Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 56

Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 56
MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Arni Sæberg Kosið um sameiningu KOSIÐ var um sameiningu Kjalar- neshrepps og Reykjavíkur í gær. Á kjörskrá í Reykjavík voru 77.514 manns og á hádegi höfðu 1.147 kos- ið eða 1,48 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Á Kjalarnesi höfðu 29 manns kosið á hádegi, eða 0,8 pró- sent, en alls eru 353 á kjörskrá. Jónas Vigfússon, sveitarstjóri, mætti á kjörstað Kjalarneshrepps um kl. 10 í gærmorgun. í kjörstjórn hreppsins eru f.v. Kolbrún Guð- mundsdóttir, Páll Ólafsson, formað- ur, og Svala Árnadóttir. Fjögur verkalýðsfálög í Húnavatnssýslu sameinast Til verður 800 manna félag FÉLAGSMENN í fjórum verka- lýðsfélögum á Blönduósi, Hvamms- tanga og Skagaströnd ætla að stofna nýtt verkalýðsfélag í dag. í þessum félögum eru 800 félags- menn. Valdimar Guðmannsson, for- maður Verkalýðsfélags A-Húnvetn- inga, segir að með sameiningunni sé stefnt að því að veita félagsmönnum betri þjónustu og spara í rekstri. Félögin sem standa að stofnun hins nýja félags eru Verkalýðsfélag- ið Hvöt á Hvammstanga, Verslunar- mannafélag Húnvetninga á Blöndu- ósi, Verkalýðs- og sjómannafélag Skagastrandar og Verkalýðsfélag A- Húnvetninga á Blönduósi. Þrjú fámennustu verkalýðsfélögin á svæðinu kusu hins vegar að vera ekki með í sameiningunni, en þau eru Verslunarmannafélag V-Hún- vetninga á Hvammstanga, Verka- lýðsfélag Hrútafjarðar og Iðnsveina- félag Húnvetninga. I þessum þrem- ur félögum er samtals innan við 100 manns. Félagsmenn í Verslunar- mannafélagi V-Húnvetninga felldu tillögu um sameiningu á jöfnu at- kvæðamagni á félagsfundi. Spamaður og bætt þjónusta Valdimar sagði að verkalýðsfélög á litlum stöðum ættu í erfiðleikum með að halda uppi eðlilegri þjónustu við félagsmenn vegna smæðar og þessi sameining væri því jákvætt skref í sínum huga. Hann sagði að með sameiningu næðist nokkur sparnaður í bókhaldi, endurskoðun og fundakostnaði. Þjónusta við fé- lagsmenn myndi hins vegar batna. Samkomulag væri milli félaganna um að höfuðstöðvar hins nýja félags yrðu á Blönduósi, en skrifstofm- yrðu einnig opnar á Hvammstanga og Skagaströnd hluta úr degi. Valdimar sagði að með sameiningu félaganna fengju félagsmenn fjöl- breyttaii kosti varðandi orlofshús. Með sameiningu yrði einnig til sterk- ur sjúkrasjóður. Hann sagði að þó að sjúkrasjóðir félaganna ættu einhverja peninga væru þeir fljótir að fara ef eitthvað alvarlegt kæmi upp á. Valdimar sagðist telja að það væri ekkert vandamál að sameina versl- unarmenn, fískvinnslufólk og sjó- menn í eitt félag. Hann sagði að í sínu félagi væru þessir hópar og því fylgdu ekki vandamál. Nýja félagið yrði deildaskipt. Valdimar sagði að lögð yrði tillaga fyrir stofnfundinn, sem hefst á Blönduósi í dag kl. 14, um að bráða- birgðastjórn yrði kosin og ný stjórn kosin á framhaldsstofnfundi í haust. Flugþjónusta í Evrópu Flug- þjónust- an ehf. í sjötta sæti FLUGÞJÓNUSTAN ehf. á Reykjavíkurflugvelli lenti í sjötta sæti yfir þjónustuaðila á flugvöllum í Evrópu í könnun tímaritsins Aviation International News, fréttablaði um alþjóðleg flugmál. Könnun- in fór fram meðal flugmanna í síðasta mánuði. Árlega hafa um 1.200 vélar viðkomu á Reykjavíkurflug- velli, einkaþotur og minni vélar á ferð vestur eða austur um, svo og þeir sem eiga erindi til landsins. Flugþjónustan ehf. annast gerð flugáætlana, út- vegar veðurspár og eldsneyti og skipuleggur þjónustu sem erlendar einkavélar og áhafnir þurfa á að halda, en slíkar flug- þjónustur eru reknar á öllum helstu flugvöllum. í efstu sæt- um könnunarinnar voru meðal annars aðilar á flugvöllunum í Hamborg, Brussel og París. í könnuninni voru gefnar ein- kunnir fyrir þessa mismunandi þætti í þjónustu við vélarnar. B j ör gunaræfingar TÍU björgunarsveitir SVFÍ við Faxaflóa og frá Snæfellsnesi æfðu í Hvalfirðinum í gær m.a. björgun úr sjó og úr klettum og niður í báta. Um 90 manns tóku þátt í æfingunni. Að sögn Jóns Ólafs Magnússonar björgunarsveitarmanns var mark- mið hennar að æfa samstarf á milli björgunarsveita og kenna nýliðum m.a. björgun úr sjó. Þá voru tveir leitarhundar SVFÍ notaðir, en markmiðið með því var ekki síst, að sögn Guðmundar Arnar Jenssonar þjálfara, að sýna björgunarsveita- mönnum hvers megnugir þeir eru, til dæmis við líkleit og sjóbjörgun. * Morgunblaðið/Porkeli Þorkelsson Verkfalli Sleipnis frestað Samningsupp- kast liggur fyrir NEAFC verði á Islandi RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- ♦þykkt tillögu Þorsteins Pálssonar "isjávarútvegsráðherra um að ísland bjóðist til að skrifstofa Norðaust- ur-Atlantshafsfískveiðinefndarinn- ar (NEAFC) verði á íslandi. Skrif- stofa NEAFC hefur verið í breska landbúnaðarráðuneytinu, en verið er að breyta skipulagi stofnunar- innar. „Það eru ýmsar hugmyndir um ' staðsetninguna. Evrópusambandið hefur lagt til að skrifstofan verði í Edinborg. Það verður fundur í neftidinni sem er að undirbúa skipu- lagsbreytingarnar fyrir næsta árs- fund hér í byrjun júlí. Mín tillaga var sú að við munum fyrir þann fund leggja fram tilboð um stað- setningu hér og leggja þá til hús- næði og nauðsynlega aðstöðu og gistisamning fyrir þessa stofnun sem alþjóðastofnun. Ríkisstjórnin féllst á þessa tillögu. Það er auðvit- að ekkert útséð hvernig það mál fer,“ sagði Þorsteinn. Á vettvangi NEAFC er út- hafskarfastofninum á Reykjanes- hrygg skipt og sinnt er eftirliti með veiðunum. Stofnunin hefur einnig komið nærri samningum um stjórn veiða úr Norður-Atlantshafssfldar- stofninum. Þorsteinn sagði að það yrði fengur að því að fá þessa stofn- un til íslands. Hann sagði að ríkis- sjóður kæmi til með að hafa ein- hvern kostnað af skrifstofunni en á móti kæmi að NEAFC fylgdu tals- verð fundahöld og tekjur. VIÐRÆÐUR fulltrúa Sleipnis og at- vinnuveitenda eftir sólarhrings lang- an fund leiddu til þess að samnings- uppkast lá fyrir um kl. 13.30 í gær. Verkfall hófst aðfaranótt laugardags og í gær var felld niður fjölmenn hópferð frá skemmtiferðaskipi í Reykj avíkurhöfn. Hugmyndir gengu í fyrrinótt og gær milli deiluaðila og nálguðust þeh- hratt þegar leið fram á morgun- inn en fundur hafði þá staðið frá klukkan 14 á föstudag. Óskar Stef- ánsson, formaður Sleipnis, segir að með breytingum á launaflokkaskip- an, m.a. var bætt við 18 ára starfs- aldursþrepi, hafi náðst nokkur grunnkaupshækkun. Samið er til 15. febrúar árið 2000 og eru áfanga- hækkanir þær sömu og í öðrum samningum. Útlit var því fyrir að verkfalli yrði frestað síðdegis í gær. Stefnt er að félagsfundi hjá Sleipni í kvöld eða annað kvöld til að kynna samninginn. Kvaðst Óskai- þokka- lega sáttur við niðurstöðuna þó að hann hefði gert sér vonir um meiri hækkun. Milli 400 og 500 manna hópferð með farþega af skemmtiferðaskipinu Vistafjord var felld niður í gærmorg- un, en þar áttu 8-9 hópferðabflar að koma við sögu. Már Sigurðsson, hót- elstjóri á Hótel Geysi, sagðist þar með hafa misst 200-300 manns í mat.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.