Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 11

Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 11 FRÉTTIR Breytingar á Melasveitarvegi Overuleg áhrif á gróður og dýralíf BREYTINGAR á Melasveitarvegi um Skorholt og Mela eru taldar hafa óveruleg áhrif á gróður og dýralíf á svæðinu samkvæmt niður- stöðu skipulagsstjóra ríkisins. Um Skorholt verður lagður 3 km langur vegur frá hringvegi, þar sem núver- andi vegur um Skorholt verður lækkaður og legu breytt. Um Mela verður lagður 500 metra langur nýr vegur. I niðurstöðu skipulagsstjóra ríkis- ins kemur fram að vegurinn liggur um svæði, þar sem gróðri hefur verið raskað, framræsta mýri og tún. Nokkuð ræktað land fari undir nýja vegarkafla í landi Skorholts og Mela, en samkvæmt frummats- skýrslu eru landeigendur meðmæltir vegalagningunni. Tekið er fram að ný lega Mela- sveitarvegar muni bæta aksturs- öryggið á svæðinu, þar sem hann verði snjóléttari, liggi fjær opinni námu í landi Skorholts, auk þess sem umferð færist fjær íbúðarhúsi við Mela. Skipuiagsstjóri fellst á fyrirhug- aða lagningu Melasveitarvegar eins og henni er lýst í framlagðri frum- matsskýrslu. Kæra má úrskurð skipulagsstjóra til umhverfisráð- herra og er kærufrestur til 13. ág- úst 1997. Þyrlur Landhelgis- gæslunnar Þriðji flug- stjórinn tiltækur næstu daga NÝR flugstjóri á þyrlur Landhelgis- gæslunnar er nú á lokaspretti þjálf- unar og verður útskrifaður næstu daga, að sögn Helga Hallvarðsson- ar, yfirmanns gæslufram- kvæmda. Hann heitir Pétur Stein- þórsson og hefur verið flugmaður hjá Gæslunni um árabil. Verða þá þrír flugstjórar til- tækir og stefnt er að því að búið verði að þjálfa fjórða flugstjórann fyrir árslok. Tveir flugmanna Landhelgisgæsl- unnar, Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson, eru í dag flugstjórar á þyrlunum en nýlega lét Bogi Agnars- son af því starfi og flutti sig til Atlanta flugfélagsins. Nýr maður hefur verið ráðinn í hans stað en meðal umsækjenda um starf flug- manns hjá Gæslunni voru sjö flug- menn með þyrluréttindi og var ráð- inn einn úr þeim hópi. Helgi Hallvarðsson segir að þriðji flugstjórinn fyrir þyrlurnar muni ljúka þjálfun einhvern næstu daga og verði þá þrjár áhafnir tiltækar til flugs á báðum þyrlum Gæslunn- ar. Gert er ráð fyrir að fjórði flug- stjórinn verði kominn með réttindi kringum næstu áramót. Páll Hall- dórsson er flugrekstrarstjóri Land- helgisgæslunnar og yfirflugstjóri og segir Helgi þau störf hans orðin það umfangsmikil að nauðsynlegt sé að minnka vaktskyldu hans á þyrlun- um. Alls starfa 9 flugmenn hjá Gæslunni og eru auk þyrluáhafn- anna tvær áhafnir á Fokker-vélina. Umræður urn útboð Aðspurður um hvort til tals hefði komið að bjóða út einhveija verk- þætti hjá Landhelgisgæslunni, t.d. leit og björgun með þyrlum, sagði Helgi Hallvarðsson að slíkt hefði verið rætt, m.a. vegna fyrirspurna frá einkaaðilum um að annast sjúkraflug. Hann taldi hins vegar ekki líklegt að hægt yrði að koma slíku við og taldi einnig ólíklegt að einkaaðilar gætu látið slíkan rekstur bera sig. Pétur Steinþórsson Morgunblaðið/Arnaldur Margt að skoða við Tjörnina ÞESSI hjón tóku kíkinn með í göngutúrinn í Hljómskála- garðinn. Það fylgir ekki sög- unni hvað þau voru að skoða þegar myndin var tekin. Eflaust hefur það verið eitt- hvað mjög áhugavert í fugla- lífinu. Hún er byrjuð að slá sér upp með fuglunum eftir að hún fékk nýj a Shell-bensímð sem er umhverfisvænna www.shell.is _______________ Nú fæst umhverfisvænna bensín á Shellstöðvunum á höfuðborgar- svæðinu. Umhverfisvænna bensín er nýjung sem markar timamót í umhverfisvernd. Það er án mengandi efna, brennur betur og fer því betur með náttúruna og vélina. Umhverfisvænna bensín er fyrir sláttuvélar og aðrar loftkældar tvígengisvélar. Umhverfisvænna bensín - náttúrunnar og okkar vegna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.