimir hljómsveitarinnar Slowblow ásamt erlendum lista- mönnum. Upptökustjóm, útsetning- ar og hljóðblöndun vom í höndum Páls Borg og hljómsveitarinnar sjálfrar. 4AD 1.999 kr. 61 mínúta. ÞAÐ ER alltaf skemmtilegt þeg- ar frumlegir listamenn bijóta niður fordóma Islendinga með því að slá í gegn erlendis. Þá fara menn að hlusta. „Hvað ætli sé svona gott við þessa tónlist?“ spyrja þeir sjálfa sig, en segjast að sjálfsögðu hafa verið aðdáendur viðkomandi lista- manna frá upphafi. Geislaplatan Polydistortion með Gus Gus er einfaldlega afbragðs- góð. Liðsmenn þora að fara eigin leiðir og eru greinilega ekki að hugsa um að þóknast neinum. Tón- listinni má lýsa sem samansafni af seiðum, dáleiðandi tripphoppi með viðkomu í ýmsum tónlistar- stefnum. Niu manns skipa þennan fjöl- listahóp og það sem vekur athygli er að allir hafa eitthvað fram að færa. Daníel Ágúst Haraldsson og Magnús Jónsson eru atkvæðamest- ir í lagasmíðum, Daníel með tvö lög einn, kemur að tveimur öðrum og Magnús með þijú lög. Sigurður Kjartansson, Páll Garðarsson, dú- ettinn Slowblow, Birgir Þórarins- son og nokkrir erlendir tónlistar- menn koma einnig við sögu. Daníel Ágúst „á“ fyrri hluta plöt- unnar, enda eru ijögur fyrstu lögin, Oh, Gun, Believe og Polyesterday öll eftir hann, einn eða með öðrum. Þessi fyrri hluti plötunnar er geysi- sterkur, hvert lagið öðru betra. Daníel hefur þama fundið taktinn og vonandi byijar hann ekki aftur í Nýdönsk, þótt sú sáluga sveit hafi verið ágæt á sínum tíma. Magnúsar þáttur Jónssonar sem lagasmiður er misjafn, allt frá því að vera frábær í að vera sæmileg- ur, en hann semur lögin Barry, Why og Remembrance. Why sting- ur nokkuð í stúf á plötunni, einfalt og frekar hefðbundið popplag sem er fínt við fyrstu hlustun en venst ekki of vel. Emiliana Torrini fer þó vel með sönginn eins og við var að búast. Remembrance er besta lag Magnúsar á plötunni og reynd- ar eitt besta lag plötunnar. Hafdís Huld syngur lagið Cold Breath ’79 eftir Sigurð Kjartansson og Pál Garðarsson. Lagið er gott og Hafdís syngur vel. Hún mætti þó huga aðeins betur að ensku- framburðinum. Slowblow-bræður spytja hinnar áleitnu spurningar Is Jesus Your Pal? og koma sterkir inn. Einhvern veginn hefur maður á tilfinning- unni að lagið hafi ekki alltaf hljóm- að eins og á plötunni. Rétt er að minnast á hljóm plöt- unnar, en hann er óvenju góður og ber vitni um fagmennsku hljóð- mannsins Páls Borg. Velgengni Gus Gus er ekki tilvilj- un. Tónlistin er áræðin og flutning- ur er framúrskarandi. Með Polydi- stortion í plötusafninu er maður nokkuð vel staddur og sér meðvit- andi um það besta sem íslenskir tónlistarmenn bjóða upp á. Ivar Páll Jónsson SV. MBL HELD AÐ JAFNVEL SVÆSNUSTUjf FÝLUPOKAR KOMIST EKKI HJÁ ÞVÍ AÐ HAFA NOKKURT CAMAN AÐ ÞEIM MAKALAUSU HUNDAKÚNSTUM SEM rÞESSI FITUHLUNKUR NÆR ADTÖFRA, > FRAM ÚR ERMINNI" CHRIS FARLEY BEVERLY HILLS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.