Morgunblaðið - 24.07.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 24.07.1997, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ þarf ekki að óttast að góðærið verði endasleppt. Viðhaldið á góðærismaskínunni er komið í hendur fagmanns... Fólk Islenska grœnmetið grillað <o I I ÍSLENSK GARÐYRKJA <£áitu/ þJsv EuLo/ 'leJý Ráðinn útvarps- stjóri Fíns miðils •GUÐLAUGUR Þór Þórðarson formaður SUS hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Fíns miðils. Fínn mið- ill er sameinað fyrirtæki FM 95,7 og Aflvaka sem rekur Aðal- stöðina, X-ið og Klassík FM. Að sögn Guð- laugs leggst nýja starfið mjög vel í hann en hann starfar nú hjá Fjárvangi hf.: „Hlutverk mitt verður að halda utan um reksturinn, sjá um skipulagningu og stefnumótun. Þetta er spenn- andi og krefjandi verkefni sem ég hlakka mjög til að takast á við.“ „Sameiningin og staðsetningin á fyrirtækinu gefa mikla mögu- leika,“ segir Guðlaugur „ég vinn nú þegar að undirbúningi ásamt núverandi starfí en mun hefja fullt starf eins fljótt og auðið er.“ Guð- laugur segir ekki þörf á að kú- venda í stefnu útvarpsstöðvanna enda sameiginleg hlustun þessara stöðva góð: „En vitaskuld verða breytingar í kjölfar nýrra mögu- leika. Það sem gerist á næstunni er að starfsmenn munu setjast nið- ur, velta upp hugmyndum og gera áætlanir fyrir næstu vikur og mán- uði.“ Rekstur FM 95,7 er þegar flutt- ur í húsnæði Fíns miðils í gömlu Morgunblaðshöllinni í Aðalstræti 6. Unnið er að því öllum stundum að koma húsnæðinu í gagnið. Guðlaugur Þór Þórðarson. Pennavinir í 210 löndum. International Pen Friends. Sími 881 8181. Ferðamálastjóri Irlands á Islandi Nýtum vel- g’eng'ni írskrar tónlistar Aundanförnum árum hafa írar lagt mikla áherslu á uppbygingu ferðamála og varið til þess gífurlegum fjármunum. Orla Branigan er ferða- málastjóri írlands. Hún var stödd hér á landi í byrjun vikunnar þar sem hún kynnti sér m.a. mögu- leika á því að beina írskum ferðamönnum í auknum mæli til íslands. „Eftir veru mína hér er ég sannfærð um að ísland sé ferðamöguleiki sem eigi í auknum mæli eftir að höfða til íra. Því miður hef ég ekki haft tíma til að sjá nema brot af íslenskri náttúru en ég hef notið þess að vera í Reykjavík sem mér finnst aðlaðandi og óvenjuleg borg. Að mínu mati er það þó fólkið sem á eftir að verða helsta aðdráttar- afl íslands fyrir íra. Við eigum sameiginlegar rætur og ég finn fyrir sömu hlýju hjá fólki hér og á írlandi." — Hafið þið hvatt til ferða á milli íslands og írlands? „Frumkvæðið að írlandsferð- um íslendinga kom frá íslandi en á þeim rúma áratug sem þær hafa staðið hefur tekist með okk- ur mjög góð samvinna. Við erum að sjálfsögðu mjög ánægð með þann áhuga sem íslendingar hafa sýnt írlandi og höfum hug á að vinna að því að íslendingar heim- sæki írland á fieiri árstímum og breiðari grundvelli en verið hefur. Starf mitt innan ferðamálaráðs miðar aðallega að því að hvetja erlenda ferðamenn til að koma til írlands. Ég geri mér þó grein fyr- ir því að það er einnig mikilvægt að hvetja írska ferðamenn til að heimsækja ísland þannig að bæði löndin hafí ávinning af samskipt- um þjóðanna. Á írlandi höfum við þegar orðið vör við aukinn áhuga á Islandsferðum og í sumar eigum við von á að rúmlega 2.000 Irar ferðist til íslands samanborið við 1.500 á síðasta ári. Hingað til hafa íslandsferðir aðaliega spurst frá manni til manns en ekki verið kynntar mikið eða markvisst. Það segir sig hins vegar sjálft að það væri mjög hagkvæmt aðnota flug- vélarnar sem koma með íslendinga til írlands til að fljúga með íra til íslands." — Hveiju þakkar þú stórauk- inn fjölda erlendra ferðamanna á írlandi? „Fyrir þremur árum endurskoð- uðum við starfsemi Ferðamálaráðs í kjölfar þeirrar ákvörð- ___ unar ríkisstjómarinnar að leggja aukna áherslu á alþjóðlega markaðssetningu. Þetta þýddi það að við fengum meira fjár- Orla Braningan ► Orla Branigan er fædd í Monaghan-sýslu á Irlandi árið 1967. Hún nam hótelstjórnun við Shannon College á írlandi og Cornell University í Banda- ríkjunum. Einnig lauk hún framhaldsnámi í stjórnun ferðamála frá Ulster-háskóla í Belfast árið 1991. Hún hefur starfað hjá ýmsum hótelkeðj- um, þeirra á meðal Moev- enprick AG í Sviss, Forte í Bretlandi og Medallion í Bandaríkjunum. Einnig var hún hótelstjóri á Adare Manor á Irlandi áður en hún tók við starfi ferðamálastjóra írlands árið 1995. Stefnt að fjölgun írskra ferðamanna. höfum við lagt fjármagn í að þróa aðstöðu fyrir ferðamenn, svo sem golfvelli, en írskir golfvellir eru meðal þeirra bestu í heiminum í dag. Þetta átak hefur gengið mjög vel. Fyrir nokkrum árum vorum við á eftir öðrum Evrópuþjóðum hvað varðar ferðaþjónustu og að- sókn ferðamanna en nú erum við á mjög góðri leið.“ — Var þá fjármagn allt sem til þurfti? „Að undanfömu hefur írland verið í miklum uppgangi. Efna- hagsástandið hefur batnað mikið á undanförnum árum og ferða- mannaiðnaðurinn notið góðs af því, eins og reyndar aðrir atvinnu- vegir. Strangar aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og markviss uppbygging efnahagsins kröfðust ákveðinna fóma sem nú eru að skila sér. Stöðugleiki í efnahags- málum gerði írland að fýsilegum kosti fyrir erlenda fjárfesta og í kjölfar alls þessa fómm við að sjá mennta- og hæfileikafólk sem ámm saman hafði búið erlendis _________ snúa heim. Allt hefur þetta hjálpað til við að byggja upp nýja og aðlaðandi mynd af landinu og vakið áhuga fólks.“ — Attu einhver ráð magn og þar af leiðandi höfðum handa fólki I (slenskri ferðamála- við völ á nýjum starfskröftum úr þjónustu? ólíkum geirum atvinnulífsins. Við „Ég tel fyrst og fremst mikil- höfum svo unnið að því að bæta vægt að þeir sem fara með yfirum- og breyta ímynd írlands og höfum sjón ferðamála einangri sig ekki m.a. notað til þess velgengni ír- skrar tónlistar og kvikmynda. Þá höfum við reynt að gera ferða- mannalandið Irland að vömmerki sem þýðir m.a. samræmi í auglýs- ingum. Við leggjum áherslu á að þótt írland byggi á sterkum hefð- um sé það í takt við tímann og Dublin sé ein af stórborgum Evr- ópu þar sem alltaf er eitthvað spennandi um að vera. Einnig heldur haldi stöðugu og góðu sam- bandi við þá sem starfa í ferða- mannaþjónustu. Einnig tel ég mik- ilvægt að ferðaiðnaðurinn sé í góðri samvinnu við aðra atvinnu- vegi í landinu og að innlendir fjár- magnsaðilar fjárfesti í auglýsing- um með ferðaiðnaðinum. Ef inn- lendir aðilar hafa ekki trú á því sem við emm að gera er borin von að bjóða það til sölu erlendis.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.