Morgunblaðið - 24.07.1997, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hæstiréttur meinar sakborningum að kynna sér gögn fyrir yfirheyrslur
Fer ekkí í bága við jafnræði
og réttláta dómsmeðferð
HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur
um að sakborningum í stóra fíkniefnamálinu svokallaða væri heimilt að
kynna sér framlögð gögn í málinu áður en þeir yrðu yfirheyrðir fyrir
dómi. Hæstiréttur vísar til þriggja ára gamals dóms síns um að það fari
ekki í bága við sjónarmið um jafnræði og réttláta dómsmeðferð, að sak-
borningur verði yfirheyrður um sakarefni fyrir óháðum dómstóli áður en
hann kynnir sér skjöl málsins, þar á meðal framburði annarra ákærðu,
enda standi réttmætar og efnislegar ástæður til þess.
Morgunblaðið/Arnaldur
Nýju kartöflumar
mnnu út
FYRSTU íslensku kartöflurnar í
ár komu í verslanir Nóatúns í
gær. Kartöflurnar eru af tegund-
inni Premier. Að sögn Jóhanns
Ólasonar verslunarstjóra sýndu
viðskiptavinir mikinn áhuga og
streymdu í verslanir til að ná sér
í nýjar kartöflur í soðið. Jóhann
sagði ekki ljóst hversu lengi þessi
sending mundi endast en það
verður ekki fyrr en um mánaða-
mótin sem kartöfluuppskeran fer
að berast í einhverju magni. Þá
er fyrirsjáanlega lækkun á kart-
öflum en þessi fyrsta sending er
seld á 249 kr. kg.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu hinn 9. júlí sl. að ákvæði
laga um meðferð opinberra mála
um aðgang að málsskjölum sam-
ræmdist ekki lengur ákvæðum
stjórnarskrár og Mannréttinda-
sáttmála Evrópu. Af hálfu ákæru-
valdsins var úrskurðinum þegar
áfrýjað.
I greinargerð ákæruvaldsins til
Hæstaréttar kom fram að ekki
væri vefengdur réttur varnaraðila
til að kynna sér öll gögn málsins
eftir að þeir hefðu gefið skýrslu
og áður en málið gengi til dóms.
Yrði þeim hins vegar heimilað að
kynna sér gögn málsins að vild
byði það heim hættu á að þeir Iegðu
mat á sönnunarstöðu málsins og
löguðu framburð sinn að gögnum
málsins eftir því sem þeim þætti
henta.
Staða ákæruvalds og
sakbornings jöfn
Hæstiréttur segir lög um með-
ferð opinberra mála reist á þeirri
grundvallarreglu, að staða ákæru-
valds og sakbomings fyrir dómi sé
jöfn. „Samkvæmt 1. mgr. 70. gr.
stjórnarskrárinnar, eins og hún
hljóðar eftir breytingu með stjórn-
skipunarlögum nr. 97/1995, skal
sá sem ákærður er fyrir refsiverða
háttsemi eiga rétt til réttlátrar
málsmeðferðar innan hæfilegs tíma
fyrir óháðum og óhlutdrægum dóm-
stóli, sbr. og 1. mgr. 6. gr. mann-
réttindasáttmála Evrópu, sem veitt
var lagagildi á íslandi með lögum
nr. 62/1994.
Hvert aðildarríki sáttmálans fyr-
ir sig getur sett lög í samræmi við
og til fyllingar ákvæðum 6. gr.
hans. Dómur Hæstaréttar 19. apríl
1994 var meðal annars reistur á
því að það fari ekki í bága við sjón-
armið um jafnræði og réttláta
dómsmeðferð, að sakborningur
verði yfirheyrður um sakarefni fyr-
ir óháðum dómstóli áður en hann
kynnir sér skjöl málsins, þar á
meðal framburði annarra ákærðu,
enda standi réttmætar og efnisleg-
ar ástæður til þess. Ekkert í 1. eða
3. mgr. 6. gr. mannréttindasátt-
málans eða 70. gr. stjórnarskrár-
innar breytir þessu eða leiðir til
þess að jafnræði aðila sé skert, eða
um óréttláta málsmeðferð sé að
ræða, þótt ákærða sé ekki heimilað
að kynna sé gögn máls til hlítar
fyrr en hann hefur gefið skýrslu
sína fyrir dómi, og áður en mál
verður sótt og varið. Verjendur
ákærðu eiga ætíð rétt til að kynna
sér gögn málsins á hveiju stigi
þess, og gæta þeir þannig lögvar-
innar hagsmuna skjólstæðinga
sinna,“ segir í úrskurði Hæstarétt-
ar.
Þá segir að vegna þessa og með
vísan til fordæmis Hæstaréttar árið
1994 verði á það fallist að sóknarað-
ili hafi fært fram réttmætar og efn-
islegar ástæður fyrir kröfu sinni.
„Verður því hafnað aðalkröfu
varnaraðila um að þeir fái að kynna
sér að vild skjöl málsins áður en
þeir hafa verið yfirheyrðir fyrir
dómi.“
Varakröfur varnaraðila lutu að
því að þeir fengju takmarkaðan
aðgang að öllum skjölum, sam-
kvæmt ákvörðun dómsins, eða
ótakmarkaðan eða takmarkaðan
aðgang að hluta skjalanna. Um
þetta segir Hæstiréttur að vamar-
aðilar hafi á engan hátt skýrt að
hvaða skjölum varakröfur þeirra
beindust og af þeirri ástæðu yrði
þeim ekki sinnt.
Skautahöll-
in á að
rúma 1.600
áhorfendur
BORGARRÁÐ fjallar á þriðjudag
um tillögu íþróttabandalags
Reykjavíkur, IBR, um að gengið
verði til samninga við Istak um
byggingu 3.277 fermetra húss
yfir skautasvellið í Laugardal.
Þá hefur erindið farið fyrir fund
umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykki borgarráð bygging-
una fyrir sitt leyti geta fram-
kvæmdir hafist upp úr næstu
mánaðamótum og áætluð verk-
lok eru í febrúar á næsta ári.
Heildarkostnaður við fram-
kvæmdina er 185-190 milljónir
króna.
I hönnun hússins er tekið tillit
til þess að það stendur innan eins
helsta útivistarsvæðis Reykvík-
inga ásamt öllum helstu þjóðar-
leikvöngum landsins. Burðar-
virki hússins er úr límtré á
steyptum undirstöðum. Veggir
eru steinsteyptar einingar upp í
240 sm hæð. Efri hluti veggja
er klæddur lituðum stálplötum
að utan en sementsbundnum
tijáullarplötum að innan.
Aðalanddyri hallarinnar er í
norðausturhorni hússins og stað-
sett þannig að núverandi bíla-
stæði nýtast en þau eru um 170.
Gert er ráð fyrir að núverandi
hús nýtist að mestu í óbreyttri
mynd fyrir sljórnun, starfsfólk
og félagsaðstöðu. í nýja húsinu
er gert ráð fyrir 144 fermetra
búningsherbergi með sturtum og
geymslum fyrir skautafélög og
rekstur verður á alls um 72 fer-
metra gólffleti. Þá verða í húsinu
verslun og skautaleiga og 130
fermetra veitingasalur þar sem
útsýni verður yfir skautasvellið.
Áhorfendastæði rúma 600 manns
í sæti og 1.000 manns standandi.
Teiknistofa Halldórs Guð-
mundssonar teiknaði húsið.
Skólaári framhaldsskólanna flýtt
Nemendur
áhyggjufullir
ÓEÐLILEGT er að heimild til að
flýta skólaárinu í framhaldsskólun-
um um viku taki gildi með aðeins
mánaðar fyrirvara strax í haust að
mati Hjálmars Blöndals Guðjóns-
sonar, forseta Nemendafélags MH.
Hann sagði að nemendur hefðu
haft samband við sig og lýst yfir
áhyggjum sínum af því að fram-
haldsskólamir nýttu sér heimild í
samningi HÍK og ríkisins um að
hefja skólaárið viku fyrr en venja
væri eða 25. ágúst. Nemendur hefðu
ráðið sig í vinnu og skipulagt ferðir
erlendis í samræmi við hefbundið
upphaf skólaársins. Nú væru allt
skipulag í lausu lofti því skólamir
hefðu enn ekki tilkynnt hvort þeir
ætluðu sér að nýta heimildina I ár
eða ekki.
Hjálmar sagði að ekki væri aðeins
um óhagræði að ræða fyrir nemend-
ur því viku vinnulaun væra í húfi.
Ef svo ólíklega vildi til að allir fram-
haldsskólar nýttu sér heimildina og
nemendur væra með um 20.000 kr.
vikulaun væri um 300 milljóna króna
tap að ræða. Ekki mætti heldur
gleyma því að breytingin hefði í för
með sér erfíðleika fyrir vinnuveitend-
ur enda misstu þeir starfsmenn viku
fyrr en áætlað hefði verið.
Tvöföld ánægja
MEÐ KREMI Á MILLI
'trön* MEST SELDA KEX Á ÍSLANDI
SKAUTAHÖLLIN í Laugardal verður rúmlega 3.000 fermerar að stærð.
Bjarni Tryggvason út í geiminn 7. ágúst
Forsetahjónunum boðið
til geimskotsins
ÍSLENZKU forsetahjónunum hefur
verið boðið að verða viðstödd geim-
skot bandarísku geimfeijunnar
Discovery 7. ágúst næstkomandi, er
vestur-íslenzki geimfarinn Bjarni
Tryggvason fer í sína fyrstu geim-
ferð. Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Islands, segir að standi dagsetn-
ingin sé sennilegt að þau þekkist
boðið.
„Það hefur verið rætt um að við
verðum við geimskotið, meðal ann-
ars vegna þess að Bjarni er fæddur
á íslandi," segir Ölafur Ragnar.
Hann segir að búizt sé við að forsæt-
isráðherra Kanada verði einnig við
skotið, en Bjarni er kanadískur ríkis-
borgari.
Ólafur Ragnar segir
að í ferð sinni um Is-
lendingabyggðir Norð-
ur-Ameríku muni hann
meðal annars leggja
áherzlu á íslenzka
landkönnuði í Vestur-
heimi og mikilvægi
þess að viðhalda ís-
lenzkri hefð landkönn-
unar. „í tengslum við
þúsund ára afmæli
fundar Ameríku gæti
verið við hæfi að tengja
það ferð fyrsta íslend-
ingsins út í geiminn.
Það gæti verið í góðu
samræmi við könn-
Bjarni Tryggvason
unarhugarfarið og
mikilvægi þess að
kanna ókunnar slóðir,
sem hefur fengið góð-
an hljómgrunn hér '
samræðum mínum við
forseta og varaforseta
Bandaríkjanna og
aðra,“ segir forseti.
Hann segir að stand-
ist dagsetning geim-
skotsins liggi vel við að
þau hjónin fari beint frá
Islendingabyggðunum í
Kanada og verði við-
stödd. Frestist skotið
hins vegar eigi þau þess
tæplega kost.