Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.1997, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 165. TBL. 85.ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bresk og írsk stjórnvöld bíða ósigur í atkvæðagreiðslu í Belfast Tillögnmum afvopnun á Norður-írlandi hafnað Belfast, London. Reuter, The Daily Telegraph. FLOKKAR norður-írskra sambands- sinna höfnuðu í gær tillögum breskra og írskra stjórnvalda um að samið yrði um afvopnun skæruliða sam- hliða viðræðum um framtíð Norður- írlands. Sinn Fein, stjórnmálaflokk- ur írska lýðveldishersins (IRA), sem lýsti yfir vopnahléi um helgina, var- aði við j)ví að átök gætu hafist á Norður-Irlandi á ný. „Tillögum stjórnarinnar hefur verið hafnað. Allir sambandssinna- flokkarnir þrír greiddu atkvæði á móti þeim,“ sagði David Adams, fulltrúi Lýðræðislega sambands- flokksins (DUP), í friðarviðræðunum í Belfast. Breska stjórnin hafði búist við þessum ósigri og ljóst var að tillög- urnar næðu ekki fram að ganga þegar stærsti flokkur norður-írskra mótmælenda, Sambandssinnaflokk- ur Ulster (UUP), snerist á sveif með Formaður Sinn Fein varar við því að átök geti hafist að nýju hinum flokkunum tveimur og lagðist gegn áformunum. „Okkur tókst það sem við ætluð- um okkur - að koma í veg fyrir til- lögur um það sem hefur verið kallað afvopnun en er í raun engin afvopn- un,“ sagði Ian Paisley, leiðtogi Lýð- ræðislega sambandsflokksins. „Menn eru að reyna að beita neit- unarvaldi í friðarferlinu," sagði Mitchell McLaughlin, formaður Sinn Fein. „Við það verður ekki unað og það leiðir til þeirra átaka sem við vonuðumst til að geta losnað við.“ Tillögurnar fólu í sér þá málamiðl- un að samið yrði um afvopnun í áföngum á meðan friðarviðræðurnar færu fram, en ekki fyrir eða eftir þær. Flokkar sambandssinna höfn- uðu tillögunum vegna þess að þeir töldu að í þeim fælust engar trygg- ingar fyrir því að skæruliðarnir af- hentu vopn sín. Líkur á viðræðum Sinn Fein og sambandssinna minnka írski lýðveldisherinn lýsti yfir vopnahléi um helgina til að greiða fyrir því að Sinn Fein fengi að taka þátt í friðarviðræðunum. Flokkur Paisleys kvaðst ætla að hætta þátt- töku í viðræðunum eftir atkvæða- greiðsluna í gær til að mótmæla því sem hann kallar „leynisamning" til að fá IRA til að lýsa yfir vopnahléi. „Þetta er ekki meiriháttar áfall," sagði Mo Mowlan, sem fer með málefni Norður-Irlands í bresku stjórninni, eftir að Ijóst var að tillag- an næði ekki fram að ganga. „Þetta er greinilega bakslag en enginn hef- ur sagt að þetta yrði auðvelt.“ Mowlan sagði að bresk og írsk stjórnvöld stefndu enn að því að við- ræðurnar um framtíð Norður-írlands hæfust 15. september. Stjómmála- skýrendur sögðu þó að deilan um hvenær og hvemig skæruliðarnir ættu að láta vopn sín af hendi drægi mjög úr líkunum á því að hægt yrði að koma sambandssinnum og Sinn Fein að samningaborði. Breskir og írskir ráðherrar koma saman í næstu viku til að ræða hvernig haga eigi viðræðunum ef sambandssinnar neita að ræða við Sinn Fein. M.a. kemur til greina að sambandssinnar haldi áfram viðræð- unum við bresk og írsk stjórnvöld meðan þau og flokkar þjóðernissinna á Norður-írlandi ræða við Sinn Fein. Reuter Milosevic í nýju forseta- embætti SLOBODAN Milosevic varð í gær forseti Júgóslavíu, sambandsríkis Serbiu og Svartfjallalands. Milosevic hefur verið forseti Serbíu í tvö kjörtímabil og sam- kvæmt stjórnarskránni get- ur hann því ekki gefið kost á sér til endurkjörs í forseta- kosningunum 21. septem- ber. Hann greip því til þess ráðs að láta júgóslavneska þingið kjósa sig forseta Júgóslavíu. Það hefur verið valdalítið embætti til þessa en búist er við að Milosevic, sem hefur haft tögl og hagldir í júgóslavneskum stjórnmálum, haldi taki sínu á stjórnkerfinu, fjölmiðlun- um, hernum og Iögreglunni. Milosevic veifar hér til stuðningsmanna sinna, eftir að hafa tekið við forseta- embættinu. Fallist á samrun ann við Boeing Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJORN Evr- ópusambandsins (ESB) lagði í gær til að fallist yrði á samruna Boeing og McDonnell Douglas flugvélaverksmiðjanna banda- rísku og afstýrði þar með við- skiptastríði Bandaríkjanna og ESB. í síðustu viku lagði ráðgjafa- nefnd ESB til að lagst yrði gegn samrunanum, þar sem hann kynni að reynast evrópskum iðnaði „hættulegur". Ástæða þess að ESB skiptir um skoðun er eftirgjöf Boeing, sem féllst m.a. á að afturkalla samn- inga um flugvélakaup, veita öðr- um fyrirtækjum aðgang að einka- leyfum McDonnell Douglas og misnota ekki yfirburðaaðstöðu sína á markaðnum. Bandaríska alríkisviðskipta- ráðið hafði fallist á samrunann og höfðu bandarísk yfirvöld hótað að hindra viðskipti ESB-ríkja við bandarísk fyrirtæki, kæmu þau í veg fyrir samrunann. ■ Eftirgjöf Boeing/22 Söfnum bjargað SLÖKKVILIÐI Parísar tókst í gær að slökkva eld í einni af þekktustu byggingum borgarinn- ar, Chaillot-höll, sem hýsir bygg- ingarlistasafn og helsta kvik- myndasafn Frakklands. Um 100 verk skemmdust í eldinum en eyðilögðust ekki og siökkviliðinu tókst að bjarga öllum kvikmynd- unum 30.000 sem geymdar eru í byggingunni. „Tjónið var mun minna en ótt- ast var,“ sagði Nathalie Bondil, forstöðumaður byggingarlista- safnsins. Talið er að eldurinn hafi kvikn- að fyrir slysni þegar verið var að gera við þak byggingarinnar. Reuter Fyrsti fundur nýja þingsins í Albaníu Berísha læt- ur af embætti Tirana. Reuter. SALI Berisha, forseti Albaníu, sagði af sér í gær, skömmu áður en nýtt þing landsins kom saman í fyrsta sinn. Berisha kvaðst segja af sér til að geta sest á þing fyrir Lýðræðis- flokkinn, sem beið mik- inn ósigur fyrir sósíal- istum í þingkosningun- um 29. júní. Boðað var til kosninganna til að binda enda á óeirðir og glundroða í landinu eftir gjaldþrot vafa- samra ávöxtunarsjóða sem urðu til þess að margir Alban- ar glötuðu öllu sparifé sínu. Líklegt þykir að Rexhep Mejd- ani, framkvæmdastjóri Sósíalista- flokksins, verði kjörinn forseti í at- kvæðagreiðslu á þinginu. Sósíalist- ar og bandamenn þeirra eru með 118 þingmenn af 155 og flokkur Berisha aðeins 24. Þingið sniðgengið „Fyrrverandi kommúnistar not- færðu sér fjármálakreppuna vegna ávöxtunarsjóðanna ... sem átyllu til að skipuleggja vopnaða upp- reisn,“ sagði Berisha þegar hann tilkynnti afsögn sína. Hann bætti við að með setningu nýja þingsins hefði „síðasta kommúníska forrétt- indastéttin komist til valda að nýju“. Þingmenn Lýðræðisflokksins mættu ekki á þingfundinn í gær til að mótmæla framkvæmd kosning- Reuter SÓSÍALISTINN Rex- hep Mejdani ásamt Marisu Lino, sendi- herra Bandaríkjanna. anna, sem var „viðun- andi“ en langt frá því að vera fullkomin að mati eftirlitsmanna Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ÖSE. Andstæðingar Ber- isha fögnuðu afsögn hans með því að hleypa af byssuskotum í Tir- ana og fleiri borgum. Berisha var hjarta- skurðlæknir á valda- tíma kommúnista og var lofsamaður á Vest- urlöndum fyrir að koma á markaðsumbótum fyrst eft- ir að hann komst til valda. Stuðn- ingurinn við hann minnkaði þó síðar vegna einræðistilburða hans og efnahagsóstjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.