Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 23

Morgunblaðið - 24.07.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 23 SóHjöl'l Samruni ólíkra efna MYNPLIST G a 11 c rí Ingólfsstræti 8 MÁLVERK Tumi Magnússon. Opið finuntudaga- sunnudaga kl. 14-18 til 81. júlí, að- gangur ókeypis. „HEILAVEFUR og rauðvín" nefnist sýning Tuma Magnússonar og samanstendur af 21. málverki. Myndimar hanga í samfelldri röð á gagnstæðum veggjum rýmisins og eru staðsettar fyrir ofan sjón- línu áhorfanda. Tumi blandar liti sem komast næst upprunalegum efnum fyrrnefndra heita og lætur þá renna saman. Litafletimir bera síðan heiti þeirra efna sem hann vinnur með. Litur heilavefs er táknmynd fyrsta málverksins og er lit rauð- víns frá Rioja-héraði á Spáni blandað jafnt og þétt saman við grunnlitinn. Smátt og smátt renna litirnir tveir saman, frá grábrúnum tón yfir í vínrauðan lit. Framsetn- ing verksins er túlkun á samruna ólíkra efna og er líkt við lífeðlis- fræðilegt ferli heilans sem á sér stað við víndrykkju. í málverkum Tuma mettast hlutlaus litur heila- ve§a af lit rauðvínsins þar til hann Bítlasin- fónía sam- in á tölvu London. The Daily Telegraph. BÍTILLINN Paul McCartney hefur lokið við 75 mínútna langa sinf- óníu með aðstoð tölvu, en þetta er fyrsta sígilda verkið sem hann semur án aðstoðar. Hann hefur gripið í tónsmíðarnar undanfarin ijögur ár en McCartney getur hvorki lesið né skrifað nótur. Bítill- inn fyrrverandi segir verkið „sin- fónískt ljóð“ en hann skrifaði verk- ið að beiðni EMI-útgáfunnar. Verk McCartneys nefnist „Standing Stone“ og er undir greinilegum keltneskum áhrifum. Lundúnasinfónían og kór, alls um 300 tónlistarmenn, munu flytja verkið í Royal Albert Hall þann 14. október nk. McCartney notaði tölvuforrit við tónsmíðarnar, lék laglínu á hljóm- borð, ýtti á takka og tölvan út- setti hana, t.d. fyrir strengi eða þau hljóðfæri sem hann kaus. Hann afhenti hljóðfæraleikurunum útprentun tölvunnar en hafði litla sem enga hugmynd um hvernig verkið myndi hljóma fyrr en hljóm- sveitin lék það í fyrsta sinn. Verkið hefur verið tekið upp og stýrði McCartney upptökunum. Verður geisladiskurinn gefinn út 29. september. Að sögn Geoff Baker, talsmanns McCartneys, má ganga að því vísu að verkið hljómi „öðruvísi" enda sé McCartney ekk- ert venjulegur maður. „Hann er þeirrar skoðunar að muni hann ekki laglínu, sé hún líklega ekki nógu góð. Hann hefur aldrei getað lesið nótur. Hann myndi ekki einu sinni þekkja nóturnar að „Yest- erday“ og er ákaflega feginn því að tæknin gerir honum kleift að semja sígild verk án aðstoðar.“ Fyrsta sígilda verkið sem Paul McCartney samdi, „Liverpool óra- tórían“ var gerð með aðstoð tón- skáldsins Carl Davis en hann út- setti verkið eftir laglínum sem McCartney lék á píanó. verður ekki greinanlegur í síðustu myndunum. Kímni einkennir hugmynda- fræði Tuma eins og heiti verka hans bera með sér. Leikur með tengsl lita og efna á myndfleti er án allrar upphafningar og áhorf- andanum leyfist því að sleppa öll- um hátíðleika þegar hann skoðar sýninguna. Hulda Ágústsdóttir TUMI Magnússon; „Heilavefur og rauðvín“ 1997. „Loft“ einungrunar- dýna Mjúk eins og vindsæng en tekur mun minna piáss. Þegar dýnunni er rúllaö út fyllist hún sjálfkrafa af lofti og þegar henni er rúllað saman aftur tæmist loftiö aftur úr henni. Bráðsniöug lausn. Stærð 180x50 sm. 1.990,- Einangrunardýna Fyrir svefnpoka. 50x190 sm. Þétt og hlý. Mjög lótt. 590,- Skeifunni 13 108 Reykjavík 568 7499 Noröurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 220 Hafnarfjöröur 565 5560 Holtagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavík 588 7499

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.