Morgunblaðið - 24.07.1997, Side 21

Morgunblaðið - 24.07.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 21 Leita Cunanans norðar LEITIN að Andrew Cunanan, sem grunaður er um að hafa myrt ítalska tískuhönnuðinn Gianni Versace, nær nú út fyr- ir Flórídaríki, þar sem morðið var framið, og í gær var hans leitað í New Hampshireríki, í norðausturhluta Bandaríkj- anna. Að sögn lögreglumanna fengu þeir vísbendingu frá verslunarmanni í bænum West Lebanon í New Hampshire um ferðir manns, sem svaraði til lýsingarinnar á Cunanan, á grárri Bens bifreið með skrán- ingarnúmerum frá Flórída. Auk morðsins á Versace er Cunanan grunaður um fjögur morð í norðausturhluta Bandaríkjanna frá þvi í apríl. Fagna við- horfi Jeltsíns VATÍKANIÐ fagnaði í gær þeirri ákvörðun Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, að hafna umdeildu lagafrumvarpi um trúfrelsi, og segir í yfirlýsingu frá Vatíkaninu að vonast sé til þess að nýr texti geti orðið grundvöllur að bættum sam- skiptum við Rómversk- kaþólsku kirkjuna. Jóhannes Páll páfi hafði áður ritað Jeltsín bréf þar sem hann varaði for- setann við því, að ef frumvarp- ið yrði að lögum gæti kaþólsku í Rússlandi verið hætta búin. Leiðtogar á Kýpur funda LEIÐTOGAR Grikkja og Tyrkja á eynni Kýpur munu í næstu viku hittast í fyrsta skipti á kýpversku landi í nærri þrjú ár. Munu þeir ræða neyðarað- stoð vegna deilunnar milli gríska meirihlutans og tyrk- neska minnihlutans á eynni. Fundur þeirra mun fara fram í bústað sendimanns Samein- uðu þjóðanna á eynni. Leiðtog- arnir hittust á fundum í Banda- ríkjunum fyrr í mánuðinum og munu hittast aftur í Sviss í næsta mánuði. Arafat og Levy greinir á DAVID Levy, utanríkisráð- herra ísraels, og Yasser Ara- fat, leiðtogi Palestínumanna, eru ósammála um pólitískan árangur fundar síns í Brussel í fyrradag. Sagði Arafat að enginn árangur hefði orðið af fundinum, en Levy sagði að nýr grundvöllur fyrir friðarviðræð- ur hefði verið lagður. Sögðu leiðtogarnir þetta hvor í sínu lagi eftir að hafa átt fundi með Eric Derycke, utanríksiráð- herra Belgíu, í gær. Þurrkar og flóð í Kína GÍFURLEG flóð í suðurhluta Kína og alvarlegir þurrkar í norðurhlutanum hafa valdið útbreiðslu smitsjúkdóma og gætu orðið til þess að farsóttir breiddust út, að sögn kínver- skra fjölmiðla. Haft er eftir heilbrigðismálaráðherra lands- ins að slæmar aðstæður á flóða- svæðunum ógni heilsu íbúa þar. Samtök Suðaust- ur-Asíuríkja Kamb- ódía bíður Kuala Lunipur. Phnoni Penh. Reuter. SAMTÖK Suðaustur-Asíuríkja veittu Burma og Laos formlega aðild á ráð- stefnu samtakanna í Kuala Lumpur í Malasíu í gær. Aðildarumsókn Kambódíu hefur ekki verið sam- þykkt, þrátt fýrir að stjórnvöld hafi fallist á að samtökin reyni að koma á sáttum í landinu. Til stóð að Kambódía fengi inn- göngu í samtökin um leið og Laos og Burma, en fallið var frá því vegna ótryggs ástands í landinu í kjölfar valdaráns forsætisráðherrans Huns Sens. Ung Huot, utanríkisráðherra Kambódíu, sendi utanríkisráðherrum aðildarríkjanna bréf í vikunni, þar sem hann óskaði eftir endurskoðun á af- stöðu samtakanna. Utanríkisráðherra Malasíu, Abdullah Ahmad Badawi, sagði fréttamönnum í gær að ekki hefði verið fallist á það, og að samtök- in viðurkenndu enn Ranariddh prins sem annan af forsætisráðherrum Kambódíu. Ung Huot situr ráðstefnuna sem áheyrnaraðili, og tilkynnti við komuna til Kuala Lumpur að stjómvöld í Kambódíu hefðu fallist á að samtökin hefðu forgöngu um að koma á sáttum í landinu. Yfirlýsingin kemur á óvart þar sem Hun Sen hefur hafnað allri íhlutun erlendra aðila, og henni var fagnað af sendimönnum Asíuríkja. Pavarotti kveðst lesa nótur Róm. Reuter. ÍTALSKI tenórinn Luciano Pava- rotti hefur brugðist ókvæða við fréttum af meintu ólæsi hans á nótur, sem vakið hefur heimsat- hygli. Sagði söngvarinnar við fréttamenn í gær að frásögnin væri uppspuni. Pavarotti viðurkennir að hann kjósi að nota eigin nótur með athugasemdum en segir ástæð- una þá að honum hætti til að gleyma texta laganna sem hann syngur. Hins vegar hafi blaða- menn látið óskina um að birta æsifréttir hlaupa með sig í gönur og að fréttin um ólæsi sitt á nót- ur sé hlægileg. Það var eitt stærsta dagblað Italíu, Corríera della Sera, sem fyrst birti frétt- ina. Útiskilti Vatnsheld og vindþolin Allar stærðir og gerðir Margir litir - gott verð JCL' dQhOfnasmiöjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Ratahrauni 13 • Sími 555 6100 Ýmsir létu þó í ljós tortryggni og gáfu í skyn að Hun Sen hefði spilað út þessu peði til að telja samtökin á að fallast á aðildarumsókn Kambódíu. Bardagar liggja nú að mestu niðri í landinu, eftir að hersveitir hliðhollar Ranariddh náðu borginni Samrong á sitt vald á mánudag. Samtök Suðaustur-Asíuríkja höfðu að engu mótmæli mannréttindasam- taka og ríkisstjóma á Vesturlöndum gegn inngöngu Burma, vegna ítrek- aðra mannréttindabrota og herstjóm- ar í landinu. fjórir mótmælendur tóku sér í gær stöðu gegnt hótelinu sem hýsir ráðstefnuna, en strangar reglur í Malasíu gera ráð fýrir að sækja verði um sérstakt leyfi fyrir mótmæl- um ef þátttakendur em fimm eða fleiri. Mótmælendurnir sögðu í yfirlýs- ingu sinni að innlimun Burma væri „smánarblettur í augum fólks sem hefur í heiðri mannréttindi, réttlæti, lýðræði og frið.“ Samtökin hafa starfað í 30 ár og aðildarríki eru Malasía, Indónesía, Tæland, Singapúr, Víetnam, Filipps- eyjar og Brunei, ásamt Laos og Burma. Reuter INNGONGU Burma í Samtök Suðaustur-Asíuríkja var mótmælt í Kuala Lumpur í gær. Annar mótmælendanna á myndinni klæð- ist bol með mynd af Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar í landinu. sidasii Örfá heimabíótæki eftir á tilboðsverði sem leitun er að! PHILIPS 29“ PT 722 aðeins kr. stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is umboðsmenn um land allt • Svartur, flatur Black Line Super myndlampi sem gefur allt að 35% meiri skerpu • 70w Pro Logic hljóðkerfi með bassahátalara • CTI (Colour Transit Improvement) litstýring • 2 Scarttengi, Super VHS inntak að framan • Comb Filter aðgreiningarkerfi • Easy Logic skjástýrikerfi • Útgangur fyrir heyrnartól • Textavarp og barnalæsing

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.