Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 2
2 'FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fornleifauppgröftur hafinn á bæ Eiríks rauða í Haukadal
Leifar
af eldri
torfvegg
fundust
FORNLEIFAFRÆÐINGAR
Þjóðminjasafnsins eru byijaðir
að rannsaka rústir Eiríksstaða í
Haukadal, þar sem Eiríkur rauði
bjó og Leifur heppni er talinn
fæddur. Enn sem komið er er
ekki mikið um nýjar upplýsingar
en þeir telja þó augljóst að tóttin
sé nýög gömul.
Guðmundur Ólafsson og Ragn-
heiður Traustadóttir vinna að
uppgreftrinum sem Eiríksstaða-
nefnd Dalabyggðar kostar. Til-
gangur rannsóknanna er að
kanna hvort eitthvað sé eftir af
mannvistarleifum í tóttinni, til
dæmis hvort þar séu eldri bygg-
ingar undir þeirri sem sést og
rannsökuð var í lok síðustu aldar
og í byrjun þessarar.
Langeldur sést greinilega
í rústunum
Einnig er ætlun þeirra að
reyna að ganga úr skugga um
það hvað húsið er gamalt, hvað
það hefur verið stórt og til hvers
það hefur verið notað. Fornfræð-
ingar sem áður hafa grafið í
rústirnar hafa talið það vera
skála og séð leifar af langeldi
eftir honum miðjum og eidstæði
í báðum endum. Guðmundur og
Ragnheiður eru að taka þversnið
af skálanum og sést langeldurinn
greinilega. Þau te^ja sig einnig
hafa fundið eldri torfvegg utan
sýnilegra tófta sem ekki hafi
verið rannsakaður við fyrri at-
huganir.
„Okkur sýnist að fá megi itar-
legri svör við þeim spurningum
sem reynt var að svara við fyrri
rannsóknir," segir Guðmundur.
Ólafur Ragnar Grímsson for-
seti gerði það nýlega að tillögu
sinni að Eiríksstaðir fengju það
hlutverk sem þeir ættu skilið sem
fæðingarstaður landkönnuðarins
mikla Leifs Eiríkssonar.
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
GUÐMUNDUR Óiafsson skrifar niður athuganir sínar og Ragnheiður Traustadóttir grefur í gegn-
um veggi Eiríksstaðabæjarins. í forgrunni sjást steinar úr langeldinum sem er í miðjum skála.
Olíu-
mengun í
Grafar-
vogi
VATN og olía rann um ræsi
út í Grafarvog í gær þegar
losað var úr tankbíl frá Upp-
dælingu hf. Tilkynning um
óhappið barst til lögreglunnar
frá Fosshálsi 1 og kom í ljós
að losað hafði verið úr bílnum
í ræsið.
Taldi innihaldið vatn
Ökumaður taldi að inni-
haldið ætti að vera 99% vatn
en svo reyndist ekki vera.
Rann blandan um ræsið niður
í Grafarvog þar sem þunn
olíbrák myndaðist. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni var ekki hægt að
hreinsa upp olíuna vegna erf-
iðra aðstæðna en starfsmenn
Reykjavíkurhafnar reyndu að
setja út búnað til að freista
þess að ná upp brákinni.
Lögreglu-
bíl ekið út
af vegi
LÖGREGLUMAÐUR meidd-
ist á baki þegar lögreglubíl
var ekið út af Suðurlandsvegi
í gærmorgun.
Tildrög óhappsins voru
þau, að tveir lögregluþjónar
á bíl ætluðu að stöðva för
ökumanns á Suðurlandsvegi,
skammt frá gatnamótum
Vesturlandsvegar. Bifreið var
skyndilega ekið í veg fyrir
lögreglubílinn og sá ökumað-
ur hans þann kost vænstan
að aka út af og ofan í grasi
gróna hvilft milli akreina.
Töluvert högg kom á lög-
reglubílinn og kvartaði lög-
reglumaðurinn í farþegasæt-
inu undan eymslum í baki.
Kalla þurfti á kranabíl til að
draga lögreglubílinn á brott.
Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður
Rætt um sameiginlega
vatnsveitu bæjanna
Miðstjórn ASÍ krefst þess að Alþingi
ákveði launabreytingar æðstu manna
Kjaradómur
verði lagður af
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís-
lands krefst þess að Kjaradómur í
núverandi mynd verði lagður af. í
hans stað verði komið á fót sér-
stakri nefnd, sem hafí það hlutverk
að vera Alþingi til ráðgjafar um
launabreytingar þingmanna og
æðstu embættismanna og geri til-
lögur til þingsins hveiju sinni sem
til endurskoðunar kemur. Endan-
lega ákvörðun verði síðan tekin á
Alþingi.
Þetta kemur fram í ályktun sem
samþykkt var einróma á miðstjórn-
arfundi ASÍ sem haldinn var í gær
vegna nýgengins úrskurðar Kjara-
dóms um launahækkanir æðstu
embættismanna, ráðherra og þing-
manna. Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, segir miðstjórnina leggja
áherslu á að ríkisstjórn og Alþingi
beri pólitíska ábyrgð á Kjaradómi.
Enn einu sinni hafí komið í ljós að
núverandi aðferð við ákvörðun
launa æðstu embættismanna gangi
ekki upp og engin sátt sé um hana
í þjóðfélaginu. „Það er meginmálið
að ríkisstjóm og Alþingi verða að
manna sig upp í að takast á við
þessa ákvörðun," segir Grétar.
Laun æðstu manna hafa
hækkað um 133 þús. kr.
í samanburðartölum sem lagðar
voru fram á miðstjómarfundinum
kemur fram að Kjaradómur hafí
hækkað laun æðstu embættis-
manna um allt að 133 þúsund kr.
á mánuði frá árinu 1995 sem sé
ekki í neinu samræmi við niðurstöð-
ur kjarasamninga. „Á sama tíma
hefur ríkisstjórnin ákveðið að
hækka elli- og örorkulífeyri í mesta
lagi um rúmar 8.000 krónur á
mánuði og dæmi eru um að greiðsl-
ur til atvinnulausra hafi verið lækk-
aðar,“ segir í ályktun miðstjórnar
ASÍ.
Grétar kveðst reikna með að síð-
ar í sumar muni forsetar Alþýðu-
sambandsins banka upp á þjá for-
sætisráðherra til að ræða þessi mál.
SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri í
Kópavogi, segir að viðræður séu í
gangi milli Kópavogsbæjar, Hafn-
arfjarðar og Garðabæjar um sam-
eiginlega vatnsveitu. Arðsemisút-
reikningar sýni að sveitarfélögin
fengju rúmmetrann af köldu vatni
á um sex krónur. Hann segir að
Vatnsveita Reykjavíkur, sem sér
Kópavogsbúum nú fyrir köldu
vatni, hafí í upphafi farið fram á
að Kópavogsbær greiddi 18,50
krónur fyrir rúmmetrann. Dóm-
kvaddir yfirmatsmenn hafa ákveðið
að Kópavogsbær greiði 11,69 krón-
ur fyrir rúmmetrann.
„Þetta er undarlegt. Þegar ég
vissi síðast til var verðið til Mos-
fellsbæjar og Seltjarnarness mun
lægra. Verðið ætti að vera 6-7
krónur á rúmmetrann eins og hjá
öðrum vatnsveitum á landinu.
Reksturinn gengur bara ekki betur
en þetta hjá Vatnsveitu Reykjavík-
ur og fjárfestingarnar eru miklar.
Þetta er undarlegt fyrirbrigði því
það er þumalputtaregla hjá veitu-
stofnunum að einingar fari lækk-
andi eftir því sem þær eldast og
fleiri einingar eru notaðar. Þess í
stað hækkar einingaverðið ár frá
ári og það er andstætt allri hag-
fræði,“ sagði Sigurður.
Hann segir að þetta mál verði
ekki sótt frekar og Kópavogsbær
eigi ekki annan kost en að greiða
uppsett verð. „Þetta er bara gjald-
taka af nágrannasveitarfélögunum
og þau fá ekki rönd við reist. Þetta
er hreint ofbeldi," sagði Sigurður.
Hann segir að mjög eðlilegt sé
að vatnsskattur Kópavogsbúa
hækki nú við hærra vatnsverð frá
Vatnsveitu Reykjavíkur.
Drög að stofnsamningi
sameiginlegrar vatnsveitu
Sigurður segir að viðræður hafi
verið I gangi um sameiginlega
vatnsveitu Kópavogs, Hafnarfjarð-
ar og Garðabæjar um nokkurt
skeið. Öryggisatriði sé að hafa tvær
vatnsveitur á höfuðborgarsvæðinu
með tilliti til náttúruhamfara auk
þess sem sveitarfélögin fengju að-
gang að mun ódýrara vatni.
„Þessir þrír bæir létu reikna út
fyrir sig hagkvæmni og arðsemi af
sameiginlegri vatnsveitu. Niður-
staðan varð sú að ef ráðist yrði í
þá framkvæmd kostaði rúmmetrinn
af köldu vatni til okkar um sex
krónur. Framkvæmdin yrði rpjög
fljót að borga sig. Við erum með
þetta mál í vinnslu og það hefði
haldið áfram hvemig sem verðið frá
Vatnsveitunni hefði breyst. Það er
löngu orðið nauðsynlegt að taka
höndum saman um nýja veitu. Hjá
þessum bæjum er starfandi nefnd
sem skipuð er bæjarstjórunum
þremur. Við höfum verið að semja
drög að stofnsamningi um byggðar-
samlag um vatnsveitu," sagði Sig-
urður.
Sigurður sagði að nóg vatn væri
til staðar í bæjunum en ódýrast og
skynsamlegast yrði að hafa vatns-
öflunina I Hafnarfirði þar sem
mannvirki til þeirra nota væri fvrir
hendi. J