Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 53
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/SJÓIMVARP-ÚTVARP
Tímalaus
sam-
mannleg
vandamál
Þeir kalla sig Fóstbræð-
ur og grínið er þeim í
blóð borið. Hildur
Morgunblaðið/Ásdís
SIGURJÓN Kjartansson, Benedikt Erlingsson og
Jón Gnarr skeggræða örlög grínistans.
Loftsdóttir sperrti upp
eyrun er hún heyrði
þá skeggræða sam-
vinnuna.
NÆSTA haust verða á dag-
skrá Stöðvar 2 grínþættir
Fóstbræðra. Jón Gnarr,
Siguijón Kjartansson, Benedikt Erl-
ingsson og Hilmir Snær Guðnason
eru bræðurnir, og Helga Braga Jóns-
dóttir gekk til liðs við þá.
Helgu Brögu þáttur
Jónsdóttur
„Það er frábært að Helga skuli
vera ein af okkur,“ segir Siguijón
strax.
Benedikt Erlingsson: Það er stór-
kostlegt, en þá finnst mér nafnið
ekki alveg passa.
SK: Já, þér finnst það, en við Jón
vissum alveg frá upphafi að þetta
frábæra nafn myndi ná langt.
Jón Gnarr: Við voða heimskir,
kölluðum hópinn Fóstbræður, svo
komumst við að því að Helga Braga
er ekki bróðir okkar.
SK: Hún er mamma okkar allra.
BE: Upphaflega áttum við fjórir
að skrifa og leika í þessum átta
þáttum. Til að endurspegla þjóðfé-
lagið, skrifum við um konur og ætl-
uðum að fá ýmsar leikkonur á móti
okkur, en að lokum fengum við
Helgu Brögu til að leika konuna í
öllum atriðunum.
SK: Helga er ekki bara ein kona.
JG: Helga er svo stórbrotin mann-
eskja. Hún er svo frábær leikari, að
hún getur leikið allar konur.
SK: Og menn líka.
BE: Þess vegna tókum við hana
inn í hópinn.
Ást við fyrstu sýn
SK: í upphafi komum við Jón að
máli við eiginlega guðmóður okkar
Laufeyju Guðjónsdóttur á Stöð 3. Hún
stakk upp á því að mynda grínhóp.
Við vorum afskaplega hrifnir af þeirri
hugmynd og höfðum samband við
Benna og Hilmi, þar sem við höfðum
séð þá troða upp í leikarapartýjum.
Það vildi svo skemmtilega til að þeir
voru tilbúnir með fullt af frábærum
atriðum sem voru nákvæmlega eins
og við vildum sagt hafa.
JG: Samt ólíkt, en það gefur meiri
breidd. Við Siguijón komum með
efni sem er einkennandi fyrir okkur
°g þeir sömuleiðis. Svo skiptumst
við líka á að skrifa saman.
BE: Þótt við gerum mjög ólíkt
efni, þá „fílum“ við hver annan mjög
vel.
SK: Það má segja að þetta hafi
verið ást við fyrstu sýn.
Ólíkir bakgrunnar
SK: Jón þarf alltaf að vera að tala
um áhrifavalda. Ég þoli það ekki.
Ljósmynd/Eyþór Ámason
POLKAKARLARNIR Sigur-
jón og Jón á góðri stundu.
JG: Við Siguijón erum nefnilega
aldir upp á ensku og bandarísku
grínefni, sem við höfum sogað í
okkur í gegnum árin. Það er annað
með félaga okkar sem eru t.d. aldir
upp á menningarheimili á Laufás-
veginum.
SK: Við bókmenntir og sjaidgæf
vín, þar sem Tarkovsky og Chekov
koma í mat.
JG: Það eimir enn af gamla Iðnó
andanum í Benna. Hann er með
hann í blóðinu.
SK: Þetta er fallegt.
BE: Munurinn á okkur kristallast
í því að við Hilmir búum báðir í Þing-
holtunum, og höfum alltaf gert, en
þessir drengir búa í Grafarholtinu
við hliðjna á Korpúlfsstöðum!
JG: Ég er nyög stoltur af því.
BE: Þessi samsetning er nefnilega
skemmtileg. Hún gefur af sér margt
gott.
SK: Þrátt fyrir þetta erum við ein
þjóð.
JG: Og ótrúlegt en satt, þá eigum
við ýmislegt sameiginlegt.
Tvær bíómyndir á 19 dögum
JG: Við leitumst við að hafa atrið-
in sígild svo að fólk geti horft á
þættina eftir tíu ár og haft jafngam-
an af þeim og í dag. Við drögum
ekki dám af líðandi stund, heldur
tökum fyrir sammannleg vandamál
eins og Sókrates.
BE: Eins og leikhúsið gerir.
SK: Nema það að við tökum flest
allt upp á vettvangi.
JG: Það er svolítið skemmtilegt
að við tókum upp tvo þætti fyrir
Stöð 3. Þegar Stöð 2 frétti af þátt-
unum, ákvað hún að kaupa Stöð 3.
Þegar á Stöð 2 var komið, skrifuðum
við sex þætti í einni lotu. Síðan voru
tökur frá níu á morgnana til tvö á
nóttunni.
BE: Þetta eru 150 mínútur, næst-
um tvær bíómyndir, teknar upp á
19 dögum!
JG: Þess vegna viljum við að það
komi fram að það er fjöldinn allur af
fólki sem kemur að þessum þáttum.
SK: Og það vann svakalega mikla
vinnu á stuttum tíma.
BE: Helga Rún Pálsdóttir bún-
ingahönnuður og Styrmir Sigurðs-
son leikstjóri eru snillingar og
Styrmir er álíka höfundur að þessu
og við.
SK: Hann klippir þetta allt til og
er eiginlega sjötti fóstbróðirinn.
JG: Þetta gekk allt svo vel af því
við vorum með frábært fólk. Förð-
unarmeistarinn okkar hún Ingibjörg
hefur sminkað fræga leikara í
Þýskalandi!
BE: Ég spurði hana hvemig henni
fyndist að sminka Fóstbræður miðað
við Þjóðverjana, og hún sagði
„þokkalegt".
JG: Sem þýðir „frábært“ miðað
við höfðatölu.
Ekki fyndið!
JG: Já, það gekk mikið á í þess-
ari samvinnu.
SK: Muniði þegar ég datt á rass-
inn?
BE & JG: Ha, ha, ha!
JG: Já, við getum sagt eina
skemmtilega sögu af Benna sem er
leikhúsmaður og vandur að virðingu
sinni. Við skrifuðum atriði sérstak-
lega fyrir hann sem var Kanínan
með ljáinn sem sækir fólkið yfir
móðuna miklu. Benna fannst þetta
svolítið niðurlægjandi.
BE: Mér fannst þetta ekki fyndið.
Ferlega ömurlegt. En svona gengur
þetta. Við Hilmir skrifuðum
atriði sem okkur fannst voða
fyndið. En við vildum láta
Jón og Siguijón leika það
af því maður þurfti að vera
i sundskýlu allan tímann!
JG: Svo tókum við atriði
í sundlaugasturtunum, sem
fjallaði um samviskusaman
baðvörð. Allir voru mættir
í sturturnar nema Siguijón
og við komum okkur saman
um það að segja við Sigur-
jón að það mætti ekki nota
heitt vatn, því þá kæmi
móða á myndavélarnar.
Sigurjón stóð undir ískaldri sturt-
unni í nokkrar sekúndur, svo stökk
hann öskrandi út þv( hann bara
gat þetta ekki. Þá fórum við að
hlæja!
SK: Það er svona Hemma Gunn
stíll á þessari sögu hjá þér.
JG: Einhver særindi í gangi?
Fjórar mil\jónir!
JG: Þetta er búið að vera alveg
æðislega skemmtilegt samstarf, og
það er...
SK:.. .ömurlegt að það skuli vera
búið, og að það verði aldrei aftur.
BE: Það er ofsalega mikill kær-
leikur á milli okkar. Við hælum hver
öðrum mikið og það skilar sér. Því
í svona hóp getur myndast neikvæð-
ur húmor, sem er ekki húmor þegar
til lengri tíma er litið, heldur bara
niðurbijótandi afl.
JG: Við höfum stutt hver annan
á erfiðum stundum og erum mjög
ánægðir með árangurinn.
BE: Kannski verður þetta ömur-
legt.
SK: Ef grínisti efast um að hann
sé skemmtilegur, þá er hann það
ekki.
BE: Við fengum samt íjórar millj-
ónir úr Menningarsjóði útvarps-
stöðva eftir að hafa sent inn efni.
JG: Fjórar milljónir! Við fengum
meira eða jafnmikið og Sunnudags-
leikhús Sjónvarpsins og það segir
sína sögu. Við erum bæði stoltir og
þakklátir.
HILMIR Snær sem framliðinn mað- LEIKARARNIR Benedikt, Sigurjón
ur, fangaður af kanínunni með ljá- og Jón spjalla við aðdáendur sína,
inn Benedikt Erlingssyni. Hilmi Snæ og Helgu Brögu.
ELGO'
MÚRFLEX
á svalir og þök
ELGO-MÚRFLEX er notað til
vatnsþéttingar á byggingum úr
steinsteypu og er sérstaklega
hentugt varnarlag bæði á svala-
gólf og slétt þök.
í 25 ár hefur Steinprýði ehf. selt
og framleitt ELGO-MÚRVÖRUR
og verið í fararbroddi í viðgerðum
og viðhaldi húsa.
Verið velkomin og leitið
ráðlegginga.
■■
■I steinprýði
Stangarhyl 7, Reykjavík, sími 567 2777
íslenskt
já takk
Hundrað félagar á Menntabraut hafa
fengið senda miða, i boði
íslandsbanka, á stórtónleika með
Sting i Laugardagshöll,
n.k. rniðvikudag.