Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Framkvæmdasljórn ESB fellst á samruna Boeing og McDonnell Douglas
Eftirgjöf Boeing
kom í veg fyrir
viðskiptastríð
ESB FELLST A SAMRUNA BOEING
Brussel. Reuter.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins (ESB) lagði í gær til
að fallist yrði á samruna bandarísku
fiugvélaverksmiðjanna Boeing og
MeDonnell Douglas en sérfræð-
inganefnd þess um varnir við
hringamyndun lagði í síðustu viku
til að komið yrði í veg fyrir hann
þar sem hann gæti skaðað evrópsk-
an iðnað. Með þessu er vonast til
að komið hafi verið í veg fyrir við-
skiptastríð Bandaríkjanna og ESB.
Bandaríska alrikisviðskiptaráðið
(FTC) hefur nú þegar samþykkt
15 milljarða dala, 1.000 milljarða
ísl. kr. samrunann án skilyrða. Evr-
ópusambandið verður einnig að
samþykkja hann vegna þess hversu
mikil viðskipti Boeing á við ríki í
sambandinu. Framkvæmdastjórnin
ákvað að leggjast ekki gegn sam-
runanum eftir að Boeing féllst á
tilslakanir varðandi hann. Vísar
framkvæmdastjórnin málinu til
fyrrnefndrar sérfræðinganefndar
um varnir við hringamyndun, sem
fer yfir málið í næstu viku.
Miklar tilslakanir Boeing
ESB óttaðist að aukin hlutdeild
Boeing í hergagna- og geimiðnaði
myndi koma Boeing til góða við
smíði farþegaflugvéla, auk þess
sem samningsstaða fyrirtækisins
myndi eflast. Frakkar lýstu því
m.a. yfir að samruni fyrirtækjanna
gæti reynst evrópskum iðnaði
„hættulegur“. Að sögn Karel van
Miert, sem fer með samkeppnismál
í framkvæmdastjórninni, ríkti ein-
hugur um ákvörðunina nú enda
hefði Boeing fallist á að margar
efasemda ESB væru réttmætar.
Bandarísk yfirvöld voru æf vegna
tregðu ESB og höfðu hótað við-
skiptaþvingunum, kæmi sambandið
í veg fyrir samrunann.
Boeing hættir við sérsamninga
sem gerðir höfðu verið við American
Airlines, Continental Airlines og
Delta Air Lines, sem fólust í því
að félögin keyptu allar sínar vélar
hjá fyrirtækinu næstu tvo áratug-
ina, sem hefði útilokað aðalkeppi-
naut Boeing, hinar evrópsku Air-
bus-verksmiðjur, frá stórum kaup-
endum. Féllst Boeing á að gera
ekki slíka samninga næstu tíu árin.
Þá hefur Boeing heitið því að
auka aðgang annarra fyrirtækja
Framkvæmdastjórn ESB lagði í gær til
að fallist yrði á samruna Boeing og
McDonnell Douglas flugvélaverk-
smiðjanna, sem hljóðar upp á um 15
milljarða dala, um 1.000 milljarða ísl. kr.
Sameinaða fyrirtækiö starfar undir nafni
Boeing og er sala þess á þessu ári áætluð
um 3.360 milljarðar ísl. kr. Pantanir eru
metnar á um 7.000 milljaröa, og hefur
fyrirtækið yfirburðastöðu á helsta
keppninautinn, hið evrópska Airbus.
Markaðshlutdeild framleiöanda
farþegaflugvéla I september 1996
Boeing
54%
Fyrlrtæki Árleg velta* Pantanir* Starfsmenn*
Boeing 1.365 milljarðar kr. 2.280 milljaröar kr. 105.500
McDonnell Douglas 1.000 milljaröar kr. 350 milljarðar kr. 68.500
Airbus 670 milljaröar kr. 490 milljaröar kr. 37.700
‘Árié 1995
Skipting framleiöstu ' í'. . i ; _
Boeing
Farþega-
Slwv flugvélar
Vamar-
mál og
geimllug
...
McDonnell Douglas
Herflug-
vélar
Airbus
Farþega-
llugvélar
Annaé
Heimild: Boeing. The Airline Monitor
Flugskeyti,
geimflaugar,
rafeindatæki
Farþega-
tlugvélar
AnnaO
að einkaleyfum McDonnell Dou-
glas á sviði hergagnaframleiðslu
en ESB óttaðist að Boeing myndi
nýta sér ríkisstyrki til hergagna-
framleiðslu við smíði farþegavéla.
Ennfremur heitir Boeing því að
misnota ekki yfirburðastöðu sína á
markaðnum til að hafa áhrif á
framleiðendur hreyfla og annarra
vélarhluta.
Ástralía
Dýrkeypt-
ur upplýs-
ingaleki
Canberra. Reuter.
KLÍPA Ástrala vegna leka á leyni-
legum skjölum yfír gagnrýni ráða-
manna á nágrannaríkin á Kyrra-
hafí versnaði enn í gær þegar upp-
víst varð um nýjan upplýsingaleka,
meðal annars á reiðilegu tölvu-
skeyti frá utanríkisráðuneytinu.
Stjórnvöld hafa nýverið gert
gangskör að því að grafist verði
fyrir um ástæður þess að smáatriði
í 93 síðna skýrslu, sem innihélt niðr-
andi dóma yfir hagkerfum og leið-
togum ríkja í Suður-Kyrrahafí, voru
gerð opinber. Skýrslan var merkt
„AUSTEO", sem er skammstöfun
fyrir „Australian Eyes Only“, eða
„Einvörðungu fyrir Ástrali“, og er
til marks um að skýrslan sé háleyni-
leg. Fréttamaður Reuters fann hana
á svæði sem öllum var heimill um-
gangur um á ráðstefnu fjármála-
ráðherra í þessum heimshluta sem
haldin var fyrr í mánuðinum.
Greindi Reuters frá innihaldi skýrsl-
unnar í síðustu viku.
Alþjóðleg gagnrýni vegna þessa
axarskafts hefur aukist að undan-
förnu, og í gær syrti enn í álinn
þegar fram kom í því sem virtist
vera tölvuskeyti frá utanríkisráðu-
neytinu gangrýni á „öryggiskrata“
í forsætisráðuneytinu sem tryðu á
„myrkari veruleika" í nágranna-
löndum Ástralíu.
Það bætti svo gráu ofan á svart
í gær, að annarri skýrslu merktri
„AUSTEO" var lekið til fjölmiðla.
I henni var sagt að ráðamenn í
Canberra væru óhressir með það
hversu útgjöld Nýsjálendinga til
varnarmála væru lítil. Þætti Áströl-
um þeir bera hitann og þungann
af sameiginlegu varnarkerfi í
heimshlutanum. Var gerð nákvæm
grein fyrir áætlun um það, hvernig
ástralskir ráðherrar gætu þrýst á
starfsbræður sína á Nýja Sjálandi
um að útgjöldin yrðu aukin.
ÞESSI mynd frá yfirborði plán-
etunnar Mars, sem bandaríska
geimvisindastofnunin, NASA,
sendi frá sér í fyrradag sýnir
steinhnullunginn Jóga, sem vís-
indamenn nefna svo, og Mars-
jeppann Sojourner upp við hann.
Greina má hjólför jeppans frá
geimfarinu Pathfinder að stein-
inum. Komið hefur í Ijós, eftir
athuganir á steinum á plánet-
unni, að sumir þeirra eru tvílit-
TVílitt gijót
áMars
ir, og á myndinni hafa litaskilin
á Jóga verið ýkt. Sjá má að
steinninn er að hluta til rauðleit-
ur, en einnig eru á honum blá-
leitir fletir. Hafa geimvísinda-
Reuter
menn ekki glögga hugmynd um
hvernig á þessum litaskilum
stendur. Rúmlega hálfur mánuð-
ur er nú síðan geimfarið lenti á
Mars, og í siðustu fréttatilkynn-
ingu frá stjórnstöð leiðangursins
í Pasadena í Bandaríkjunum seg-
ir að flestum áætluðum verkum
Pathfinders ogjeppans Sojourn-
er sé nú Iokið, en farið haldi
áfram að virka eins og vænst
hafi verið.
Afganistan
Konur
gangi hljóð-
lega um
Kabúl. Reuter.
LÖGREGLA Talebanhreyfingar
bókstafstrúaðra múslima, sem
sitja við stjórnvölinn í mestum
hluta Afganistans, hefur gefið út
nýja reglugerð, sem takmarkar
möguleika kvenna á að leita sér
aðstoðar, og kveður á um að þær
skuli forðast að valda hávaða með
skóm sínum þegar þær eru á
gangi.
Lögreglan heitir formlega
Dygðaboðunar- og lastahindrun-
ardeildin og sendi hún frá sé tvö
minnisblöð í síðustu viku, annað
til alþjóðlegra hjálparstofnana
sem hafa starfsemi í höfuðborg
Afganistans, Kabúl, og hitttil
sjúkrahúsa. Þar segir: „Reglu-
gerðir í islömsku landi okkar
byggir á því að konur séu ekki
ráðnar í vinnu á alþjóðlegum eða
staðbundnum skrifstofum, og út-
gáfa takmarkana á réttindum
kvenna til að fara að heiman frá
sér er islömsk skylda sem erlend-
ar og staðbundnar stofnanir
verða að hlýta.“
Reglugerðirnar eru byggðar á
túlkun Talebana á islömskum lög-
um, sem eiga sér m.a. forsendur
í trúarriti islam, Kóraninum.
Islömsk lög eru að því leyti frá-
brugðin lögum á Vesturlöndum,
að þau eru ekki talin vera manna-
setningar heldur eiga sér rætur
í guðlegri opinberun.
Mikill hluti þeirra hjálparáætl-
ana sem reknar eru í Kabúl er
ætlaður konum, og þá sérstaklega
þeim þúsundum ekkna sem búa í
borginni og hafa margar orðið
bláfátækar vegna þess að Tale-
banar banna þeim að vinna.
Reglugerðin sögð óraunhæf
Starfsmaður hjálparstofnunar
í Kabúl segir að reglugerðin sé
óraunhæf og verði henni fram-
fylgt til hins ítrasta yrði enn erf-
iðara fyrir þá, sem veita neyðar-
aðstoð, að hjálpa hinum verst
settu.
Bann er lagt við andlitsfarða,
skartgripum og skóm með hælum
sem valda hávaða þegar gengið
er. „Tískufatnaður og skraut á
konum á sjúkrahúsum er bannað.
Konum ber skylda til að hegða
sér siðsamlega, ganga rólega og
forðast að skella skóm sínum í
götuna, þar sem slikt veldur há-
vaða,“ segir í reglugerðinni.
Löggæsla Talebana á konum
hefur valdið hörðum mótmælum
frá þeim, er beita sér fyrir rétt-
indum kvenna á Vesturlöndum.
Talebanar segja hins vegar að
þeir séu að reyna að koma á
hreinu, islömsku þjóðskipulagi og
reglugerðirnar séu nauðsynlegur
þáttur í því.
Tæknileg mistök reynast Frökkum dýrkeypt í arabalöndunum
Dubai. Reuter.
ARABÍSKI gervihnattastjórnandinn
Arabsat mun ekki endurskoða bann
sitt á útsendingar franskrar sjón-
varpsstöðvar sem braut islömsk lög
um velsæmi, að því er framkvæmda-
stjóri Arabsat, Ahmad al-Badnah,
greindi frá í gær.
Arabsat, sem hefur aðsetur í Riy-
ad í Saudi-Arabíu, stöðvaði útsend-
ingar frönsku sjónvarpsstöðvarinnar
Canal France International, sem er
ríkisrekin, á laugardag vegna þess
að þá var sýnd klámfengin kvik-
mynd, sem stangast á við islamskar
velsæmisreglur. Fulltrúi CFI segir
útsendinguna hafa orðið fyrir tækni-
leg mistök sem símafyrirtækið
France Telecom beri ábyrgð á. CFI
hafí ekki átt neinn þátt í því að
kvikmyndin var send út.
Al-Badnah sagði í viðtali við tíma-
ritið al-Eqtisadiah að ákvörðun
Utsendingabann
vegna kláms
Arabsat hefði verið tekin og ekki
yrði aftur snúið. „Við viljum ekki
eiga allt okkar undir tæknilegum
mistökum,“ sagði hann. Franskir
stjórnarerindrekar í Saudi Arabíu
hafa reynt að bæta úr málinu, sem
gæti haft mjög slæm áhrif á tilraun-
ir Frakka til að fá áhorfendur í
arabaríkjunum, þar sem megnið af
vestrænu sjónvarpsefni er banda-
rískt. Arabsat sér um gerfíhnatta-
samskipti í arabalöndunum, þar á
meðal sjónvarps- síma- og gagna-
sendingar, og er í eigu 21 arabaríkis.
Fulltrúar CFI í París sögðu að
riftun útsendingasamningsins við
Arabsat myndi kosta fyrirtækið um
50 milljónir franka (tæplega 600
milljónir ísl. króna) á ári vegna glat-
aðra auglýsingatekna og vegna
dagskrár sem þegar hefði verið seld.
„En skaðinn á opinberri ímynd okk-
ar er meiri en orð fá lýst,“ sagði
fulltrúi CFI. „Okkar dagskrá og
dagskrá [bandaríska sjónvarpsins]
CNN var eina dagskráin sem Árabs-
at sendi út sem ekki var arabísk.
Þetta þýðir að Frakkar hafa helst
úr lestinni eftir að hafa í mörg ár
reynt að ná til almennings í araba-
löndunum."
Fulltrúinn kvaðst ekki vita um
nein tengsl milli þessa máls og fyrri
ágreinings um útsendingar á trúar-
legri dagskrá múslima á frönskum
kapalsjónvarpsstöðvum. Franska
innanríkisráðuneytið er sagt hafa
lagt hart að stjórnendum slíkra
stöðva í Frakklandi að senda ekki
út dagskrá frá löndum eins og Saudi
Arabíu, þar sem trúarlegar predik-
anir væru meðal efnis. Er ráðuneyt-
ið sagt óttast aukin áhrif bókstafs-
trúar meðal múslimskra íbúa lands-
ins, en þeir eru fjórar til fimm millj-
ónir talsins.